Morgunblaðið - 10.03.2021, Side 15
MINNINGAR 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2021
✝ Kristín Bjarna-dóttir fæddist í
Reykjavík 14. apríl
1922. Hún lést á
Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund 28. febrúar
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Guðrún
Guðmundsdóttir
húsmóðir, f. 21.
mars 1894 á Úlfars-
felli í Mosfellssveit, d. 27. ágúst
1989, og Bjarni Þórðarson, véla-
maður og bifreiðarstjóri, f. 16.
nóvember 1888 á Efra-Seli á
Stokkseyri, d. 29. mars 1975.
Systkini Kristínar voru Sigríður
og Ásgeir, bæði látin.
Kristín giftist 21. október 1944
Guðmundi Guðjónssyni, hús-
gagnasmið og óperusöngvara, f.
3. mars 1922 í Reykjavík, d. 11.
apríl 2016. Foreldrar hans voru
Guðrún Jónsdóttir húsmóðir, f.
14. mars 1893 á Melum á Kjal-
arnesi, d. 21. júní 1986, og Guð-
jón Ólafur Jónsson trésmíða-
meistari, f. 19. desember 1890 í
Oddsparti í Þykkvabæ, d. 22.
ágúst 1978.
Börn Kristínar og Guðmundar
eru: 1) Guðrún, f. 29.4. 1945,
íþróttakennari, gift Grétari J.
Hrólfur og Högni. Þau skildu.
Sambýliskona Gylfa er Irpa Sjöfn
Gestsdóttir, f. 1973. Börn hennar
eru Alexander, Andrea og Aðal-
heiður. 3) Erna, f. 6.6. 1958, söng-
kennari og kórstjóri, gift Krist-
jáni Viggóssyni, f. 8.5. 1956,
framhaldsskólakennara. Börn
þeirra: a) Berglind, f. 1989, sam-
býlismaður hennar er Hallvarður
Ásgeirsson, f. 1975. b) Hlynur, f.
1995, og c) Valgerður, f. 1998.
Sonur Kristjáns er Einar Örn, f.
1983.
Kristín var fædd og uppalin í
Reykjavík. Æskuslóðirnar voru
við Laugaveginn og í Haga á
Grímsstaðaholti. Hún gekk í Mið-
bæjar- og Ingimarsskóla. Nám lá
vel fyrir henni og naut hún alla
tíð lesturs bóka. Kristín stundaði
fimleika með Fimleikaflokki Ár-
manns og lærði ung kjólasaum.
Kristín og Guðmundur bjuggu í
Reykjavík alla tíð utan eitt ár
sem þau dvöldu í Köln vegna
söngnáms Guðmundar. Kristín
var flink hannyrðakona og list-
hneigð, sótti námskeið í málun
og mörg vatnslitaverk eftir hana
prýða heimili afkomendanna.
Þau hjón ferðuðust mikið og
voru útivistarfólk. Sælureitur
þeirra á efri árum var sumarbú-
staðurinn í Grímsnesinu.
Útförin fer fram frá Fossvogs-
kirkju í dag, 10. mars 2021,
klukkan 15.
Slóð á streymi:
https://tinyurl.com/hnz7v46t
Hlekk á streymi má nálgast á
www.mbl.is/andlat/
Unnsteinssyni, f.
5.11. 1941, fv. skóla-
stjóra. Börn þeirra:
a) Fjóla, f. 1968, gift
Helga Hafsteini
Helgasyni, f. 1969.
Börn þeirra: Ásta
Karen, sambýlis-
maður hennar er Fi-
lip Polách, Lilja
Dögg, sambýlis-
maður hennar er
Steinn Erlendsson
og Haukur Steinn, sambýliskona
hans er Kolfinna Birkisdóttir. b)
Kristín, f. 1971, gift Arnari Frey
Guðmundssyni, f. 1971. Börn
þeirra: Guðrún Herdís, sambýlis-
maður hennar er Orri Jónsson,
Tómas Orri og Hjördís Ylfa. c)
Unnsteinn, f. 1974, kvæntur Auði
Aðalbjarnardóttur, f. 1979. Börn
þeirra: Grétar Björn, Unnur
Birna og Eva. 2) Hafsteinn, f.
22.4. 1947, tónlistarmaður,
kvæntur Helgu Gylfadóttur, f.
8.1. 1949, lögg. sjúkranuddara.
