Morgunblaðið - 03.03.2021, Side 23

Morgunblaðið - 03.03.2021, Side 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2021  Albert Guðmundsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, er í liði umferð- arinnar hjá hollenska netmiðlinum AD, eftir frammistöðu sína með AZ Alkma- ar gegn Feyenoord. Þar var Albert mjög áberandi í stöðu sóknartengiliðs hjá AZ sem vann leikinn 4:2.  Blakkonan Tinna Rut Þórarins- dóttir er á leið til uppeldisliðsins Þróttar í Neskaupstað og mun leika með því út tímabilið. Tinna fór frá Þrótti til Svíþjóðar síðasta sumar og lék með Lindesberg í úrvalsdeildinni í vetur. Liðið hefur lokið keppni og Aust- urfrétt skýrði frá því að samkomulag hefði verið gert um að Tinna færi heim og léki með Þrótti sem er í baráttu um að komast í úrslitakeppnina um Ís- landsmeistaratitilinn.  Flest bendir til þess að seinni leikur Liverpool og RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fót- bolta fari fram í Búdapest, rétt eins og fyrri leikurinn sem Liverpool vann 2:0. Sá seinni átti að fara fram á Anfield, en það myndi kosta Þjóðverjana tíu daga í sóttkví að fara til Englands. Leikurinn fer fram 10. mars.  Víkingar í Ólafsvík hafa samið við tvítugan enskan knattspyrnumann fyrir komandi tímabil. Hann er fram- herji, heitir Kareem Isiaka og kemur úr unglingastarfi Charlton í London.  Aron Pálmarsson landsliðsfyrirliði í handbolta verður áfram í röðum Spánarmeist- ara Barce- lona, sam- kvæmt frétt Catalunya Radio í gær. Samningur hans við félagið rennur út í sumar en Aron kom til Barcelona frá Veszprém árið 2017 og hefur verið þar í stóru hlutverki. Eitt ogannað 1. deild kvenna Tindastóll – Grindavík ......................... 62:59 Stjarnan – Hamar/Þór ......................... 62:67 Njarðvík – ÍR........................................ 67:50 Staðan: Njarðvík 9 8 1 685:495 16 ÍR 9 8 1 598:456 16 Grindavík 9 5 4 625:591 10 Stjarnan 9 4 5 604:563 8 Tindastóll 10 4 6 540:619 8 Fjölnir B 9 4 5 605:567 8 Vestri 10 3 7 556:729 6 Hamar-Þór 9 3 6 533:603 6 Ármann 8 2 6 463:586 4 Evrópudeildin Anadolu Efes – Valencia .................... 99:83  Martin Hermannsson skoraði 4 stig, gaf 3 stoðsendingar og tók eitt frákast hjá Val- encia á 16 mínútum. Meistaradeild Evrópu Sassari – Zaragoza.............................. 83:95  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 4 stig, tók 6 fráköst, gaf 1 stoðsendingu og varði 4 skot hjá Zaragoza á 15 mínútum. NBA-deildin Orlando – Dallas ............................... 124:130 Philadelphia – Indiana ..................... 130:114 Chicago – Denver ............................. 112:118 New Orleans – Utah......................... 129:124 San Antonio – Brooklyn ........... (frl) 113:124 Houston – Cleveland .......................... 90:101 Portland – Charlotte ........................ 123:111  Brescia hafði betur gegn Cosenza á heimavelli í ítölsku B-deildinni í fót- bolta í gærkvöldi, 2:0. Birkir Bjarnason og Hólmbert Aron Frið- jónsson byrjuðu báðir á vara- mannabekk Brescia en sá fyrr- nefndi lét til sín taka. Birkir kom inn á sem varamaður í hálfleik og það tók hann aðeins fjórar mínútur í seinni hálfleik að skora fyrsta mark leiksins. Hólm- bert Aron kom inn á sem varamað- ur á 75. mínútu. Brescia er í 13. sæti deildarinnar með 30 stig eftir 26 leiki. Birkir snöggur að skora Morgunblaðið/Eggert