Morgunblaðið - 09.03.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.03.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2021 Hristum þetta af okkur L augarnar í Rey k javí k w w w. i t r. i s 2m Höldumbilinu og sýnum hvert öðru tillitssemi 50 ára Tinna er Reyk- víkingur en býr á Akur- eyri. Hún er hjúkrunar- fræðingur og ljósmóðir frá HÍ. Tinna er ljós- móðir á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akur- eyri og sjálfstætt starf- andi í heimaþjónustu. Maki: Kári Ellertsson, f. 1969, íþrótta- kennari í Brekkuskóla. Börn: Arnór, 1997, Elísa Ýrr, f. 1998, og Egill Uni, f. 2009. Barnabörnin eru Elvar Kató, f. 2019, sonur Elísu, og Bría Sif, f. 2019, dóttir Arnórs. Stjúpdóttir er Helga Líf, f. 1994. Foreldrar: Jón H. Karlsson, f. 1949, við- skiptafræðingur, og Erla Valsdóttir, f. 1951, húsmóðir. Þau eru búsett í Reykjavík. Tinna Jónsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Fólk er óvenju eirðarlaust, ergilegt og jafnvel þrjóskt í dag. Vonandi byggist eðlisávísun þín ekki bara á þægindum því allt það góða yrði þá utan seilingar. 20. apríl - 20. maí  Naut Stundum er besta aðferðin til þess að létta af sér þrýstingi að ofhlaða. Gefðu þér góðan tíma til þess að meta aðstæður. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Persóna þín er rólegri eftir sam- ræður við fjölskylduna. Skyndilega er mik- ilvægt að bara gera eitthvað rosasvalt.. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Nú reynir aldeilis á þig í starfi og eins gott að þú sért með þitt á hreinu. Búðu þig undir snarpa glímu en þér er sig- urinn vís. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Atlaga frá vini setur þig úr jafnvægi í dag. Láttu hendur standa fram úr ermum og komdu þeim málum í framkvæmd sem hafa setið á hakanum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er eitt og annað að gerast í kringum þig. Notfærðu þér það og haltu þannig stöðu þinn sem sá svalasti á svæð- inu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að kynna þér söguna betur, því það má margt af henni læra um nútíð- ina og hún geymir líka lykla að framtíð- inni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Margir möguleikar eru enn í stöðunni varðandi samband þar sem erf- iðleikar eru til staðar. Að vita hvenær maður á að halda spilunum og hvenær maður á að pakka er galdurinn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Notaðu daginn til þess að gera langtímaáætlanir tengdar útgáfu eða menntun. Með því að segja já, gefur þú hæfileikunum tækifæri til að koma í ljós. 22. des. - 19. janúar Steingeit Í dag lítur þú framtíðina björt- um augum. Skrifaðu hugmyndir niður þannig að þú getir íhugað þær betur síðar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér vegnar vel ef þú vinnur undirbúningsvinnuna. Vertu því þol- inmóður og leggðu vandasöm mál til hlið- ar þar til niðurstaða liggur fyrir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Aðstæður þínar hafa breyst og þú sérð að þú þarft að breyta klæðaburði þínum. Kannski finnur þér eldri manneskja sig knúna til þess að gefa þér ráð. starfaði með fiðluleikaranum Hlíf Sigurjónsdóttur um tíma, auk þess að spila fjölda einleikstónleika. Sím- og síðar geisladisk með gítar og klavikord. Einnig gáfu þeir út myndband með leik sínum. Símon S ímon Helgi Ívarsson fæddist 9. mars 1951 í Reykjavík og ólst upp til fimm ára aldurs á Mel- haga 7 og síðar í Hamra- hlíð 9. „Ég var á sumrin í sveit hjá móðurafa mínum í Vatnskoti í Þing- vallasveit, en einnig á gróðrarstöð- inni Laufskálum í Borgarfirði hjá móðurbróður mínum.