Morgunblaðið - 26.03.2021, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nú er hálftár í kosn-ingar.
Flokkum fjölgar
og sumir þeirra
sem fyrir eru hafa
upp á fátt að
bjóða. Systur-
flokkarnir, Samfylking og
Viðreisn, sjá ekkert nema
Evrópusambandið og hafa að
öðru leyti lítið fram að færa.
ESB er ekki efnilegur
dráttarklár í næstu kosn-
ingum, ef að líkum lætur.
Kommisserar þessa nútíma
sovétkerfis sem klúðruðu
bóluefnamálum sínum með
sögulegum hætti náðu hins
vegar að bólusetja almenning
svo hressilega gegn sér að það
þarf ekki fleiri skammta í bráð
gegn þeirri veiru.
En það eru fleiri tilefni til
sömu niðurstöðu. Á það benti
Ásgeir Ingvarsson í prýðilegri
grein sinni nýlega. Þar sagði
meðal annars: „BBC fjallaði
nýlega um það skýrslufargan
sem núna fylgir útflutningi á
breskum fiski til Evrópu. Mig
grunar að það hafi vakað fyrir
blaðamönnunum að sýna
hvers konar reginmistök það
voru að ganga úr ESB en
þvert á móti sýnir umfjöllunin
hvað Evrópusambandið er
orðið mikið óhræsi.
Í dag þarf, samkvæmt út-
tekt BBC, að framvísa sam-
tals 71 blaðsíðu af flóknum
eyðublöðum og vottorðum til
að koma einum bílfarmi af
fiski í gegnum tollinn Evrópu-
megin. Að fylla út pappírana
kostar ótal vinnustundir og
vitaskuld má ekkert klikka því
minni háttar mistök á einu
eyðublaði þýða að viðkvæm
varan situr föst á landamær-
unum. Geta breskir útflytj-
endur sjávar-
afurða núna vænst
þess að vörur
þeirra séu um það
bil sólarhring
lengur að berast í
hendur kaupenda í
Evrópu.
En það sem Bretar eru að
upplifa er einfaldlega það
sama og öll heimsbyggðin hef-
ur hingað til þurft að þola af
hálfu ESB. Einu sinni var hún
algjörlega ómótstæðileg: létt
og lipurt bandalag sjálfstæðra
þjóða með það göfuga mark-
mið að tryggja frið í álfunni og
bæta hag almennings með því
að hámarka frelsi í við-
skiptum. Í dag er hún orðin
þunglamaleg, eigingjörn og
dyntótt, og utan um innri
markaðinn er búið að reisa
háa múra reglugerða og form-
krafa til að verja evrópska
framleiðendur fyrir erlendri
samkeppni.
Erlendir framleiðendur og
evrópskir neytendur skipta
tjóninu á milli sín: Heimilin í
Róm, Ríga og Rúðuborg þurfa
að borga hærra verð fyrir
brasilískar appelsínur og kín-
verskar sokkabuxur svo vel
tengdir garðyrkjubændur í
Portúgal og sokkaprjónarar í
Þýskalandi eigi auðveldara
með að halda rekstri sínum
gangandi.
Þetta hafa gagnrýnendur
ESB bent á um árabil og
skortir ekki dæmin um hvern-
ig frelsishugsjónin hefur þurft
að víkja fyrir verndun sér-
hagsmuna. Þegar Brexit þjóð-
aratkvæðagreiðslan var hald-
in árið 2016 voru í gildi í
Evrópusambandinu um 12.600
sértollar á innflutning af öllu
mögulegu tagi, og hefur þeim
bara fjölgað síðan þá.“
Eini árangur ESB
upp á síðkastið er að
bólusetja almenning
rækilega gegn þess-
ari skrifræðisblokk}
Einn bílfarmur – 71 síða!
Reglugerð ESBum útflutn-
ingshömlur á bólu-
efni er skýlaust
brot á EES-
samningnum. Það er skýringin
á óvenjuhörðum viðbrögðum
íslenskra stjórnvalda, sem
létu sér ekki nægja orð Ursulu
von der Leyen, forseta fram-
kvæmdastjórnarinnar, um að
þetta yrði ekkert mál, auðvit-
að fengi Ísland sitt bóluefni,
sama hvað stæði í reglugerð-
inni, heldur krefjast þess að
henni verði breytt.
Áhyggjuefnin eru þó fleiri.
Það er annarlegt að ESB láti
lög og reglur lönd og leið í
bóluefnastríði sínu við Breta.