Börn þeirra: a) Guðmundur, f.
1972, kvæntur Hjördísi Einars-
dóttur, f. 1973. Börn þeirra: Snæ-
dís Helga, móðir hennar er Anna
Þóra Ísfold Rebekkudóttir, Logi,
Aron og Sigrún Hafdís. b) Gylfi,
f. 1974, var kvæntur Helgu Björk
Haraldsdóttur, synir þeirra eru
Elskuleg móðir mín, Kristín
Bjarnadóttir, lést á Dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund þann
28. febrúar síðastliðinn 98 ára
gömul. Við fjölskyldan syrgjum
hana og samgleðjumst henni allt í
senn. Hún var svo mikill hluti af
okkur og stór þátttakandi í öllu
sem við gerðum, en hennar tími
var kominn og hún fékk sína lang-
þráðu hvíld. Við dáðumst að dugn-
aði hennar og seiglu og við nutum
kærleika hennar og hennar góða
jafnaðargeðs. Hún var svo
skemmtileg. Hún náði sínum háa
aldri með reisn og var annt um
sjálfstæði sitt. Hún lifði svo fallega
og af ákveðinni hógværð. Listin að
lifa í núinu flæktist ekki fyrir
henni og ekki eltist hún við verald-
lega hluti. Alltaf hafði hún tíma til
að hlusta á og styðja sína og hvetja
ef á þurfti að halda.
Samlíf foreldra minna var fal-
legt og kærleiksríkt og hún ann-
aðist pabba af ást og virðingu síð-
ustu árin hans. Það var henni
erfitt þegar hann fór á hjúkrunar-
heimili síðustu mánuðina sem
hann lifði.
Mamma var heilsuhraust allt
þar til halla fór undan fæti síðasta
eitt og hálfa árið. Það var samt
alltaf stutt í brosið og léttu lundina
og hún sönglaði svo skemmtilega
þegar henni leið vel. Það gerði hún
alla tíð. Við gátum alltaf hlegið
saman og fengum oft hlátursköst
af litlu tilefni. Það breyttist ekkert
og var svo skemmtilegt! Það hefur
alltaf verið svo mikil tónlist í
kringum okkur í fjölskyldunni og
mamma naut tónlistar af heilum
hug fram á síðasta dag. Sérstak-
lega fannst henni gaman að hlusta
á söng og þá helst Mumma sinn.
Ég og fjölskyldan sendum inni-
legar þakkir til starfsfólks Grund-
ar sem annaðist mömmu af mikilli
umhyggju og kærleika.
Elsku mamma mín, hafðu þökk
fyrir allt og allt. Minning þín lifir í
hjörtum okkar að eilífu.
Þín
Erna og fjölskylda.
Hvað sem öðru líður, þá gengur
tíminn sinn taktfasta gang. Við
fæðumst og deyjum og okkur er
skammtað mislangt æviskeið.
Tengdamóðir mín sem lögð er til
hinstu hvílu í dag náði að verða
níutíu og átta ára gömul. Hún hélt
góðri heilsu allt fram á síðustu ár
en síðustu mánuðina var ljóst að
hverju dró. Það var dýrmætt fyrir
afkomendur hennar að fá að njóta
samvista með henni svona lengi.
Hún gat miðlað svo miklu og hafði
frá svo mörgu að segja eftir langt
og gæfuríkt líf. Hún upplifði einar
þær mestu breytingar sem hafa
orðið hjá okkar þjóð. Foreldrar
hennar, sem voru af rótgrónum
sunnlenskum ættum, voru fædd
nokkru fyrir aldamótin 1900. Þau
upplifðu frostaveturinn mikla og
spænsku veikina og móðir hennar
mundi vel konungskomuna 1907
og sá er Friðrik áttundi Danakon-
ungur og Hannes Hafstein komu
ríðandi að Þjórsárbrúnni. Sunn-
lensku sveitirnar voru foreldrum
hennar hugleiknar og þar áttu þau
vinum að mæta. Ung kynntist
Kristín vinafólki og ættingjum
þeirra í sveitinni og þar mynduð-
ust ævilöng vináttubönd. Kristín
hafði mikla ánægju af heimsókn-
um í sveitina og minntist þeirra
oft. Árið 1944 giftist hún Guð-
mundi Guðjónssyni, húsgagna-
smið og söngvara. Þau höfðu
kynnst ung í skóla. Hjónaband
þeirra var alla tíð einstaklega ást-
ríkt og ekki leyndi sér væntum-
þykjan og virðingin sem þau báru
hvort fyrir öðru.
