Morgunblaðið - 10.03.2021, Síða 25

Morgunblaðið - 10.03.2021, Síða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ FRÁBÆR MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. sýnd með íslensKu, ensKu og pólsKu talı Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Þýskir kvikmyndadagar hefjast í Bíó Paradís á föstudag, 12. mars, og eru þeir nú haldnir í tólfta sinn í samstarfi við Goethe-Institut Däne- mark og þýska sendiráðið á Íslandi. Dagarnir standa yfir til 21. mars og verða allar myndir hátíðarinnar, sex talsins, sýndar með enskum texta og bæði í bíóinu og á net- leigu þess, Heimabíó Para- dís. Ása Baldurs- dóttir, dagskrár- stjóri kvik- myndahússins, segir að hugs- unin að baki há- tíðinni sé, nú sem fyrr, að minna sé meira. Myndirnar séu sérstaklega valdar á hátíðina og þær bestu sem komið hafi út af þýskum bíómynd- um á liðnu ári. „Þetta er okkar vörumerki fyrir Þýska kvikmynda- daga, að vera með það besta af árinu, fáar myndir og þetta er fjöl- breytt og æðislegt,“ segir Ása. Stórmynd við opnun Opnunarmyndin er stórmynd, að sögn Ásu, Berlin Alexanderplatz eftir leikstjórann Burhan Qurbani. Handrit hennar er byggt á þekktri og samnefndri skáldsögu Alfreds Döblin og sagan færð til nútímans þar sem innflytjandi frá Vestur- Afríku er aðalpersóna. „Hún á heima á hvíta tjaldinu, þetta er mjög kvikmyndaleg upplifun að sjá þessa karaktera, þessa sögu og alla þessa mismunandi stíla í kvik- myndahúsi,“ segir Ása. Qurbani breyti sögunni með því að beina sjónum að innflytjendum frá Afríku í Þýskalandi og blandi auk þess saman ólíkum stílum kvikmynda- greina og vísi í þær. Ása segir að myndin hafi verið í keppni á Berlinale, alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Berlín, og sé þrjár klukkustundir að lengd. „Fólk má ekki fá kvíðakast yfir því, það er ekkert vandamál,“ segir hún kímin um tímalengdina og að fólk muni ekki finna fyrir henni. Sagan sé það marglaga og áhugaverð. „Þetta er kvikmyndaupplifun sem þú gleymir ekki í bráð,“ bætir Ása við um myndina. Endurupplifun og samfélagsþjónusta Við snúum okkur að næstu mynd, Mein Ende. Dein Anfang. eða Minn endir, þitt upphaf sem snýst um „déjá vu“, þ.e. þegar okk- ur finnst við hafa upplifað eða séð eitthvað áður en finnst um leið að upplifunin sé ný, svo vitnað sé í svar á Vísindavefnum. Þetta er fyrsta kvikmynd leikstýrunnar Mariko Minoguchi og fjallar um ungt par sem lendir í örlagaríkum viðburði sem breytir lífi þess að ei- lífu. „Það sem vakti athygli mína var að hún er með mjög áhugavert val á ungum upprennandi leikurum sem hafa áður komið fyrir í gæða- kvikmyndum frá Þýskalandi, list- rænum gæðamyndum,“ segir Ása um myndina. Sagan sé dramatísk og erfitt að segja frá án þess að spilla fyrir. Því verður það ekki gert í þessu viðtali. Þriðja kvikmyndin er Futur Drei sem bönnuð er áhorfendum undir 18 ára aldri. Ása segir að þar sé fylgt aldurstakmörkum í öðrum löndum sem hafa sýnt myndina. Í myndinni segir af Parvis, ungum samkynhneigðum manni af írönsk- um uppruna sem búsettur er í Þýskalandi. Hann fremur minni háttar afbrot og er dæmdur til að sinna samfélagsþjónustu í flótta- mannabúðum þar sem hann verður ástfanginn af Amon nokkrum. Myndin var frumsýnd á Berlinale í fyrra og hlaut þar Teddy- verðlaunin sem besta LGBTQ- myndin. Ása segir myndina sýna fé- lagslegan raunveruleika og auðvelt að lifa sig inn í söguna sem sé bæði rómantísk, dramatísk og kynþokka- full. Krimmi og fjölskylda á flótta Fjórða myndin á dagskrá er krimmi og nefnist Freies Land, eða Frjálst land. „Að taka inn góða glæpamynd er bara frábært,“ segir Ása. Þegar sagan hefst er Berlínar- múrinn nýfallinn og segir Ása að myndin sé tilgerðarlaus og mjög spennandi. Í myndinni rannsaka tveir lögreglumenn hvarf systra í afskekktum bæ þar sem allir virð- ast hafa eitthvað að fela. Fimmta kvikmyndin á dagskrá er byggð á bók Judith Kerr, Þegar Hitler stal bleiku kanínunni eða Als Hitler das rosa Kaninchen stahl á frummálinu. Leikstjóri myndar- innar er Caroline Link sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna fyrir kvik- mynd sína Beyond Silence. Gyð- ingafjölskylda flýr Berlín þegar nasistar eru í þann mund að kom- ast til valda og hefur m.a. viðkomu í Zürich, París og London. Ása segir þetta fjölskyldumynd sagða frá sjónarhorni ungrar stúlku sem þurfi að flýja heimalandið. Bleika kanínan sé tákn fyrir öryggi og sakleysi barnæskunnar og myndin einkar áhrifamikil. Stjörnur leika tvíbura Síðust en ekki síst er svo kvik- myndin Schwesterlein eða Litla systir en handritshöfundar hennar og leikstjórar eru tvær konur, Stéphanie Chuat og Véronique Reymond, og þekktir og margverð- launaðir leikarar í aðalhlutverkum, þau Nina Hoss og Lars Eidinger. Hoss leikur Lisu sem líður afar illa yfir því að tvíburabróðir hennar Sven, þekktur sviðsleikari, verður sífellt veikari af krabbameini sem virðist vera ólæknandi. Lisa ákveður að reyna að koma honum aftur í sviðsljósið með því að skrifa sviðslistaverk fyrir hann. Myndinni er lýst sem átakanlegri og drama- tískri á vef Bíós Paradísar og að hún láti engan ósnortinn. „Þetta er með fallegri drama- tískum kvikmyndum sem ég hef séð síðustu árin,“ segir Ása um Litlu systur og að gaman sé að sjá hversu vel þau Hoss og Eidinger nái saman. Á vef Bíós Paradísar má finna frekari upplýsingar um myndirnar, sýningartíma og miðasölu og þar má einnig finna hlekk á leiguna Heimabíó Paradís. Viðtalið við Ásu má finna í fullri lengd í kvikmynda- hlaðvarpinu BÍÓ á mbl.is. Opnunarmynd Úr Berlin Alexanderplatz sem byggð er á hinni rómuðu skáldsögu Alfreds Döblin frá árinu 1929. Fáar, fjölbreyttar og frábærar  Sex kvikmyndir eru á dagskrá Þýskra kvikmyndadaga sem hefjast með stórmyndinni Berlin Alexanderplatz  „Kvikmyndaupplifun sem þú gleymir ekki í bráð,“ segir dagskrárstjóri um hana Ása Baldursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.