Morgunblaðið - 03.03.2021, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2021
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Ath. Grímuskylda er á uppboðum.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri, sem hér segir:
Aðalgata 2, Blönduós, fnr. 213-6594 , þingl. eig. Jolanta Tomaszewska,
gerðarbeiðandi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, þriðjudaginn 9.
mars nk. kl. 11:00.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
2. mars 2021
Tilboð/útboð
Óskað er eftir tilboðum í Þeistareykjaveg
syðri, frá Þeistareykjum að Kísilvegi (87)
um 19 km kafla. Boðið er út burðarlag og
slitlag ásamt efnisvinnslu. Verkið skal vinna
í tveimur áföngum sumrin 2021 og 2022.
Helstu magntölur eru:
Burðarlag 0/22 11.500 m3
Burðarlag 0/45 20.600 m3
Tvöföld klæðing 131.000 m2
Verkinu skal að fullu lokið
30.07.2022
Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef
Landsvirkjunar utbod.landsvirkjun.is
frá og með miðvikudeginum 3.mars 2021.
Tilboðum skal skila á útboðsvefnum og
rennur skilafrestur tilboða út
22.03.2021, kl. 14
Nöfn bjóðenda og heildarfjárhæðir verða birtar
eftir kl. 14 sama dag á útboðsvefnum.
Útboð nr. 20347
Þeistareykjavegur syðri,
Þeistareykir –
Kísilvegur, slitlag
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Söngstund við píanóið,
með Helgu kl. 13.45. Kaffi kl. 14.30-15. Bókaspjall með Hrafni kl. 15.
Vegna fjöldatakmarkana þarf að skrá sig í viðburði hjá okkur og jafn-
framt er grímuskylda í Samfélagshúsinu. Gestir bera ábyrgð á að
koma með eigin grímu og passa uppá sóttvarnir. Nánari upplýsingar
í síma 411 2702. Allir velkomnir.
Árskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Opin vinnustofa kl. 9-12.
Stóladans með Þórey kl. 10. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl.
12.55. Spænskukennsla kl. 14. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala
kl. 14.30-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Grímuskylda og það
þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: 411 2600.
Boðinn Handavinnustofa er opin frá kl. 13-16, skráning í síma 441-
9922. Munið grímuskyldu og tveggja metra regluna. Sundlaugin er
opin frá kl. 13.30-16.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Tálgað með Valdóri
frá kl. 9.15. Morgunkaffi í kaffihorninu kl. 10 . Opið kaffihús kl. 14.30.
Vegna sóttvarnaregla biðjum við ykkur að skrá ykkur fyrirfram í alla
viðburði hjá okkur í síma: 535 2760.
Bústaðakirkja Félagsstarf fyrir eldriborgara á miðvikudögum frá kl.
13-16, spilað, skrafað og unnin handavinna. Einnig er boðið upp á
göngutúr frá safnaðarsal kl. 13. Gengið um nágrenni kirkjunnar ca. 45
mín. Kl 14.15 er prestur með hugleiðingu og bæn og kaffið góða strax
á eftir. Þennan miðvikudaginn verður Hólmfríður djákni með smá
fróðleik í máli og myndum um t.d fuglana sem við höfum séð á
gönguferðum okkar
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Opið frá kl. 8.10-16. Kaffi og
spjall kl. 8.10-11. Línudans kl. 10-11. Upplestrarhópur Soffíu kl. 10-12.
Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Tálgun með Valdóri fellur niður í dag.
Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Hjá
okkur er grímuskylda og vegna fjöldatakmarkanna þarf að skrá sig
fyrirfram. Nánari upplýsingar í síma 411 2790.
Garðabæ Poolhópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl.
10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Stólajóga í Jónshúsi kl. 10 og 11.
Málun, Smiðja Kirkjuh. kl. 13. Zumba í sal í kjallara Vídalínskirkju kl.
16.30 og 17.15. Litlakot opið kl. 13-16. Áfram skal gæta að handþvotti
og smitvörnum og virða 2 metra athugið grímuskylda í Jónshúsi
Gjábakki Kl. 8.30-10.30, handavinnustofa opin, bókið daginn áður.
Kl. 8.45-10.45 postulínsmálun. Kl. 11.30-12.30 matur. Kl. 14-15.30
leshópur. Kl. 14.30-16 kaffi og meðlæti.
Guðríðarkirkja Félagsstarf eldriborgara. Það verður opið hús hjá
okkur í dag kl. 12. Við pössum uppá millibilið og virðum sóttvarnir.
