Morgunblaðið - 09.03.2021, Side 8

Morgunblaðið - 09.03.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2021 Hópurinn Áhugafólk um sam-göngur fyrir alla hefur lýst skoðunum sínum á samgöngu- málum á höfuðborgarsvæðinu eins og lesa má um á síðunni samgongur- fyriralla.com. Þórarinn Hjaltason er talsmaður hóps- ins og sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hóp- urinn legði til að áform um borgarlínu yrðu end- urskoðuð. Hópurinn væri með til- lögu um ódýrara hraðvagnakerfi: „Við höfum lagt fram tillögu um svokallað BRT-light (e. Bus Rapid Transit) og það er allt að fimm sinnum ódýrara en borgarlínan í þeirri mynd sem hún er núna. Okk- ar tillaga gerir nánast sama gagn og er laus við ýmsa ókosti.“    Fimmfaldur munur verður aðteljast talsverður munur á kostnaði, ekki síst þegar um er að ræða milljarðatuga framkvæmdir, eða jafnvel meira.    Og þegar tillaga Áhugafólks umsamgöngur fyrir alla er skoð- uð nánar þá gerir hún ráð fyrir mjög svipaðri tíðni vagna og borg- arlínuhugmyndin, eða að vagn- arnir gangi á 10 mínútna fresti á álagstímum, þegar borgarlínu- vagnar eiga að ganga á 7,5 mín- útna fresti.    Verði borgarlínan að veruleikaer sennilega óhætt að fullyrða að þetta verði dýrustu mínútur mannkynssögunnar.    En það er svo sem vissulega all-nokkur árangur og ef til vill óhætt fyrir forgöngumenn borgar- línu að hafa strax samband við Heimsmetabók Guinnes. Dýrustu mínútur í sögu mannkyns STAKSTEINAR TIL HAMINGJU! Við óskum Kristínu Svövu Tómasdóttur til hamingju með Fjöruverðlaunin 2021. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Níu konur hafa lagt fram kærur til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) á hendur íslenska ríkinu. Konurnar höfðu allar áður kært kyn- ferðisofbeldi, heimilisofbeldi eða kynbundna áreitni til lögreglu en mál þeirra voru felld niður eftir rannsókn lögreglu og var sú ákvörð- un staðfest af ríkissaksóknara. 70 til 85% mála af þessum toga eru felld niður áður en þau komast inn í dóm- sal. Um er að ræða níu stakar kærur, ekki hópmálsókn, enda tekur MDE ekki við slíkum málsóknum. „En það er ástæða fyrir því að við erum að senda níu mál: Við erum að sýna fram á kerfisbundið misrétti þannig að við sendum eitt mál og svo sendum við næsta og þá vísum við í fyrra málið. Þannig að við erum allt- af að vísa í sömu greinar Mannrétt- indasáttmála Evrópu, við erum að reyna að gera dómstólnum grein fyr- ir því að þetta sé ekki bara eitthvert eitt mál sem klúðrast heldur er þetta gegnumgangandi mynstur,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, við mbl.is. Nánari umfjöllun er á mbl.is og þar rætt við nokkrar af þeim konum sem kæra. ragnhildur@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Kærur Konurnar efndu til fjölmiðlafundar í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í gær þar sem kærur til Mannréttindadómstóls Evrópu voru kynntar. Níu konur kæra vegna ofbeldismála  Kærur til MDE á hendur ríkinu Nú er orðið ljóst að tveir frambjóð- endur munu sækjast eftir embætti formanns BHM á aðalfundi banda- lagsins, sem haldinn verður 27. maí næstkomandi. Frestur til að skila inn framboð- um til formennsku í BHM rann út 25. febrúar og gefa tvö kost á sér í embætti formanns BHM, þau Frið- rik Jónsson, formaður Félags há- skólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS), og Marí- anna H. Helgadóttir, formaður Fé- lags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN). Eins og fram hefur komið gefur Þórunn Sveinbjarnardóttir sem ver- ið hefur formaður BHM undanfarin sex ár ekki kost á sér til áframhald- andi formennsku. Hefst 2 vikum fyrir aðalfund BHM er bandalag 27 fag- og stéttarfélaga háskólamenntaðs fólks á íslenskum vinnumarkaði og voru félagsmenn aðildarfélaga banda- lagsins tæplega 16.000 í upphafi þessa árs. Félagsmenn sem vilja gefa kost á sér til formennsku í BHM þurfa að hafa skrifleg með- mæli frá sínu félagi og er það í raun félagið sem tilkynnir um framboðið til framboðsnefndar bandalagsins. Fulltrúar á aðalfundi BHM kjósa síðan næsta formann bandalagsins í rafrænni kosningu sem hefst tveim- ur vikum fyrir aðalfund og lýkur tveimur dögum fyrir fundinn í maí- mánuði. omfr@mbl.is Tvö takast á um formennskuna Maríanna H. Helgadóttir Friðrik Jónsson  Kjósa á formann BHM í rafrænni kosningu í maí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.