Morgunblaðið - 10.03.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2021
VERIÐ
VELKOMIN Í
SJÓNMÆLINGU
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins (NATO) undir
stjórn norska flughersins er nú í fullum gangi. Alls eru
hér um 130 manns og fjórar orrustuþotur af gerðinni
F-35, ein fullkomnasta vél sinnar tegundar í heiminum.
Tron Strand undirofursti leiðir norska hópinn. Í um-
fjöllun norska hersins um verkefnið kemur meðal annars
fram að æfingar við Ísland hafi gengið vel fyrir sig og að
mikilvægt sé fyrir norska flugmenn að æfa við ólíkar að-
stæður aðildarríkja NATO. Þannig megi best tryggja
varnir og getu bandalagsins. Er þetta í annað skipti sem
Norðmenn taka þátt í loftrýmisgæslu hér með F-35-
orrustuvélar. „Við höfum sýnt fram á að Noregur hefur
einnig getu til að sinna verkefnum með F-35 utan landa-
mæra Noregs,“ sagði hann í umfjölluninni.
Þá fékk flugsveitin nýverið viðurkenningu frá NATO
eftir að hafa staðist strangar kröfur bandalagsins um
skjót viðbrögð við óvæntri ógn. Prófið var haldið hér.
Til hliðar má sjá mynd af merki sem norskur hermað-
ur ber á hægri upphandlegg. Er um að ræða loftrýmis-
gæslumerki frá því í fyrra, en búið er til nýtt merki fyrir
hvern leiðangur. Þá urðu kjörorðin „Þetta reddast“ fyrir
valinu þar sem Norðmenn voru í fyrsta sinn með F-35 ut-
an Noregs, en á norsku segja menn „Det ordner seg“.
Hernaðarmáttur Norskar F-35 sjást hér við sprengjuheld flugskýli NATO á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Vélarnar munu sinna gæslu út þennan mánuð, en verkefnið er mikilvægur þáttur í þjálfun orrustuflugmanna.
Bandalaginu mikilvægt
Einhverjar fullkomnustu orrustuþotur heims standa
vaktina við landið Fengu nýverið viðurkenningu NATO
Ljósmynd/Norski herinn
Þetta reddast Smá húmor í bland við alvöru.
Ljósmynd/Norski herinn
Framkvæmdir eru í fullum gangi við
stígagerð við Rauðavatn og er áætl-
að að þeim ljúki í maí. Umferð gang-
andi og hjólandi verður aðskilin frá
hestaumferð við vatnið. Verkefnið
felst í gerð göngu- og hjólastígs,
ásamt færslu reiðstígs, sunnan og
austan við Rauðavatn, og jarðvegs-
skiptum þar sem þörf er á því.
Fyrirtækið Jarðval annast fram-
kvæmdir.
Göngu- og hjólastígurinn verður
þriggja metra breiður og malbik-
aður en reiðstígurinn verður fjög-
urra metra breiður með malarslit-
lagi. Stígarnir verða upplýstir með
snjalllýsingarbúnaði m.t.t. orku-
sparnaðar og öryggis. Það þýðir m.a.
að hægt verður að dimma lýsinguna
á nóttunni til að forðast ljósmengun.
Enn fremur verður gert nýtt hesta-
gerði í stað þess sem nú er á svæð-
inu.
Viðspyrnuverkefni
Verkið er hluti af áætlun um að
flýta fjárfestingarverkefnum
Reykjavíkurborgar með það að
markmiði að veita viðspyrnu við at-
vinnuleysi af völdum kórónufarald-
ursins, samkvæmt upplýsingum frá
borginni. aij@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Tveir stígar Áætlað er að stígagerðinni við Rauðavatn ljúki í maí.
Göngu- og reiðstígar
aðskildir við Rauðavatn
Upplýstir með snjalllýsingarbúnaði
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Við sjáum ekki að það myndi virka
að banna innflutning á svona búnaði.
Erfitt yrði að framfylgja slíku banni.
Betra er að vekja athygli fólks á að
kaupa ekki vörur nema þær uppfylli
kröfur og fá fagmenn til að setja þær
upp,“ segir Sigurður Sigurðarson,
sérfræðingur á sviði rafmagnsör-
yggis hjá Húsnæðis- og mannvirkja-
stofnun (HMS) um viðbrögð við
hættum sem geta stafað af snjall-
búnaði á heimilum.
Ólöglegur búnaður
Helgi Þórður Þórðarson, raf-
virkjameistari og kennari við Raf-
tækniskólann, varaði við kaupum á
snjallbúnaði á netinu og að fólk setti
hann sjálft upp. Það gæti valdið tjóni
á heimilum.
Sigurður segir að HMS hafi ekki
fengið kvartanir eða tilkynningar
um bruna eða slys vegna slíks bún-
aðar. Hann segir þó að búnaður til að
fjarstýra ljósum, þvottavélum og
fleiri tækjum sé mikið auglýstur á
netinu, meðal annars á sölusíðum í
Kína.
Oft sé þetta ódýr búnaður sem
ekki hafi verið prófaður og uppfylli
ekki kröfur og staðla og því ólögleg-
ur hér á landi. Fólk freistist þó oft til
að kaupa slíkan búnað vegna þess
hversu ódýr hann er og hann berist
hingað óhindrað í gegnum póstinn og
tollinn.
Spurður um hættuna segir Sig-
urður: „Ef búnaðurinn uppfyllir ekki
staðla, til dæmis lágspennureglu-
gerðina sem er Evróputilskipun um
rafvörur, þá er hann ekki ætlaður
fyrir almenning. Í flestum tilvikum
er fólk sjálft að tengja þetta og við
gerum líka athugasemdir við það.
Vinna í rafmagnstöflu á einungis að
vera unnin af löggiltum rafverktaka.
Menn eru kannski að kaupa tæki á
1.000 til 2.000 krónur til að smella
inn og stýra með símanum. Því
finnst kannski óþarfi að fá iðnaðar-
mann sem getur jafnvel verið erfitt
og dýrt að fá. Ef búnaðurinn er fjar-
stýrður er hægt að brjótast inn í
hann og geta þá aðrir kveikt eða
slökkt á honum og valdið þannig
skemmdum. Einnig geta óviðkom-
andi ræst innbyggðar myndavélar
og fylgst með fólki, til dæmis börn-
um.“ Segir hann að dæmi um slíkt
hafi komið upp í öðrum löndum.
Sigurður hefur ekki trú á að bann
við innflutningi slíks búnaðar sé
gagnlegt úrræði. Erfitt yrði fyrir
póstinn og tollinn að hafa eftirlit með
því. Hins vegar sé sjálfsagt að vekja
athygli fólks á að kaupa ekki vörur
nema þær uppfylli kröfur og fá fag-
menn til að setja búnaðinn upp.
Kaupi prófaðar vörur
sem uppfylla kröfur
Hvatt til þess að fagmenn setji upp snjallbúnað
AFP
Snjallt Óhætt getur verið fyrir fólk að setja saman snjallleikföng en ef
tengja þarf í rafmagnstöflu er skynsemi og skylda að kalla til fagmann.