Morgunblaðið - 10.03.2021, Qupperneq 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2021
✝ Ingibjörg Berg-sveinsdóttir
fæddist í Reykjavík
4. ágúst 1933 og lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Seltjörn 21.
febrúar 2021.
Foreldrar hennar
voru hjónin Guðrún
Jóhannsdóttir,
skáldkona frá
Brautarholti, f. 21.
júní 1892, d. 29.
september 1970 og Bergsveinn
Jónsson, kaupmaður og síðar um-
sjónarmaður Sundhallarinnar í
Reykjavík f. 17. september 1893,
d. 18. október 1969. Systur henn-
ar voru Guðrún (Rúna) f. 20. mars
1921, d. 7. júní 1945 og Guðbjörg
f. 30. september 1928, d. 17. júlí
2016. Eftirlifandi uppeldissystir
hennar er Steinunn Jónsdóttir f.
24. ágúst 1943, dóttir Rúnu.
Ingibjörg útskrifaðist frá
Kvennaskólanum í Reykjavík
1950 og stundaði nám við Nor-
ræna lýðháskólann í Kungälv
1951-1952.
Ingibjörg giftist Magnúsi Er-
lendssyni, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra og fyrrverandi
forseta bæjarstjórnar á Seltjarn-
arnesi 26. nóvember 1955. Magn-
ús er fæddur í Reykjavík 10. maí
Fannar Jónsson, f. 1985. 3) Berg-
lind, f. 1968; maki: Hákon Sig-
ursteinsson, f. 1965. Börn þeirra:
a) Jakob Hákonarson, f. 1995;
sambýliskona: Ella Dís Thor-
arensen, f. 1995; sonur: Sig-
ursteinn Starri Thorarensen Jak-
obsson, f. 2019; b) Melkorka
Hákonardóttir, f. 2001; og c) Inga
Lind Hákonardóttir, f. 2007.
Ingibjörg starfaði m.a. á skrif-
stofu Kvenfélagasambands Ís-
lands og hún var ritstjóri Hús-
freyjunnar til fjölda ára. Árið
1985 stofnaði Ingibjörg fyrir-
tækið Bergís og rak það með eig-
inmanni og Rúnu dóttur þeirra í
15 ár, þegar þau hjón seldu fyrir-
tækið til Rúnu.
Ingibjörg var virk í félagslífi.
Hún var m.a. formaður barna-
verndarnefndar og síðar formað-
ur leikskólanefndar Seltjarn-
arness á árunum 1966-1974.
Ingibjörg var einn af stofn-
félögum Soroptimistaklúbbs Sel-
tjarnarness og síðar heið-
ursfélagi klúbbsins.
Eftir að Ingibjörg hætti fastri
vinnu tók hún til við að yfirfara
óunnin handrit sem móðir henn-
ar hafði skilið eftir sig og vann úr
þeim ljóðabókina Tilfinningar,
sem kom út 2002 og hefur nú
selst í 5.700 eintökum.
Útför Ingibjargar fer fram frá
Seltjarnarneskirkju í dag, 10.
mars 2021, klukkan 15.
Slóð á streymi: https://shor.by/
IngibjorgBergsveinsdottir
Hlekk á streymi má nálgast á
www.mbl.is/andlat/
1931, sonur
hjónanna Erlends
Þorbergssonar
verslunarstjóra, f.
11. september 1899,
d. 14. ágúst 1992 og
Sólveigar S. Péturs-
dóttur húsfreyju, f.
4. desember 1901, d.
27. ágúst 1984. Ingi-
björg og Magnús
bjuggu fyrst í
Reykjavík, en flutt-
ust á Seltjarnarnes 1963, og
bjuggu lengst af á Sævargörðum
7 eða frá ársbyrjun 1973. Þar
áttu þau heimili þar til Ingibjörg
þurfti að flytja á Seltjörn vegna
veikinda sumarið 2019; Magnús
býr þar enn.
