Morgunblaðið - 03.03.2021, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.03.2021, Qupperneq 14
Bekkur Sérsmíðum allt eftir pöntunum. Mikið úrval lita bæði á áklæði og grind. Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is 14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2021 Í tilefni dags heyrn- ar 3. mars sendum við hvatningu til fólks í áhættuhópum að láta mæla heyrn sína reglulega. Heyrnarskerðing stuðlar að slæmum samskiptum og gerir þeim sem hafa hana og aðstandendum erf- itt fyrir. Þar að auki er hægt að tengja heyrn- arskerðingu við félagslega ein- angrun, fara af vinnumarkaði fyrr en ella, depurð, skert jafnvægi og elliglöp. Samt sem áður eru enn margir sem ekki leita sér hjálpar fyrr en í óefni er komið. Að meðaltali líða sjö ár frá því að fólk verður vart við heyrnarskerðingu og þar til það leit- ar sér aðstoðar. Fólk er oft ekki meðvitað um heyrnarskerðingu og grunar ekki að þreyta í lok vinnu- dags eða kulnun í starfi geti stafað af slakri heyrn. Heyrnarskerðing er lúmsk, mað- ur getur heyrt þrátt fyrir hana en hljóðrófið er minnkað. Skerðing á hátíðnihljóðum talmáls s.s. „s“ rýrir talskilning og veldur einnig því að hljóðmyndin er ekki lengur skýr. Það verður erfiðara að greina hvað- an hljóð berast og greina í sundur hljóð. Í margmenni þar sem er skvaldur eða annar hávaði myndast erfiðleikar við samræður þar sem getur verið vandasamt að greina tal viðmælanda. Sá sem þannig er sett- ur virkar í sumum tilvikum sljór eða utan við sig, hváir oft og á erfitt með að vera í margmenni. Í umferðinni getur hann átt í vandræðum með að heyra hvaðan hljóð berast og það getur valdið óöryggi. Að sjálfsögðu ættu allir að fara reglulega í heyrnarmælingu. En hverjir eiga á hættu að vera með heyrn- arskerðingu?  Þeir sem hafa unn- ið í hávaða lengi (t.d. iðnaðarfólk, af- greiðslufólk, flugmenn, kennarar o.fl.).  Þeir sem að eiga ættmenni með heyrnar- skerðingu.  Reykingafólk. Um 30% fólks á aldrinum 40 til 65 ára eru heyrnarskert og missa af ýmsum hljóðum sem gefa lífinu gildi. Fylgni er á milli áunnins heyrnar- taps og elliglapa, heilarýrnunar, hjarta- og æðasjúkdóma, háþrýst- ings, efnaskiptasjúkdóma, nýrna- sjúkdóma, sykursýki tvö og reyk- inga. Allir sem hafa minnsta grun um að heyrnin sé að skerðast ættu strax að panta tíma í heyrnargreiningu. Sá sem leitar hjálpar við heyrn- arskerðingu gefur ekki aðeins sér, heldur fjölskyldu sinni og starfs- félögum, veglega gjöf sem auðveld- ar samskipti. Eftir Ellisif Björnsdóttur Ellisif Björnsdóttir » Sá sem leitar hjálpar við heyrnarskerð- ingu gefur ekki aðeins sér, heldur fjölskyldu sinni og starfsfélögum, veglega gjöf sem auð- veldar samskipti. Höfundur er löggiltur heyrnarfræð- ingur hjá Heyrn í Kópavogi. heyrn@heyrn.is Ekki bíða með að heyra Síðastliðinn mánu- dag var fullyrt í blaða- grein að stjórnvöld skyldu íhuga að breyta um stefnu varðandi bólusetningar gegn Covid-19, til að flýta opnun landsins (Jón Ívar Einarsson, Mbl. 1.3. 2021). Ég tel ekki siðferðislega réttlætan- legt að breyta fyrir- komulagi bólusetninga með bóluefnum Pfizer/BioNTech og Moderna sem sýndu 90-95% vernd í öllum hópum þátttakenda í rann- sóknum, óháð aldri, kyni, kynþætti, þjóðerni og undirliggjandi sjúkdóm- um eða góðri almennri heilsu. Það eigum við að skoða ef fyrir liggja niðurstöður um að annað fyr- irkomulag sé jafngott eða betra. Covid-19-tilfellum hefur fækkað og dánartíðni af völdum Covid-19 hefur lækkað í þeim löndum þar sem stór hluti þjóðar hefur verið bólusettur, eins