Morgunblaðið - 26.03.2021, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.03.2021, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021 GLEÐILEGA PÁSKA - SJÁUMST Í BÍÓ SEM ALLRA FYRST FRANCESMcDORMAND MYND EFTIR CHLOÉ ZHAO PEOPLE’S CHOICE AWARD TORONTO FILM FESTIVAL SIGURVERARI GOLDEN LION BEST FILM VENICE FILM FESTIVAL SIGURVERARI EVENING STANDARD THE GUARDIAN TOTAL FILM THE DAILY TELEGRAPH TIME OUT EMPIRE BESTA MYNDIN BESTALEIKONAN ÍAÐALHLUTERKI Frances McDormand BESTI LEIKSTJÓRI Chloé Zhao 6 ÓSKARS TILNEFNINGAR MEÐAL ANNARS ® VIÐ MÆTUM AFTUR 15. APRÍL EÐA FYRR EF AÐ COVID LEYFIR. Risa Páskaknús á ykkur öll og hlökkum til að hitta alla í bíó aftur. VÆ NT AN LEG Í B ÍÓ VÆNTANLEG Í BÍÓ ÓSKARS- TILNEFNINGA MYNDIRNAR MÆTA AFTUR Myndlistarmaðurinn Derek Mun- dell opnaði 13. mars sýningu í Gall- erí Göngum í Háteigskirkju. Heiti sýningarinnar er Úr alfaraleið og er hún opin á skrifstofutíma á virk- um dögum en á morgun, laugardag, verður Derek á staðnum og spjallar við gesti frá kl. 13 til 16. Tíu gestir geta sótt sýninguna samtímis að viðhöfðum sóttvörnum. Derek sýnir 32 vatnslitamyndir bæði á vatnslitapappír og á Yúpó- plastpappír. Viðfangsefnið er aðal- lega íslenskt landslag en líka nokkrar ljóðrænar abstraktmyndir. „Ég flutti til landsins fyrir hart- nær 50 árum en áttaði mig strax á því að íslenskt landslag var gjör- ólíkt hinu breska. Hér eru mikil víð- erni og litbrigði allt önnur en ég var vanur. Það tekur tíma að venj- ast nýju landi; kannski ekki fimm- tíu ár en mörg samt!“ segir hann. „Ég hef notað vatnslitina til að nálgast landið á minn hátt. Til dæmis á sýningu fyrir fjórum árum tók ég loksins ástfóstri við hrjóstr- ugt hraunlandslag og mosabreiður. En nú held ég lengra úr alfaraleið með verkin mín. Sum eiga þau upp- runa sinn í ljósmyndum og skissum af ákveðnum stöðum á landinu en önnur eru minningar, ímyndaðir staðir og sjónhendingar sem verða til í huganum en rata svo á papp- írinn.“ Derek er sannkallaður sérfræð- ingur í meðferð vatnslitamiðilsins. „Ég hef núna málað með vatnslitum í 35 ár,“ segir hann og kveðst hríf- ast af því óvænta sem vatnslitir bjóða upp á. „Eftir að ég hætti að kenna árið 2018 þá ákvað ég að stofna Vatns- litafélag Íslands. Mér fannst vanta vettvang fyrir fólk sem hefði áhuga á vatnslitamálun, til að koma sam- an, skiptast á hugmyndum og halda saman árlegar sýningar. Það var mikið gæfuspor,“ segir Derek. Co- vid hefur nú haft áhrif á starfsem- ina en félagið stefnir samt að því að vera í sumar með námskeið með er- lendum vatnslitamálara og annað í haust með íslenskum. Frá byrjun stefndi Derek líka á að bjóða upp á vettvang þar sem félagar gætu hist og málað saman og það hefur geng- ið vel. „Við komum vikulega saman í Kópavogi til að mála saman og hálfsmánaðarlega í Gerðubergi. Það gerist eitthvað töfrandi þegar fólk málar saman og ber saman bækur sínar,“ segir hann. efi@mbl.is „Nálgast landið á minn hátt“ - Vatnslitamyndir Dereks Mundells Listamaðurinn Derek Mundell á sýningu sinni í Gallerí Göngum. Margar vatnslitamynda hans eru mjög stórar, vel á annan metra á breidd. Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur og Grísafjörður: Ævintýri um vináttu og fjör eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur eru til- nefndar til barna- og unglinga- bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs 2021 fyrir Íslands hönd. Landsbundnar dómnefndir tilnefna í ár samtals 14 verk til verðlaunanna, en sameiginleg norræn dómnefnd velur vinningshafa ársins og verða verðlaunin afhent í Kaupmannahöfn 2. nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Frá Álandseyjum er tilnefnd skáldsagan Nattexpressen eftir Karin Erlandsson sem Peter Berg- ting myndlýsir. Frá Danmörku er tilnefnd skáldsagan Vulkan eftir Zakiyu Ajmi og framtíðarsagan Den rustne verden, 3 – Ukrudt eftir Adam O. Frá Finnlandi eru til- nefndar myndabókin Mitt bottenliv – av en ensam axolotl eftir Lindu Bondestam og skáldsagan Kesäm- yrsky eftir Siiri Enoranta. Frá Fær- eyjum er tilnefnd skáldsagan Sum rótskot eftir Marjun Syderbø Kjel- næs. Frá Grænlandi er tilnefnd myndabókin Aima Qaqqap Arnaalu eftir Bolöttu Silis-Høegh. Frá Nor- egi eru tilnefndar skáldsögurnar Min venn, Piraten eftir Ole Kristian Løyning sem Ronny Haugeland myndlýsir og Aleksander den store eftir Peter F. Strassegger. Frá sam- íska málsvæðinu er tilnefnd Joða- šeaddji Násti eftir Kirste Paltto sem Laila Labba myndlýsir. Frá Svíþjóð eru tilnefndar myndabókin Jag och alla eftir Ylvu Karlsson sem Sara Lundberg myndlýsir og skáldsagan De afghanska sönerna eftir Elin Persson. Valdeflandi lestrarupplifun Íslensku dómnefndina skipa Helga Ferdinandsdóttir, Markús Már Efraím og Halla Þórlaug Ósk- arsdóttir, sem er varamaður. Í um- sögn dómnefndar um bók Arndísar og Huldu segir: „Þó umfjöllunar- efnin í Blokkin á heimsenda séu há- pólitísk – náttúruvernd, samfélag og stjórnarfar – er frásögnin öll út frá sjónarhóli barna. Dröfn er sterk, hugrökk og gagnrýnin á umhverfi sitt. Hún greinir breyskleika for- eldra sinna og samfélagsins, sem gerir lestrarupplifunina einstaklega valdeflandi fyrir barn.“ Í umsögn um bók Lóu segir: „Grísafjörður dregur fram mikil- vægar spurningar um aukna fjar- lægð milli fólks, kynslóða og ná- granna. Setjum við sjálfum okkur mörk sem erfitt er að stíga yfir? Er einhvern tímann hentugt að fá fólk í óvænta heimsókn? Þetta er nær- gætin umfjöllun um einangrun og einmanaleika, sem getur hrjáð bæði yngri og eldri kynslóðina, en sýnir líka leiðir til að mæta þessari ógn með hjartahlýju og kærleik. Í frá- sögninni er ákall til lesendahópsins um að láta sig annað fólk varða jafn- vel þó að mann langi miklu meira að slappa af yfir teiknimyndum.“ Barna- og unglingabókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs voru fyrst veitt árið 2013. Þau eru yngst fimm verðlauna ráðsins sem ætlað er að auka áhuga á bæði norrænu menningarsamfélagi og samstarfi. Allar nánari upplýsingar um verð- launin má nálgast á vefnum: norden.org. Allar tilnefndar bækur ársins eru aðgengilegar á frummál- unum á bókasafni Norræna hússins. Þar má einnig nálgast allar vinnings- bækur frá upphafi. Skrifstofa hvorra tveggja bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs hefur verið til húsa í Norræna húsinu frá 2014. silja@mbl.is Ljósmyndir/norden.org Hugmyndaríkar Hulda Sigrún Bjarnadóttir og Arndís Þórarinsdóttir. Blokkin og Grísa- fjörður tilnefnd - Tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021 - Samtals eru 14 verk tilnefnd í ár Fjölhæf Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.