Morgunblaðið - 19.03.2021, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Umræður umóþarflegaflókið
regluverk voru
áberandi á Iðn-
þingi sem haldið
var á dögunum og
sömuleiðis í blaði sem Morgun-
blaðið gaf út í gær í tengslum
við þingið. Í blaðinu er til að
mynda rætt við Orra Hauks-
son, forstjóra Símans, sem seg-
ir ýmislegt hafa verið vel gert
að undanförnu en jafnframt að
af nógu sé að taka þegar komi
að óþarfa flækjum og flösku-
hálsum.
Orri tekur dæmi af óveðrinu
sem skall á hér á landi fyrir
rúmu ári „með þeim afleið-
ingum að rafmagns- og fjar-
skiptakerfið skemmdist. Strax
kviknaði sú hugmynd að leyfa
fyrirtækjum í samkeppnis-
rekstri að taka höndum saman
um að laga þá innviði sem
þurftu endurbætur á svæðum
þar sem markaðurinn fyrir
þjónustu þeirra er með
minnsta móti. Í landi með að-
eins 370.000 íbúa væri stundum
best að skapa grunninnviði
utan suðvesturhornsins með
öðrum leiðum en hefðbundnum
samkeppnismarkaði.“ Hann
sagði fyrstu viðbrögð hafa ver-
ið mjög jákvæð og fulltrúar
stjórnvalda og fyrirtækja hafi
verið samstíga. En þá „birtist
upp úr þurru bréf frá Sam-
keppniseftirlitinu, sem hafði
tekið þátt í öllu ferlinu, þar sem
varað var við því að samstarf á
milli samkeppnisaðila gæti leitt
til refsingar fyrir þá sem tækju
þátt. Við það var verkefnið far-
ið út í veður og vind.“
Orri segir eðlilegt að skoða
hvort umgjörð samkeppnis-
mála hér á landi sé úr hófi
„dogmatísk“. Er-
lendis sýni dæmin
að veittar séu und-
anþágur þegar
mikið liggi við og
bendir hann á svig-
rúm sem gefið hafi
verið til þróunar og framleiðslu
bóluefnis við kórónuveirunni.
Þá bendir hann á að í Sviss hitt-
ist markaðsaðilar í fjarskiptum
reglulega og leiti skyn-
samlegra lausna til að leysa
fjarskiptamál á svæðum þar
sem ekki væri hagkvæmt að
veita þjónustuna nema með
samstarfi. „Við þurfum ekki að
vera kaþólskari en páfinn þeg-
ar kemur að mögulegri sam-
vinnu keppinauta um til dæmis
byggingu vissra innviða,“ segir
Orri.
Samkeppniseftirlitið flækist
oft fyrir af ástæðum sem ekki
er gott að skilja og þær flækjur
eru fjarri því að vera til þess
fallnar að auka samkeppni eða
bæta hag neytenda. Og Sam-
keppniseftirlitið er ekki heldur
eina stofnunin sem getur valdið
erfiðleikum í atvinnulífinu eða
aukið kostnað þar að óþörfu. Í
Morgunblaðinu í gær voru
nefnd ýmis önnur dæmi, ekki
síst úr byggingageiranum, þar
sem lýsingar byggingaverk-
taka og verkfræðistofa benda
til þess að hægt sé að einfalda
regluverk og framkvæmd þess
og spara þannig töluverðan
kostnað án þess að það komi
niður á gæðum. En til þess þarf
áhuga, vilja og getu kjörinna
fulltrúa. Reynslan er því miður
sú að þeir hlusti frekar á opin-
berar eftirlitsstofnanir, sem
vilja verja stöðu sína, en á full-
trúa atvinnulífs og almennings
sem þurfa að glíma við reglu-
verkið.
