Morgunblaðið - 10.03.2021, Page 6

Morgunblaðið - 10.03.2021, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2021 Guðni Einarsson Þorsteinn Ásgrímsson Segja má að Reykjanesskaginn sé í gjörgæslu þessa dagana og jarðvís- indamenn fylgjast gjörla með hverri hreyfingu jarðskorpunnar. Egill Árni Guðnason, jarðeðlis- fræðingur hjá ÍSOR – Íslenskum orkurannsóknum, skrifaði grein um jarðskjálftamæla á Reykjanesskaga á heimasíðu ÍSOR. Þar kemur m.a. fram að ÍSOR hefur frá árinu 2013 rekið 15 jarð- skjálftamæla á austanverðum Reykjanesskaga í samvinnu við Tékknesku vísindaakademíuna í Prag. Skjálftamælarnir eru í eigu Tékkanna og settir upp í rannsókn- artilgangi. Fljótlega eftir að land tók að rísa við Svartsengi í byrjun árs 2020 setti ÍSOR tékknesku skjálfta- mælana þrjá í streymi í samvinnu við Veðurstofu Íslands. Fleiri mælar beintengdir Fljótlega eftir að jarðskjálftahrin- an milli Fagradalsfjalls og Keilis hófst 24. febrúar lagði ÍSOR það til við Veðurstofuna og á fundum Vís- indaráðs almannavarna að fleiri jarðskjálftamælar Tékkanna yrðu tengdir í rauntímastreymi. Átta skjálftamælar voru tengdir með þeim hætti í síðustu viku. Einn mæl- anna er rétt austan við Fagradals- fjall og mjög nærri svæðinu þar sem kvikugangurinn er að myndast. Þannig varð auðveldara að fylgj- ast með framvindu jarðhræringa á svæðinu og það auðveldar nákvæm- ar staðsetningar jarðskjálftanna. „Með fleiri skjálftamælum er hægt að staðsetja jarðskjálfta með meiri nákvæmni og einkum og sér í lagi verður dýptarákvörðun betri. Tékkarnir veittu góðfúslegt leyfi til þess að nota gögnin til vöktunar en öll frekari úrvinnsla þeirra, túlkun og birting, er í höndum þeirra og ÍSOR,“ segir í grein Egils. Auk tékknesku skjálftamælanna fimmtán rekur Veðurstofan átta jarðskjálftamæla á Reykjanesskaga sem allir eru í rauntímastreymi. Þá rekur Háskólinn í Cambridge, í sam- vinnu við Háskóla Íslands, þrettán skjálftamæla á skaganum og er einn þeirra í rauntímastreymi. Loks rek- ur ÍSOR tvo jarðskjálftamæla fyrir Veðurstofuna vestan við Eldvörp og eru þeir báðir í rauntímastreymi. Jarðskjálftamælarnir sem ÍSOR sér um rekstur á eru knúnir orku frá sólarrafhlöðum eða litlum vindraf- stöðvum. Það er því töluvert mikið mál að setja stöðvarnar upp. Stöðugt streymi upplýsinga Egill sagði í samtali við Morgun- blaðið að upplýsingastreymið frá Reykjanesskaga væri mjög mikið. „Með því að hafa svona marga jarð- skjálftamæla nálægt upptökum skjálftanna er betur hægt að sjá á hvaða dýpi þeir eiga upptök heldur en ef mælarnir eru færri,“ sagði Eg- ill. Auk jarðskjálftamælanna eru 23 GPS-stöðvar á Reykjanesskaganum og ein til viðbótar í Reykjavík. Þær mæla hreyfingar á yfirborði jarð- skorpunnar. Af þessum GPS- stöðvum voru tíu í rekstri fyrir októ- ber 2019 og voru þær nokkuð dreifð- ar en þó helst staðsettar við þekkt jarðskjálfta- og jarðhitasvæði. Eftir að landriss varð vart á síð- asta ári var þremur stöðvum bætt við í nágrenni Þorbjarnar og Grinda- víkur. Frá því í lok febrúar, þegar núverandi jarðskjálftahrina hófst, hefur tíu nýjum GPS-stöðvum verið bætt við, en með því næst umtals- vert betri dekkun