Morgunblaðið - 26.03.2021, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021
Fermingar-
myndatökur
Einstök
minning
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Við förum eftir öllum
sóttvarnartilmælum
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sérstök skynörvunarlaug við sérnámsbraut Fjöl-
brautaskólans í Ármúla var opnuð í vikunni að
viðstaddri Lilju D. Alfreðsdóttur og fulltrúum
Kiwanisklúbbsins Kötlu, sem styrkti gerð laug-
arinnar. Nemendur og leiðbeinendur vígðu laug-
ina en henni er ætlað að örva skynfæri nemenda.
Með því að nota blöndu af ljósi, lit og hljóðum
veitir heit laugin róandi og öruggt umhverfi,
segir í tilkynningu frá skólanum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skynörvunarlaug opnuð í Fjölbraut í Ármúla
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri
sjávarútvegsfyrirtækisins Brims, var
ómyrkur í máli þegar hann ávarpaði
aðalfund fyrirtækisins síðdegis í gær.
Gagnrýndi hann þar Samkeppniseft-
irlitið (SKE) harkalega og fullyrti að
með framgöngu sinni væri stofnunin
endurtekið að veikja samkeppnis-
hæfni íslenskra útflutningsfyrirtækja
sem ættu í harðri samkeppni á alþjóð-
legum mörkuðum. Guðmundur er
þriðji forstjóri félags sem skráð er í
Kauphöll Íslands sem á skömmum
tíma stígur fram með alvarlegar at-
hugasemdir við starfsemi stofnunar-
innar.
Segir Guðmundur SKE sjá ástæðu
til „að tefja eðlilega og sjálfsagða við-
leitni fyrirtækja í íslenskum sjávar-
útvegi til að styrkja sig í erfiðri sam-
keppni á erlendum mörkuðum með
afurðir sínar með tilefnislausum bréfa-
skriftum, fyrirspurnum og lagalegum
vífilengjum án þess nokkru sinni að
þurfa að sýna fram á hvaða hagsmuni
eftirlitið sé að verja“. Vísar hann þar
m.a. til þess að miklar tafir hafi orðið á
samþykki SKE á kaupum Brims á
sjávarútvegsfyrirtækjunum Kambi og
Grábrók á nýliðnu ári og að afleiðing
þess hafi orðið „tjón fyrir öll félögin og
starfsfólk þess“. Þetta geri SKE jafn-
vel þótt alþjóðlegir mælikvarðar sýni
að samþjöppun í íslenskum sjávar-
útvegi sé ekki óeðlileg. Þessir mæli-
kvarðar séu einmitt þeir sem stofnun-
in sjálf „bendir á sem helstu aðferð til
að meta samþjöppun á markaði“.
Í þessu sambandi benti Guðmundur
einnig á að íslensk
sjávarfyrirtæki
væru í raun afar
smá í öllum alþjóð-
legum saman-
burði. Stærstu
fyrirtækin í fisk-
eldi og sjávar-
útvegi hefðu
stækkað gríðar-
lega og að hvert
þeirra 13 stærstu
á heimsvísu velti meiri fjármunun en
öll íslensku sjávarútvegsfyrirtækin til
samans. Stærstu félögin veltu nærri
fimmfalt á við íslensku útgerðina.
Ráðherra einnig gagnrýndur
Það var þó ekki aðeins SKE sem
fékk það óþvegið í ræðu Guðmundar í
gær. Þannig beindi hann einnig orðum
sínum til sjávarútvegsráðherra sem
lagt hefur fram frumvarp til breytinga
á lögum um fiskveiðistjórnun.
„Þar er að finna ákvæði sem
þrengja starfsskilyrði íslenskra sjáv-
arútvegsfyrirtækja umfram það sem
annars staðar þekkist.“ Segir Guð-
mundur að með frumvarpinu sé stefnt
að því að útvíkka skilgreiningar á
„raunverulegum yfirráðum“ sem tak-
marki möguleika íslenskra sjávar-
útvegsfyrirtækja til samruna umfram
það sem gerist í öðrum atvinnugrein-
um hér á landi og gangi auk þess
lengra en þær reglur sem gildi um
fyrrnefnd alþjóðleg stórfyrirtæki á
sviðinu.
„Ekki er hægt að finna í greinar-
gerð með frumvarpi þessu hvaða
hagsmuni þessar breytingar eiga að
verja,“ segir Guðmundur.