Íslendingar hljóta að
geta búið við ein-
faldara regluverk en
nú er boðið upp á}
Flækjur og flöskuhálsar
Enn eina ferð-ina hefur
fengist sú nið-
urstaða af rann-
sókn á bóluefni Ox-
ford/AstraZeneca
við kórónuveirunni að það sé
öruggt og virki vel. Yfirmaður
Lyfjastofnunar Evrópu
greindi frá þessu í gær og jafn-
framt því að bóluefnið tengdist
ekki aukinni hættu á blóðtöpp-
um.
Forsætisráðherra Ítalíu,
sem er eitt þeirra landa sem af
lítt skýrðum ástæðum hætti
notkun bóluefnisins, tilkynnti í
gær að bólusetning með því
hæfist á ný í dag. Önnur ríki
munu væntanlega fylgja í kjöl-
farið.
Forsætisráðherra Breta
náði ágætlega utan um málið
þegar hann benti á það í gær,
um leið og hann
hvatti landa sína til
að láta bólusetja
sig, að það sem
væri ekki hættu-
laust væri að fá
kórónuveiruna. Til að undir-
strika ágæti bóluefnisins ætlar
hann að láta bólusetja sig í
dag.
Umræðan um Oxford/
AstraZeneca-bóluefnið að und-
anförnu og það upphlaup sem
varð að ástæðulausu í nokkrum
ríkjum, þar með talið hér á
landi, hefur því miður aukið
líkurnar á því að fólk þori ekki
að þiggja þetta bóluefni og
jafnvel ekki heldur önnur bólu-
efni. Þeir sem grafið hafa und-
an bólusetningunni skulda nú
skýringar, en fyrst og fremst
þurfa þeir að gera það sem þeir
geta til að bæta fyrir skaðann.
Niðurstaðan um
bóluefnið varð eins
og við mátti búast}
Nú þarf að bæta skaðann
M
atvælaframleiðsla þjóðarinnar
er ein af grunnstoðum þess
að við byggjum sjálfbært og
sjálfstætt samfélag til fram-
tíðar. Víða liggja vannýtt
tækifæri í landbúnaði á Íslandi en forgangs-
röðun stjórnvalda þarf að breyta. Þar sem
sóknarfærin eru víða þarf að huga að allri
virðiskeðju matvælaframleiðslunnar, allt frá
frumframleiðslu bænda að úrvinnslu matvæla
á öllum stigum. Skapa þarf jákvætt starfsum-
hverfi frumkvöðla sem leita leiða til að full-
nýta afurðir og búa til verðmæti úr áður
ónýttum afurðum. Ódýr hrein orka, hreint
vatn og loft leika lykilhlutverk í framtíð-
armatvælaframleiðslu á Íslandi.
Mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu
hefur verið flestum ljóst og enn frekar eftir að
kórónuveirufaraldurinn skall á þjóðinni. Mið-
flokkurinn lagði fram þingsályktun í október sl. sem
kvað á um að fela forsætisráðherra að hrinda í fram-
kvæmd 24 aðgerðum um stóreflingu innlendrar mat-
vælaframleiðslu og öruggt og fyrirsjáanlegt rekstrar-
umhverfi landbúnaðar í samstarfi við bændur.
Meðal markmiða tillögunnar er að stórefla innlenda
matvælaframleiðslu, tryggja matvæla- og fæðuöryggi,
veita neytendum umhverfisvæna, holla og næringarríka
fæðu, treysta afkomu bænda, auka sjálfbærni og um-
hverfisvernd, varðveita þekkingu, efla rannsóknir og
menntun í landbúnaði, auka skilning á mikilvægi land-
búnaðarframleiðslu og vernda landgæði. Ís-
lendingar vilja öfluga og innlenda mat-
vælaframleiðslu sem þeir þekkja og geta
treyst. Eftirspurn eftir matvælum úr nær-
umhverfinu hefur sjaldan verið meiri og
eykst með aukinni vitneskju neytandans um
kosti innlendrar framleiðslu.