á Reykjanesskag- anum en áður. Má m.a. nefna að ein stöð er í nágrenni Keilis, önnur norðvestan við Fagradalsfjall og enn önnur rétt sunnan við fjallið. Ríkisstjórnin veitti Veðurstofunni 60 milljóna króna aukafjárveitingu í síðustu viku. Því fé var m.a. varið til að fjölga mælistöðvum á svæðinu. Grannt fylgst með hræringum  Þétt net jarðskjálftamæla og GPS-mæla fylgist með jarðhræringum og hreyfingum á Reykjanes- skaga  Innlendar og erlendar stofnanir og háskólar standa að baki yfirgripsmiklu mælanetinu Rými verður fyrir skammtíma- og hvíldarinnlagnir 39 einstaklinga í gamla Sólvangi í Hafnarfirði. Þar verður létt endurhæfing og lagt mat á frekari stuðningsþarfir. Markmiðið er að efla getu fólks til að búa lengur heima og draga úr líkum á alvarleg- um heilsubresti sem útheimtir þjón- ustu á bráðamóttöku eða innlögn á sjúkrahús. Einnig verður ný hjúkr- unareild í húsinu með aðstöðu fyrir ellefu einstaklinga. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði undirrituðu í gær samning sem felur í sér endur- gerð húsnæðisins. Heilbrigðisráðu- neytið mun veita Hafnarfjarðarbæ 120 milljónir kr. vegna verkefnisins. Gert er ráð fyrir að árlega verði hægt að veita 250 manns þjónustu. „Það er mikið gleðiefni að stíga þetta stóra skref í því að efla öldr- unarþjónustu á Sólvangssvæðinu. Við höfum lagt á það mikla áherslu í gegnum árin að þarna verði fyrsta flokks þjónusta og aðstaða fyrir aldr- aða,“ segir Rósa. helgi@mbl.is Sólvangur Svandís Svavarsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir kynntu væntan- lega starfsemi eftir undirritun samninga í húsnæðinu í gær. Skammtímadvöl aldraðra í Sólvangi  Ríkið og bærinn endurgera húsnæðið Um fimmfalt fleiri en venjulega hringdu til Veðurstofu Íslands eftir að jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga hófst 24. febr- úar og til 3. mars. Umferðin á vef Veðurstofunnar, vedur.is, áttfaldaðist í sömu viku miðað við venjulega umferð, sam- kvæmt upplýsingum frá Veður- stofunni. Álagið er minna nú. Þeir sem hringja spyrja að- allega um staðsetningu og styrk skjálfta eða vilja láta vita hvar skjálfti fannst. Eitthvað er um það að fólk sé að forvitnast um viðbrögð við jarðskjálftum. Þegar verða jarðskjálftar fjölgar mjög flettingum á ved- ur.is og fólk er að athuga upp- tök og styrk skjálftanna. Mikið hringt og flett VEÐURSTOFA ÍSLANDSVöktun á Reykjanesskaga Jarðskjálftamælar* GPS-mælar KEFLAVÍK NJARÐVÍK VOGAR SANDGERÐI HAFNIR GRINDAVÍK HAFNARFJÖRÐUR Straumsvík Bláfjöll Kefl avíkur- fl ugvöllur Kleifarvatn Krýsuvík Fagradalsfjall Trölladyngja Keilir REYKJAVÍK GARÐUR Kvikugangur Hraunrennsli síðan á 8. öld: Eldar á 8.-9. öld Eldar á 10. öld Kr ýsuvíkureldar 1151 til 1188 Reykjaneseldar 1210-1240 *Veðurstofa Íslands, ÍSOR, Háskóli Íslands, Cambridge háskóli og Tékkneska vísindaakademían eiga og reka jarðskjálfta mælanaHeimild: Unnið eftir kortum frá ÍSOR og Veðurstofu Íslands Ljósmynd/Egill Árni Guðnason Jarðskjálftamælingar Starfsmaður ÍSOR – Íslenskra orkurannsókna vinn- ur við einn margra jarðskjálftamæla á Reykjanesskaga. Keilir í baksýn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.