Morgunblaðið - 09.03.2021, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2021
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Melódíur minninganna & Jón Kr.
Ólafsson nefnist sérsýning sem opn-
uð hefur verið á efri hæð Rokksafns
Íslands í Reykjanesbæ og er við-
fangsefni hennar
söngvarinn Jón
Kr. Ólafsson og
tónlistarsafn
hans Melódíur
minninga á Bíldu-
dal.
Á sýningunni
má sjá fjölda
muna sem Jón
hefur safnað af
ástríðu um ára-
tugaskeið en safnið opnaði hann árið
2000. Munirnir tengjast ýmsum
þekktum tónlistarmönnum Íslands-
sögunnar og má af þeim nefna Elly
Vilhjálms, Ragga Bjarna, Hauk
Morthens, Svavar Gests, Stuðmenn
og fleiri.
Gestir sýningarinnar geta einnig
upplifað safnið Melódíur minninga á
Bíldudal með aðstoð tækninnar þar
sem gagnvirk sýndar-
veruleikagleraugu eru á sýningunni
sem gera gestum kleift að upplifa
safnið úr fjarlægð en safnið á Bíldu-
dal var myndað sérstaklega fyrir
sýninguna og sýndarveruleikann.
Afar umfangsmikið
Tómas Young, framkvæmdastjóri
Rokksafns Íslands, segist hafa farið
í heimsókn á safn Jóns í ágúst í fyrra
og segir hann það mjög umfangs-
mikið. „Hann hefur greinilega verið
mjög iðinn að safna munum í gegn-
um árin frá tónlistarfólki sem hann
umgekkst sérstaklega,“ segir Tóm-
as. „Svo eru líka munir þarna frá
Hljómum, Stuðmönnum og mörgum
öðrum böndum.“
Safnið á Bíldudal er á neðri hæð
hússins sem Jón býr í þar og segir
Tómas varla auðan fersentimetra í
því rými fyrir fleiri muni. „Þetta er
rosalega stórt safn og hann bað mig
einmitt að koma að heimsækja sig
því það væri ekki hægt að lýsa því
með orðum. Ég yrði bara að sjá
það.“
Tómas nefnir af sjaldséðum safn-
gripum veggspjöld frá hljómsveit
Svavars Gestssonar, plötur sem
Björk Guðmundsdóttir söng á ung
að árum og mikið af fötum, m.a. frá
Ragga Bjarna, Hauki og Elly. „Svo
er hann til dæmis með hljóðnema
sem Haukur og Raggi Bjarna sungu
í og margar plötur, aðgangsmiða að
dansleikjum og þá m.a. að mið-
næturtónleikum Síðan skein sól frá
árinu 1991,“ nefnir Tómas.
Safn Jóns er orðið tuttugu ára og
segir Tómas að Jón hafi safnað mun-
um á þeim árum og rekið safnið. „Og
við erum komin með nokkur hund-
ruð muni úr safninu hans hingað í
Rokksafnið. Þetta er tímabundin
sýning en hann er búinn að gefa okk-
ur þessa muni þannig að fólk getur
komið hingað og upplifað safnið hans
því hér er búið að byggja eina stof-
una úr íbúðinni hans upp á nýtt,“
segir Tómas kíminn.
Sýningin er líka gagnvirk, sem
fyrr segir, búið að mynda safn Jóns í
360° og fólk getur því farið í heim-
sókn á Bíldudal, einn gestur í einu.
Frítt inn til 31. mars
Tómas segir sérsýningarnar lið í
því að halda safninu lifandi, að bjóða
upp á eitthvað nýtt. 200 manns mega
vera í safninu í einu vegna sóttvarna
og hefur safnið verið opið í kófinu að
mestu. „Við lokuðum tvisvar um vor-
ið í fyrra og svo um haustið en þegar
létt var á samkomutakmörkunum
leyfðum við okkur að opna aftur,“
segir Tómas og að hanskar séu á
staðnum, spritt og grímur. „Gestir
geta prófað trommusett, gítara og
fleira, þetta er ekki safn sem þú
gengur bara um og skoðar það sem
er á veggjunum. Það eru hlutir
hérna til að fikta í.“
Tómas segir að tekið hafi verið við
leikskóla- og grunnskólahópum og
því mikið fjör verið í rokksafninu,
nema hvað. Starfsmaður safnsins
tekur á móti hópunum og fræðir
börnin um það sem fyrir augu ber.
„Það er frítt inn á safnið fyrir 16 ára
og yngri og reyndar fyrir alla núna á
síðustu mánuðum vegna Covid,“
segir Tómas en aðgangur að safninu
verður ókeypis til 31. mars og opið
alla daga frá kl. 11 til 18.
Þeir sem vilja kynna sér Rokksafn
Íslands geta gert það á vefsíðu þess,
rokksafn.is.
Ljósmyndir/Rokksafn Íslands
Í stofunni Jón í endurgerð stofunnar á heimili sínu í Rokksafni Íslands í Reykjanesbæ en sú upphaflega er á Bíldudal.
Sýndarveruleiki Gestur með sýnd-
arveruleikagleraugu í Rokksafninu.
Tómas
Young
Hundruð muna úr safni Jóns
Melódíur minninganna & Jón Kr. Ólafsson í Rokksafni Íslands Gripir sem
Jón hefur safnað og hægt að skreppa til Bíldudals með sýndarveruleikatækni
Gróa Finnsdóttir, bókasafns- og
upplýsingafræðingur í Þjóðminja-
safni Íslands, flytur hádegis-
fyrirlestur í fyrirlestrasal safnsins í
dag, þriðjudag, kl. 12. Fjallað verð-
ur um hlutverk og mikilvægi sér-
fræðibókasafna í sögulegu ljósi.
Saga bókasafns Þjóðminjasafnsins
verður rakin og hversu nauðsyn-
legur þáttur það er í starfsemi
safnsins og rannsóknum. Bókasafn-
ið er stærsta safn landsins á sviði
forvörslu, textílfræða, fornleifa-
fræða, safnafræða og trúlega eitt
stærsta listiðnaðar- og þjóðhátta-
bókasafn landsins og því mikilvægt
háskólanemum og öllum öðrum
sem stunda sérhæft nám í þessum
greinum. Vegna fjöldatakmarkana
er nauðsynlegt að bóka sig á vef
safnsins eða í síma 530-2202. Fyrir-
lestrinum verður einnig streymt í
gegnum youtuberás safnsins.
Morgunblaðið/Kristinn
Fyrirlesarinn Gróa Finnsdóttir.
Sérfræðibókasafn
í sögulegu ljósi
Bandarísku
gagnrýnenda-
verðlaunin voru
veitt um helgina
fyrir það besta í
kvikmyndum og
sjónvarpi á síð-
asta ári og var
Nomadland verð-
launuð sem besta
kvikmyndin en
hún hefur hlotið fjölda verðlauna til
þessa og þykir sigurstrangleg þeg-
ar kemur að Óskarsverðlaununum í
vor. Leikstjóri myndarinnar, Chloé
Zhao, hlaut einnig verðlaun sem
besti leikstjóri og fyrir besta hand-
rit byggt á áður útgefnu efni og
myndin hlaut einnig verðlaun fyrir
kvikmyndatöku. Heildarlista verð-
launanna sem afhent voru má sjá á
criticschoice.com.
Gagnrýnendur
völdu Nomadland
Chloé Zhao
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
FRÁBÆR MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI.
sýnd með íslensKu, ensKu og pólsKu talı