Morgunblaðið - 09.03.2021, Side 32

Morgunblaðið - 09.03.2021, Side 32
Aldarafmæli argentínska tangómeistarans Astors Piaz- zolla verður fagnað með tónleikum í Tíbrár-tónleikaröð Salarins í Kópavogi í kvöld kl. 19.30. Kordo-kvartettinn mun þá ásamt Olivier Manoury bandonéonleikara flytja mörg af þekktustu verkum Piazzolla, svo sem Adios Noninp, Escualo, Four for tango, La Muerte del Angel og þætti úr Five tango sensations. Kordo-kvartettinn skipa fiðluleikararnir Páll Palom- ares og Vera Panitch, víóluleikarinn Þórarinn Már Bald- ursson og sellóleikarinn Hrafnkell Orri Egilsson. Korda-kvartett og Olivier Manoury halda upp á afmæli Piazzolla Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ungir hafernir fara víða að vetrinum og hefur það svæði stækkað með vax- andi stofni. Í vetur hefur haförn verið í Þingeyjarsýslum síðan í nóvember og dvalið langdvölum við Skjálfanda- fljót og Laxá í Aðaldal. Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravist- fræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að þar hafi endur og hoplax að líkindum verið á matseðli arnarins, sem aðeins lítillega hafi sést í fjörum á þessum slóðum. Kristinn Haukur segir að áður fyrr hafi reglan verið sú að haförn væri einkum að finna við sjávarsíðuna vestanlands og á Vestfjörðum. Flest óðul hafarna séu á stöðum þar sem fæðuframboð sé tyggt allt árið, flest við Faxaflóa og Breiðafjörð. Hann segir að ungar íslenska arn- arins dvelji lengur undir verndar- væng foreldra sinna heldur en ungar til dæmis finnskra og þýskra hafarna. Þeir íslensku heimsæki líka önnur óðul á „unglingsárum“ og dæmi séu um að þrír ungar hafi sést á einu og sama óðalinu, fái að gista hjá vini. Þegar þeir fullorðnist sé hins vegar brýnt að finna óðal og þá séu þeir ekki lengur velkomnir á annarra fugla óðulum. Ekki sé ólíklegt að ung- ir ernir séu að kanna aðstæður og hvort óðul séu laus á fyrstu árum æv- innar, ekki ólíkt skoðun fólks í íbúða- leit á fasteignavefjum. Hættusvæði metin Sendar eða leiðarritar (GPS-logg- ers) voru settir á sex hafarnarunga 2020 og eru þeir allir á lífi og sendar í góðu lagi. Sex af átta ungum sem fengu senda 2019 eru á lífi og virka sendarnir ágætlega. Kristinn Haukur flytur erindið „Ferðir ungra arna kortlagðar með rafeindatækni“ á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar á morgun, miðvikudag, kl. 15.15. Í kynningu á erindinu á heimasíðu NÍ segir að verkefnið muni nýtast við mat á þýðingu einstakra svæða og „hvar beri að forðast að reisa t.d. vindmyllur en þær eru örnum skeinu- hættari en flestum öðrum fuglum“. Um þetta atriði segir Kristinn Haukur að hann muni drepa á notkun svona gagna við að meta hættusvæði fyrir erni en um leið vara við að draga of miklar ályktanir af athugunum sem ná til fárra fugla í stuttan tíma. Samt sem áður liggi nú þegar fyrir mikilvægar upplýsingar um búsvæði og ferðalög ungra arna og eru ein- stakar staðsetningar yfir hálf milljón. Kristinn Haukur segir að Orkustofn- un hafi birt yfirlit um 35 vindorku- kosti sem hafi verið tilkynntir í Rammaáætlun. Ernir með leiðarrita hafi flogið á um fimmtung þessara staða, suma einu sinni, aðra margoft. Finnar hafi t.d. notað þessa tækni til að kortleggja hættulíkur fyrir erni af vindmyllum. Ýmsar fleiri aðferðir en senditækin eru notaðar til að fylgjast með lífs- háttum og búsvæðum hafarna. Ljósmynd/Hallgrímur Gunnarsson. Hafernir Leiðarriti settur á fyrsta ungann 2019. Frá vinstri: Róbert A. Stefánsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Gunnar Þór Hallgrímsson og Oliver Krone frá Be rlín, sem rannsakað hefur ferðir arna með leiðarritum um árabil. Endur og hoplax á mat- seðli ungs hafarnar í vetur  Ernirnir fara víðar en áður  Vel er fylgst með þeim Efni í þætti kvöldsins: Pálmi V. Jónsson yfirlæknir fjallar um umönnunarálag maka við umsjón á sjúklingum. Auður Harðardóttir hjá Embætti Landlæknis fræðir áhorfendur um notkun á heimasíðunni Heilsuvera.is. Ingibjörg Ólöf Isaksen fjallar um nýlega upplýsingagátt um vellíðan og velferð eldri borgara sem verið er að vinna um þessar mundir. Kristbjörg Kjeld leikkona verður í viðtali um glæstan leikferil og hlutverk Gógóar í ´79 af Stöðinni sem frumsýnd var 1962. Umsjónarmaður er Sigurður K. Kolbeinsson Dagskráin á Hringbraut Lífið er lag Fréttir, fólk og menning á Hringbraut og hringbraut.is kl. 20.30 á Hringbraut í kvöld Sigurður K. Kolbeinsson Kristbjörg Kjeld ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 68. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Hlutföllin í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik breyttust til muna í vetur þegar Brooklyn Nets fengu James Harden í leikmannaskiptum frá Houston Rock- ets. Með því var liðið allt í einu komið með þetta firna- sterka þríeyki, Harden, Kevin Durant og Kyrie Irving. Þeir hafa virst óstöðvandi í sókninni í þeim fáu leikjum þar sem þeir hafa allir getað leikið saman. Gunnar Val- geirsson skrifar um gang mála í NBA. »27 Þríeykið öfluga hjá Brooklyn Nets ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.