Morgunblaðið - 10.03.2021, Side 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2021
Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 11-16
VÖNDUÐ LJÓS
Í ÚRVALI
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HANN ER MÆTTUR AFTUR!”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera aldrei aftur
einmana.
ÉG ER AÐ HÁMHORFA ÚT
Í TÓMIÐ
ÉG NÁÐI MÉR Í ÞETTA
TÖFRATEPPI Í PERSÍU!
HVAÐ GERIR
ÞAÐ?
ÞEIR SEGJA AÐ
ÞAÐ FLJÚGI!
Ó… ÉG VAR AÐ VONA AÐ ÞAÐ
VÆRI SJÁLFHREINSANDI!
„ATHUGAÐU AÐ SÍMTALIÐ KANN AÐ VERA
HLJÓÐRITAÐ. ÞÚ MUNT FÁ SAMBAND VIÐ
NÆSTA LAUSA JARÐSKJÁLFTAFRÆÐING.”
FLÓÐ-
BYLGJU-
VAKT
Rein í Reykjahverfi, Norðurþingi.
Foreldrar Aðalbjargar voru hjónin
Gunnlaugur Sigurðsson, f. 4.8. 1908,
d. 24.7. 1973, bóndi og bókari, og
Guðbjörg Huld Magnúsdóttir, f. 2.7.
1910, d. 29.4. 2006, húsmóðir og
verkakona. Þau bjuggu á Bakka í
Kelduhverfi til 1964 og síðan í
Reykjavík.
Börn Stefáns og Aðalbjargar eru:
1) Gísli, f. 2.6. 1962, húsasmiður,
maki: Guðný Ágústa Guðmunds-
dóttir, f. 10.1. 1966, húsmóðir, bú-
sett í Vogum á Vatnsleysuströnd,
þau eiga fimm börn og tíu barna-
börn; 2) Gunnlaugur, f. 8.10. 1963,
húsasmíðameistari, maki: Dóra Ár-
mannsdóttir, f. 3.5. 1964, kennari,
búsett á Húsavík, þau eiga fjóra
syni og tvö barnabörn; 3) Steinunn
Ósk, f. 17.10. 1964, bókari og bóndi,
maki: Birgir Valdimar Hauksson, f.
10.11. 1962, bóndi, búsett í Mý-
vatnssveit, þau eiga þrjú börn og
fimm barnabörn; 4) Guðbjörg
Hulda, f. 2.5. 1968, íþróttakennari,
maki: Birgir Magnússon, f. 30.3.
1967, vélamaður, búsett í Hafnar-
firði, þau eiga þrjú börn; 5) Sigmar,
f. 8.2. 1972, húsasmíðameistari,
maki: Karólína Skarphéðinsdóttir,
f. 6.11. 1972, kennari, búsett á
Húsavík, þau eiga tvær dætur; 6)
Stella, f. 7.10. 1979, sjúkraþjálfari,
maki: Flavio Cesaro Do Buora, f.
31.10. 1975, rekstrarhagfræðingur,
búsett í Sviss, þau eiga þrjár
dætur.
Systkini Stefáns eru Svanhildur,
f. 1.1. 1939, bús. á Patreksfirði,
Tryggvi, f. 18.3. 1942 bús. á Þverá í
Reykjahverfi, Erla, f. 15.8. 1943,
bús. í Ekru í Öxarfirði, Fanney, f.
12.10. 1953, bús. í Holti í Reykja-
hverfi, og Rúnar, f. 10.10. 1956, bús.
í Hrísateig í Reykjahverfi.
Foreldrar Stefáns voru hjónin
Óskar Sigtryggsson, f. 29.9. 1914, d.
13.2. 1998, bóndi og smiður, og
Steinunn Stefánsdóttir, f. 8.10.
1914, d. 18.8. 2012, bóndi og hús-
móðir.
Stefán Óskarsson
Ingibjörg Helga Bjarnadóttir
húsfreyja í Melrakkadal
Kristmundur Meldal
Guðmundsson
bóndi í Melrakkadal í Víðidal
Guðrún Kristmundsdóttir
húsfreyja á Smyrlabergi
Stefán Jónsson
bóndi Smyrlabergi á Ásum,A-Hún.
Steinunn Stefánsdóttir
bóndi og húsfreyja
á Reykjarhóli
Helga Gísladóttir
húsfreyja í Sauðanesi
Jón Jónsson
bóndi í Sauðanesi á Ásum
Sigríður Jakobína Jónatansdóttir
húsfreyja á Fljótsbakka í Reykjahverfi
Jónas Kristjánsson
bóndi á Fljótsbakka
Ásta Lovísa Jónasdóttir
húsfreyja á Stóru-Reykjum
Sigtryggur Hallgrímsson
bóndi á Stóru-Reykjum í Reykjahverfi
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir
húsfreyja í Brekknakoti
Hallgrímur Jónatansson
bóndi í Brekknakoti og Holtakoti í Reykjahverfi
Úr frændgarði Stefáns Óskarssonar
Óskar Sigtryggsson
bóndi og smiður á Reykjarhóli
í Reykjahverfi
Á Boðnarmiði yrkir GuðmundurArnfinnsson „Landið mun
rísa“:
Birtist vorið bjarta
brátt mun sunnanáttin
hlý að moldu hlúa
hljóma fuglarómar.
Ferðamenn sem forðum
fjáðir gulli stráðu
gestahús vor gista
gleðjumst því að nýju.
Nokkru áður orti Atli Harðarson:
Stynja hús og hriktir allt
-hugans bú má sorgir erja-
versna þúsund- þó mun -falt
þegar Múspellssynir herja.
Helgi Ingólfsson yrkir, – „Tíðin“:
Biblían er besta svar,
á böli ýmsu lumar:
Lífskæð veira, landskjálftar
og lúsmýið í sumar.
Gos varð í Kröflu. Egill Jónasson
kvað:
Letra á töflur landins ris,
leysa öfl úr hömlu.
Hundrað djöflar helvítis
hrista Kröflu gömlu.
Egill var spurður, hvort Þing-
eyingar væru montnari en aðrir.
Hann svaraði:
Þingeyskt mont er orðað oft,
okkur þetta lítið skaðar.
Mér finnst vera líka loft
en, – lyktarverra annars staðar.
Helgi R. Einarsson segir, að þessi
hafi orðið óvart til, – „Saltfiskur“:
Skelfing er erfitt að skilja
skynsemi þeirra og vilja,
sem staðreyndum neita
og störfin svo veita.
„Lífið er saltfiskur, Lilja.“
Hjálmar Freysteinsson orti og
kallaði „Frægð“:
Bráðmyndarlegur var Barði,
mörg blómarós agndofa starði,
en frægast þó er
að hann fjölgaði sér
eins og kanína í kirkjugarði.
Kristján Karlsson kvað:
Skáldkonan Ólöf í Ásum
stökk alklædd frá dýrustu krásum
og lengst út í eyjar
en allsberar meyjar
sér undu við ljóð heima á Gásum.
Hermann Jóhannesson orti:
Oft verða þeir loðnir um lófana
sem leiðast í slagtog við þjófana.
En ekki er þó greið
til gróða sú leið
og áhættusöm fyrir óvana.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Það vorar og
gróandi í loftinu