Morgunblaðið - 10.03.2021, Síða 11

Morgunblaðið - 10.03.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2021 STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Elísabet 2. Bretadrottning lýsti því yfir í gærkvöldi að sér og allri bresku konungsfjölskyldunni þætti miður að barnabarn hennar, Harry prins, og Meghan, eiginkona hans, hertogahjón af Sussex, hefðu átt erfiða tíma að undanförnu. Sagði hún jafnframt að ásakanir þeirra um rasisma innan fjölskyldunnar yrðu teknar mjög al- varlega og fjallað um þær innan vé- banda konungsfjölskyldunnar. Sagði enn fremur í tilkynningu drottning- arinnar að Harry, Meghan og Archie, sonur þeirra, yrðu ávallt höfð í mikl- um metum innan fjölskyldunnar. Yfirlýsingin kom í kjölfar þess að breskir fjölmiðlar greindu frá því að umtalað viðtal bandarísku sjónvarps- konunnar Opruh Winfrey við Harry og Meghan hefði leitt til krísufunda innan fjölskyldunnar, þar sem hátt- settir meðlimir hennar munu hafa rætt hvort og þá hvenær væri rétt að svara þeim ásökunum sem hertoga- hjónin báru þeim á brýn. Var fjöl- skyldan sögð undir miklum þrýstingi um að bregðast við. Í viðtalinu sökuðu þau konungsfjöl- skylduna meðal annars um rasisma og að hafa ekki stutt nægilega við Meghan þegar hún glímdi við sjálfs- vígshugsanir. Viðtalið þykir hafa skaðað ímynd bresku konungsfjöl- skyldunnar umtalsvert. Ríkisarfinn, Karl Bretaprins, var hins vegar fámáll um viðtalið er hann heimsótti bólusetningarstöð í norð- vesturhluta Lundúna, en það var fyrsta opinbera embættisverk hans frá því viðtalið birtist. Þá neitaði Boris Johnson forsætis- ráðherra að tjá sig um málið, en Verkamannaflokkurinn hefur krafist rannsóknar á ásökunum hjónanna, en þau sögðu meðal annars að háttsettur ættingi í fjölskyldunni hefði haft áhyggjur af því hversu dökka húð fyrsta barn þeirra, Archie, fengi. Var tekið sérstaklega fram að hvorki Elísabet né Filippus, maður hennar, hefðu átt hlut að máli. Bretar skiptast í tvö horn Áætlað er að um 11,1 milljón Breta hafi horft á viðtalið þegar það var sýnt í fyrrakvöld í Bretlandi, og benti könnun YouGov til þess að Bretar hefðu skipst nokkuð í tvö horn eftir aldri varðandi það hvort þeim þættu ásakanir hertogahjónanna trúverð- ugar eður ei. Þannig þóttu um 61% fólks á aldrinum 18-24 ára sem tók þátt í könnuninni sem konungsfjöl- skyldan hefði komið illa fram við Harry og Meghan, en um helmingur fólks yfir 65 ára aldri taldi að þau hefðu fengið „sanngjarna meðferð“. Thomas Markle, faðir Meghan, varði hins vegar konungsfjölskylduna í viðtali, en feðginin hafa ekki talað saman um árabil. Sagðist Thomas, sem er hvítur, vona að spurningin um hörundslit Archie hefði bara verið „heimskuleg spurning“ frekar en merki um rasisma. AFP Krúnan í vanda Forsíður allra helstu dagblaða Bretlands voru undirlagðar fregnum af viðtalinu í gærmorgun, en það var sýnt í Bretlandi í fyrrakvöld. Krísufundir hjá krúnunni  Elísabet drottning sendir frá sér yfirlýsingu vegna viðtalsins við Harry og Meg- han  Ásakanir um rasisma „teknar mjög alvarlega“  Skiptar skoðanir Breta Öryggissveitir í Búrma fóru húsa á milli í leit að mótmælendum gegn herforingjastjórninni í borginni Jangon, stærstu borg landsins, í fyrrinótt. Sögðu sjónarvottar við AFP-fréttastofuna að hermenn og lögregla hefðu farið herbergja á milli í þeirri von að klófesta þar mótmælendur, og einbeittu þeir sér sérstaklega að húsum, þar sem búið var að hengja upp fána til stuðnings Aung San Suu Kyi, leið- toga réttmætra stjórnvalda í land- inu. Mótmælendur höfðu komið sam- an í San Chaung-hverfi Jangon á mánudaginn til þess að krefjast þess að Suu Kyi yrði látin laus úr haldi, en lögreglan ákvað um kvöldið að loka götur hverfisins af, þannig að um 200 mótmælendur komust ekki heim til sín. Voru um 40 mótmælendur handteknir í að- gerðum lögreglu yfir nóttina, en hinir komust undan. Hluti þeirra sem króaðir voru af voru