Morgunblaðið - 26.03.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Rangárþing ytra er að hanna síð-
asta hluta Ölduhverfis á Hellu.
Töluverð eftirspurn er eftir lóðum
og nú er sveitarfélagið að huga að
næsta íbúðahverfi. Það verður
vestan Ytri-Rangár og teljast það
talsverð tíðindi að byggðin teygi
sig þangað.
Ágúst Sigurðs-
son sveitarstjóri
segir að þar
verði öðruvísi
byggð en í öðrum
hlutum Hellu,
meðal annars
mikið útsýni til
fjalla.
„Það er að
fjölga hjá okkur.
Mikið er byggt
og eftirspurn eftir lóðum. Ég er að
undirbúa byggðarráðsfund á
fimmtudag [í dag]. Þar verða lagð-
ar fram átta lóðarumsóknir sem er
mikið á einum fundi í þessu sveitar-
félagi,“ sagði Ágúst Sigurðsson
sveitarstjóri í samtali við Morgun-
blaðið.
Samið hefur verið við verk-
fræðistofuna Eflu um hönnun
gatna í síðasta hluta svokallaðs
Ölduhverfis á Hellu. Í því hverfi
hefur verið mikið byggt á síðustu
árum og sveitarfélagið fer að verða
uppiskroppa með lóðir, að sögn
sveitarstjórans. Stefnt er að því að
hönnun hverfisins verði tilbúin í
byrjun júní og útboðsgögn fyrir
götuna Kjarröldu verði til reiðu í
lok júní. Stefnt er að því að bjóða út
framkvæmdir og hefja jarðvinnu í
lok júlí.
Öðruvísi lóðir
Ágúst segir að sveitarfélagið sé
að hefja undirbúning að skipulagn-
ingu nýs hverfis sem taki við þegar
Ölduhverfi verður fullbyggt. Með
því verða áfangaskil því Bjargs-
hverfi verður á landi sem sveitarfé-
lagið á vestan Ytri-Rangár en nú-
verandi byggð á Hellu er austan
árinnar. Er þetta um ellefu hektara
svæði sem afmarkast af Suður-
landsvegi, Árbæjarvegi og Ytri-
Rangá. „Við erum spennt fyrir
þessu hverfi. Það verða öðruvísi
lóðir en við höfum úr að spila, lóðir
fyrir einbýlishús og jafnvel einnig
raðhús með mikið útsýni til fjalla
og um þessa fallegu á,“ segir
Ágúst. Engir innviðir eru vestan
ár. Segir Ágúst að bæta þurfi sam-
göngur yfir ána. Rætt hefur verið
við Vegagerðina um að bæta að-
stöðu fyrir gangandi vegfarendur
um núverandi brú. Segir hann það
nauðsynlegt vegna mikillar um-
ferðar gangandi vegna uppbygg-
ingar ferðaþjónustu vestan brúar,
meðal annars Ægissíðuhella og
kaffihússins Auðkúlu. Þrátt fyrir
að fáir erlendir ferðamenn hafi ver-
ið á landinu á síðasta ári hafi um
fimm þúsund gestir heimsótt þessa
staði. Endurbætur á brúnni hafa
ekki verið ákveðnar en Ágúst segir
að bæði komi til greina að aðskilja
göngustíg á brúnni sjálfri frá um-
ferð bíla eða hengja sjálfstæða
göngubrú utan á brúna. Vegagerð-
in sé að skoða möguleikana.
Íbúar á Hellu hafa lengi haft
áhuga á að fá göngu- og hjólabrú
nálægt gamla brúarstæðinu við
Hellu. Brúin var byggð fyrir tæp-
um hundrað árum en aflögð þegar
núverandi brú var byggð. Hlutverk
göngubrúarinnar væri að auka úti-
vistarmöguleika og draga fólk inn í
gamla kjarnann á Hellu. Slík brú
myndi einnig gegna viðamiklu hlut-
verki þegar nýtt íbúðahverfi fer að
byggjast upp vestan ár.
Ekki eru heldur skóli og leikskóli
á vesturbakkanum. Ágúst segir að
grunnskóli og leikskóli séu á góð-
um stað í miðju þorpinu og myndi
nýtast íbúum í væntanlegu Bjargs-
hverfi, sérstaklega þegar sam-
göngur yfir ána verði bættar. Telur
hann að göngu- og hjólabrú sé
nauðsynleg. Bendir Ágúst á að ver-
ið sé að undirbúa mikla uppbygg-
ingu á skóla og leikskóla. Telur
hann hugsanlegt að framkvæmdir
við fyrsta áfanga viðbyggingar
hefjist undir lok þessa árs eða í
byrjun þess næsta.