“ Á unglings- árunum stundaði Símon knatt- spyrnu með Val. Símon hóf skólagöngu í Eskihlíð- arskóla og fór síðan í Hlíðaskóla og í framhaldi í Ármúlaskóla og Iðn- skólann í Reykjavík. Hann stundaði gítarnám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar hjá Gunnari H. Jónssyni og lauk þaðan fullnaðar- prófi vorið 1975 og kenndi jafn- framt við skólann í tengslum við kennaradeild skólans. Þá um haust- ið hóf hann nám við Hochschule für Musik und darstellende Kunst í Vínarborg hjá prófessor Karl Scheit. Þaðan lauk hann einleik- araprófi vorið 1980. Símon starfaði um skeið sem gít- arkennari við Tónlistarskólann í Luzern í Sviss, en eftir að hann flutti aftur til Íslands hóf hann gít- arkennslu við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og síðar við Lista- skóla Mosfellsbæjar. Hann kenndi auk þess kammertónlist við skólana. Símon hefur sótt mörg gítarnám- skeið, m.a. til Spánar, Ítalíu, Sviss og Austurríkis, þar sem kennarar hans hafa m.a. verið J. Tomas, M. Gangi, A. Batista, M. Barrueco, T. Korhonen, O. Ghighlia og D. Russ- el. „Ég hef einnig sérhæft mig í flamenco-tónlist og farið sérstakar námsferðir til Spánar í þeim til- gangi.“ Símon hefur farið í margar tón- leikaferðir bæði hér heima og er- lendis. Hann fór meðal annars í nokkrar tónleikaferðir ásamt austurríska gítarleikaranum Sieg- fried Kobilza, og síðar með sænska gítarleikaranum Torvald Nilsson og þýska gítarleikaranum Jörgen Brill- ing. Einnig starfaði hann nokkur ár með austurríska orgelleikaranum Orthulf Prunner en þeir gáfu út plötu með samleik gítars og orgels on hefur komið margsinnis fram í útvarpi og sjónvarpi og hefur stjórnað útvarpsþáttum um gítar og gítartónlist og hlotið námsstyrk frá ítalska ríkinu. Hann var kosinn til formennsku fyrir hagsmunasamtök tónlistar- manna „Tónlistarbandalag Ís- lands“ 1990 sem stóð m.a. fyrir „Ári söngsins“ og gefið var út í tengslum við það söngbækurnar „Hvað er svo glatt“ og geisladisk- urinn „Góðra vina fundur“. Einnig var hann um tíma í stjórn Félags íslenskra tónlistarmanna og Zen á Íslandi Nátthaga. Símon gaf út kennslubók fyrir byrjendur í gítar- leik sem heitir Gítartónar árið 2001. Símon stofnaði Kammerkór Mosfellsbæjar árið 2002 og hefur verið stjórnandi hans síðan. „Kór- inn er farinn að hittast aftur, við höldum æfingar í Mosfellskirkju og verðum með tónleika 29. apríl í Guðríðarkirkju.“ Símon gaf út geisladiskinn Glím- an við Glám með tónlist eftir Gunnar Reyni Sveinsson og var tilnefndur til Íslensku tónlistar- verðlaunanna fyrir þann disk. Sím- on var valinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2005. Símon hefur leikið á gítar á veitinga- staðnum Caruso í Austurstræti og víðar við ýmis tækifæri. Hann er stofnliðsmaður hljómsveitarinnar Fantasía Flamenca sem sérhæfir sig í flutningi flamenco-tónlistar, en með honum í hljómsveitinni eru m.a. sonur hans og tengdadóttir. „Við vorum með tónleika í Hörpu 7. febrúar, í Norðurljósum, og fylltum salinn eins og mátti. Það er því orðið nóg að gera í tónleika- haldi.“ Útivist og ferðalög hafa ætíð verið í miklu uppáhaldi bæði inn- an- og utanlands hjá Símoni. „Spánn hefur átt þar stóran sess þar sem tenging við flamenco- tónlistina hefur átt hug minn, enda hefur tónlistin verið samofin bæði við áhugamál og atvinnu. Þá nýt ég þess að eiga góðar stundir með fjölskyldunni og njóta góðra veit- inga, enda er María eiginkona mín algjör meistarakokkur.“ Símon H. Ívarsson tónlistarmaður – 70 ára Fjölskyldan Við útskrift Hinriks, elsta afabarnsins, árið 2020, frá Borgar- holtsskóla, en á myndina vantar næstelsta afabarnið, Símon Bjarka. Nóg að gera í tónleikahaldi Gítarleikarinn Símon við brúðkaup Ívars og Ástrúnar í Vatnsdal. Með afadrengjum Símon ásamt Símoni Bjarka og Friðbirni Leó. 40 ára Jóna er frá Efri-Hóli undir Eyja- fjöllum en býr í Reykjavík. Hún er við- skiptafræðingur frá Háskólanum í Reykja- vík og er sérfræðingur í reikningshaldi hjá Al- menna lífeyrissjóðnum. Maki: Guðmundur Vigfússon, f. 1975, húsasmiður að mennt en er verkefna- stjóri hjá Félagsbústöðum. Börn: Silja, f. 2003, Harpa, f. 2007, og Aron, f. 2010. Foreldrar: Ingibjörg Hrefna Guðmunds- dóttir, f. 1962, vinnur í móttöku hjá Sjúkraþjálfun Íslands, búsett í Hafnar- firði, og Sigurður Ragnarsson, f. 1958, rútubílstjóri hjá Teiti, búsettur á Selfossi. Jóna Bergþóra Sigurðardóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.