Mark Birkir Bjarnason skoraði fyrra mark Brescia í gærkvöldi. Therese Johaug frá Noregi fékk sín önnur gullverðlaun á heimsmeist- aramótinu í norrænum greinum þegar hún sigraði í 10 km skíða- göngu í Oberstdorf í Þýskalandi í gær. Hún gekk vegalengdina á 23:09,8 mínútum. Frida Karlsson frá Svíþjóð varð önnur á 24:04,0 mínútum. Johaug hefur þar með unnið samtals 12 gullverðlaun á heimsmeistaramótum á ferlinum. Gígja Björnsdóttir hafnaði í 76. sæti af 88 keppendum í göngunni í gær á 30:15,2 mínútum en hún var með rásnúmer 85. Tólftu gullverð- laun Johaug AFP Sigursæl Therese Johaug hefur unnið tvenn gullverðlaun núna. lífi atvinnumannsins. Þegar það gengur vel og liðið er að vinna leik- ur allt í lyndi en þegar það gengur illa og liðið tapar er allt ómögulegt. Það fór allt í panik hjá félaginu síð- asta haust, rýnt í öll smáatriði og þrátt fyrir að ég hafi spilað ágæt- lega var þjálfarinn óánægður með allt sem ég gerði. Ég gaf líf og sál í þetta, spilaði meiddur um tíma, en samt alltaf eitthvað sem hann fann að. Ég varð þreyttur á því og það var í raun bara kornið sem fyllti mælinn hjá mér persónulega. Heilt yfir fékk ég nóg af atvinnumennsk- unni og pólitíkinni í kringum hana. Í kjölfarið á þessu fékk ég skila- boð frá forráðamönnum félagsins um að þeir ætluðu sér að skera niður allan kostnað. Þeir sömdu við tvær nýjar hægriskyttur sem voru samanlagt ódýrari kostur en ég einn. Þegar ég fékk þessar fréttir þá var í raun ekki í boði að vera áfram í Esbjerg þar sem liðin hér í kring eru vel mönnuð í hægri- skyttustöðunni. Þá kom heimfar- arhugurinn sterkur inn enda vor- um við ekki spennt fyrir því að flytja með tvo krakka á skólaaldri í aðra borg og byrja nýtt líf þar fyr- ir eitt til tvö ár í viðbót í Dan- mörku.“ Í takti í Vestmannaeyjum Rúnar er uppalinn hjá Fram í Safamýrinni og ræddi við uppeldis- félag sitt um hugsanlega endur- komu í Framhúsið. „Þegar tilboðið frá ÍBV dúkkaði upp sáum við fram á að geta haldið þessu handboltalífi aðeins áfram. Ég get aðeins einbeitt mér áfram að handboltanum þar, utan Reykjavík- ur, sem heillaði mig, og konunni minni fannst það spennandi líka enda höfum við alltaf verið í Reykjavík. Þetta var ákveðin fram- lenging á handboltalífinu sem okkur fannst virkilega spennandi. Ég ræddi lengi við mitt uppeldisfélag Fram og það kom vel til greina að semja í Safamýrinni en að lokum varð ÍBV fyrir valinu. Konan mín bjó til hálfs á Íslandi á síðasta ári þar sem hún var í starfsnámi og hún var því aðeins búin að prófa Reykjavíkurlífið eftir ellefu ár erlendis. Það er ákveðin keyrsla sem fylgir því að vera í Reykjavík þegar kemur að leik- skóla, vinnu og öðru því tengdu. Þetta snerist því líka um það hvort við værum að horfa á pakkaðan dag með fullri dagskrá frá klukkan átta til átta á kvöldin eða þriggja tíma æfingu yfir daginn og búið. Vestmanneyjar gátu boðið okkur upp á rólegt fjölskylduvænna líf og okkur fannst það góða blanda að vera nær fjölskyldu okkar en í Dan- mörku en samt í sama takti og við þekkjum frá árunum í atvinnu- mennskunni.