Börn Ingibjargar og Magnúsar
eru: 1) Erlendur, f. 1956; maki:
Carla Magnússon de Jong, f. 1964.
Börn þeirra: a) Linda Magnússon,
f. 1993; maki: Agnar Þórður Úlfs-
son, f. 1991; sonur: Tómas Emil
Agnarsson f. 2020; og b) Stefán
Magnússon, f. 1996. 2) Guðrún
(Rúna), f. 1961. Sambýlismaður:
Ólafur J. Straumland, f. 1959.
Börn Rúnu: a) Magnús Ingi Svein-
björnsson, f. 1986; sambýliskona:
Hilary Schaadt, f. 1988; og b)
Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir, f.
1992; sambýlismaður: Rúrik
Elsku Inga mín. Ég er stödd í
Hollandi, að undirbúa jarðarför
beggja foreldra minna, þegar ég
fæ símhringingu með fréttum um
að þú, elsku tengdamamma mín,
sért líka dáin. Auðvitað vissum við
að endirinn var nærri þar sem þú
varst búin að vera með þennan
hræðilega sjúkdóm, alzheimer, í
mörg ár. Sársaukinn að missa þig
er mikill en minningarnar eru
góðar.
Við hittumst fyrst í Hollandi
1986 og höfðum strax nóg að tala
um. Samræður okkar fóru þá fram
á ensku en ef við náðum ekki alveg
að tjá okkur á ensku notaðir þú
dönsk eða sænsk orð á milli og ég
hollensk orð, sem virkaði oftast
mjög vel fyrir okkur. Í hvert skipti
sem þið Magnús komuð í heim-
sókn til okkar Erlends í Hollandi
gerðum við eitthvað skemmtilegt
eins og að hlusta á djasstónlist í
Delft eða fara út að borða í Bruss-
el í Belgíu. 1989 fluttum við Er-
lendur til London og komuð þið
oft að heimsækja okkur þar. Við
eyddum góðum stundum saman
að ferðast um í enskri sveitasælu
eða skreppa á pöbbinn. 1998 flutt-
um við svo til Íslands með börnin
okkar, Lindu og Stefan, og þá
kynntist ég enn betur hversu góð,
hlý og kraftmikil kona þú varst.
Sonur okkar og barnabarn þitt,
Stefan, greindist með dæmigerða
einhverfu tveggja ára gamall og
náðir þú alltaf einstöku sambandi
við hann. Við eigum dásamlegt
myndband af ykkur saman þar
sem þið hlæið innilega út af ein-
hverju sem á milli ykkar fór og
enginn annar skildi. Stefan hefur
alltaf átt erfitt með að tjá sig en
hann elskaði þig mikið og hann
tróð oft mynd af þér inn í mynd-
rænu dagskrána sína, til að tjá að
hann vildi hitta ömmu sína.
Þú varst heiðursfélagi í Sor-
optimistaklúbbi Seltjarnarness.
Frá stofnun klúbbsins 1977 lagðir
þú þig fram um að hjálpa og styðja
við aðra. Þú tókst saman ljóðabók-
ina „Tilfinningar“ með ljóðum eft-
ir mömmu þína, Guðrúnu Jó-
hannsdóttur. Soroptimistaklúbb-
ur Seltjarnarness gaf svo bókina
út 2002. Um 5.700 bækur hafa ver-
ið seldar og allur ágóði af sölu bók-
arinnar hefur runnið og rennur
enn til styrktar verkefnum í þágu
einhverfra og fatlaðra barna. Til
dæmis kostaði klúbburinn nám-
skeið hjá sálfræðingi fyrir um 100
foreldra barna sem voru nýgreind
með einhverfu; Reykjadalur sum-
arbúðir fyrir fötluð börn fékk góð-
an styrk og keyptur var heitur
pottur fyrir íbúðakjarna fyrir ein-
hverfa í Grafarholti og borgað fyr-
ir uppsetningarkostnað. Allt var
þetta þér að þakka, Inga mín. Ég
er mjög stolt af verkum þínum!