Það er uggvænlegt að EES-
samningurinn hafi
engu skipt. Það er
ekki traustvekj-
andi að reglugerð-
in hafi flogið í gegn
þótt hún gengi gegn al-
þjóðaskuldbindingum á borð
við EES-samninginn, Mann-
réttindasáttmála Evrópu og
standist tæplega Lissabon-
sáttmálann heldur. Með ólík-
indum er að enginn hafi hug-
leitt pólitískar afleiðingar
hennar. Og það er fráleitt að
blekið hafi ekki verið þornað á
reglugerðinni þegar forsetinn
segist sniðganga hana að
hentisemi. Bóluefnakreppan
hefur dregið fram hvernig
ESB er orðið, þar ríkir nú
fúsk, gerræði og öngþveiti.
Trúverðugleiki ESB
er stórlaskaður}Öngþveiti í Brussel Eins og þúsundir Íslendinga hefég gert mér ferð að gosstöðv-unum í Geldingadölum.Tvívegis. Hvílíkt sjónarspilsem blasir þar við öllum. Það
er engu líkara en almættið hafi búið til fyrir
okkur eldgosasýningarsal þar sem gestir
geta virt fyrir sér ægikrafta náttúrunnar úr
öruggri fjarlægð. Stríður straumur fólks er
á þessar slóðir að nóttu sem degi og ekkert
lát þar á.
Reykjanesskaginn allur er eitt samfellt
náttúruundur og hefur því miður verið van-
metinn sem slíkur. Þar ganga flekaskil
tveggja heimsálfa á land, þar er Gunnuhver
krúnudjásnið á kröftugu hverasvæði, heilsu-
lindin Bláa lónið er einn vinsælasti ferða-
mannastaður landsins, Reykjanesviti býður
upp á einstakt útsýni til allra átta, Kleifarvatn er
rammað inn í glæsilegan fjallasal og í Krýsuvík stíga
gufustrókar hátt til himins. Á dimmum vetrarnóttum
dansa norðurljósin á stjörnubjörtum himni og ekki má
gleyma kónginum Keili sem hefur um aldir vakað yfir
skaganum öllum. Og nú hefur eldgosið í Geldinga-
dölum gefið af sér einstakt sóknarfæri sem við höfum
ekki séð í 800 ár. Sóknarfæri til að nýta betur tæki-
færin sem leynast í allra augsýn á Reykjanesi.
Við getum gert svo miklu, miklu betur í
ferðaþjónustu á svæðinu, samhæft og sam-
tengt upplifanir. Jarðsagan, náttúruperl-
urnar og útivistin í bland við verslun og
þjónustu gefa okkur sem byggjum þetta
svæði dauðafæri. Ímyndið ykkur bara upp-
lifun ferðamanna sem sjá eldrautt eldgosið
í Geldingadölum og hvíla svo lúin bein í
himinbláu lóninu eftir göngu sem er eins
og í landslagi tunglsins. Snæða ferskan
fisk úr Faxaflóanum, fara í rómantíska
göngu á Garðskaga og gista á einu af
glæsihótelum svæðisins. Hugmyndaauðgi
markaðs- og athafnafólks ætti að vera tak-
markalaus þegar Reykjanesið er annars
vegar.
Reykjanesskaginn skal nú hafinn til
vegs og virðingar. Við stjórnmálamenn
verðum að ýta undir atvinnusköpun þar á sviði ferða-
þjónustu og gæta þess um leið að vernda og varð-
veita svæðið. Látum ekki myrkur heimsfaraldurs
villa okkur sýn því dagur er ætíð nóttu nálægur. Við
höfum skýra framtíðarsýn. Landið rís á Reykjanesi.
Þar hefst sóknin.
Vilhjálmur
Árnason
Pistill
Upp rís Reykjanes
Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins
og þingmaður í Suðurkjördæmi.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
E
vrópusambandið (ESB)
hefur frá öndverðu helg-
að sig frjálsum og greið-
um viðskiptum, en þó
ekki síður að það helgist af lögum,
rétti og góðri stjórnsýslu. Einmitt
þess vegna kemur framganga þess í
„bóluefnastríðinu“ síðastliðna daga
mörgum í opna skjöldu. Þar er bæði
skautað mjög frjálslega yfir laga-
grunninn og reglugerðarsetningin
einkennist af óvandvirkni og póli-
tískum hentugleikum.