Byrjum með hugvekju og bæn inn í kirkju. Hrönn organisti kemur og
spilar nokkur lög og við syngjum undir hjá henni. Lovísa bíður upp á
kótilettur kr. 1500.- eftir samveruna inn í kirkju. Við fáum eitthvern
góðan gest í heimsókn. Hlökkum til að sjá ykkur.
Gullsmára Myndlist kl. 9. Postulínsmálun kl. 13.. Munið sóttvarnir.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Útskurður og tálgun með leiðbeinanda frá kl. 9-12, 500 kr dagurinn og
allir velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30-12.30.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Sjúkraþjálfun frá Hæfi kl. 10.10. Opin vinnustofa -
Handavinnuhópur kl. 13-16. Framhaldssaga kl. 13.30.
Korpúlfar Glerlistarnámskeið með Fríðu kl. 9 í Borgum, þátttöku-
skráning. Gönguhópar Korpúlfa kl. 10, gengið frá Borgum og inni í
Egilshöll. Stjórnar og nefndarfundur Korpúlfa kl. 10 í Borgum. Keila í
Egilshöll kl. 10 í dag. Allir hjartanlega velkomnir en minnum á
sóttvarnir og grímuskyldu í félagsstarfinu.
Aðalfundur
í Samkaupum hf.
Stjórn Samkaupa hf. boðar hér með til aðalfundar í
félaginu fyrir rekstrarárið 2020. Fundurinn verður hald-
inn miðvikudaginn 10. mars 2021 kl. 14.00 á skrifstofu
félagsins að Krossmóa 4a, 260 Reykjanesbæ.
Á dagskrá fundarins eru aðalfundarstörf samkvæmt
14. gr. samþykkta félagsins.
Auk þess verða lagðar fyrir fundinn tillögur um breyt-
ingar á samþykktum félagsins um heimild til rafrænnar
þátttöku á hluthafafundum.
Þá verður lögð fyrir fundinn tillaga um að félagið megi
eignast og eiga allt að 10% hlutafjár í félaginu í 3 ár.
Stjórn Samkaupa hf.
Fundir/Mannfagnaðir
mbl.is
alltaf - allstaðar
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
SÁ ALLRA FLOTTASTI
CHEVROLET Corvette Stingray
Árgerð 1972, ekinn 63 Þ.MÍLUR,
Bensín, sjálfskiptur. Verð 5.990.000.
Rnr.133882. Er á staðnum.
Glæsilegur bílll.
CHEVROLET Corvette Stingray.
Árgerð 1972, ekinn 63 Þ.MÍLUR,
Bensín, sjálfskiptur. Verð 5.990.000.
Rnr.133882. Er á staðnum.
Nánari upplýsingar veita
Höfðabílar ehf. í síma 577-4747
✝ Friðrik Þor-steinsson fædd-
ist í Keflavík 24.
júlí 1953. Hann lést
15. febrúar 2021.
Hann var sonur
hjónanna Þorsteins
Friðrikssonar sjó-
manns og Sig-
urrósar Árnadóttur
húsmóður. Alsystur
Friðriks eru Elsa
Hall gift Kristjáni Hall og Sig-
urveig Þorsteinsdóttir gift Karli
Hólm Gunnlaugssyni. Þorsteinn
og Sigurrós skildu og fór Friðrik
með móður sinni í Borgarfjörð
þar sem hún gerðist ráðskona,
þar kynntist hún eftirlifandi
eiginmanni sínum, Guðmundi
Þórðarsyni, sem gekk Friðriki í
föðurstað. Þau eignuðust tvö
börn: Björgu, gift Ólafi Sveins-
syni, og Árna, sem er látinn.
Eftir venjubundna skóla-
göngu fór Friðrik að vinna við
verslunarstörf, fyrst á Vegamót-
um á Snæfellsnesi. Þar unnu þau
saman hann og fyrri eiginkona
hans, Anna Jóhannsdóttir. Þau
eignuðust soninn Þorstein Hans.
Þau bjuggu seinna í Borgarnesi
og þar vann Friðrik
í Kaupfélagi
Borgarness. Síðan
fluttu þau til Kefla-
víkur þar sem hann
vann hjá varnarlið-
inu. Eftir að þau
skildu fór hann til
sjós sem matsveinn
á skuttogurum. Á
þeim tíma bjó Frið-
rik í Reykjavík og
þar kynntist hann seinni konu
sinni, Erlu Sigurgeirsdóttur, þau
skildu. Friðrik og Erla eignuðust
tvær dætur, Sögu Líf og Sunnu
Hlíf. Sunna Hlíf er í sambúð með
Bjarna Daníel Ýmissyni og eiga
þau saman soninn Ými Ágúst.