Það er margt annað sem kemur
upp í hugann, eins og hversu góð-
ur kokkur þú varst, mikil
bissnesskona og hversu snemma
þú hugsaðir um umhverfismál. Þú
talaðir gegn plastnotkun löngu áð-
ur en sú umræða varð almenn og
sagðir að allt þetta plast gæti ekki
verið gott fyrir okkur. Og þú hafð-
ir rétt fyrir þér!
Hvíldu í friði, elsku Inga mín,
þú verður áfram í hjarta okkar.
Þín tengdadóttir,
Carla Magnússon – de Jong.
Elsku besta amma okkar. „Það
eru sko ekki allir sem eiga svona
ömmu!“ sagðir þú 83 ára, vel á leið
komin með alzheimer, að dansa og
syngja eins og enginn væri að
horfa. Orð sem við öll viljum
meina að séu dagsönn. Við viljum
rifja upp allt dýrmæta veganestið
sem þú gafst okkur inn í lífið.
Eftir nokkuð langa baráttu við
þennan sjúkdóm sem þú óttaðist
hvað mest ertu farin. Eins erfitt
og það er að kveðja bestu ömmu í
heimi er þó gott að vita að þú sért
orðin frjáls úr líkamanum og getir
loksins orðið aftur þú sjálf.
Það er sárt að rifja upp síðustu
ár, á meðan stórir áfangar og
mikilvæg kaflaskil áttu sér stað í
lífi okkar. Áfangar sem við vorum
vön að fá að upplifa með þér. Trú-
lofanir, giftingar, útskriftir, ólétt-
ur og seinna fæðingar langömmu-
barna og áframhaldandi þróun
fjölskyldunnar sem slíkrar. Þú
varst þarna, en á sama tíma varstu
það ekki.
Þú varst vön að sjá alltaf til
þess að áföngum yrði fagnað, enda
er auðvelt að segja að þú hafir ver-
ið límið sem hélt fjölskyldunni eins
náinni og raun ber vitni. Sú sem
bjó til tilefni til að hittast, fagna,
dansa og syngja saman. Þú hefur
þó heldur betur kennt okkur
hvernig eigi að halda skemmtileg
afmæli, páskaboð, jólaboð, nú eða
bara tilefnislaus fjölskylduboð
sem við munum halda fast í. Við
munum halda áfram að baka
ömmuuppskriftirnar og við skul-
um svo sannarlega sjá til þess að
allir borði nú aðeins meira, „það er
nóg til frammi“. Mikka mús-dollan
með namminu sem við öll vissum
af, gestrisnin og ástin, tilhlökkun-
in að koma aftur í hlýjuna til þín,
það var svo auðvelt að tala við þig.
Grín og húmor einkenndu þig.
Þú hafðir húmor fyrir sjálfri þér
sem gaf þér frelsi til að taka lífið
ekki of alvarlega og leyfðir þér að
gera mistök til að læra af. Þvílíkt
sjálfstraust og eiginleiki sem er
okkur barnabörnunum til fyrir-
myndar. Þegar við rifjum upp
góðar minningar um stundirnar
með þér ertu oftar en ekki skelli-
hlæjandi og með alla aðra hlæj-
andi í kringum þig. Í gegnum allt,
fram að síðustu stundu. Þegar þú
áttir orðið erfitt með að lesa á
klukku sagðir þú: „Æ, veistu, ég
hef hvort sem er aldrei verið neitt
„akkúrat“ hvað varðar klukkuna.
Ég hef alltaf mætt bara rúmlega
eða um það bil hvort sem er.“
Þú tókst okkur öllum nákvæm-
lega eins og við vorum og sýndir
áhugasviðum okkar áhuga. Þú
leyfðir okkur að fara í þá átt sem
við vildum með hvatningarorðum
og bros á vör. Þú hafðir svo gott
lag á því að fá okkur til þess að
ganga út með þá tilfinningu að við
værum flottust í heiminum og
gætum afrekað allt sem okkur
dreymdi um. Þú horfðir á
karaktereinkenni okkar myndast
og spáðir fyrir um hvað við mynd-
um koma til með að gera. Merki-
legt er að þú hafðir sjálf orð á því
að þú hefðir ekki stefnt að neinu
nema að verða góð mamma og síð-
ar amma. Við getum lofað þér því,
að sem amma varstu fullkomin.
