Morgunblaðið - 19.03.2021, Side 32
32 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021
60 ára Jónína býr í
Syðra-Vallholti 2 í Vall-
hólma í Skagafirði og
ólst þar upp. Hún er
iðjuþjálfi að mennt frá
Háskólanum á Akureyri
og er forstöðumaður
Iðju sem er dagþjón-
usta fyrir fatlað fólk í Sveitarfélaginu
Skagafirði. Jónína er formaður Kven-
félags Seyluhrepps.
Maki: Trausti Hólmar Gunnarsson, f.
1963, rafvirkjameistari hjá Tengli ehf.
Börn: Gunnar, f. 1987, Stefanía Sif, f.
1991, og Eyþór Andri, f. 1995.
Foreldrar: Stefanía Þórunn Sæmunds-
dóttir, f. 1937, d. 1998, og Gunnar Gunn-
arsson, kjörfaðir, f. 1926, d. 2000,
bændur í Syðra-Vallholti.
Jónína Guðrún
Gunnarsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Það er ekkert að því að aðstoða
samstarfsfólk sitt. Tilgangurinn helgar með-
alið, en ekki er víst að allir séu þér sammála.
20. apríl - 20. maí +
Naut Forðastu illdeilur við náungann. Vel
unnið verk talar sínu máli og þú munt upp-
skera laun erfiðis þíns. Alheimurinn virðist
svo sannarlega vera þér hliðhollur.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Fólk tekur óvenjuvel eftir þér í dag
og þú munt sennilega eiga mikilvægar sam-
ræður við foreldra þína. Ef þú býrð yfir til-
finningagáfum ertu mjög heppinn.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þótt þú sinnir nú mikilvægu ábyrgð-
arstarfi er óþarfi að taka sjálfan sig of hátíð-
lega. Berðu sömu virðingu fyrir öðrum og þú
vilt að þeir beri fyrir þér.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú nýtur þeirra augnablika sem þú get-
ur átt í einrúmi með sjálfum þér til fullnustu
um þessar mundir. Gamlir vinir láta á sér
kræla og koma þér á óvart.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Tengingin milli líkama, hugar og anda
er margbrotin. Skrifaðu bestu hugmyndirnar
þínar niður og farðu eftir þeim.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þótt hlutirnir freisti skaltu skoða vand-
lega hvort þú hafir einhverja þörf fyrir þá.
Gerðu það sem til þarf til að hressa þig við
andlega sem líkamlega.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Ef þú hefur tíma aflögu skaltu
nota hann til að létta undir með öðrum á
einhvern hátt. Leggðu grunninn nú að breyt-
ingum á umhverfi þínu.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Fylgdu þínum innri manni í dag
til að koma betra skipulagi á líf þitt. og gerðu
nauðsynlegar breytingar. Ef það gengur ekki
eftir, verða þær þér í það minnsta til góðs.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Nú er rétti tíminn til að hringja í
gamla vini eða skrifa þeim bréf. Nú er heppi-
legt að ljúka samningaviðræðum. Gættu
þess þó að segja ekkert sem þú munt sjá
eftir síðar.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Ástandið í vinnunni er gott.
Hversu auðvelt er að hrista upp í sjálfs-
trausti fólks og gera það brjóstgott.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Mundu að virða skoðanir annarra
þótt þær komi ekki alveg heim og saman við
það sem þér finnst. Stundum er gott að vita
hvað viðtökur maður fær.
sem annars hefðu ekki orðið til, mér
þykir vænt um það samferðafólk
sem ég hef kynnst þar og er þakk-
látur fyrir það.
Kjartan er einn af þekktari veiði-
mönnum landsins. „Ég er víst þjak-
aður af óstjórnlegri veiðidellu að
sögn þeirra sem þekkja mig best. Ég
störf. „Ég hef samt verið heppinn að
hafa fengið að taka þátt í íþrótta-
iðkun dætra minna hjá Fylki og þá á
þann hátt að aðstoða við starf og
skipulag þeirra deilda sem þær voru
í, þ.e. handboltann og fimleikana.
