Morgunblaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2021 VIÐ LEITUM AÐ LISTAVERKUM Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ Rauðarárstígur 12-14 · 105 Reykjavík · sími 551 0400 · www.gallerifold.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þetta er alveg nýtt rit sem í grunn- inn þróaðist út frá Störu sem Sam- band íslenskra myndlistarmanna hefur gefið út síðustu ár. Lengi hef- ur verið kallað eftir öflugu riti helg- uðu myndlist, á forsendum mynd- listarinnar. Við sem skipum ritstjórn unnum áður að ritstjórn Störu og sáum þar að þetta er hægt en líka að það þurfti að koma fleir- um að borðinu og nú hefur það gerst,“ segir Starkaður Sigurðar- son, ritstjóri nýs og myndarlegs tímarits, Myndlist á Íslandi. Ritið er 200 blaðsíður, fallega hannað, ríkulega myndskreytt og fullt af fjölbreytilegu efni um myndlist. Það er tvímála, einnig á ensku og kallast þá Art in Iceland. Auk SÍM koma að útgáfunni Kynning- armiðstöð íslenskrar myndlistar, myndlistardeild Listaháskóla Ís- lands, myndlistarráð og Listfræða- félag Íslands. Ritstjórn skipa auk Starkaðar þær Katrín Helena Jónsdóttir og Sunna Ástþórsdóttir. Starkaður segir þau í ritstjórn hafa verið meðvituð um að innan myndlistarsenunnar yrði til allra- handa fjölbreytilegt efni sem væri hægt sækja og setja fram í riti sem þessu. „Efnið þarf að vera fjölbreytilegt og við þurfum að taka á og fjalla um myndlistina út frá ýmsum sjónarhornum. Þar er fjallað um sýningar, sagt frá ýmsu á starfs- vettvanginum og líka út frá list- fræðinni. Ritið er þykkt og mikið af efni að lesa og kynna sér. En við í ritstjórn viljum fyrst og fremst að efnið sé vandað og faglegt, og að umfjöllunin hafi rými til að vera krítísk og geti verið hluti af stærra samtali. Þær stofnanir og samtök sem koma að útgáfunni hafa líka allar verið að leita sér að vettvangi til að koma efni á framfæri og þetta er sá vettvangur.“ Vill byggja yfir Listasafnið Sem dæmi um efnið i þessu fyrsta tölublaði Myndlistar á Ís- landi er grein Margrétar El- ísabetar Ólafs- dóttur um list- fræðinginn Þóru Kristjánsdóttur og mótun Lista- safns Reykjavík- ur, rætt er við ýmsa innan myndlistar- geirans um ástandið á tímum Covid-19, Páll Haukur Björnsson fjallar um yf- irlitssýningu Ástu Ólafsdóttur í Nýlistasafninu sem og starfsemi RÝMD, nemendagallerís LHÍ, Claire Paugam veltir fyrir sér leik- gleði íslenskra listamanna, Daría Sól Andrews ræðir við listamenn- ina í hópnum Lucky 3 og svo má finna alla umfjöllun myndlistarráðs um Íslensku myndlistarverðlaunin 2021 sem afhent voru á dögunum og alltaf eru að stækka í umfangi. Þá er MáÍs-galleríið kynnt til leiks í blaðinu með verkum fjögurra listamanna, en lengsta efnið í ritinu er viðtal sem Halla Harðardóttir tók við Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráð- herra, sem vekur athygli en ráð- herra viðrar þar meðal annars hug- mynd sína um ný húsakynni fyrir Listasafn Íslands ásamt því að lýsa yfir vilja til að styrkja Listasafnið sem höfuðsafn á heimsmælikvarða, en núverandi húsakostur sé um margt óheppilegur. Lilja segir: „Í stað bútasaums og lagfæringa vil ég byggja nýtt og glæsilegt lista- safn, þar sem listasögu Íslands verði gerð góð skil. Núverandi húsakostur býður ekki upp á slíkt, né heldur sæmandi geymslurými fyrir ómetanlegar menning- arminjar. Ég sé fyrir mér safn ein- hvers staðar við sundin, til dæmis á Laugarnesi, sem verði þunga- miðjan í íslensku myndlistarlífi og kallist á við kraftmikið starf Lista- safns Reykjavíkur og grasrót- arstarfið í Marshall-húsinu. Mig dreymir um samstarf eða jafnvel sameiningu við Listasafn ASÍ og að Fjallamjólk Kjarvals fái virðingar- sess í anda Mónu Lísu.