Persónuleiki þinn, ást þín og
umhyggja, vitneskja og lífs-
reynsla, amma okkar og vinkona.
Þú fylgir okkur alla ævi. Takk fyr-
ir að hafa verið nákvæmlega eins
og þú varst.
Magnús Ingi, Birgitta,
Linda, Jakob, Stefan,
Melkorka og Inga Lind.
Fyrrverandi tengdamóðir mín
til tveggja áratuga, Ingibjörg
Bergsveinsdóttir, er látin. Margs
er að minnast, einkum glaðværð-
ar, væntumþykju, stjórnsemi, fé-
lagslyndis og einstaks heimilis-
halds. Já það voru mörg
matarboðin og veislurnar sem ég
tók þátt í á Sævargörðum 7 á Sel-
tjarnarnesi. Þið Magnús áttuð
fjölmennan vinahóp sem maður
fékk að kynnast í gegnum árin.
Ættingjar, æskuvinir, nágrannar
og allt Sjálfstæðisflokksfólkið úr
bæjarpólitíkinni á Nesinu. Ég
man nöfn eins og Bubba systir og
Halldór; Gógó og Steini en þið
Gógó unnuð saman sem ritstjórar
tímaritsins Húsfreyjunnar; Þóra
og Bjössi fyrrverandi nágrannar
sem bjuggu á neðri hæðinni á
Meló; Siddý og Diddó hjá Z braut-
um og gluggatjöldum; Unnur og
Hermann danskennari; Valur hjá
Eimskip og Erna og svo mætti
lengi telja.
Man þegar fjölskyldur okkar
hittust í fyrsta sinn, Rúna flutt til
mín í Lyngmóa 11 Garðabæ. En
það leið ekki nema skammur tími
þar til við fluttum á Nesið, fyrst í
Nýjabæ.
Svo byggðum við með Byggung
á Austurströnd 8 og síðast á
Lambastaðabraut 1.
Við Rúna giftum okkur í Dóm-
kirkjunni 7. júlí 1984 og var veisl-
an auðvitað haldin í Félagsheimili
Seltjarnarness. Skömmu áður
hafðir þú verið á ferðalagi á Snæ-
fellsnesi og borðað þá frábæran
mat hjá Rúnari Marvins á Búðum.
Það kom því ekki annað til greina
en að Rúnar væri fenginn í bæinn
og heilsteikti hann fylltan kola fyr-
ir 100 manns, eitt stykki á hvers
manns disk. Ég man hvað hann
var þreyttur og sveittur eftir mat-
seldina þ.e. kokkurinn.
Svo fæddust börnin. Magnús
Ingi hinn 1. maí 1986, já á sjálfan
verkalýðsdaginn. Smá fyndið, þið
verandi svona meira til hægri í
pólitíkinni, en hann ánægður því
það var alltaf frí og skrúðganga á
afmælisdaginn hans. Já svo var
það dagurinn sem ég hringdi í þig
og tilkynnti að það væri fædd
stúlka. Man vel ánægju- og gleði-
grátinn hjá þér því Birgitta Rún
fæddist á afmælisdaginn þinn, 4.
ágúst, 1992. Mikil lukka.
Svo gerist lífið, við Rúna skiljum
2000 og þá minnka tengslin. Við
hittumst reyndar af og til í afmæl-
um barnanna og öðrum viðburðum
þeim tengdum. Hitti þig síðast í úr-
skriftarveislu Birgittu Rúnar sum-
arið 2017 en þá varstu búin að vera
að berjast við þann hræðilega sjúk-
dóm alzheimer. Þú greinilega
þekktir mig ekki, en lékst það vel
að þú vissir hver ég væri og hvísl-
aðir svo að mér „ég þekki sko
þessa“ og bentir á dótturdóttur
þína, með sama afmælisdaginn.
