Morgunblaðið - 26.03.2021, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021
40 ára Brynjar er Reyk-
víkingur en á ættir að
rekja til Vestmannaeyja.
Hann ólst upp í Háaleit-
inu og á þeim slóðum
og býr þar. Hann er
hagfræðingur, með
B.Sc.- og M.Sc.-gráðu
frá Háskóla Íslands og stundaði einnig
nám við Erasmus School of Economics í
Rotterdam. Brynjar er hagfræðingur við
Seðlabanka Íslands og er reglulegur
pistlahöfundur í Viðskiptablaðinu. Hann
hefur starfað við Oddfellowregluna í mörg
ár. Áhugamál Brynjars eru stangaveiði, en
mastersritgerð hans var um verðmæti
stangaveiðisvæða á Íslandi.
Maki: Svava Jóhanna Haraldsdóttir, f.
1982, hagfræðingur í Seðlabankanum.
Dóttir: Sigurdís Ásta, f. 2013.
Foreldrar: Ólafur Árni Traustason, f.
1959, kennari við Lækjarskóla í Hafnar-
firði og ökukennari, búsettur í Reykjavík,
og Guðrún Erna Gunnarsdóttir, f. 1960,
aðalbókari hjá Kjöthúsinu, búsett í Kópa-
vogi.
Brynjar Örn
Ólafsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þótt smáóreiða sé ekki skaðleg,
eru hlutirnir fljótir að fara úr böndunum,
þegar skriðan fer af stað. Settu markið
hátt.
20. apríl - 20. maí +
Naut Veltirðu vöngum yfir sömu spurning-
unni aftur og aftur? Verður allt í lagi eftir
breytingar? Styrktu þig í trúnni. Enginn er
fullkominn og þá þú ekki heldur.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Stundum eiga menn það til að
misskilja góðsemi þína. Stutt æfing getur
verið alveg jafn áhrifarík og löng. Þú færð
frábæra hugmynd.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú verður að líta upp úr vinnunni
og horfa framan í heiminn stöku sinnum.
Láttu það eftir þér að vera þú sjálf/ur og
hafðu ekki óþarfa áhyggjur.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þótt nokkuð gusti um þig núna skaltu
ekki láta það slá þig út af laginu. Mundu að
þakka fyrir það sem þú hefur.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú ert að velta því fyrir þér hvort þú
eigir að sýna meiri hörku í viðkvæmu máli.
Farðu á námskeið ef þú getur, til að öðlast
meiri færni á því sem þú hefur áhuga á.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þótt aðrir kunni að hafa réttu svörin
ert það þú sem þarft að standa með þér og
þinni ákvörðun. Veltu því fyrir þér hvað það
er sem veitir þér gleði.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Ef þú hefur verið að bíða eftir
tækifæri, áttar þú þig kannski á því að
þannig virkar það ekki. Þú þarft að taka
frumkvæði sjálf/ur.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Nú kemur til þinna kasta að
leiða starfshóp sem á að leggja drög að
nýju skipulagi. Hugrekkið vex hjá þér hægt
og bítandi.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þetta er rétti tíminn til að fá
smá rómantík inn í lífið. Þú veist hvenær á
að spyrja réttu spurninganna. Láttu það
eftir þér að fara í smá dekur.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Ágreiningur við vini eða hóp er
líklegur. Gerðu ekkert sem þú sérð eftir eða
sem getur skapað fjárhagsörðugleika.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Draumar gefa þér hugmyndir en
vekja einnig hjá þér þrá. Mundu að horfa
bjartsýnisaugum á umhverfið, það gerir allt
betra.
rænna útvarpsstöðva, Leikskálda-
verðlauna Norðurlandaráðs, Grím-
unnar og fleira.
Hann hefur þýtt skáldsögur fyrir
börn og fullorðna og mikinn fjölda
leikrita, einkum úr þýsku en einnig
úr öðrum tungumálum, unnið leik-
gerðir, meðal annars Hamskipti eftir
Franz Kafka sem Frú Emilía svið-
setti undir titlinum Gregor.
