Morgunblaðið - 10.03.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.03.2021, Qupperneq 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2021 SÉRBLAÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 22. mars Páskablað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 26. mars Girnilegar uppskriftir af veislumat og öðrum gómsætum réttum ásamt páskaskreytingum, páskaeggjum, ferðalögum og fleira. 50 ára Sigurður er Garðbæingur en býr á Sauðárkróki. Hann er kjötiðnaðarmeistari að mennt frá Iðnskólanum í Reykjavík og Mennta- skólanum í Kópavogi. Sigurður er vara- slökkviliðsstjóri á Sauðárkróki og er for- maður skíðadeildar Tindastóls. Maki: Ingibjörg Ásta Sigurðardóttir, f. 1974, hjúkrunarfræðingur á HSN. Börn: Karen Ósk, f. 1994, Birna María, f. 2000, Ása María, f. 2005, og Haukur Rafn, f. 2006. Barnabörnin eru orðin tvö. Foreldrar: Rafn Guðmundsson, f. 1950, fv. bifreiðarstjóri, búsettur í Reykjavík, og Hrafnhildur Oddný Sturludóttir, f. 1949, d. 2003, húsmóðir. Sigurður Bjarni Rafnsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Viðræður skila miklum og hag- nýtum árangri í dag. Rétt er að nota tæki- færið til að endurskipuleggja heimilið. 20. apríl - 20. maí  Naut Hringdu í foreldra þína og aðra þér nána í dag. Vertu opinn fyrir því að kaupa þau verkfæri sem flýtt geta fyrir endur- bótum á heimilinu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu að vera jákvæður í dag, jafnvel þótt þú hittir fólk sem krefst greiðslu fyrir eitthvað. Vertu flippaður í kvöld og þú eignast vin. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Samræður við vini munu gegna þýðingarmeira hlutverki en endranær í lífi þínu á næstu vikum. Leggðu meiri áherslu á líkamsrækt, þannig geturðu haldið þér sí- ungum, hvað sem árunum líður. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér líður eins og tilfinningabrunnur þinn sé á þrotum. Kafaðu undir yfirborð hlutanna til þess að fá fram hvað þeir þýða í raun og veru. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú gætir fyllst efasemdum um eitt- hvað í dag. Betur sjá augu en auga og aðrir geta bent á hliðar sem þér voru huldar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þótt þú eigir erfitt með samskiptin við þína nánustu, skaltu muna að sjaldan veld- ur einn þá tveir deila. Mundu líka að aðgát skal höfð í nærveru sálar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu þér ekki til hugar koma að þú vitir allt um starf þitt. Samstarfs- maður mun koma þér á óvart með lausn á ákveðnu vandamáli. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Gefstu ekki upp á því að leggja góðum málstað lið þótt baráttan sé hörð og þér finnist lítið miða áfram. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér finnst hlutirnir ekki ganga nógu hratt fyrir sig og getur aðeins sjálfum þér um kennt. Settu saman áætlun og haltu þig við hana. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Samstarfsmaður þinn á í stöð- ugum vandræðum með verkefni sem snert- ir þig. Láttu það ekki tefja fyrir þér þó aðrir standi ekki undir væntingum í dag. 19. feb. - 20. mars Fiskar Kannski er fátt spennandi sem bíð- ur þín í dag, en þetta er samt frábær dagur. Ekki láta hug fallast því vinur mun koma þér á óvart. eru verkefni hans aðallega á verk- stæðinu heima á Rein. „Ég vinn hálfan daginn og svo eru ýmsar við- gerðir hingað og þangað. Ég er að vinna í Söginni líka þegar á þarf að halda,“ segir Stefán. Árið 1999 keyptu Stefán, Gunn- laugur sonur hans og Trésmiðjan Rein ehf. Sögina, sem starfrækt var S tefán Óskarsson fæddist á Hveravöllum í Reykja- hverfi 10. mars 1941. Foreldrar hans bjuggu á Reykjarhóli, sem er næsti bær við Hveravelli, og ólst hann þar upp í stórum