“ Vandaður vettvangur „Það er mikilvægt að þeir sem koma að útgáfunni fái þennan vandaða vettvang til að koma fjöl- breytilegu efni sem verður til hjá þeim á framfæri en fólk veit líka að við erum alltaf að leita að efni og margar ábendingar bárust um slíkt,“ segir Starkaður. „Þá höfum við líka kallað eftir efni um mál sem þarf að taka á en ritstjórnin þarf vitaskuld að skapa áhugaverða, vandaða og faglega heild úr öllum þessum efnisþáttum.“ Ritstjórnin Sunna Ástþórsdóttir, Starkaður Sigurðarson og Katrín Helena Jónsdóttir eru í ritstjórn Myndlistar á Íslandi og Starkaður ritstjórinn. „Lengi hefurverið kallað eftir öflugu riti helguðu myndlist,“ segir hann. Á forsendum myndlistarinnar  Fyrsta tölublað nýs og veglegs tímarits um myndlist á Íslandi komið út  200 blaðsíður á íslensku og ensku  Fullt af fjölbreytilegu efni um íslenska myndlist Kápa tímaritsins Myndlist á Íslandi. „Innrás flundru í ferskvatni“ er heiti sýningar sem verður opnuð kl. 17 í dag, miðvikudag, í glugga Gall- erís Úthverfu á Ísafirði. Sýningin er samstarfsverkefni Péturs Guð- mundssonar myndlistarmanns á Ísafirði og Theresu Henke, þýsks doktorsnema sem hefur verið bú- sett á Ísafirði frá 2016 og rann- sakar innrás flundru í íslensk vötn. Um er að ræða þá fyrstu í röð sjö örsýninga undir yfirskriftinni CAR- BON-KOLEFNI vísindi listanna – listin í vísindunum. Markmið verkefnisins er að leiða saman fólk á vísinda- og listasvið- inu til samvinnu um ýmis rannsókn- arverkefni og miðla afrakstri sam- vinnunnar til almennings með sýningum og margvíslegum öðrum miðlunarleiðum. Flundrur Mynd í sýningarverkefni Péturs Guðmundssonar og Theresu Henke. Örsýning um flundrur í Úthverfu Í Bókakaffi Gerðubergs í kvöld, miðviku- dagskvöld, milli kl. 20 og 21.30 ræða rithöfund- arnir Þóra Kar- ítas Árnadóttir, Kristín Svava Tómadóttir og Ófeigur Sigurðs- son um grúsk í skjölum og heimildum og skáld- skapinn sem sprettur upp úr því. Halla Þórlaug Óskarsdóttir leiðir umræðurnar og spyr hvað við for- tíðina sé svona heillandi og hvernig best sé að vinna upp úr gömlum raunveruleika og setja í samhengi við hinn óskiljanlega samtíma: Er samhengið tilbúningur höfunda? Ræða grúsk í skjöl- um og heimildum Þóra Karítas Árnadóttir FLEY-kvintett Egils B. Hreins- sonar kemur fram í Jazzklúbbnum Múlanum í kvöld, miðvikudags- kvöld, og minnist Horace Silver (1928-2014). Tónleikarnir hefjast kl. 20 og verða í Flóa í Hörpu. FLEY-kvintettinn mun leika lög bandaríska píanistans Horace Sil- vers í upprunalegum útsetningum. Má þar nefna lög svo sem Blowing the blues away, Doodlin’, Filthy McNasty, Juicy Lucy, Liberated Brother, Peace, Senor Blues, Sist- er Sadie, Song for my Father, Soulville, St Vitus Dance og Stroll- in’. FLEY-kvintettinn skipa Ari Bragi Kárason á trompet, Jóel Pálsson á saxófón, Egill Benedikt Hreinsson á píanó, Gunnar Hrafnsson á bassa og Matthías M.D. Hemstock á trommur. Egill hefur skrifað upp útsetningarnar er byggjast á upprunalegum upp- tökum Silvers frá 6. og 7. áratug síðustu aldar. Píanóleikarinn Egill B. Hreinsson hefur útsett lög Horace Silver. Flytja lög Horace Silver í Múlanum Þáttaröðin The Queen’s Gambit er vinsælasta stutta sjónvarpsþáttaröð sem Netflix hefur tekið til sýninga. Nú hafa bandarískir söngleikja- framleiðendur hug á að nýta sér vinsældirnar og hafa tryggt sér réttinn til að útfæra fyrir söng- leikjasvið skáldsöguna með sama heiti eftir Walter Tevis sem kom út árið 1983. Sagan fjallar um mun- aðarlausa stúlku sem verður skák- meistari. Sam- kvæmt The Guardian liggur ekki fyrir hvar framleiðslufyrir- tækið, sem hefur sett upp ólíkar sýningar, hyggst setja The Queen’s Gambit á svið eða með hvaða hætti, en giskað er á í New York. Söngleikur eftir The Queen’s Gambit Úr þáttunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.