Hafliði er leikstjóri og leikstýrði
verðlaunasýningunni Brimi eftir Jón
Atla Jónasson hjá Vesturporti, sem
ferðaðist víða um heim og hlaut verð-
laun og viðurkenningar. Hann leik-
stýrði Mein Kampf og Hetjum í
Borgarleikhúsinu, Konunni áður í
Þjóðleikhúsinu og 100 ára húsi hjá
Emilíu árið 1986 ásamt Guðjóni Ped-
ersen. Sýningar voru víðs vegar í
Reykjavík, í Hlaðvarpanum þar sem
veitingastaðurinn Tapas er nú, í bak-
húsi við Laugaveg, í Skeifunni, í
Listasafni Íslands. Öflugust var
starfsemin samt í Héðinshúsinu við
Seljaveg árin 1994-1996 þar sem svið-
settur var fjöldi verka, meðal annars
Macbeth, Kirsuberjagarðurinn og
kammeróperan Rhodymenia Palm-
ata. Síðast sýndi Frú Emilía einstakt
leikrit Jóns Atla Jónassonar, 100 ára
hús, í hersjúkratjaldi í Nauthólsvík.
Farið var í leikferðir með sýningar
bæði innan lands og einnig til Dan-
merkur, Noregs, Finnlands, Portú-
gal og Eistlands.
Hafliði hefur starfað við flestallar
leiklistarstofnanir landsins, einnig
hjá RÚV, bæði í hljóðvarpi og sjón-
varpi. Hann hefur haldið fjölda fyr-
irlestra og erinda um leiklist á ráð-
stefnum og samkomum ýmiss konar,
innlendum sem erlendum, í hljóð-
varpi, ritað greinar í dagblöð og tíma-
rit, innlend og erlend. Hann hefur
setið í ýmsum nefndum, í fjölda dóm-
nefnda í leikritasamkeppnum og í
dómnefndum fyrir Íslands hönd
varðandi tilnefningar til verðlauna,
m.a. Útvarpsleikritaverðlauna nor-
H
afliði Arngrímsson
fæddist 26. mars árið
1951 í Reykjavík.
Hann ólst upp í Odda
á Rangárvöllum öll
æskuárin þar til fjölskyldan flutti bú-
ferlum til Reykjavíkur, þegar faðir
hans var kosinn sóknarprestur í
Háteigssókn.
Hafliði vann við sveitastörf frá
unga aldri, öll sumur allt til háskóla-
ára, í fyrstu hjá Ágústi Guðmunds-
syni, bónda á Stóra-Hofi á Rangár-
völlum, en síðar hjá Sigurbirni
Eiríkssyni stórhrossabónda. „Sveitin
átti hug minn allan, ég ætlaði að
verða bóndi.“ Hafliði starfaði mörg
sumur við landmælingar hjá Lands-
virkjun vítt og breitt um landið en
fyrst og fremst á miðhálendinu.
„Að loknu stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð, ætl-
aði ég mér að verða læknir en námi
lauk snögglega eftir að ég hafði starf-
að sem sviðsmaður hjá Leikfélagi
Reykjavíkur í Iðnó árin 1974-1975, í
leikhússtjóratíð Frú Vigdísar Finn-
bogadóttur. Ég rauk í skyndi til náms
í leiklistarfræðum við háskólann í
Vínarborg í Austurríki og lauk þar
námi árið 1982.“ Hann kaus sér einn-
ig hliðarfög, fjölmiðlafræði og leik-
stjórn við leiklistarskólann Max-
Reinhardt-Seminar. Hann dvaldi vet-
urlangt í Stokkhólmi þar sem hann
vann að doktorsverkefni. Strax við
heimkomu árið 1983 gerðist hann
meðlimur Stúdentaleikhússins, vann
að verkefnavali og tók saman og
stýrði ýmsum dagskrám í Félags-
stofnun stúdenta sem þá var aðal-
aðsetur þess.