Kristínu var margt til lista lagt.
Hún lærði ung kjólasaum og allar
hannyrðir léku í höndunum á
henni. Í dag hefði hún líklega orðið
fatahönnuður en þá voru aðrir
tímar. Síðar fór hún á námskeið í
málun og vatnslitaverk hennar
prýða nú mörg heimili afkomend-
anna. Þau hjónin voru mikið úti-
vistarfólk, fóru um langt árabil í
sund nánast daglega, stunduðu
göngur og fóru á gönguskíði. Ung
voru þau bæði í fimleikum, Kristín
í Fimleikaflokki Ármanns og tók
þátt í fimleikasýningum. Þau ferð-
uðust mikið innanlands og utan. Í
margar veiðiferðir var farið, bæði
með vinum, samstarfsfólki og fjöl-
skyldunni þar sem unga fólkinu
voru þá gjarnan kennd réttu
handtökin. Í margar utanlands-
ferðir fóru þau í tengslum við söng
Guðmundar og dvöldu í eitt ár í
Köln er Guðmundur var þar í
söngnámi
Heimilið var gestkvæmt. Þau
voru góð heim að sækja og alltaf
var mikil gleði ríkjandi og mikið
hlegið. Margra góðra samveru-
stunda er að minnast núna er litið
er yfir farinn veg. Kristín var bók-
elsk, las mikið og margar ánægju-
legar bókastundir áttum við.
Kristín hafði mikla ánægju af
allri ræktun og það var því mikið
gleðiefni fyrir hana er þau höfðu
fest sér land í Grímsnesinu. Þar
byggðu þau sér fallegan sumarbú-
stað og þar gat Kristín sinnt rækt-
unaráhuga sínum. Trén voru vinir
hennar og hún kunni á þeim góð
skil.
Kristín fylgdist vel með afkom-
endum sínum og lét sér annt um
velferð þeirra. Guðmundur féll frá
2016. Söknuður hennar var mikill,
þó ekki væru höfð um það mörg
orð. Hann var alltaf nálægur í
minningunni og söngur hans ylj-
aði marga stund. Löngu og far-
sælu lífi er lokið. Við þökkum sam-
fylgdina. Blessuð sé minning þín.
Grétar J. Unnsteinsson.
„Mikið er gaman að sjá ykkur
öll,“ sagði hún brosandi og maður
fann undir eins hlýjuna og vænt-
umþykjuna frá ömmu Kristínu.
Það var rólegt og gott að koma til
ömmu. Langömmubörnin sóttu
líka í að koma með; spjalla við
ömmu, fá kræsingar og dunda sér
með spil á gólfteppinu. Sjálf hafði
hún alltaf nóg fyrir stafni, las mik-
ið og prjónaði en gestir voru alltaf
velkomnir. Hún lagði frá sér
prjónana, lækkaði í útvarpinu og
var fljót að hella upp á kaffi og
bjóða fleiri en eina sort með.
Það var skemmtilegt að spjalla
við hana því hún var stálminnug
og hafði frá ýmsu að segja. Það
var þó oftar að hún spurði frétta
og sýndi því áhuga sem við vorum
að fást við. Hún fylgdist vel með
samfélaginu og dæmdi ekki þá
sem lifðu lífinu öðruvísi en hún
sjálf.
Þegar amma fékk okkur litla í
heimsókn í Bólstaðarhlíðina lét
hún okkur gjarnan fá blað og
blýant til að teikna meðan hún
fann til fyrir okkur lungamjúkt
brauð með miklu smjöri og ban-
anasneiðum. Það var gaman þeg-
ar hún gaf sér tíma til að setjast
niður með okkur að teikna því hún
var listagóður teiknari, nokkuð
sem fékk svo að njóta sín þegar
hún fór að mála myndir á efri ár-
um. Að teikna hjá ömmu var að-
eins öðruvísi en að gera það heima
því blýantarnir voru ekki yddaðir
heldur tálgaðir. Amma var nægju-
söm og nýtin, til hvers að kaupa
sérstakt verkfæri til að ydda
blýanta þegar vel var hægt að
gera það með beittum hníf.
