Morgunblaðið - 10.03.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2021
Hæ sæti
– hvað vilt þú borða!
Bragðgott,
hollt
og næringar
ríkt
Smáralind, Kringlunni, Spönginni, Reykjanesbæ og Akranesi – dyrabaer.is
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Byko, Selfossi | Garðheimar | Heimkaup |Dýrabær
Saga myglunnar í Fossvogs-skóla er ömurleg hvernig sem
á er litið. Verst er auðvitað að
börn verða fyrir barðinu á þessum
ófögnuði. Allir taka
undir að börnin
eigi að vera aðal-
atriði í þessu sam-
bandi og varla ætti
að þurfa að efast
um að samúðin sé
hjá þeim. Verkin
staðfesta það þó
því miður ekki, en
skrifast væntanlega á getuleysi
og klúður frekar en eitthvað
verra.
Viðbrögð borgarinnar við þvíþegar myglan kom upp voru
ekki til fyrirmyndar og foreldrar
kvörtuðu ítrekað undan því að of
lítið væri gert og of seint.
En svo var ráðist í lagfæringarsem áttu að duga, en í des-
ember í fyrra kom í ljós að þær
gerðu það ekki. Sýnataka leiddi í
ljós að enn var mygla í skólanum,
en þeim upplýsingum var haldið
frá foreldrum í rúma tvo mánuði,
allt til loka febrúar síðastliðins.
Þetta eru auðvitað engin vinnu-brögð og í raun alger óhæfa.
Skúli Helgason, formaður skóla-
og frístundaráðs Reykjavíkur og
borgarfulltrúi Samfylkingar, við-
urkenndi í samtali við Morgun-
blaðið að ekki hefði verið staðið
nógu vel að upplýsingagjöf til for-
eldra og að gera þyrfti betur.
Slík viðurkenning er ágæt svolangt sem hún nær, en sú
sorgarsaga sem myglumálið í
Fossvogsskóla er kallar auðvitað
á að borgaryfirvöld taki þessi mál
föstum tökum. Foreldrar eiga
ekki að þurfa að óttast að upplýs-
ingum af þessu tagi sé haldið
leyndum mánuðum saman.
Skúli
Helgason
Ítrekað klúður
vegna myglumála
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Tvö einkafyrirtæki lýstu áhuga á
rekstri Öldrunarheimila Akureyrar
þegar Sjúkratryggingar Íslands
auglýstu reksturinn. Þetta eru
Heilsuvernd og Umönnun sjálfs-
eignarstofnun. Samkvæmt upplýs-
ingum Sjúkratrygginga standa nú
yfir viðræður við fyrirtækin á grund-
velli rekstrargagna frá Akueyrarbæ,
skv. upplýsingum Sjúkratrygginga.
Heilsuvernd er einkarekið fyrir-
tæki í heilbrigðisþjónustu sem hefur
sérhæft sig í heilsu- og vinnuvernd-
arstörfum. Það rekur heilsugæslu-
stöðina í Urðarhvarfi og fleira.
Öldrunarheimili Akureyrarbæjar
reka tvö hjúkrunarheimili, Hlíð og
Lögmannshlíð, og þar eru 188 heim-
ilismenn. Akureyrarbær sagði upp
samningum um reksturinn á síðasta
ári vegna mikils hallareksturs.
Samningur rennur bráðlega út.
Auk Akureyrarbæjar sögðu Vest-
mannaeyjabær, Sveitarfélagið
Hornafjörður og Fjarðabyggð upp
samningum við ríkið um rekstur
hjúkrunarheimila. Enginn sýndi
áhuga á að taka við rekstrinum í
Fjarðabyggð og Vestmannaeyjum
og ákvað ríkið að færa hann undir
heilbrigðisstofnanir ríkisins á við-
komandi svæðum, og Vigdísarholt
tók við rekstrinum í Vestmannaeyj-
um. helgi@mbl.is
Rætt við Heilsuvernd og Umönnun
Tvö einkafyrirtæki sýna áhuga á
rekstri Öldrunarheimila Akureyrar
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Lögmannshlíð Akureyrarbær rek-
ur tvö hjúkrunarheimili á staðnum.
Mikil óánægja er meðal tollvarða
tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli
vegna áhrifa af fyrirhugaðri kerfis-
breytingu í kjarasamningi BSRB á
vinnutíma og kjör þeirra. „Kjara-
skerðing verður hjá öllum vakta-
vinnustarfsmönnum tollgæslunnar á
Keflavíkurflugvelli þrátt fyrir yfir-
lýsingar af hálfu samningsaðila þess
efnis að vaktavinnufólk verði ekki
fyrir launaskerðingu,“ segir í álykt-
un tollvarðanna.
Tollverðirnir hafa um áratuga-
skeið unnið tvískiptar vaktir á Kefla-
víkurflugvelli en breytingarnar sem
fyrirhugaðar eru á vinnutíma þeirra
fela m.a. í sér að teknar verði upp
þrískiptar vaktir, sem þeir gagnrýna
harðlega, segja þær ekki fjölskyldu-
vænar og vinnufyrirkomulagið yrði
skref aftur á bak.
Jens Guðbjörnsson, trúnaðar-
maður tollvarða á Keflavíkur-
flugvelli, segir að kosið hafi verið um
samninginn. Atkvæði hafi fallið að
jöfnu og samningurinn því tekið
gildi. Margir sem starfa í flugstöð-
inni séu í dagvinnu og þeir hafi feng-
ið sína krónutöluhækkun en mikil
óánægja sé meðal þeirra, sem ganga
vaktir, með þær breytingar á vökt-
unum sem voru í pakkanum sem
vaktavinnufólkið fékk. Þótt vaktir
styttist séu breytingarnar engu að
síður mjög óhagstæðar fyrir toll-
verði. „Við höfum alltaf verið á tólf
tíma vöktum og þar af leiðandi verið
með nokkurs konar fasta aukavinnu
inni í töflunni. Nú er verið að taka
upp þrískiptar vaktir þannig að við
þurfum að mæta oftar hingað suður-
eftir og við teljum þetta vera leiðin-
legri vaktir. Það er ekki frágengið
hvernig vaktirnar verða. Það er ver-
ið að reyna að semja við tollstjóra
um nýjar vaktir en það sem við höf-
um séð er allt mjög slæmt. Það sama
er uppi í lögreglunni, það er mikil
ólga og óánægja með þetta þar,“
segir Jens. Hann segir einnig heil-
mikla kjaraskerðingu felast í þess-
um breytingum. omfr@mbl.is
Tollverðir gagnrýna
vinnutímabreytingu
Segja um kjara-
skerðingu að ræða
og skref aftur á bak
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í Leifsstöð Tollverðir gagnrýna
hugmyndir um þrískiptar vaktir.