og í Ísrael, Samein- uðu arabísku furstadæmunum og Bandaríkjunum. Sá árangur hefur náðst með því að gefa bóluefnin á sama hátt og gert var í klínískum prófunum, og þannig eru bóluefnin líka gefin hér á landi. Það eru engar vísindalegar niður- stöður sem styðja þær tillögur Jóns Ívars Einarssonar að gefa öllum einn skammt af einhverju bóluefni fljótt og síðan „minnka hratt hömlur innanlands og gefa tóninn fyrir gott ferðamannasumar“, og annan skammt þremur mánuðum síðar. Þessi aðferð á þó við um eitt bólu- efnanna, þ.e. veiruferjubóluefni frá AstraZeneca/Oxford-háskóla. Hér- lendis er einmitt gert ráð fyrir að þeir sem fá það bóluefni, 65 ára og yngri, fái skammtana með þriggja mánaða millibili. Villandi málflutningur Ég treysti stjórnvöldum til að byggja ákvarðanir um bólusetn- ingar á niðurstöðum vísindarann- sókna. Ég geri eftirfarandi at- hugasemdir við mál- flutning Jóns Ívars: Í fyrsta lagi er ekki endilega samhengi milli þess að gefa fleirum fyrsta skammt af bóluefni og þess að losa um hömlur og taka við ferðamönn- um, eins og Jón Ívar heldur fram. Enn vantar niðurstöður rannsókna um hvort og að hve miklu leyti bóluefnin dragi úr smiti milli manna, þótt óbeinar vísbendingar hafi komið fram um að fyrir sum bóluefnin dugi að gefa einn skammt. Það er stór ákvörðun að draga úr hömlum og opna landið fyrir ferðamanna- straumi; ákvörðun sem þarf að byggja á fjölþættum upplýsingum og niðurstöðum rannsókna en ekki bara óskhyggju. Í öðru lagi var það ekkert sér- staklega djörf ákvörðun, sem Bret- ar tóku, að láta líða þrjá mánuði milli skammta af veiruferjubóluefni AstraZeneca/Oxford-háskóla. Þá ákvörðun byggðu Bretar á niður- stöðum vísindarannsókna, sem voru leiddar af rannsóknateymi Oxford-háskóla. Þær rannsóknir sýndu að einn skammtur af bólu- efni AstraZeneca/Oxford-háskóla veitti betri vernd, eða 81,3%, þegar bóluefnið var gefið með þriggja mánaða millibili, en verndin var 55,1%, ef minna en sex vikur voru milli skammta. Íslensk stjórnvöld byggðu sína ákvörðun á sömu vís- indalegu niðurstöðum. Í þriðja lagi liggja ekki fyrir neinar niðurstöður um vernd mRNA-bóluefna ef lengri tími en þrjár eða fjórar vikur líða milli skammta. Vissulega veitti mRNA- bóluefni Pfizer/BioNTech 94% vernd gegn Covid-19-sjúkdómi einni viku eftir að seinni skammtur var gefinn og bóluefni Moderna veitti 93% vernd frá því að fyrsti skammtur var gefinn þar til tveim- ur vikum eftir seinni skammt. Í báðum tilvikum er áhrifa seinni skammts væntanlega farið að gæta. Engar niðurstöður eru um vernd af einum skammti mRNA- bóluefna í lengri tíma. Þess vegna hafa vísindamenn sem þróuðu mRNA-bóluefnin og framleiðendur þeirra hvatt til að þau séu gefin á sama hátt og gert var í þeim rann- sóknum sem sýndu að vernd gegn Covid-19-sjúkdómi var 95% (Pfizer/BioNTech) og 94,1% (Mod- erna) þegar tveir skammtar voru gefnir með þriggja eða fjögurra vikna millibili. Þátttakendum verð- ur fylgt eftir í tvö ár og smám saman fáum við góðar upplýsingar um langtímavernd og hvort þörf verði á frekari bólusetningum. Í fjórða lagi liggja ekki fyrir neinar niðurstöður um samanburð á myndun ónæmissvars og ónæm- isminnis gegn veiruferjubóluefnum, eins og bóluefni AstraZeneca/ Oxford-háskóla annars vegar og mRNA-bóluefnum eins og Pfizer/ BioNTech- og Moderna-bóluefnum hins vegar, hvorki hvenær mót- efnasvar og T-frumusvar nær há- marki né hve lengi það varir. Við getum ekki yfirfært upplýsingar um ónæmissvar gegn einni gerð bóluefna blint yfir á ónæmissvar gegn annarri