Morgunblaðið - 09.03.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.03.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2021 Tillaga stjórnar um samruna Þann 28. september 2020 hófust formlegar samruna- viðræður Kviku banka hf. og TM hf. en fljótlega þar eftir var ákveðið að Lykill fjármögnun hf. myndi einnig sam- einast félögunum. Stjórnir félaganna telja raunhæft að með samrunanum megi ná fram 1.200-1.500 m.kr. árlegri kostnaðarsamlegð, án viðskipta- og einskiptiskostnaðar. Stjórnir félaganna undirrituðu samrunasamning 25. nóv- ember 2020 um að samrunaáætlun og önnur samruna- gögn yrðu undirrituð að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Samrunaáætlun, greinargerðir stjórna félaganna, skýrslur sérfróðra matsmanna og samrunaefnahagsreikningur félaganna voru undirrituð 23. febrúar 2021. Fyrirhugaður samruni var tilkynntur til Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og Samkeppniseftirlitsins í desember 2020. Samþykki Samkeppniseftirlitsins liggur fyrir með ákvörðun dags. 26. febrúar 2021. Þann sama dag veitti Fjármálaeftirlitið Kviku banka hf. heimild til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf., TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf. Beðið er eftir samþykki Fjármálaeftirlitsins fyrir samrunanum en gert er ráð fyrir að slíkt samþykki muni liggja fyrir, með fyrirvara um að samrunaferlinu verði lokið í samræmi við ákvæði hluta- félagalaga, fyrir hluthafafundinn. Samkvæmt samrunaáætlun verða félögin sameinuð m.v. 1. janúar 2021 og munu hluthafar TM hf. fá 2.509.934.076 nýútgefna hluti í Kviku banka hf. sem endurgjald fyrir hluti sína í TM hf. Hinir nýútgefnu hlutir njóta sömu réttinda og aðrir hlutir í Kviku banka hf. frá afhendingardegi. Leggur stjórn því fram tillögu um samruna félagsins við Kviku banka hf. og Lykil fjármögnun hf. Dagskrá 1 Tillaga stjórnar um samruna Kviku banka hf., TM hf. og Lykils fjármögnunar hf. 2 Umræður og önnur mál löglega borin fram Aðrar upplýsingar Fundarstörf fara fram á íslensku. Fundargögn eru aðgengileg á heimasíðu félagsins á vefslóðinni tm.is/fjarfestar og skrifstofu félagsins að Síðumúla 24, Reykjavík. Samrunaáætlun og önnur samrunagögn, þ.m.t. greinar- gerðir stjórna, skýrslur sérfróðra matsmanna og samruna- efnahagsreikningar, voru birt á heimasíðu félagsins 24. febrúar sl. Þá hafa ársreikningar félaganna þriggja sl. þrjú rekstrarár verið aðgengilegir á heimasíðum félag- anna frá 18. febrúar sl. Framangreindar upplýsingar er að finna á vefslóðinni tm.is/fjarfestar/samruni Hluthafar hafa heimild til að fá ákveðið mál tekið til með- ferðar á fundinum og skal kröfu þar um fylgja rökstuðn- ingur eða drög að ályktun sem berast skal stjórn félagsins skriflega eða með tölvupósti á netfangið stjorn@tm.is í síðasta lagi 20. mars næstkomandi. Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafundinn fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð eða á eyðublaði sem aðgengilegt er á vef félagsins – tm.is/fjarfestar. Rafrænt umboð skal sent félaginu á netfangið stjorn@tm.is áður en fundur hefst. Ekki verður unnt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Óski hluthafi að taka fyrirfram þátt í atkvæðagreiðslu skriflega og fá sendan atkvæðaseðil skal hann gera skriflega kröfu þar um til félagsins eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn. Að auki er unnt að greiða atkvæði á skrifstofu félagsins á venjulegum opnunartíma (kl. 9:00 til 16:00) til og með mánudeginum 29. mars 2021, en fyrir lokun skrifstofunnar þann dag skal einnig skila þangað sendum atkvæðaseðlum. Nánar fer um atkvæðagreiðsluna og gildi atkvæða samkvæmt henni eftir reglum félagsins um atkvæðagreiðslu utan hluthafa- fundar, settum af stjórn félagsins 18. desember 2013. Hluthafafundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað, óháð fundarsókn. Ákvörðun um samruna fer eftir 93. gr. laga nr. 2/1995. Hluthöfum er bent á að kjósi þeir gegn til- lögu um samruna geta þeir krafist innlausnar hluta sinna skv. 131. gr. áðurnefndra laga. Fundarboð þetta, upplýsingar um heildarfjölda hluta og atkvæða á fundarboðsdegi, dagskrá, tillögur stjórnar til hluthafafundar, ásamt umboðsformum eru nú aðgengileg á vefsíðu félagsins. Önnur gögn vegna hluthafafundarins verða gerð aðgengileg eigi síðar en þriðjudaginn 23. mars nk. á vefsíðu félagsins. Hluthafar og umboðsmenn geta skráð sig á fundinn á fundarstað hálfri klukkustund áður en hann hefst. Stjórn TM hf. TM hf. Hluthafafundur 30.mars Hluthafafundur TM hf. verður haldinn þriðjudaginn 30. mars 