Takk fyrir allar gjafirnar, öll
matarboðin, öll jólin og áramótin
og allar veislurnar og ánægju-
stundirnar. Takk fyrir að vera
yndisleg tengdó og yndisleg
amma barnanna okkar Rúnu.
Takk fyrir allar hláturstundirnar,
þar sem mismæli þín komu við
sögu, bíllinn var kominn inn í ís-
skáp og mjólkin inn í bílskúr og þú
sagðir í ræðu „thank you for this
lovely woman“, þegar þú ætlaðir
að segja „evening“. Ég á fullt af
myndum og myndböndum frá
þessum árum sem munu halda
uppi minningunni um þig. Takk!
Magnús, Rúna, Elli og Bessý
og börnin mín Magnús Ingi og
Birgitta Rún ásamt öðrum afkom-
endum og tengslafólki; risastórt
samúðarknús frá mér.
Sveinbjörn Fjölnir Pétursson.
Ingibjörg
Bergsveinsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Ingibjörgu Bergsveins-
dóttur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
SVEINBJÖRN HAFLIÐASON
lögfræðingur,
Eiðistorgi 5,
Seltjarnarnesi,
lést á Landspítalanum 5. mars.
Að ósk hins látna fer útförin fram í kyrrþey.
Anna Huld Lárusdóttir
Eydís Kristín, Þórunn og Anna Sveinbjarnardætur
og fjölskyldur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
SIGRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR,
Hólmatúni 1, Álftanesi,
lést fimmtudaginn 4. mars á gjörgæsludeild
Landspítalans við Hringbraut.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 19. mars
klukkan 13. Allir velkomnir en einnig verður streymt frá
athöfninni.
Björg Eyjólfsdóttir Sigurður H. Sigurz
Erna Þórarinsdóttir Hróðmar G. Eydal
Hrefna Þórarinsdóttir Hlynur Þorleifsson
systur, barnabörn og barnabarnabarn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÓLAFÍA HELGADÓTTIR,
Lóa,
Ölduslóð 26, Hafnarfirði,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við
Hringbraut föstudaginn 5. mars.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 12. mars
klukkan 13. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Einnig verður athöfninni streymt á
https://youtu.be/wDc7buoBc9c
Helga Þóra Ragnarsdóttir Magnús Pálsson
Birna Katrín Ragnarsdóttir Björn Ingþór Hilmarsson
barnabörn og barnabarnabarn
Elsku hjartans mamman okkar
og tengdamamma,
NANNA HÁLFDÁNARDÓTTIR,
lést í faðmi barnanna sinna sunnudaginn
7. mars. Útför auglýst síðar.
Börn og tengdabörn
Móðir okkar,
AUÐUR HALLDÓRSDÓTTIR,
lést laugardaginn 6. mars.
Ingólfur H. Eyfells
Ólafur Lúðvíksson
Ástkær faðir minn, sonur okkar og bróðir,
MIKAEL MÁR PÁLSSON,
Hamrahlíð 9, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 2. mars.
Hann verður jarðsunginn í Háteigskirkju
fimmtudaginn 18. mars klukkan 13.
Aðalrós Freyja Mikaelsdóttir
Jódís H. Runólfsdóttir Páll I. Pálsson
Páll Jónsson Sigurrós Svavarsdóttir
Auður María Pálsdóttir Thor Jochumsen
Jón Gauti Pálsson Unnur Rán Reynisdóttir
Daníel Már Pálsson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma, langamma og
langalangamma,
HELGA GUÐRÍÐUR
FRIÐSTEINSDÓTTIR,
Hlíðarhúsum 3-5,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
sunnudaginn 28. febrúar. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju
föstudaginn 12. mars klukkan 13.
Kristján Halldórsson
Ásdís Kristjánsdóttir Guðmundur Björgvinsson
Albert Kristjánsson Jóna Hálfdánardóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn