Morgunblaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 0. M A R S 2 0 2 1
Stofnað 1913 58. tölublað 109. árgangur
ERLENDIR
FJÁRFESTAR
VILJA VINDORKU
GÆÐI UMFRAM
FJÖLDA
MYNDA
ÓVÍST HVAÐA
LEIKMENN VERÐUR
HÆGT AÐ VELJA
ÞÝSKIR DAGAR 25 LOKAKEPPNI EM U21 22-23VIÐSKIPTAMOGGINN
Smitum fjölgar að nýju
Smit utan sóttkvíar Sitjum með krosslagða fingur, segir Kári Stefánsson
yfirlæknis. Þar af voru tvö lítillega
jákvæð og eru þau því mögulega
gömul. Smitrakningarteymi hefur
hafið vinnu við að rekja smitin.
Hátt í þrjátíu iðkendur heilsu-
ræktarinnar World Class fóru í
sóttkví eftir að iðkandi sem sótt hafði
ræktina í Laugum í hádeginu á
föstudag reyndist smitaður.
Meirihluti starfsmanna Íslenskrar
erfðagreiningar fór í skimun við kór-
ónuveirunni á mánudagsmorgun og
síðan heim til sín í kjölfarið.
Þetta var ákveðið eftir að í ljós
kom að einn þeirra sem greindust
með smit um helgina býr með starfs-
manni á rannsóknarstofu í húsnæði
ÍE, að sögn forstjórans Kára Stef-
ánssonar. Lítið mál sé fyrir fyrir-
tækið að skima alla starfsmennina.
„Við sitjum heima hjá okkur með
krosslagða fingur og vonum að þessi
pest hafi ekki dreift sér aftur,“ segir
Kári um smitin sem hafa komið upp
að undanförnu.
Freyr Bjarnason
freyr@mbl.is
Tvö innanlandssmit voru greind á
mánudag þar sem hvorugur þeirra
sem greindust var í sóttkví. Að auki
reyndust þrjú sýni jákvæð á sýkla-
og veirufræðideild Landspítalans í
gær, að sögn Karls G. Kristinssonar MSjö þúsund bólusettir … »4
Boeing 737-MAX-9-vél Icelandair sem ber ein-
kennisstafina TF-ICB hefur staðið óhreyfð á
bílastæði Boeing í Renton í Bandaríkjunum í tvö
ár. Innan skamms verður flughæfni vélarinnar
tryggð og stefnt er að því að ferja hana til nýrra
heimkynna í aprílmánuði þar sem hún verður
tekin inn í flota Icelandair. Vélin er nefnd
Kirkjufell eftir hinu glæsta fjalli Grundfirðinga
sem grasivaxið teygir sig 463 metra til himins.
Ljósmynd/Peter Schneider-@swissschneider
Kirkjufellinu verður flogið heim í apríl
Íslensk bílaum-
boð hafa orðið
fyrir áhrifum af
skorti á hálfleið-
urum en þeir eru
notaðir til að
stjórna marg-
víslegum tækni-
búnaði í bifreið-
unum. „Það má
segja að þetta
séu afleidd áhrif
af Covid-19. Bíla-
framleiðendur gerðu ráð fyrir
ákveðnum samdrætti í bílasölu
vegna faraldursins snemma á síð-
asta ári, sem kannski raungerðist
ekki. Það þýddi að þau tiltölulega
fáu fyrirtæki sem framleiða hálf-
leiðara fóru að selja vörur sínar til
hátæknifyrirtækja sem greiða
hærra verð. Það verður til þess að
framleiðsla á bílum fer að hökta,“
segir Jón Trausti Ólafsson, forstjóri
Öskju, við ViðskiptaMoggann.
Hálfleiðaraskortur
hefur áhrif á Íslandi
Veira Nýjum bílum
og varahlutum
seinkar.
Lagt er til að mörk öryggissvæðis
ratsjárstöðvarinnar á Gunnólfsvík-
urfjalli verði útvíkkuð úr 93,5 hekt-
urum í 771 hektara í frumvarps-
drögum utanríkisráðuneytisins um
breytingar á varnarmálalögunum.
Er tilefnið sagt mega rekja til
undirbúningsvinnu vegna mögu-
legrar uppbyggingar stórskipa-
hafnar í Finnafirði. Skv. upplýs-
ingum utanríkisráðuneytisins í gær
eru engin áform um að ráðast í
framkvæmdir eða uppbyggingu í
tengslum við þessar fyrirhuguðu
breytingar á varnarmálalögum.
Um sé að ræða endurskilgreiningar
marka öryggissvæðisins.
„Stór hluti þess svæðis sem ör-
yggissvæðið færist yfir er í brattri
fjallshlíð með takmarkað gildi fyrir
skipulagsmál sveitarfélagsins en
skiptir máli varðandi samfellu við
gildandi öryggissvæði. Með breyt-
ingunni er hægt að tryggja að
áfram verði tekið tillit til öryggis-
hagsmuna og þjóðréttarlegra
skuldbindinga við áframhaldandi
skipulagsvinnu á svæðinu,“ segir í
svari ráðuneytisins. Samtök hern-
aðarandstæðinga velta upp þeirri
spurningu í umsögn, hvort mark-
miðið sé að eyrnamerkja land til
uppbyggingar framtíðarher-
skipahafnar. omfr@mbl.is »12
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Gunnólfsvíkurfjall Ein af fjórum ratsjárstöðvum loftvarnakerfisins.
Öryggissvæðið stækki um 677 hektara
Tilefnið rakið til undirbúningsvinnu
vegna stórskipahafnar í Finnafirði
Æfingar norska hersins, sem stund-
ar loftrýmisgæslu hér á landi um
þessar mundir, hafa gengið vel.
Alls eru hér um 130 manns og fjór-
ar orrustuþotur af gerðinni F-35.
Norska flugsveitin fékk nýverið
viðurkenningu frá NATO eftir að
hafa staðist strangar kröfur banda-
lagsins um skjót viðbrögð við
óvæntri ógn. Fór prófið fram hér á
landi. Á meðfylgjandi mynd er ein
þotan við flugskýli NATO á Kefla-
víkurflugvelli nýverið en loftrýmis-
gæslunni lýkur í lok mars. »10
Ljósmynd/Norski herinn
NATO verðlaunar
norska herinn
Mjög þétt smáskjálftavirkni hófst
þegar klukkuna vantaði um korter í
sjö í gærkvöldi við Fagradalsfjall.
Jókst virknin þegar líða fór að mið-
nætti. Mældist skjálfti um 4 að
stærð upp úr klukkan ellefu og
fleiri riðu yfir í kjölfarið.
„Það er ekki rétt að segja að
þetta sé órói, þetta er mjög þétt
smáskjálftavirkni og nú þurfum við
aðeins að sjá hvernig þetta þróast,“
sagði Elísabet Pálmadóttir náttúru-
vársérfræðingur í samtali við
mbl.is í gærkvöldi. Yfirgripsmikið
net mæla fylgist með hræringum á
Reykjanesskaga. »6
Morgunblaðið/Eggert
Fagradalsfjall Kvika kraumar undir niðri.
Mjög þétt smá-
skjálftavirkni