Morgunblaðið - 19.03.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.03.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Embætti ríkislögmanns hefur gert samkomulag við fjóra fyrrverandi starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um greiðslu bóta vegna starfsloka þeirra hjá Hafrannsóknastofnun. Starfsmennirnir voru í hópi þeirra sem sagt var upp störfum hjá Haf- rannsóknastofnun í nóvember árið 2019. Fá starfsmennirnir fyrrver- andi alls 11.985.407 krónur í bætur vegna starfsloka hjá stofnuninni auk lögmannsþóknunar að fjárhæð 3.848.375 kr. eða samtals 15.833.782 kr. að því er fram kemur í svari ríkislögmanns við fyrirspurn Morgunblaðsins. Samkomulagið er gert í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í desember síðastliðnum þar sem ís- lenska ríkið var dæmt til að greiða fyrrverandi fiskifræðingi hjá Haf- rannsóknastofnun 3,5 milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar hjá stofnun- inni í nóvember 2019 og 1,8 milljónir króna í málskostnað. Í dómi héraðsdóms var uppsögn hans sögð vera haldin verulegum annmarka og hafi valdið starfs- manninum ekki einvörðungu skaða- bótaskyldu tjóni heldur jafnframt vegið að æru hans og persónu. Alls var tíu öðrum starfsmönnum sagt upp störfum hjá Hafrannsókna- stofnun á sama degi í nóvember 2019 og fjórir til viðbótar létu af störfum hjá stofnuninni. Fram kom í dómi héraðsdóms að við uppsagnirnar hafi eitt verið látið ganga yfir alla starfsmennina þannig að formið á öllum uppsögnunum hefði verið eins. 12 milljónir í bætur vegna uppsagna - Ríkislögmaður sem- ur við fjóra fyrrver- andi starfsmenn Hafró Morgunblaðið/Eggert Hafró Margir starfsmenn voru ósáttir við sín starfslok. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir frekari gögnum frá Orku nátt- úrunnar (ON) vegna hleðslustöðva sem fyrirtækið hefur víða um land. Tilefnið er að eftirlitinu barst í júlí síðastliðnum kvörtun frá Ísorku, sem selur hleðslustöðvar, vegna meintra samkeppnisbrota ON. Eftirlitið óskaði eftir athugasemd- um frá ON í ágúst sl. og ákvað svo að fengnum gögnum frá aðilum að hefja rannsókn á meintri háttsemi ON varðandi hleðslur og hleðslustöðvar. Fyrirspurnin til ON er í sjö liðum en þar er forsagan rifjuð upp og at- riði nefnd sem óskað er skýringa á. Útboð borgarinnar rannsakað Það síðastnefnda varðar útboð umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar á uppsetningu og rekstri hleðslustöðva fyrir rafbíla í Reykjavík. Varð Orka náttúrunnar hlutskörpust í útboðinu. „Tilboð ON vegna þriggja hluta útboðsins hljóðaði upp á neikvæðar tilboðsfjárhæðir eða með öðrum orð- um meðgreiðslur á bilinu 11.000 til 51.000 kr. á meðan kostnaðaráætlun útboðsaðila hljóðaði upp á 3,45 til 3,75 m.kr. fyrirhugaðan kostnað. Kvartandi, Ísorka, upplýsti eftirlitið m.a. um að félagið hefði lagt fram kæru til kærunefndar útboðsmála vegna niðurstöðunnar, en með ákvörðun 22. október sl. hefði kröfu Ísorku um stöðvun útboðsins verið hafnað. Samkeppniseftirlitið óskar eftir nánari upplýsingum og skýr- ingum á tilboði ON vegna útboðsins, svo sem sjónarmiðum og útreikn- ingum vegna tilboðsins þar sem sjá má hvernig ON hyggst endurheimta kostnað vegna þessa búnaðar og þeirrar starfsemi sem útboðið sner- ist um,“ segir þar m.a. Þá er óskað eftir sjónarmiðum ON fyrir kæru- nefnd útboðsmála. Samkeppniseftirlitið spyr um niðurgreiðslur ON - Tilboð í útboði borgarinnar hafi