Okkur eru minnisstæðar ára-
mótaveislurnar sem hún hélt fyrir
stórfjölskylduna í fjöldamörg ár.
Á boðstólum voru rjúpur eða gæs
sem afi Guðmundur hafði veitt.
Amma hafði í mörg horn að líta.
Hún var kokkurinn og sá til þess
að öllum liði vel en lét þó lítið á
sjálfri sér bera. Við erum afar
þakklátir fyrir þær góðu stundir.
Amma Kristín ætti að vera
fyrirmynd okkar kynslóðar. Hún
var glaðlynd, nægjusöm og um-
burðarlynd. Hún var sönnun þess
að gleði og hamingja fást ekki með
því eignast sífellt meira. Hún tók
aldrei bílpróf, fór ekki til útlanda á
hverju ári og bjó alla sína ævi í
fjölbýli. Hún lét gömlu hlutina
duga þótt nýtt væri í boði. Þrátt
fyrir það – eða kannski vegna þess
– var hún sáttari en við hin.
Guðmundur og Gylfi.
Kristín
Bjarnadóttir
Fleiri minningargreinar
um Kristínu Bjarnadótt-
ur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Pétur ÞórirHugus sjúkra-
liði fæddist í
Reykjavík 7. maí
1962. Hann lést á
líknardeildinni í
Kópavogi 24. febr-
úar 2021.
Foreldrar hans
voru Edda Guðrún
Tryggvadóttir, f.
20. október 1935, d.
16. janúar 1996, og
Kent Hugus. Systkini Péturs
samfeðra eru Todd Hugus og
Paula Hugus. Pétur kvæntist
Sigríði Hafdísi Sigurðardóttur
árið 1994. Þau slitu samvistum.
Sonur þeirra er Davíð Örn Hug-
us, f. 1994. Pétur
kvæntist Kristínu
Ólavíu Sigurðar-
dóttur 25. júlí 2016.
Dóttir hennar er
Pálína Guðrún
Harðardóttir, f.
1985. Sambýlis-
maður hennar er
Ísak Jarl Þór-
arinsson, f. 1984.
Útför Péturs fer
fram frá Fossvogs-
kirkju í dag, 24. mars 2021,
klukkan 13.
Slóð á streymi:
https://www.sonik.is/petur
Hlekk á streymi má nálgast á
www.mbl.is/andlat/
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Elsku Pétur. Ekki óraði mig
fyrir því hvílíkt ævintýri líf mitt
yrði þegar okkar kynni hófust, en
þú varðst brátt minn besti vinur
og sálufélagi. Með samhentu
átaki tókst okkur að skapa okkur
einstaklega fallegt og gjöfult líf.
Við settum strax tvær reglur í
okkar hjónabandi og stóðum við
þær: Annars vegar að okkar í
millum væru engin leyndarmál
og hins vegar að fara aldrei ósátt
að sofa. Þær gáfust vel. Það var
okkur líka mikil gæfa að fá Davíð
son þinn til okkar. Þú varst stolt-
ur af honum og Ínu minni. Marga
trausta vini áttir þú sem voru þér
mikils virði.
Þegar þú fékkst áhuga á ein-
hverju var það krufið til mergjar.
Meðal hugðarefna þinna voru
heilsurækt og hollusta, að
ógleymdum fræðunum um eðli
alheimsins, en þó ekki síst mann-
rækt í víðri merkingu og einkum
voru kenningar Búdda þér hug-
leiknar.
Þú bjóst yfir meira æðruleysi
en aðrir er ég hef kynnst. Ótal
dýrmætar minningar á ég frá
samveru okkar, bæði tengdar
ferðalögum og kyrrðinni heima.
Alla hluti vildir þú vel gera. Þú
munt ávallt lifa í hjarta mínu.
Þín
Kristín.
Pétur Hugus, fyrrverandi
vinnufélagi minn, er látinn, langt
um aldur fram. Við unnum saman
á sambýli í Reykjavík í nokkur
ár; vinnustað þar sem allir ganga
í öll verk, hvort sem það er
umönnun íbúa, eldamennska eða
þrif.
Pétur var rólyndur og skap-
góður maður, tók öllu með stó-
ískri ró, sem virkaði vel á íbúa.