gerð. Enn hefur ekki tekist að skilgreina hvaða ónæmis- svör endurspegla vernd (correletes of protection), þótt styrkur hlut- leysandi mótefna gegn SARS- CoV-2-veirunni virðist sýna fylgni við vernd. Hámörkun langtímaverndar bólusetninga gegn Covid-19 Ég tek undir með Jóni Ívari að „við vitum samt vissulega ekki hvað er best að gera til að há- marka langtímavernd bóluefna gegn Covid-19“, en er ekki sam- mála framhaldinu þegar hann segir „en ólíklegt er að það minnki lang- tímavirkni að seinka seinni skammti um tvo mánuði“. Þetta snýst ekki bara um langtímavernd eftir þrjá mánuði frá seinni skammti, heldur einnig um vernd eftir fyrsta skammt fram að þeim seinni, ef hann er gefinn þremur mánuðum eftir þann fyrri. Þar vantar niðurstöður fyrir mRNA- bóluefnin bæði. Ef og þegar slíkar niðurstöður koma fram vona ég svo sannarlega að verndin verði góð bæði til skemmri og lengri tíma. Þangað til eigum við að halda okk- ur við fyrirkomulag bólusetninga sem byggist á niðurstöðum vísinda- rannsókna sem liggja fyrir. Illa ígrunduð óskhyggja? Jón Ívar Einarsson segir í grein sinni: „Í ljósi nýjustu gagna er ekki siðferðislega verjandi að halda áfram með bólusetningar eins og stefnt var að. Við eigum að fara að dæmi Breta og lengja bilið milli bólusetninga um þrjá mánuði. Þannig er hægt að klára fyrri bólu- setningu landsmanna mun fyrr en ella, minnka hratt hömlur innan- lands og gefa tóninn fyrir gott ferðamannasumar, en þar eru gífurlegir hagsmunir í húfi. Mikill ferðavilji er til staðar og bólusett- um fjölgar hratt.“ Á Íslandi er bóluefni AstraZeneca gefið á sama hátt og í Bretlandi, og mRNA- bóluefnin á þann hátt sem rann- sóknir hafa sýnt að þau verndi gegn Covid-19-sjúkdómi, ekki síst gegn alvarlegum sjúkdómi og dauða. Við verðum að byggja bólusetn- ingu þjóðarinnar á niðurstöðum vísindarannsókna sem hafa sýnt fram á öryggi bóluefnanna og vernd gegn Covid-19-sjúkdómi. Það eru engar vísindalegar niðurstöður sem sýna að það að gefa bara einn skammt eða lengja tímann milli bólusetninga með mRNA-bóluefnunum tveimur veiti jafngóða vernd gegn Covid-19- sjúkdómi og ef þrjár til fjórar vik- ur eru milli skammta, og ekki hef- ur verið sýnt að slíkt fyrirkomulag dragi úr smiti milli einstaklinga. Án slíkra niðurstaðna eru engar forsendur fyrir að gefa bara einn bóluefnaskammt og breyta síðan sóttvarnaaðgerðum í landinu eða opna landið fyrir ferðamanna- straumi eins og Jón Ívar leggur til. Það væri ekki djörfung, heldur illa ígrunduð ákvörðun byggð á ósk- hyggju. Stjórnvöld byggi ákvarðanir á vísindalegum niðurstöðum Ég treysti því að stjórnvöld byggi aðgerðir sínar á nið- urstöðum vísindarannsókna, hér eftir sem hingað til, og læri af reynslu annarra. Ég er þess full- viss að stjórnvöld fylgjast vel með árangri bólusetninga hér á landi, útbreiðslu faraldursins í heim- inum, ekki síst útbreiðslu nýrra og mögulega skæðari afbrigða veirunnar, sem sum bóluefnin vernda illa gegn. Þannig mun okk- ur takast að ráða niðurlögum far- aldursins og koma okkur út úr kófinu. Óskhyggja eða niðurstöður vísindarannsókna Eftir Ingileif Jónsdóttur »Ég tel ekki siðferðis- lega réttlætanlegt að breyta fyrirkomulagi bólusetninga með bólu- efnum Pfizer/BioNTech og Moderna sem sýndu 90-95% vernd í öllum hópum þátttakenda í rannsóknum. Ingileif Jónsdóttir Höfundur er prófessor í ónæmisfræði við læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri smit- og bólgusjúkdóma hjá Íslenskri erfðagreiningu. SMARTLAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.