2021 kl. 16:00, á Hilton Reykjavík Nordica, 2. hæð, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík. Heilbrigðisráðuneytinu berst ár- lega fjöldi kvartana og stjórn- sýslukæra sem varða efnislegar niðurstöður og ákvarðanir Sjúkra- trygginga Íslands (SÍ) í tilteknum málum, segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins. Þar var m.a. óskað eftir upplýsingum um hvort formlegar kvartanir hafi borist frá ýmsum aðilum vegna samskipta sinna við Sjúkratrygg- ingar Íslands frá 1. janúar 2019. Ráðuneytið sagði að slík erindi séu send ráðuneytinu til að kvarta undan efnislegri niðurstöðu og séu því ekki skráð sem kvartanir vegna samskipta enda þótt þar kunni að koma fram einhver óformleg gagn- rýni á samskipti við stofnunina. Úr- lausnarefni þessara mála séu þann- ig fyrst og fremst efnisleg niðurstaða eða málsmeðferð tiltek- inna stjórnsýslumála. „Ráðuneytið getur þó staðfest að því hefur borist á umræddu tímabili eitt erindi þar sem formlega er kvartað til ráðuneytisins undan samskiptum við forstjóra Sjúkra- trygginga Íslands. Erindið er frá lögmannsstofu og borið fram fyrir hönd Félags sjúkraþjálfara. Ráðu- neytið tók erindið til efnislegrar umfjöllunar og var niðurstaða þess sú að efni þess gæfi ekki tilefni til að beita yfirstjórnunar- og eftirlits- heimildum ráðherra gagnvart for- stjóranum vegna þeirra umkvart- ana sem raktar voru í erindinu,“ sagði í svarinu. Greint var frá þess- ari tilteknu kvörtun og svari ráðu- neytisins við henni í frétt í Morgun- blaðinu 24. febrúar sl. Þar var einnig fjallað um óánægju sveitar- félaga og talmeinafræðinga vegna samskipta við Sjúkratryggingar. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sjúkratryggingar Kvartað hefur verið til heilbrigðisráðuneytisins. Fjöldi kvartana og kæra á hverju ári  Kvartað vegna Sjúkratrygginga Margt er líkt með kórónuveirufar- aldrinum nú og bólusóttarfaraldri sem geisaði í Nýja-Íslandi haustið 1876, að mati vesturíslenska sagn- fræðingsins Elvu Simundsson. Þetta kom fram í frétt kanadísku sjón- varpsstöðvarinnar CTV nýverið. Riverton í Manitoba var þekkt sem Nýja-Ísland. Haustið 1876 barst þangað bólusótt, líklega með ungum dreng frá Íslandi. Elva segir að um eitt þúsund manns hafi búið á svæð- inu og dóu um eitt hundrað þeirra úr farsóttinni, mest ung börn. Það voru ekki aðeins íslensku landnemarnir sem veiktust heldur lagðist bólusótt- in einnig á frumbyggja af Cree- og Saulteaux-ættbálkum á svæðinu. Stuttu eftir að faraldurinn braust út var byggðin við vesturströnd Winnipeg-vatns sett í sóttkví og svæðið lokað af. Veiran breiddist þar út með ógnarhraða. Sagnfræðingar segja að sumir frumbyggjanna á svæðinu hafi flúið í aðrar byggðir frumbyggja og aukið þannig á út- breiðslu farsóttarinnar. Bóluefni gegn bólusótt var til í Kanada á þessum árum. Vandinn þá líkt og nú var að framboð var minna en eftirspurnin. Ekki hafði verið bólusett í dreifðum byggðum og af- skekktum. Því er kennt um að skipu- lagningu bólusetningar hafi verið stórlega ábótavant auk þess sem sum svæðin voru mjög afskekkt og erfitt að komast þangað. Ryan Ey- ford, prófessor í sagnfræði við Winnipeg-háskóla, segir að það hafi verið reynt að fá bóluefni en erfiðara hafi verið að komast til Winnipeg ár- ið 1876 en það er í dag. Einnig var ágreiningur á milli stjórnsýslustiga um hvernig ætti að bregðast við veir- unni. Því héldu þjáningar fólksins á svæðinu áfram. Pestin geisaði í átta mánuði og var komið fram á árið 1877 áður en böndum var komið á faraldurinn. Fram kom í sjónvarpsfréttinni að þegar litið sé til baka virðist við- brögðin við bólusóttinni í Nýja-Ís- landi hafa verið bæði hæg og mátt- laust. Það kom verst niður á þeim sem voru varnarlausastir, það er ungum börnum, fátæku fólki og frumbyggjum. Íslensku innflytjendurnir sem námu land við vesturströnd Winni- peg-vatns stofnuðu byggðir og bæi sem enn eru við lýði. Margir innflytj- endanna nutu hjálpar frumbyggja sem kenndu þeim að lifa af landinu og að stunda veiðar. gudni@mbl.is Kórónuveirufaraldur- inn og bólusóttin 1876  Faraldur í Nýja-Íslandi lagði tíunda hluta íbúanna að velli Nýja-Ísland » Um fimmtungur íslensku þjóðarinnar flutti vestur um haf á ofanverðri 19. öld, flestir á árunum 1881-1890. » Margir settust að í Mani- toba. Landnámið nefndist Vatnsþing og skiptist í Víðir- nesbyggð, Árnesbyggð, Fljóts- byggð og Mikleyjarbyggð. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Nýja-Ísland Mikleyjarbyggð var eitt landnámssvæða Íslendinganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.