Í liðinni viku var Ursula von
der Leyen, forseti framkvæmda-
stjórnar ESB, spurð að því hvort til
greina kæmi að virkja 122 gr. Lissa-
bonsáttmálans, stjórnarskrár ESB,
sem opnaði fyrir eiginlegt eignar-
nám á lyfjaverksmiðjum og upp-
hafningu hugverkaréttar. „Það eru
allir kostir á borðinu,“ svaraði von
der Leyen. „Við erum í kreppu ald-
arinnar og ég útiloka ekkert að svo
stöddu.“
Síðan hefur Evrópusambandið
sett útflutningshömlur á bóluefni og
hráefni til bóluefnisgerðar. Ísland
var meðal þeirra ríkja, sem þar voru
sérstaklega upp talin, en engum
dylst að þar er spjótunum fyrst og
fremst beint að Bretum.
Eignarrétturinn fær að fjúka
Með því er ESB að grípa til for-
dæmalauss brots á eignarréttinum,
sem er vendilega tryggður í Mann-
réttindasáttmála Evrópu, og einnig
hugverkarétti, sem m.a. tekur til
einkaleyfa í lyfjagerð, en ESB hugs-
aði sig ekki um tvisvar við að brjóta
það allt undir sig.
Framkvæmdastjórnin reyndi
vitaskuld að réttlæta þetta með því
að tala mikið um réttlæti og meðal-
hóf, gagnkvæmni og fordæmis-
lausar aðstæður. Ursula von der
Leyen segir markmiðið að tryggja
að ESB fái sanngjarnan skerf af
bóluefnum og benti því til stuðnings
á að ESB hefði flutt út bóluefni til
Bretlands en Bretar ekki til ESB.
Rökvillan felst í því að hvorki
Bretland né ESB framleiðir bólu-
efni. Það gera lyfjafyrirtæki, sem
flest eru fjölþjóðleg og starfa á al-
þjóðavísu, bæði hvað varðar aðföng
og markað. Micháel Martin, for-
sætisráðherra Írlands, hafði raunar
orð á þessu við litlar undirtektir:
„Þetta eru ekki bóluefni ESB. Þetta
eru bóluefni sem önnur ríki hafa
greitt fyrir og vill svo til að eru
framleidd í Evrópu.“
Sanngirnin í Brussel
En svo má líka spyrja hvað sé
sanngjarn skerfur. Það gleymist
nefnilega oft að ESB varði sjö sinn-
um minni fjármunum (miðað við
höfðatölu) til þróunar og innkaupa á
bóluefni en Bretland og Bandaríkin
gerðu. Bretar fjárfestu auk þess
með beinum hætti í lyfjaþróun og
framleiðslulínum AstraZeneca fyrir
tugmilljarða punda gegn samningi
um forgang.
Krafa von der Leyen um að
AstraZeneca uppfylli samning sinn
við Evrópu áður en öðrum samn-
ingum verði sinnt eru því ekkert
annað en bolabrögð, sem ganga
gegn lögum og rétti, sem hingað til
hafa ekki verið látin víkja nema á
stríðstímum. Og þeirri kröfu á að ná
fram með valdbeitingu hins opin-
bera. Og þá er nú lítið orðið eftir af
lögum og rétti, þegar Brusselvaldið
hunsar það eftir þörfum, með ger-
ræðislegum tilskipunum og hótun-
um. Vilja einhverjir, fólk eða fyrir-
tæki, veðja á að sú tíska breiðist
ekki út til annarra sviða eða verði til
langframa?
ESB grefur undan
lögum og réttarríki
AFP
Evrópusambandið Allt í sóma hjá okkur, segir Ursula von der Leyen, for-
seti framkvæmdastjórnar ESB, en bóluefnamálin eru enn í megnum ólestri.
Síðustu helgi bárust fréttir frá Ítalíu
um að sérsveitir lögreglunnar hefðu
ráðist til inngöngu í verksmiðju
skammt frá Róm, að skipan fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambandsins
(ESB), og þar hefðu uppgötvast 29
milljón skammtar af bóluefni Astra-
Zeneca, sem koma hefði átt með leynd
til Bretlands.
Málpípur ESB biðu ekki boðanna með að útskýra hvernig þarna
væri fundin sönnun á undirferli AstraZeneca og hræsni breskra
stjórnvalda.
Vandinn var sá að þetta var allt rugl. Megnið af skömmtunum var
ætlað löndum ESB og afgangurinn til þróunarríkja. Enginn getur út-
skýrt hvernig ESB yfirsáust tugmilljónir skammta af eigin bóluefni.
Axarskaft á Ítalíu
EVRÓPUSAMBANDIÐ
Ítalía Árvökull sérsveitarmaður
og hundur hans gæta bóluefnis.