Ekki liggur fyrir hvenær hægt
verður að hefja úthlutun lóða í
Bjargshverfi. Það ræðst meðal
annars af því hversu hratt lóðir í
Ölduhverfi ganga út. „Við ætlum að
nýta þetta land mjög vel og þá góðu
kosti sem það býður upp á,“ segir
Ágúst.
Hesthúsahverfi stækkað
Unnið er að hönnun gatna í nýju
hesthúsahverfi á Rangárbökkum.
Þar er gert ráð fyrir 30 hesthúsum
sem byggist upp í tveimur áföng-
um. Stefnt er að því að hefja fram-
kvæmdir við götur í fyrri áfanga í
júní. Segir Ágúst að eftirspurn sé
eftir lóðum og kominn tími til að
ganga frá skipulagi fyrir þetta
svæði til framtíðar.
Jafnframt er unnið að skipulagi
til framtíðar fyrir flugvöllinn og
svæði fyrir vélhjólaíþróttir þar í
nágrenninu. Segir Ágúst að hug-
myndin sé sú að mótordrifnar
íþróttir, svo sem akstur og flug,
verði norðan þjóðvegar en sunnan
vegar verði áherslan á hesta-
mennsku, reiðhjól og göngur.
Hella teygir sig yfir Ytri-Rangá
- Mikið byggt á Hellu og fólki fjölgar í sveitarfélaginu - Verið að skipuleggja síðasta hluta Ölduhverfis
- Síðar verða boðnar útsýnislóðir á vesturbakka Ytri-Rangár - Hugað að göngu- og hjólabrú
Bjargshverfi
Fyrirhugað
íbúðahverfi, um
11 ha að stærð
H E L L A
Nýtt íbúðahverfi við Ytri-Rangá á Hellu
1
Ytri-Rangá
Bjargs-
hverfi
Ár
bæ
ja
rv
eg
ur
Selfoss
Hvol
svöll
ur
Kortagrunnur: OpenStreetMap
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þorp Hella stendur á austurbakka Ytri-Rangár. Á túninu við brúna, á vesturbakkanum, sést hluti af landi Bjargs.
Ágúst
Sigurðsson
Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 11-16
VÖNDUÐ LJÓS
Í ÚRVALI
Hákon Hansson, dýralæknir á Breið-
dalsvík, fékk nýverið afhentan
Landstólpann, samfélagsviðurkenn-
ingu Byggðastofnunar. Viðurkenn-
ingin var fyrst afhent árið 2011 og
er veitt einstaklingi, fyrirtæki eða
hópi, fyrir viðvarandi starf eða
framtak sem vakið hefur jákvæða
athygli á byggðamálum, lands-
byggðinni í heild, eða einhverju til-
teknu byggðarlagi og þannig aukið
veg viðkomandi samfélags.
Viðurkenningargripinn hannaði
listakonan Kata Sümegi sem rekur
listasmiðju á Borgarfirði eystri. Til-
nefningar til Landstólpans bárust
víðsvegar að af landinu, en alls voru
12 aðilar tilnefndir. Niðurstaða dóm-
nefndar, sem í sitja starfsmenn
Byggðastofnunar, varð sú að veita
Hákoni Landstólpann í ár.
Hákon er fæddur á Höfn í Horna-
firði árið 1950. Hann hefur lengst af
starfað sem dýralæknir, settist að á
Breiðdalsvík árið 1977 þegar hann
tók við nýstofnuðu embætti héraðs-
dýralæknis á suðurfjörðum Aust-
fjarða. Hann sinnti embættinu þar til
það var lagt niður árið 2011 og var
eftir það sjálfstætt starfandi dýra-
læknir þar til hann hætti formlega
um síðustu áramót eftir 44 ára feril.
Hákon var oddviti Breiðdalshrepps
á árunum 2014-2018.
Viðurkenning Hákon Hansson, lengst til hægri, með Landstólpann í hendi.
Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, er fyrir miðri mynd.
Landstólpinn fór til
Hákons dýralæknis