Hefðbundnar greinar í landbúnaði hafa
verið og eru í vörn. Staða innlendra framleið-
enda gagnvart innfluttri vöru er erfið og snýr
t.d. að tollamálum og samkeppnismálum, en
líkt og aðrir innlendir framleiðendur á land-
búnaðurinn mikið undir samstarfi og vilja
verslunarinnar. Þetta á við um allar stærstu
greinar landbúnaðarins: sauðfjárrækt, mjólk-
urframleiðslu, nauta- og svínakjötsfram-
leiðslu og garðyrkju. Þrátt fyrir áskoranir
eru sóknarfærin til staðar ef landbúnaðinum
eru sköpuð skilyrði til að starfa og þróast. Til
að nýsköpun og þróun fái þrifist innan greinarinnar þarf
stöðugleika og framtíðarsýn. Eigi landbúnaðurinn að
vera í stakk búinn til að laga sig að breytingum í tímans
rás og geta nýtt tækifæri sem víða liggja er nauðsynlegt
að stórefla rannsóknir, nýsköpun og frumkvöðlastarf.
Þetta markmið er enn brýnna nú en fyrr þar sem hætta
er á að frjósöm landbúnaðarsvæði í öðrum heimshlutum
spillist að hluta vegna hlýnunar og aukins vatnsskorts.
Anna
Kolbrún
Árnadóttir
Pistill
Íslensk matvælaframleiðsla í fremstu röð
Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
annakolbrun@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
U
msóknir halda áfram að
streyma inn til Skatts-
ins um styrki og endur-
greiðslur vegna afleið-
inga faraldurs kórónuveirunnar.
Opnað var fyrir móttöku umsókna
um viðspyrnustyrki í byrjun mars-
mánaðar og 10. mars höfðu borist
559 umsóknir, ein umsókn fyrir
hvern mánuð, og er búið að greiða
154 skv. upplýsingum Skattsins. Á
sama tíma hafði borist 1.751 um-
sókn um lokunarstyrki frá því að
afgreiðsla þeirra hófst og er búið
að greiða út 1.604 þeirra.
9.000 vildu endurgreiðslu
Þá hafa Skattinum borist 1.548
umsóknir um stuðning vegna hluta
launakostnaðar fyrir hvern mánuð
á uppsagnarfresti starfsfólks og
hafa þær allar verið afgreiddar.
Þann tíunda þessa mánaðar höfðu
borist 1.810 umsóknir um tekju-
fallsstyrki og búið var að afgreiða
1.654.
Frá áramótum til 26. febrúar
bárust Skattinum einnig tæplega
níu þúsund beiðnir um endur-
greiðslu á virðisaukaskatti vegna
vinnu við endurbætur, viðhald og
viðgerðir. Frá því endurgreiðslu-
hlutfallið var hækkað í 100% og
heimildin víkkuð út í mars í fyrra
vegna faraldursins voru af-
greiddar rúmlega 40 þúsund um-
sóknir vegna tímabilsins frá mars
til seinustu áramóta en yfir allt
síðasta ár bárust Skattinum um 45
þúsund endurgreiðslubeiðnir
vegna virðisaukaskatts. Samtals
voru endurgreiddir 12,2 milljarðar
vegna virðisaukaskatts af vinnu
sem unnin var frá mars til loka
desember.
Almennt gengið vel
þrátt fyrir einhverjar
tafir á afgreiðslu
Skattinum var falið að hafa um-
sjón með og afgreiða umsóknir
vegna fjölda stuðningsaðgerða
sem stjórnvöld hrundu af stað til
að milda efnahagsleg áhrif farald-
ursins. Spurð um álagið á emb-
ættið segir Kristín Gunnarsdóttir,
sérfræðingur á skrifstofu ríkis-
skattstjóra, að vissulega hafi verið
mikið álag á mörgum einingum
innan Skattsins vegna þeirra fjöl-
mörgu úrræða sem Skattinum var
falið að framkvæma. „Afgreiðsla á
umsóknum af ýmsu tagi hefur í
það heila gengið vel. Einhver bið
hefur getað verið á afgreiðslu á
umsóknum um endurgreiðslur á
virðisaukaskatti en að jafnaði hef-
ur hún þó gengið vel. Sama er að
segja um bæði stuðning vegna
greiðslu hluta launakostnaðar á
uppsagnarfresti og ýmsa styrki.