Brim gagnrýnir eftirlitið
- Forstjóri Brims segir Samkeppniseftirlitið skaða samkeppnishæfni Íslands
- Stofnunin þvælist fyrir án þess að sýna fram á hvaða hagsmuni hún sé að verja
Guðmundur
Kristjánsson
Bæjarstjórn sveitarfélagsins Voga
hefur hafnað því að veita fram-
kvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2.
Frá þessu greinir Landsnet í til-
kynningu og bendir á að áður hafi
Reykjanesbær, Hafnarfjörður og
Grindavík samþykkt umsókn Lands-
nets um framkvæmdaleyfi með at-
kvæðum allra bæjarfulltrúa sveitar-
félaganna þriggja.
Í tilkynningunni er afgreiðsla
sveitarfélagsins sögð vonbrigði,
meðal annars í ljósi umræðu um
náttúruvá og afhendingaröryggi raf-
orku á svæðinu.
Haft er eftir Guðmundi Inga Ás-
mundssyni forstjóra Landsnets að
staðan sem félagið stendur frammi
fyrir sé mjög erfið. Landsnet hafi í
mörg ár talað fyrir mikilvægi þess að
auka afhendingaröryggi raforku á
Suðurnesjum.
„Þessi niðurstaða Sveitarfélagsins
Voga er vonbrigði, ekki bara fyrir
okkur heldur einnig fyrir hin sveitar-
félögin á línuleiðinni sem nú þegar
hafa veitt leyfi. Ef ákvörðunin stend-
ur óbreytt er í uppnámi ein mikil-
vægasta framkvæmdin í flutnings-
kerfi raforku á svæði sem stjórnvöld
hafa sett í forgang,“ segir hann.
„Afgreiðsla framkvæmdaleyfis
með höfnun eins og í þessu tilviki á
sér ekki fordæmi og ekki ljóst hver
séu næstu skref en vinna við að meta
það er nú þegar hafin.“
Suðurnesjalína 2 fær ekki
framkvæmdaleyfi frá Vogum
- Vogar hafna að veita leyfið - Vonbrigði, segir Landsnet
Tölvuteikning/Landsnet
Raflínur á Reykjanesskaga Af-
greiðslan er sögð án fordæma.
„Nú er svo komið að við hér í Rang-
árþingi ytra teljum nóg komið,“ seg-
ir í yfirlýsingu byggðaráðs Rangár-
þings ytra vegna þess hnúts sem
söluferli Kjarvals á Hellu virðist
komið í.
„Annaðhvort fær Festi hf. leyfi til
þess að reka hér áfram sína ágætu
verslun, og þá gjarnan þannig að
bætt verði í og opnuð hér Krónubúð,
eða þá að Festi hf. snýr sér að því
að selja Kjarvalsverslun sína hér á
Hellu til aðila sem teljast keppinaut-
ar og hafa til þess nægjanlegt afl.“
Í yfirlýsingunni er forsaga máls-
ins rakin. Við kaup Festar hf. á N1
úrskurðaði Samkeppniseftirlitið að
Festi hf. væri komin í einokunar-
aðstöðu á dagvöruverslun í Rangár-
vallasýslu. Gerð var sátt í málinu
þar sem kveðið er á um að selja
skuli verslunina á Hellu.
Í skilyrðum sáttarinnar kemur
fram að verslunin Kjarval skuli að-
eins seld til aðila sem sé til þess fall-
inn og líklegur til að veita umtals-
vert samkeppnislegt aðhald við sölu
dagvöru á svæðinu.
Hljóti að teljast óhugsandi
„Nú höfum við hér í Rangárþingi
ytra fylgst með því að Festi hf. hef-
ur gert einhverjar tilraunir til að
selja frá sér verslunina en greinilegt
er að í engu tilfelli hefur þar ofan-
greint skilyrði 3. mgr. 12. gr. um-
ræddrar sáttar verið uppfyllt,“ segir
í yfirlýsingu byggðaráðs.
Þá segir að varla væri hægt að
hugsa sér verri útkomu úr stöðunni
en að versluninni yrði lokað án þess
að annað félag tæki við rekstri
hennar. Sú útkoma hljóti að teljast
óhugsandi því þar með sé fyrr-
greind sátt milli Festar hf. og
Samkeppniseftirlitsins fyrst þver-
brotin.
- Gagnrýnir hnút í
söluferli Kjarvals
Byggðaráð
telur nóg
komið
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hella Verslunarhúsnæðið þar sem
verslunin Kjarval er til húsa.