Morgunblaðið - 03.03.2021, Síða 28

Morgunblaðið - 03.03.2021, Síða 28
Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram með vor- dagskrá sína kl. 20 í kvöld með tónleikum kvin- tetts Andrésar Þórs gítarleik- ara í Flóa í Hörpu. Tónlistin sækir áhrif sín víðs vegar að, allt frá þjóðlagatónlist ým- iss konar til nostalgískrar rokktónlistar og er steypt í mót nýmóðins beinstefnudjasstónlistar. Ásamt Andrési koma fram saxófónleikarinn Sig- urður Flosason, píanó- leikarinn Agnar Már Magnússon, Þorgrímur Jónsson sem leikur á bassa og trommuleik- arinn Magnús Trygvason Eliassen. Kvintett Andrésar Þórs heldur tónleika í kvöld í Múlanum Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ég hef farið í fimmtán skimanir og ansi oft í sóttkví á undanförnu ári þegar ég hef þurft að koma til Ís- lands í vinnulotur í verklega hluta námsins,“ segir Sigrún Halla Árna- dóttir sem býr í Frakklandi en er í fjarnámi í hjúkrunarfræði frá Há- skólanum á Akureyri. „Nú er auð- veldara að fá launalaust frí og skreppa heim til Íslands í þessar vinnulotur,“ segir Sigrún sem er flugfreyja í fullu starfi hjá Air France, en frá því Covid breiddist um heiminn hefur eðli málsins sam- kvæmt lítið verið flogið. „Það kom sér vel fyrir mig, því þá hef ég meiri tíma til að læra, en núna er ég á þriðja ári í hjúkrunarfræðinni. Ég fékk mikinn áhuga á hjúkrun, mannslíkamanum og skyndihjálp þegar ég var á námskeiðum hjá Air France fyrir flugfreyjustarfið. Mág- kona mín sem er hjúkrunarfræð- ingur var líka fyrirmynd mín fyrir þetta námsval,“ segir Sigrún og bæt- ir við að hún hafi misst vinnuleyfið hjá Air France í nokkrar vikur vegna þess að í reglulegri læknisskoðun reyndist hún vera með járnskort. „Þá gerði ég mér grein fyrir hversu atvinnuöryggið var lítið, mað- ur veit aldrei hvort maður kemst í gegnum næstu læknisskoðun, eða hvernig lífið verður yfirleitt. Þótt flugfreyjustarfið sé skemmtilegt og bjóði upp á ferðalög til framandi svæða í heiminum, þá finn ég að það verður lýjandi eftir því sem ég verð eldri, ég er lengur að jafna mig eftir tímamismun en áður. Þá fór ég að velt fyrir mér öðrum starfsmögu- leikum, en ég gæti vel hugsað mér að vinna hlutastarf í fluginu og að hluta til við hjúkrun. Ísland togar líka allt- af í mig, heimahagarnir og fólkið mitt,“ segir Sigrún sem fór til Frakk- lands fyrir 29 árum sem ung aupair- stúlka, en örlögin höguðu því þannig að hún flutti ekki aftur heim. „Ástin greip í taumana, ég kynnt- ist frönskum manni og eignaðist tvær stelpur með honum. Þegar því sambandi lauk var ég komin í fast starf hjá Air France og stelpurnar orðnar stálpaðar, svo ég sá enga ástæðu til að flytja heim til Íslands. Stelpurnar mínar eru núna á ung- lingsaldri og þær þekkja Ísland að- eins af sumarfríum, en þær langar að vera meira á Íslandi og ná betri tök- um á íslenskunni. Ég hef alltaf reynt að tala íslensku við þær, en eftir því sem þær verða eldri og við tökumst á við dýpri samræður þá skiptum við oft yfir í frönskuna,“ segir Sigrún sem keypti íslenskt nammi fyrir dæt- ur sínar áður en hún flaug heim til Frakklands í gær eftir vinnulotu. „Ég gæti ekki verið í þessu námi nema af því að ég hef gott fólk í kringum mig sem styður vel við mig og hvetur mig áfram.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Heima á Íslandi Sigrún Halla kann því vel að skreppa til Íslands í vinnulotur í fjarnámi sínu í hjúkrunarfræði. Ísland togar í mig, heima- hagarnir og fólkið mitt  Örlög urðu til að Sigrún ílengdist í Frakklandi í 29 ár ARC-TIC úr Með leðuról 29.900.- Þá styttist í að fermingarnar fari af stað og tilvalið að byrja að huga að gjöfum Íslensk hönnun í fermingargjöf fyrir flotta stráka og stelpur Hér eru nokkrar flottar hugmyndir og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi ARC-TIC úr Með leðuról 29.900.- ARC-TIC úr Með STÁLÓL 34.900.- J S WA TCH CO . REYK JAVK LAUGAVEGUR 62 www.GILBERT.IS - Sími: 551 4100 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 62. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Rúnar Kárason fékk nóg af atvinnumennsku síðasta haust en hann skrifaði undir þriggja ára samning við handknattleikslið ÍBV um síðustu helgi. Rúnar, sem er 32 ára gamall, mun ganga til liðs við Eyjamenn þegar samningur hans við danska úrvalsdeildarfélagið Ribe- Esbjerg rennur út næsta sumar. Örvhenta skyttan hélt út í atvinnumennsku árið 2009 og hefur leikið með þýsku liðunum Füchse Berlín, Bergischer, Grosswall- stadt, Rhein-Neckar Löwen og Hannover-Burgdorf á atvinnumannsferli sínum, ásamt Ribe-Esbjerg. »23 Rúnar Kárason fékk nóg af atvinnumennskunni ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.