Þegar umsóknarkerfin hafa verið
komin í fulla virkni hefur af-
greiðsla gengið vel,“ segir hún í
skriflegu svari til blaðsins.
Kristín segir starfsmenn hafa
lagst á eitt við að sinna bæði þess-
um sérstöku tímabundnu verk-
efnum sem og öðrum lögbundnum
verkefnum embættisins. Starfs-
mönnum var fjölgað um tvo á
Siglufirði þar sem höfð er yfirum-
sjón með endurgreiðslum á virðis-
auksaskatti. Eins hafa tollgæslu-
menn tekið þátt í afgreiðslu
þessara umsókna. Þá hafa starfs-
menn verið færðir til á milli verk-
efna og yfirtíð verið aukin en ekki
hefur verið ráðið sérstaklega í úr-
ræðaverkefni að sögn hennar.
Fara yfir og sannreyna
Umsóknirnar eru rafrænar og
þarf að gera alls konar samanburð
við fyrirliggjandi gögn hjá Skatt-
inum í því skyni að sannreyna
hvort skilyrði séu uppfyllt og und-
irbyggja réttan útreikning styrkja
o.fl. Kristín segir að allt að einu
þurfi mannshöndin að fara yfir
margar umsóknanna, eða einstök
atriði í þeim. Alls konar álitaefni
hafa komið upp og einhver þeirra
ratað til yfirskattanefndar sem
hún segir að sé þó hlutfallslega
ekki mikið.
Skatturinn með tug-
þúsundir umsókna
Fjöldi
umsókna
Afgreitt með
greiðslu
Umsóknir um
lokunarstyrki
1.751 1.604
Umsóknir um stuðn-
ing vegna uppsagna
1.548 1.548
Umsóknir um
tekjufallsstyrki
1.810 1.654
Umsóknir um
viðspyrnustyrki
559 154
Fjöldi umsókna um styrki og endurgreiðslur
Hluti aðgerða stjórnvalda vegna kórónuveiru
Heimild:
Skatturinn
9.000 beiðnirum
endurgreiðslu á virðis-
aukaskatti bárust
1. jan. til 26. febrúar
45.000 beiðnir
bárust á
síðasta ári
og 12.000 á
árinu 2019
Ofangreindar tölur eru miðaðar við stöðuna 10.mars
Fjármálaráðuneytið hefur upp-
lýst um upphæðir að baki þeim
umsóknum um styrki sem hafa
verið afgreiddar. Á síðustu
mánuðum hafa tugir milljarða
verið greiddir í fjölbreyttan
stuðning. Á fjórða þúsund
rekstraraðilar og tugþúsundir
einstaklinga hafa nýtt sér
stuðninginn, segir í tilkynningu
ráðuneytisins frá í vikunni.
Frá áramótum hafa verið
greiddir um 9 milljarðar króna
í tekjufallsstyrki og í
viðspyrnustyrki hafa verið
greiddar 734 milljónir króna.
Viðspyrnustyrki geta allir
rekstraraðilar fengið sem
verða fyrir minnst 60% tekju-
falli vegna heimsfaraldursins,
frá nóvember 2020 til og með
maí 2021. Sótt er um styrkina
fyrir einn mánuð í senn á vef
Skattsins.
Samkvæmt upplýsingum
ráðuneytisins hafa 2,2 millj-
arðar króna verið greiddir í
lokunarstyrki og rúmir 6 millj-
arðar í endurgreiðslu á virð-
isaukaskatti vegna nýbygginga
eða endurbóta á húsnæði.
Einnig er boðið upp á endur-
greiðslu vegna bílaviðgerða.
Þar hafa ríflega 16 þúsund um-
sóknir borist og endurgreiðslur
nema 283 milljónum króna.
Níu milljarðar
frá áramótum
HÁAR FJÁRHÆÐIR