Morgunblaðið - 26.03.2021, Page 1

Morgunblaðið - 26.03.2021, Page 1
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eldgos Engin alvarleg slys urðu í gær. _ Lögreglan á Suðurnesjum lokaði svæðinu við gosstöðvarnar í Geld- ingadölum í gær vegna veðurs. Björgunarsveitarmaður sem mbl.is ræddi við í gærkvöldi sagði að hálka hefði verið á nýrri leið sem stikuð var að gosinu. Aðstæður verða endurmetnar í dag. »6 Vonskuveður við gosið í gærkvöldi %!#&"$ "1$*!%'.% -%# #&&1/!(0$)%,.+ ("$.)# ,.'#!& *"#&.-%/++". F Ö S T U D A G U R 2 6. M A R S 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 72. tölublað . 109. árgangur . STYRKUR NÝTIST Í VERK ÚR STEYPU MÆLT MEÐ PÁSKAEGGI Í FJALLGÖNGUR PÁSKAR 32 SÍÐURSJÓÐUR RICHARDS SERRA 36 Omeprazol Actavis 20mg14 og 28 stk. Magasýruþolin hylki sem innihalda 20 mg af virka efninu Omeprazol og eru ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni með mat eða á fast- andi maga. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgi- seðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. T e v a 0 2 8 0 6 2 Fermingarveislum, erfidrykkjum, árshátíðum og afmælisveislum hefur verið slegið á frest næstu vikurnar. Veisluþjónustur sem Morgunblaðið ræddi við eiga það sammerkt að áður en stjórnvöld tilkynntu hertar að- gerðir vegna kórónuveirunnar á mið- vikudaginn ríkti bjartsýni á framtíð- ina og bókunarstaðan var góð. Nú hefur öllu verið aflýst. „Þetta er bara svakalegt og þurrkar út viðskiptin. Hlutirnir litu ótrúlega vel út næstu tvær vikurnar í fyrsta skipti í langan tíma,“ segir Rúnar Gíslason, fram- kvæmdastjóri Kokkanna. Hann met- ur tjónið á vel yfir tíu milljónir króna. Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Múlakaffis, segir að öllum veislum hafi verið aflýst. „Það var búið að panta vel fyrir helgina. Það voru veislur fyrir hundr- uð manna,“ segir Guðríður. Andrea Þóra Ásgeirsdóttir, eig- andi Veislunnar, segir aðspurð að við- skiptavinir hafi ekki óskað eftir til- færslu á dagsetningum. „Fólk var mikið að reyna það fyrir ári þegar samkomubannið var sett á þá. Fólk var alltaf að flytja veislurnar á nýja og nýja dagsetningu en svo gáfust menn upp á því.“ »12 Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlaðborð Gleðskapur hvers konar er í uppnámi vegna veirunnar. Verkefna- litlar veislu- þjónustur - Öllu aflýst og við- skiptin þurrkuðust út Gerð er grein fyrir uppgötvun á lyfi sem notað er til að meðhöndla arf- genga íslenska heilablæðingu í grein íslenskra og bandarískra vís- indamanna í tímaritinu Nature Communications. Unnið er að klín- ískri rannsókn sem lofar góðu, að sögn Hákonar Hákonarsonar, for- stjóra erfðarannsóknamiðstöðvar barnaháskólasjúkrahússins í Fíla- delfíu í Bandaríkjunum, og sagt verður frá í vísindagrein síðar á árinu. Þar kemur meðal annars fram að lyfið geti haft jákvæð áhrif á arfgengt minnisleysi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að lyfið get- ur komið í veg fyrir framvindu arfgengu ís- lensku heila- blæðingarinnar hjá þeim sem eru arfberar að stökkbreytingu í tilteknu geni. Hér á landi er vitað um 25 arfbera en Hákon segir að samkvæmt upplýsingum úr ætt- fræðigrunni Íslendinga séu mun fleiri líklegir til að bera genið en hafi ekki verið prófaðir. Vonast Há- kon til að hægt verði að kanna þetta betur með skimun hjá þeim ís- lensku fjölskyldum sem vitað er að hafa sjúkdóminn. Tilgangurinn er að geta boðið fólkinu upp á með- ferð. Unnið er að því að þróa áhrifameira lyf á þessum grunni og verður það sett á markað í fyllingu tímans. Til viðbótar gagnsemi lyfsins við meðferð fólks með arfgenga ís- lenska heilablæðingu kann það að nýtast í meðferð við arfgengu minnisleysi eða jafnvel alzheimer- sjúkdómnum. Það verður rann- sakað frekar. »10 Lyf við íslensku blæðingunni - Getur einnig haft áhrif á arfgengt minnisleysi Hákon Hákonarson Oddur Þórðarson Ómar Friðriksson Sex kórónuveirusmit hafa greinst utan sóttkvíar innanlands undan- farna sjö daga. Undanfarinn mánuð hafa tíu manns greinst með smit utan sóttkvíar. Vegna þessarar þró- unar hafa yfirvöld gripið til hertra samkomutakmarkana í von um að koma í veg fyrir að fjórða bylgja far- aldursins fari af stað hér á landi. Reglugerðinni, sem tók gildi aðfaranótt fimmtudags, hefur nú þegar verið breytt. Í gær var til- kynnt að samkomutakmarkanir í matvöru- og lyfjaverslunum miðuð- ust nú við 100 manns í stað 50, eins og upphafleg reglugerð heilbrigðis- ráðherra kvað á um. Nýja reglugerð- in tók gildi strax í gærkvöldi. Leikskólar eru eina skólastigið sem enn er opið, en Þórólfur Guðna- son sóttvarnalæknir sagði á upplýs- ingafundi almannavarna í gær að engin rök væru fyrir því að loka leik- skólum. Landamærareglugerð seinkað Gildistöku reglugerðar um för yf- ir landamæri, sem taka átti gildi í dag, hefur verið frestað til 6. apríl. Frá þessu greindi stjórnarráðið í tilkynningu í gær. Segir í henni að ákvörðun um frestun sé tekin til að svigrúm gefist til að rýna fram- kvæmd á viðtöku vottorða svo hún gangi snurðulaust fyrir sig og verði í samræmi við ýtrustu varúðarráð- stafanir. Sóttvarnalæknir hafi sent tillögur um nánari leiðbeiningar um viðurkenningu vottorða og séu þær nú til skoðunar í heilbrigðisráðu- neytinu. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að at- vinnulausir erlendir ríkisborgarar sem hafi farið utan í atvinnuleit geti ekki átt stóran hlut í þeim smitum sem greinast á landamærum Ís- lands. Það segir hún vera vegna þess að hlutfall þess hóps af öllum komufarþegum sé of lítið. Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, hafði lýst yfir áhyggjum af þessu á miðviku- dag og sagði stóran hóp smitaðra koma frá Austur-Evrópu. Sex utan sóttkvíar á viku - Nýrri reglugerð breytt - Engin rök styðja lokun leikskóla að mati sóttvarna- læknis - Fólk sem fer utan í atvinnuleit ekki sökudólgar, segir forstjóri VMST MKórónuveiran herjar á … »4 Morgunblaðið/Eggert Skimun Nokkuð margir hafa verið boðaðir í skimun við kórónuveirunni undanfarið vegna þeirra innanlandssmita sem greinst hafa á síðustu dögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.