“ Einstakt að vinna B-deildina Tólf ár í atvinnumennsku er lang- ur tími en Rúnar er hvergi nærri hættur þótt hann sé á heimleið. „Eftir á að hyggja þá horfi ég sáttur til baka og eins og einhver sagði þá er alltaf ástæða á bak við allt. Ég hefði alveg verið til í að fara tveimur árum fyrr til Danmerkur og kannski hefði ég átt að sleppa því að framlengja samning minn við Hannover á sínum tíma. Á sama tíma var góð ástæða fyrir því að ég ákvað að framlengja þar enda ný- stiginn upp úr öðrum krossbands- slitum á stuttum tíma og með ný- fætt barn í þokkabót. Þegar maður er kominn á seinni hluta ferilsins tekur maður ákvarð- anir með hag fjölskyldunnar fyrir brjósti. Níu ár í Þýskalandi er hell- ings tími og hann var mjög skemmtilegur á stórum köflum. Það eru ekki margir sem ná svona mörgum árum í þýsku 1. deildinni með góðum liðum eins og Rhein Neckar-Löwen og Füchse Berlín. Eins var tíminn með Bergischer frábær og að vinna B-deildina með félaginu var einstök tilfinning. Ég er hins vegar hvergi nærri hættur í handboltanum og ætla mér ennþá stóra hluti þannig að ég er ekki alveg tilbúinn að gera upp fer- ilinn enn sem komið er,“ sagði Rún- ar í samtali við Morgunblaðið. Fékk nóg eftir tólf ár í atvinnumennsku  Stórskyttan Rúnar Kárason hefur skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV DANMÖRK Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Rúnar Kárason fékk nóg af atvinnu- mennsku síðasta haust en hann skrifaði undir þriggja ára samning við handknattleikslið ÍBV um síð- ustu helgi. Rúnar, sem er 32 ára gamall, mun ganga til liðs við Eyjamenn þegar samningur hans við danska úrvalsdeildarfélagið Ribe-Esbjerg rennur út næsta sumar. Örvhenta skyttan hélt út í at- vinnumennsku árið 2009 og hefur leikið með þýsku liðunum Füchse Berlín, Bergischer, Grosswallstadt, Rhein-Neckar Löwen og Hannover- Burgdorf á atvinnumannsferli sín- um, ásamt Ribe-Esbjerg. „Ég er búinn að ganga með það í höfðinu núna frá því síðasta vor hvort það væri kannski kominn tími til þess að snúa aftur heim til Ís- lands,“ sagði Rúnar í samtali við Morgunblaðið. „Það var öllu skellt í lás í Dan- mörku síðasta vor þegar kór- ónuveirufaraldurinn skall á og þá fór maður að leiða hugann að því hvað maður ætti mikið eftir í Dan- mörku. Ég var nýbúinn að fram- lengja samning minn um eitt ár við Ribe-Esbjerg þar sem ég og fjöl- skyldan mín vorum spennt fyrir því að vera áfram í Esbjerg. Síð- asta haust byrjaði ég tímabilið mjög vel og heilt yfir hef ég spilað vel á tímabilinu á meðan það hefur ekki gengið nægilega vel hjá lið- inu. Þjálfarinn byrjaði með eitt- hvert vesen þegar það fór að ganga illa og þá ákvað ég í raun að það væri kominn tími á að snúa heim. Ég heyrði í nokkrum íslenskum liðum og það stóð líka til boða að vera áfram úti og spila. Að endingu fannst okkur mest spennandi í stöðunni að koma heim enda bæði konan og börnin mjög spennt fyrir því. Þetta stoppaði mest á mér enda atvinnumannslífið ekki langt en mér hefur samt tekist að vera erlendis í tólf ár. Ég hef fengið að stjórna ferðinni í gegnum tíðina en þegar ég var sjálfur kominn á þann stað að koma heim þá var í raun aldrei neitt annað í stöðunni,“ bætti Rúnar við. Gaf líf og sál í verkefnið Rúnar er sjöundi markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeild- arinnar á tímabilinu með 114 mörk og í fjórða sæti yfir þá stoðsend- ingahæstu en Ribe-Esbjerg er í ní- unda sæti deildarinnar með 18 stig. „Það skiptast á skin og skúrir í Morgunblaðið/Eggert Landsliðið Rúnar Kárason á eitt hundrað landsleiki að baki en hefur ekki leikið með landsliðinu frá 2018.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.