Morgunblaðið - 19.03.2021, Side 2

Morgunblaðið - 19.03.2021, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021 Ten Points Maria 27.990 kr. Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Búið er að fara yfir valmöguleika yfir húsnæði sem hægt er að færa starf Fossvogsskóla í og ágætis mynd komin á þá stöðu að sögn Skúla Helgasonar, formanns skóla og frístundaráðs Reykjavíkur- borgar og borgarfulltrúa Samfylk- ingarinnar. Hann gerir ráð fyrir að geta kynnt niðurstöðu á nýrri stað- setningu í dag og litið sé til þess að nýta skólahúsnæði í eigu borg- arinnar. Kennsla í skólanum fór fram utandyra í gær og í dag verð- ur starfsdagur. Á fundi skólayfirvalda með for- eldrum á miðvikudagskvöld var lögð fram áskorun rúmlega 250 for- eldra í skólanum sem kröfðust að- gerða þegar í stað vegna myglu sem greinst hafði í skólanum fyrir nokkrum árum. Skólastjórinn, Ingi- björg Ýr Pálmadóttir, sagði eftir fundinn að kennsla hæfist á nýjum stað á mánudaginn. Brugðist við kröfu foreldra um aðgerðir vegna myglu í Fossvogsskóla og nú er leitað að öðru skólahúsnæði Útikennsla við Foss- vogsskóla Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ragnhildur Þrastardóttir Þór Steinarsson Rúmlega 100 einstaklingar, þar af ríflega 50 starfsmenn Landspítal- ans, þurfa að fara í skimun og sóttkví eftir að eitt smit greindist utan sóttkvíar hér á landi á mið- vikudaginn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því á upplýsingafundi Almannavarna í gær að ekki hefði tekist að rekja smitið. Hann sagði ástæðu til þess að hafa áhyggjur af smitinu og að það væri vísbending um að kór- ónuveiran væri ekki horfin alveg úr samfélaginu. Þórólfur sagðist þó telja að sú smithrina sem kom upp fyrir tveimur vikum væri nokkurn veginn yfirstaðin. Niðurstaða rað- greiningar lá ekki fyrir þegar blað- ið fór í prentun og því ekki ljóst hvort að um svokallað breskt af- brigði var að ræða. Flestir sem greinast smitaðir á landamærum hafa reynst vera með það afbrigði. Konan sem greindist smituð á miðvikudaginn er starfsmaður ION Hótel á Nesjavöllum. Hún hafði ekki mætt til vinnu frá því í byrjun mánaðar og því ekki verið í sam- skiptum við hótelgesti frá 7. mars sl. Hún var viðstödd starfsmanna- teiti sem fór fram á hótelinu sl. sunnudag. Hátt í fjörutíu starfs- menn hótelsins og veitingastað- anna Súmac og Silfru, sem eru í eigu sama fyrirtækis, voru þar og þurftu að fara í sóttkví. Í gær hafði enginn þeirra fundið fyrir einkenn- um. Sótt námskeið hjá Mími Í vikunni fékk konan svo væg einkenni og fór að eigin frumkvæði í sýnatöku áður en hún átti að mæta til vinnu í dag, föstudag. Þar kom í ljós að hún var með Covid-19. Hún taldi sig ekki hafa hugmynd um hvernig hún smitaðist. Í millitíðinni hafði konan sótt námskeið í skólanum Mími sí- menntun og þurftu því sautján samnemendur og einn kennari skólans að fara í sóttkví. Ríflega 50 starfsmenn Landspít- alans, sem tilheyra 28 starfseining- um innan spítalans, höfðu sótt reglubundna fræðslu í tengslum við starfsþjálfun í húsakynnum Mímis við Öldugötu á sama tíma og þurftu þeir því líka að fara í sóttkví. Þeir starfsmenn sem eru full- bólusettir eða hafa fengið Covid-19 voru sendir í skimun og mótefna- mælingu og svo í úrvinnslusóttkví þangað til neikvæðar niðurstöður hafa borist úr báðum prófum. Hálfbólusettir eða óbólusettir starfsmenn voru sendir í sóttkví og boðaðir í skimun hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag, föstu- daginn 19. mars. Þeir verða boðaðir í seinni sýnatöku þegar sjö dagar eru liðnir frá útsetningu fyrir smiti. Á annað hundrað í skimun og sóttkví Morgunblaðið/Eggert Skimun Sýnatökur heilsugæslunnar fara fram við Suðurlandsbraut 34. - Sú smitaða var viðstödd starfsmannateiti á sunnudaginn - Fann fyrir vægum einkennum í vikunni - Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af smitinu - Bendir til þess að veiran sé ekki horfin úr samfélaginu Sóttkví og skimun » Milli 30 og 40 starfsmenn ION Hótel á Nesjavöllum og á veitingastöðunum Súmac og Silfra » Ríflega 50 starfsmenn Landspítalans » Sautján nemendur og einn kennari hjá Mími símenntun „Vonandi er þetta innlegg forstjór- ans liður í því að í framtíðinni geti verið tekin þjóðhagslega mikilvæg skref í það að samnýta sums staðar dýrar fjárfestingar í stóru og fá- mennu landi,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans. Tilefni þessara ummæla eru við- brögð Páls Gunnars Pálssonar, for- stjóra Samkeppniseftirlitsins, sem sagði Orra hafa farið með rangt mál í viðtali sem birtist við hann í sérblaði sem kom út með Morgunblaðinu í gær í tilefni Iðnþings 2021. Páll sagði það þá hafa verið skýrt að viðræður fjarskiptafyrirtækja um mögulegt samstarf við samnýtingu og uppbyggingu fjarskiptainnviða hafi ekki verið bundnar við afleiðing- ar óveðurs eða landsvæði utan suð- vesturhornsins, „eins og Orri lætur í veðri vaka.“ Auk þess sagði Páll að Samkeppniseftirlitið hefði ekki gert athugasemdir við viðræður um af- markaðra samstarf fjarskiptafyrir- tækjanna. „Mér finnst það jákvæða sem fram kemur í máli forstjóra Samkeppnis- eftirlitsins vera að það má lesa það þannig að það sé óumdeilt mikilvægi þess að menn geti í afmörkuðum til- fellum náð saman um dýra innviði í stóru landi,“ sagði Orri og bætti við: „Hins vegar breytir það ekki hinu að það voru mjög eindregin varnað- arorð frá Samkeppniseftirlitinu um að ef aðilar máls færu óvart út fyrir afar þröngan ramma í viðræðum gæti það leitt til refsinga þannig að þetta verkefni hefur varla komist neitt af stað þótt reynt hafi verið.“ gunnhildursif@mbl.is Mikilvægt að hægt sé að ná saman um dýra innviði - Vonast til að þetta sé liður í að samnýta dýrar fjárfestingar Orri Hauksson Páll Gunnar Pálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.