Hann hóf kennslustörf við Leiklist-
arskóla Íslands árið 1985, kenndi
leiklistarsögu, leikritalestur, og tók
þar að auki að sér fjölda annarra
verkefna fyrir skólann; ýmsa drama-
túrgíska vinnu, þýðingar, textagerð
o.þ.h. Hann stjórnaði námsferðum
nemenda og vann að samskiptum við
erlenda leiklistarskóla. Hann var í
skólanefnd í átta ár og í undirbún-
ingshópi um námskrá fræðakennslu
við Listaháskóla Íslands.
Fjölþættur leiklistarferill
Hafliði stofnaði leikhúsið Frú
Frú Emilíu. Sýningar hlutu tilnefn-
ingar og verðlaun bæði hér á landi og
erlendis en einnig hafa margar sýn-
ingar sem Hafliði hefur komið að sem
dramatúrg hlotið viðurkenningar af
ýmsu tagi. „Starf dramatúrgs blasir
ekki við leikhúsgestum enda fer
starfið að mestu fram að tjaldabaki,
við undirbúning og vangaveltur.
Endalaus skoðun á hugsanlegum
verkefnum framtíðar og úrvinnsla á
þeim og ráðgjöf á báðar hendur.“
Þannig hefur Hafliði unnið aðlögun
fjölda leikrita svo sem Rómeó og Júl-
íu, Óþelló, Lé konung, Macbeth, Dal
hinna blindu o.m.fl.
Hafliði hefur starfað í Borgarleik-
húsinu svo að segja sleitulaust frá
árinu 1996 og verið náinn samstarfs-
maður leikhússtjóranna Þórhildar
Þorleifsdóttur, Guðjóns Pedersen,
Magnúsar Geirs Þórðarsonar, Krist-
ínar Eysteinsdóttur og nú síðast
Brynhildar Guðjónsdóttur.
„Spurt er hvað ég muni taka mér
fyrir hendur í framtíðinni þar sem
eins konar starfslok verða í tilefni
dagsins. Svarið er ekki einfalt þar
sem margar dyr hafa opnast, kitlandi
dans, djamm og djús við sjóndeildar-
hringinn. En fyrst og fremst er ég
þakklátur fyrir að hafa orðið þeirrar
Hafliði Arngrímsson, dramatúrg og leikstjóri – 70 ára
Ljósmynd/Arnar Dan
Við skírn Frá vinstri: Kristján Helgi, Pétur, Matthildur Guðrún, Sigríður Soffía, Sandra með Önnu Margréti, Sverr-
ir, Sigþór, Hjalti, Hafliði Evert, Ísabella, Margrét og Hafliði gamli.
Leikhúsið vísar veginn
Hjónin Margrét og Hafliði í Hörpu.
Til hamingju með daginn
Hreinsum allar yfirhafnir,
trefla, húfur og fylgihluti
STOFNAÐ 1953
Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is
www.facebook.com/efnalauginbjorg • Sími 553 1380
40 ára Svandís er
Reykvíkingur, ólst upp
í Breiðholti og Kópa-
vogi og býr í Selja-
hverfi. Hún er með
B.Sc.-gráðu í við-
skiptafræði frá Há-
skóla Íslands, M.Sc.-
gráðu í eignastýringu frá Háskólanum í
Reykjavík og próf í verðbréfaviðskiptum.
Svandís er sviðsstjóri eignastýringar hjá
Brú lífeyrissjóði. Hún er höfundur ritsins
Lesið í markaðinn ásamt Sigurði B. Stef-
ánssyni en þau eru jafnframt höfundar
bókar sem kemur út í ár og fjallar um
hlutabréf á heimsmarkaði. Svandís er
formaður Félags markaðsgreinenda.
Maki: Elmar Hallgríms Hallgrímsson, f.
1977, framkvæmdastjóri Samiðnar.
Börn: Júlían Ríkarður, f. 2008, Ísabella
Sif, f. 2011, og Alexandra Helga, f. 2016.
Foreldrar: Ríkarður Rúnar Ríkarðsson, f.
1962, deildarstjóri hjá Linde, og Friðbjörg
Sif Grjetarsdóttir, f. 1966, kennari í Álf-
hólsskóla í Kópavogi. Þau eru búsett í
Seljahverfi.
Svandís Rún
Ríkarðsdóttir
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi fólks,svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is