konur sem vildu mótmæla í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna, og kallaði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, eftir því að stjórnvöld í Búrma, sem einnig er þekkt sem Mjanmar, myndu fara eins mildilega að mótmælendunum og mögulegt væri, og helst leyfa þeim að fara heim til sín án þess að þeir væru beittir ofbeldi eða handteknir. Ráðast að fjölmiðlum Áætlað er að um 60 manns hafi verið myrtir af öryggissveitum frá því að herinn rændi völdum í byrj- un febrúar, en þrír mótmælendur létust á mánudaginn. Þá mun herinn hafa gert rassíur í höfuðstöðvum ýmissa óháðra fjöl- miðla í gær og handtekið þar starfsfólk og afturkallað útgáfu- leyfi þeirra. Gerðu húsleit hjá mótmælendum  200 manns króaðir af í Jangon AFP Búrma Ekkert lát hefur verið á mótmælum síðustu vikur. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sent hundana sína tvo, Champ og Major, aftur til heimilis síns í Wilm- ington í Delaware, en Major mun hafa bitið eða glefsað í einn af líf- vörðum forsetans. Ekki var gefið upp hvort hann hefði fengið áverka við bitið. Biden-hjónin fengu Major árið 2018 á sínum tíma frá hunda- athvarfi, en hann átti erfitt með að venjast lífinu í Hvíta húsinu. Var at- vikið því talin ástæða til þess að senda báða hunda, sem eru af þýsku fjárhundakyni, aftur á kunn- uglegri slóðir. Ekki er vitað hvenær eða hvort þeir munu eiga aftur- kvæmt í Hvíta húsið. BANDARÍKIN AFP Hundarnir Major og Champ áttu erfitt með að venjast Hvíta húsinu. Ekkert hundalíf í Hvíta húsinu Geimferðastofn- anir Rússa og Kínverja sam- þykktu í gær að reisa sameigin- lega bækistöð á tunglinu. Er stöðin hugsuð til rann- sókna á tunglinu, en ekki hefur verið ákveðið hvort hún verði reist á yfirborði þess eða á sporbaug. Sagði í tilkynningu Rússa einnig að hún myndi standa öðrum þjóðum til boða, en ekki er víst hvenær stöðin verður fullkláruð. Bæði ríki hafa mikinn áhuga á könnun tunglsins, en Kínverjar sóttu jarðvegssýni af tunglinu í des- ember síðastliðnum. Var það í fyrsta sinn í 40 ár sem slík sýni ber- ast til jarðar. RÚSSLAND OG KÍNA Stefna að sameigin- legri tunglstöð Tunglið Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði í gær að sambandið myndi aldrei nota bólu- efni gegn kórónuveirunni „í áróð- ursskyni“, og hét því um leið að sam- bandið myndi gefa umframbirgðir sínar til fátækari ríkja. Þá gagnrýndi Michel Rússa og Kínverja harkalega fyrir að hafa „skipulagt mjög takmarkaðar en vel auglýstar aðgerðir til að veita öðrum bóluefni.“ Ummæli Michel féllu sama dag og framleiðendur rússneska bóluefn- isins Spútník 5 kröfðust þess að evr- ópska lyfjastofnunin EMA bæðist afsökunar á ummælum Dr. Christu Wirthumer-Hoche, stjórnarfor- manns stofnunarinnar, en hún hafði varað við því að aðildarríki sam- bandsins veittu of snemma leyfi fyr- ir notkun Spútník-efnisins, og líkti því raunar við „rússneska rúllettu“. 46 ríki hafa nú þegar veitt efninu leyfi, þar á meðal Ungverjaland, Tékkland og Slóvakía. EMA er hins vegar enn að fara yfir bóluefnið, en ritrýnd rannsókn sem birt var í Lan- cet bendir til þess að það sé með svipaða virkni og önnur bóluefni sem þróuð hafa verið gegn veirunni. Neitar fyrir þjóðernishyggju Michel vísaði um leið á bug ásök- unum um „bóluefnaþjóðernis- hyggju“ innan ESB, þrátt fyrir að sambandið hefði látið stöðva útflutn- ing bóluefnis AstraZeneca til Ástr- alíu í síðustu viku. Sagði hann bæði Bretland og Bandaríkin hafa gripið til útflutn- ingsbanns, bæði á bóluefnum og hrá- efnum til bóluefnagerðar. Tals- maður bresku ríkisstjórnarinnar hafnaði þeim ummælum Michel í gær og sagði Breta aldrei hafa stöðvað útflutning bóluefnis. Noti ekki bóluefni „í áróðursskyni“  Framleiðendur Spútník 5 krefjast afsökunarbeiðni frá lyfjastofnuninni AFP Bóluefni Framleiðendur Spútník 5- bóluefnisins vilja afsökunarbeiðni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.