Það hefur gefið margar góðar stund-
ir og þar hafa vináttubönd skapast
K
jartan Ingi Lorange er
fæddur 19. mars 1971 í
Árbænum í Reykjavík
og eyddi þar fyrstu sjö
árum ævinnar. „Eftir
það var flakkað um þar til fjöl-
skyldan flutti á Laugarásveg í
Reykjavík og var þar fram undir
1990. Þá tók við nokkurra ára búseta
í Þingholtunum þar til leiðin lá aftur
á upprunalegar slóðir, í Árbæinn.“
Kjartan gekk í Árbæjarskóla,
Hliðaskóla, Laugarnesskóla og
Laugalækjarskóla og síðan í
Menntaskólann við Sund. „Óþolin-
mæði og ævintýraþrá varð nú til
þess að stúdentspróf var aldrei klár-
að í þótt námið hafi staðið yfir í tvö
og hálft ár, hugurinn var eiginlega
aldrei inni í skólastofunni og svo
endaði þetta með því að í desember
1990 bauðst mér skipspláss á M/S
Hofsjökli sem ég þáði. Siglingar til
Bandaríkjanna urðu að lifibrauði til
1992 þegar ég hoppaði í land og fór
að vinna hjá Skífunni í Skeifunni, var
þar til loka 1993.“
Eftir það fór Kjartan að starfa hjá
Gatnamálastjóranum í Reykjavík
við hin ýmsu störf fram á haust 2000
þegar hann hóf störf í Verslun Hlað
á Bíldshöfða 12 við sölu og þjónustu
á skotveiðivörum. „Það er þar sem
grunnurinn að því starfi sem ég
gegni í dag er lagður, frábær tími og
mikill skóli sem það starf var,“ en
hann er framkvæmdastjóri Veiði-
hússins Sökku og tók við rekstri
félagsins 2008.
„Fyrirtækið er innflutnings- og
umboðsaðili fyrir skotveiðivörur
ásamt öðru sem fellur inn í þann
bransa. Þetta er frábært starf sem
kemur mér á óvart nánast daglega
og er sannarlega krefjandi, ég er
þakklátur fyrir tækifærið sem ég
fékk til að taka við rekstri félagsins
og minni mig á það reglulega að
þetta var heillaspor fyrir mig og
mína. Vöxtur og vegferð félagsins
endurspeglar gleðina sem fylgir því
að vinna við það sem maður hefur
ástríðu fyrir, það er erfitt að vera
annað en þakklátur fyrir þetta tæki-
færi.“
Kjartan segist aldrei verið sér-
staklega áhugasamur um félags-
reyndar sé ekki delluna við veiði-
áhugann og finnst þetta algjörlega
rökrétt að vera í tengslum við frum-
eðli sitt, ég bara kann ekki annað.
Veiðin hefur alið af sér ýmis hliðar-
spor eins og þjálfun veiðihunda og
þátttöku í veiðiprófum með hundana
mína, en það er skemmtilegt sport
Kjartan Ingi Lorange, veiðimaður og framkvæmdastjóri – 50 ára
Á Spáni Kjartan ásamt fjölskyldu sinni og vinafólki á Albir árið 2018.
Sér enga dellu við veiðiáhugann
Á rjúpnaveiðum Kjartan staddur á Holtavörðuheiði ásamt Lottu.
Afmælisbarnið Kjartan heima í
Vorsabæ í Árbænum.
40 ára Garðar ólst
upp á Sauðárkróki, en
býr á Seltjarnarnesi.
Hann er með ML-
gráðu í lögfræði frá
Haskólanum í Reykja-
vík og LL.M.-gráðu frá
Stokkhólmsháskóla.
Garðar er lögmaður hjá LEX lögmanns-
stofu.
Maki: Marie-Odile Désy, f. 1984 í Québec í
Kanada, lögfræðingur frá Stokkhólmshá-
skóla og MBA-nemi við HR.
Dóttir: Charlotte Amalía, f. 2020.
Foreldrar: Gunnar Steingrímsson, f. 1948,
fv. hafnarstjóri á Sauðárkróki, og Ingibjörg
Sigtryggsdóttir, f. 1955, fv. sjúkraliði á
Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðár-
króki. Þau eru búsett á Sauðárkróki.
Garðar Víðir
Gunnarsson
Til hamingju með daginn
Seltjarnarnes Charlotte Amalía fæddist
5. maí 2020 kl. 6.09. Hún vó 3.270 g og var
48,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Garðar
Víðir Gunnarsson og Marie-Odile Désy.
Nýr borgari
Laugavegi 178,105 Rvk. | www.misty.is