falið í sér „meðgreiðslur“ Morgunblaðið/Baldur Við Hlíðaskóla ON hefur sett upp hleðslustöðvar víða um borgina. Guðni Einarsson Skúli Halldórsson Vegagerðin lokaði í gær Suður- strandarvegi vegna sigs í veginum. Lokunin er við Festarfjall, frá Hrauni að Krýsuvíkurafleggjara, og tók gildi klukkan 18.00 í gær. Aftur átti að meta stöðuna klukkan 8.00 í morgun. Dregið hefur úr kvikuflæði Vísindaráð Almannavarna hittist á fjarfundi í gær og ræddi atburða- rásina á Reykjanesskaga. Helstu nið- urstöður fundarins voru að jarð- skjálftavirkni þar hafi verið með minna móti undanfarna tvo sólar- hringa. Það var orðið lengsta tímabil sem ekki höfðu mælst skjálftar yfir 4 að stærð frá því að hrinan hófst 24. febrúar. Um 1.400 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga í fyrradag, 17. mars. Þrír voru yfir 3 að stærð. Skjálfta- virknin var áfram að mestu tengd þeim hluta kvikugangsins sem liggur næst Fagradalsfjalli. GPS-mælingar benda til þess að kvika flæði áfram inn í ganginn, en að dregið hafi úr flæðinu. Von er á nýj- um gervihnattarmyndum í dag og munu þær gefa upplýsingar um þró- un kvikuflæðis á umbrotasvæðinu. Rætt var um yfirborðssprungur sem myndast hafa í hrinunni og verið kortlagðar. Sú vinna mun halda áfram næstu daga ef veður leyfir. Notaður er dróni við kortlagninguna og hún nýtist til að leggja mat á um- fang umbrotanna. Einnig var farið yfir nýjustu gasmælingar á svæðinu. Þær sýndu engar breytingar. Ólíklegt að þarna verði eldgos Halldór Geirsson, jarðeðlisfræð- ingur og dósent við Jarðvísindastofn- un Háskóla Íslands, sagði engar vís- bendingar um að atburðarásinni á Reykjanesskaga sé lokið. „Við þekkjum það úr Kröflueldum að þeir stóðu yfir í langan tíma og að dregið gat úr virkninni áður en hún fór síðan af stað aftur,“ sagði Halldór. Hann taldi eðlilegt að það hægi á þenslu jarðskorpunnar eftir því sem atburðarásinni vindi fram. „Það verð- ur erfiðara fyrir kvikuna að komast upp þar sem mótþrýstingur eykst með tímanum. Þá dregur einnig úr rennslinu.“ Sigmundur Einarsson jarðfræð- ingur telur ekki miklar líkur á að það verði eldgos við Fagradalsfjall. „Ég á satt að segja ekki von á neinni kviku upp á yfirborðið á þessu svæði. Eld- virkni þarna hefur verið mjög lítil, mjög lengi. Það er ekkert sérstaklega líklegt að þarna verði gos,“ sagði Sig- mundur. Hann vann að kortlagningu jarðfræði Reykjanesskagans á 8. ára- tug síðustu aldar og má því kallast sérfróður um eldvirkni á skaganum. „Ég myndi frekar ímynda mér að þessi skjálftahrina fjari bara út. Síð- an gæti komið goshrina hvenær sem er, og kannski frekar austur í Brenni- steinsfjöllum. Svo gætum við séð skjálftahrinur á svæðinu frá Krýsu- vík og austur undir Hellisheiði og að Hveragerði,“ sagði Sigmundur. „Það er sem sagt svæði sem hefur ekki hreyfst – eftir að Suðurlandsskjálft- arnir hófust árið 2000, þá er enn þá dauður blettur þarna. Stór skjálfti á því svæði myndi hrista okkur sæmi- lega hér í Reykjavík.“ Viðtal við Sig- mund er á mbl.is. Heldur hefur dregið úr kvikuflæði - Suðurstrandarvegur var lokaður í nótt - Jarðskjálftavirkni minnkar - Atburðarásinni ekki lokið - Jarðfræðingur telur litlar líkur á eldgosi við Fagradalsfjall - Líkur á goshrinum og skjálftahrinum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Suðurstrandarvegur lokaður Sprungur hafa myndast og vegurinn sigið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.