systkina- hópi. Barnaskólaganga hans var þrír mánuðir á ári frá 10 ára aldri en farskóli var í sveitinni á þeim tíma. Sem barn vann hann almenn sveitastörf á búi foreldra sinna. Frá 11 ára aldri fór hann á sumrum sem léttadrengur í Langavatn, en þar bjuggu þrjú fullorðin systkini. Þar fór hann ungur að keyra drátt- arvél þar sem ekkert systkinanna hafði tileinkað sér það. Stefán fór í Laugaskóla og lauk þar gagnfræðaprófi. Að því loknu fór hann í Iðnskólann á Húsavík og á samning hjá Trésmiðjunni Borg þar sem hann lærði húsasmíði. Í fyllingu tímans fékk hann svo meistararéttindi í greininni. Á yngri árum stundaði Stefán ýmsar íþróttir s.s. sund, skíði, frjálsar íþróttir og einnig er hann allgóður bridsspilari. Starfsferillinn Að námi loknu fluttist Stefán ásamt fjölskyldu í Reykjahverfi. Þar byggði hann íbúðarhúsið Rein og trésmíðaverkstæði í landi Reykjarhóls. Hóf hann þar rekstur í eigin nafni sem síðar varð Tré- smiðjan Rein ehf. Fyrstu árin var þjónusta við bændur í forgangi en fljótlega komu önnur verkefni inn á borðið, skólabyggingar, verkefni fyrir Landsvirkjun, byggingar fyrir heilbrigðisþjónustu og bygging bað- lóna bæði í Mývatnssveit og á Húsavík svo fátt eitt sé upptalið. Fyrsta stóra verkefni Stefáns var endurbygging Grenjaðarstaðar- kirkju 1964-1965, síðan þá hefur hann sinnt ýmsum verkefnum fyrir þjóðkirkju og Þjóðminjasafn. Um árabil rak Trésmiðjan Rein einnig steypustöð. Trésmiðjan Rein hefur starfað óslitið frá 1963 til dagsins í dag. Fyrstu árin var reksturinn smár en óx mjög er árin liðu. Trésmiðjan Rein var gerð að einkahlutafélagi 1996, en þá kom yngsti sonurinn, í Höfðatúni í Reykjavík. Þeir fluttu framleiðsluhluta fyrirtækisins norð- ur í Stóru-Reyki í Reykjahverfi. Verslun og sölustarfsemi Sagar- innar er rekin á Smiðjuvegi í Kópa- vogi. Gunnlaugur er fram- kvæmdastjóri Sagarinnar. Stefán gegndi ýmsum trúnaðar- störfum í þágu samfélagsins, hann var í hreppsnefnd í 24 ár og þar af 18 ár sem oddviti. Stefán hefur alla tíð verið áhugasamur um atvinnulíf og tekið þátt í stofnun ýmissa nýrra fyrirtækja á svæðinu. Á seinni árum vaknaði áhugi hans á skógrækt og gerðu hann og Gunnlaugur sonur hans samning við Norðurlandsskóga um ræktun nytjaskóga í landi Reykjarhóls og er Stefán skógræktarbóndi í dag. „Ég er nýlega byrjaður að gróð- ursetja, við erum með 50-60 hekt- ara, það á eftir að gróðursetja æði mikið en ég vonast til að geta fylgt þessu eftir líka.“ Fjölskylda Eiginkona Stefáns er Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir, f. 18.6. 1943, hús- móðir og bókari, þau eru búsett í Stefán Óskarsson húsasmíðameistari – 80 ára Fjölskyldan Systkinin Gísli, Gunnlaugur, Steinunn Ósk, Hulda, Sigmar og Stella auk Stefáns og Aðalbjargar. Stofnaði öflugt fyrirtæki Hjónin Aðalbjörg og Stefán, en þau hafa verið gift í 59 ár. Sigmar, inn í fyrirtækið. Síðan þá hefur dóttursonurinn Arnþór Hauk- ur komið inn sem hluthafi. Kyn- slóðaskipti hafa orðið í stjórnun fyrirtækisins og hefur Sigmar tekið við sem framkvæmdastjóri og sér um daglegan rekstur sem er núna í Víðimóum á Húsavík. Stefán vinnur ennþá hjá fyrirtækinu en seinni ár 30 ára Haukur ólst upp á Þórshöfn á Langanesi en býr í Reykjavík. Hann er á öðru ári í klassískri hljóðfærakennslu í Listaháskóla Íslands. Haukur er klassískur gítarleikari og nam við Menntaskóla í tónlist. Hann vinnur einnig á Hofinu, sem er sértæk félagsmiðstöð. Haukur er markvörður hjá Knattspyrnufélaginu Mjöðm. Systkini: Þórður Ragnar Þórðarson, f. 1980, og Bryndís Þórðardóttir, f. 1988. Foreldrar: Líney Sigurðardóttir, f. 1957, grunnskólakennari á Þórshöfn, og Þórð- ur Þórðarson, f. 1955, jarðverktaki. Þau eru búsett á Þórshöfn. Haukur Þórðarson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.