Helst að hann væri dálítið stríð-
inn, hafði mikið gaman af því að
bregða manni, sérstaklega þar
sem slíkt tókst alltaf í mínu til-
felli, sama hversu vel ég ætlaði að
vera á varðbergi. Þetta var þó
alltaf í góðu og hlátur á eftir.
Pétur lést eftir erfið veikindi
þar sem hann sýndi einstakt
æðruleysi og alltaf glaður og ró-
legur að sjá. Svo átti hann frá-
bæra eiginkonu sem studdi hann
með ráðum og dáð.
Guð blessi minningu Péturs,
hann gerði mig að betri mann-
eskju.
Innilegar samúðarkveðjur til
Kristínar eiginkonu hans, Davíðs
sonar hans og annarra aðstand-
enda og vina.
Þórey.
Veruleikans eðli innsta
öldufaldi líkist – sagt er,
undarlegt er í það minnsta
á okkur sumt af því sem lagt er.
(M.S.)
Ekki fer hjá því að manni finn-
ist ofangreind orð eiga við enn
einu sinni, nú þegar hraustur
maður í blóma lífsins veikist
skyndilega af þungbærum og
ólæknandi sjúkdómi og er hrifinn
frá okkur.
Mannleg samskipti lágu vel
fyrir Pétri Þóri Hugus. Hann var
leitandi og skemmtilegur. Meðal
helstu persónueinkenna hans
voru húmor, hreinlyndi og æðru-
leysi sem raunar skein jafnan úr
svipmóti hans. Og það til hinstu
stundar. Pétur var drengur góð-
ur og prúðmenni sem gott var að
kynnast.
Það er furðu fátt sem við
mennirnir skiljum í gangi tilver-
unnar. Altént virðist hún ekki
alltaf beint mjúkhent. En þó að
okkur finnist undarlegt, hve
mannlífinu fylgja iðulega þungar
byrðar, þá er hitt samt einnig
undarlegt að í brimrótinu, óreið-
unni og óskiljanleikanum er sem
finna megi huggunarmátt sem
veitt geti dýrmætan styrk. Megi
fjölskyldu og vinum Péturs tak-
ast það.
Magnús Skúlason.
Pétur Þórir Hugus
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ARNFRÍÐUR SNORRADÓTTIR,
lést á Hrafnistu Laugarási miðvikudaginn
3. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 12. mars klukkan 15.
Ættingjar og vinir eru velkomnir í athöfnina en gestir eru beðnir
að hafa með sér á blaði nafn, kennitölu og símanúmer.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Miklatorgi Hrafnistu fyrir
einstaka aðhlynningu og alúð í hennar garð.
Útförinni verður streymt á
https://livestream.com/luxor/arnfridur
Elda Faurelien
Oddný Þórisdóttir Ragnar Karlsson
Snorri Þórisson Erla Friðriksdóttir
Soffía J. Þórisdóttir Baldur Dagbjartsson
Ragna B. Þórisdóttir Gylfi G. Kristinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
VIGGÓ BRYNJÓLFSSON,
Skagaströnd,
sem lést á sjúkradeild HSN á Blönduósi
fimmtudaginn 4. mars, verður jarðsunginn
frá Hólaneskirkju laugardaginn 13. mars klukkan 13. Vegna
aðstæðna verða einungis nánasta fjölskylda og vinir viðstödd
en hægt verður að nálgast streymi frá athöfn á facebooksíðu
Skagastrandarprestakalls.
Brynjar Viggósson Svanlaug Aðalsteinsdóttir
Guðbjörg Viggósdóttir Magnús B. Jónsson
Víkingur Viggósson Sesselja Hauksdóttir
Vigdís H. Viggósdóttir Vilhelm Þórarinsson
Fannar J. Viggósson Erna B. Hreinsdóttir
Kolbrún B. Viggósdóttir Guðmundur Hilmarsson
Valdimar Viggósson Sigurbjörg Agnes Sævarsd.
Arnar Ó. Viggósson Guðrún E. Helgadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HELGA ÞORGEIRSDÓTTIR
frá Seyðisfirði,
lést á Landsspítalanum í Fossvogi
mánudaginn 8. mars.
Útför auglýst síðar.
Margrét Jónsdóttir Árni Kristinn Magnússon
Jónas P. Jónsson Anna Maren Sveinbjörnsdóttir
Kristján Jónsson Birna Guðmundsdóttir
Unnur Jónsdóttir Þórður Þórisson
barnabörn og barnabarnabörn