Friðrik og Erla ráku söluturn-
inn Gerplu við Hofsvallagötu og
síðan rak Friðrik Happahúsið í
Kringlunni. Hann tók aftur til
við að elda mat síðustu árin,
fyrst hjá matsölustaðnum Á milli
hrauna í Hafnarfirði og starfs-
ferilinn endaði hann hjá Kjöt-
höllinni. Hann fór á eftirlaun
2020 þegar hann náði aldri til.
Friðrik verður jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag,
3. mars 2021, klukkan 15.
Hann Friðrik bróðir og mágur
er látinn langt fyrir aldur fram, að-
eins 67 ára. Hans banamein var
svipað og hjá föður hans og karl-
mönnum í föðurætt, hjartað og
æðar gáfu sig. Það var nú þannig
með Frikka að hann var sjálfum
sér nógur, sem var alveg eins með
föður hans, og þurfti ekki meira en
stelpurnar sínar og litla afadreng-
inn. Ekki fannst honum slæmt að
vera með hund eða kisu og jafnvel
bæði í einu. Svo var hann líka í
góðu sambandi við son sinn sem
býr í Kaupmannahöfn.
Þegar foreldrar Frikka skildu
þá fór hann með móður sinni í
Borgarfjörðinn þar sem Frikki
sleit barnsskónum; fyrst á Skóg-
um í Flókadal og svo í Reykholti.
Þá var mjög lítið samband milli
hans og föðurfólks hans.
Þegar Frikki var í Héraðsskól-
anum á Laugarvatni byrjaði sam-
band milli hans og Sirrýjar systur
sem var á sama tíma í Húsmæðra-
skólanum á Laugarvatni. Eftir
þennan vetur var alltaf gott sam-
band á milli hans og okkar og ekki
minnkaði það þegar Frikki flutti til
Keflavíkur með fyrri konu sinni
Önnu og syninum honum Þor-
steini Hans. Eftir að þau skildu
flutti Frikki til Reykjavíkur og fór
fljótlega til sjós sem matsveinn á
togara sem sigldi oft með aflann,
það klikkaði aldrei. Þegar heim
var komið hringdi hann alltaf í
okkur og bað okkur að koma og ná
í eitthvað sem hann hafði keypti
erlendis sem hann vildi gefa okk-
ur, oftast var það eitthvað matar-
kyns. Þarna kom fram hvað hann
var líkur föður sínum, alltaf að
gefa og helst að þiggja sem
minnst. Um tíma ráku hann og
Erla kona hans söluturninn
Gerplu við Hofsvallagötu. Þar
eignaðist hann margan vininn í
sambandi við 1X2 getraunir, hann
hjálpaði mörgum að fylla út get-
raunaseðlana þar sem hann safn-
aði flestum úrslitum úr ensku
deildinni í möppu sem hann átti, og
fengu margir að notast við möpp-
una góðu. Þá rak hann Happahús-
ið í Kringlunni í nokkur ár.
Þau Erla eignuðust tvær ynd-
islegar dætur, Sögu Líf og Sunnu
Hlíf, og kominn er afadrengur sem
hann sá ekki sólina fyrir.
Þótt samband okkar hafi ekki
alltaf verið á daglegum grunni var
sambandið alla tíð gott við Frikka
og hans fjölskyldu. Um leið og við
kveðjum Friðrik Þorsteinsson,
kæran bróður og mág, viljum við
senda börnum hans, Þorsteini,
Sögu og Sunnu, og litla afadrengn-
um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Sirrý systir og Karl Hólm.
Friðrik
Þorsteinsson
Látinn er í Lillehammer í Noregi
HELGI FALUR VIGFÚSSON,
áður til heimilis í Bólstaðarhlíð,
Reykjavík.
Rigmor, Eva, Tordis
og aðstandendur
Okkar kæri,
BJÖRN KRISTINSSON
rafmagnsverkfræðingur,
prófessor emeritus,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
föstudaginn 5. mars klukkan 13.
Allir velkomnir eins og húsrúm leyfir en gestir eru beðnir að hafa
með sér á blaði nafn, kennitölu og símanúmer.
Jarðarförinni verður streymt á mbl.is/andlat.
Guðrún Hallgrímsdóttir
Elísabet og Ásta Kristinsdætur
Inga, Ásta, Margrét, Helga, Jón, Hildur og Guðrún
Björnsbörn og fjölskyldur