Morgunblaðið - 26.03.2021, Síða 17
UMRÆÐAN
17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021
Málið varðar Austur-
bæjarskóla og er þann-
ig vaxið, að sem vel-
unnari skólans og
kennari þar í rúma tvo
áratugi, get ég ekki
orða bundist.
Það stendur nefni-
lega til að efna til ís-
lenskukennslu fyrir
nemendur með annað
móðurmál en íslensku í
Austurbæjarskóla. Og hvað með það?
Er ástæða til að fetta fingur út í það?
Varla.
Og hvað er þá málið?
Í fyrsta lagi framsetningin: Málið
er sett fram eins og hér sé um eitt-
hvað nýtt að ræða, en þó var Austur-
bæjarskóli móðurskóli í þessari
kennslu á árunum 2000-2015 undir
merkjum fjölmenningar. Komu þar
að verki margir reyndir kennarar og
öflugt íslenskufólk, en að öðrum
ólöstuðum nefni ég sérstaklega Nínu
V. Magnúsdóttur, fv. kennara, og
Guðmund R. Sighvatsson, fv. skóla-
stjóra. Af eldmóði byggðu þau upp
öfluga móttökudeild fyrir nýja Ís-
lendinga, sem á þeim árum voru kall-
aðir nýbúar. Í hálfan annan áratug
var Austurbæjarskóli leiðandi í ís-
lenskukennslu fyrir nemendur með
annað móðurmál en íslensku.
Í öðru lagi staðsetningin: Til stend-
ur að setja niður þessa kennslu ein-
mitt á þeim stað í skólanum sem nú
hýsir fágætt skóla-
munasafn sem komið
hefur verið upp á und-
anförnum árum af ein-
stakri alúð og ósérhlífni
fyrrverandi kennara við
skólann. Safnið ber þess
merki af hve miklum
kærleika það er sett
saman, þannig að hver
sem inn í það kemur
finnur andblæ þeirrar
menningar og mann-
úðar sem Austurbæj-
arskóli hefur löngum
leitast við að standa fyrir.
Ég lýsi furðu minni yfir gull-
fiskaminni skólayfirvalda í Reykja-
vík: Frá aldamótum og þar til fyrir
rúmum fimm árum má segja að
hjarta skólans hafi slegið í hlýlegum
og rúmgóðum kennslustofum fyrir
nýja Íslendinga á besta stað í norður-
álmu skólans. Þar starfaði frábært
fagfólk undir forystu áðurnefndrar
Nínu og síðar Dagnýjar Marínós-
dóttur, og þar var athvarf þeirra fjöl-
mörgu nemenda sem áttu sér annað
móðurmál en íslensku og nýkomnir
voru til landsins. Austurbæjarskóli
varð móðurskóli í fjölmenningarlegri
kennslu árið 2000 og tileinkaði sér
nýjustu kennsluaðferðir á því sviði.
Þar ber hæst CLIM (Cooperative
Learning in Multicultural Groups),
sem allir kennarar skólans voru
skyldaðir til að kynna sér, enda sér-
fræðingur í þeim fræðum ráðgjafi
skólans í meira en áratug, Filip
Paelman, prófessor við Háskólann í
Gent í Belgíu. Hann hélt mörg nám-
skeið hér heima fyrir kennara skól-
ans og einnig fóru þeir í námsferð til
Gent til að kynna sér hvernig aðferð-
in var notuð í grunnskólum þar. Segja
má að velflestir kennarar skólans hafi
verið orðnir sérfræðingar í að kenna
börnum með annað móðurmál en ís-
lensku á fyrsta áratug þessarar aldar.
Enda fjölgaði þeim nemendum ört í
Austurbæjarskóla.
Að því kom að fleiri kennslustofur
voru lagðar til þessarar kennslu, nú í
miðri suðurálmu skólans fyrir yngri
nemendur. Einnig þar kom úrvalsfólk
að kennslu sem lagði í hana mikinn
faglegan metnað. Guðmundur Sig-
hvatsson, þáverandi skólastjóri, lagði
sál sína í verkefnið í heild sinni, og
held ég að allir sem til þekkja geti
tekið undir það.
Það var mikið óheillaspor, þegar
þessar móttökudeildir voru lagðar
niður árið 2015 undir formerkjum
skóla án aðgreiningar. Nú skyldi ís-
lenskukennsla fyrir nýja Íslendinga
falla undir sérkennslukvóta skólans,
sem út af fyrir sig sýnir mikla fá-
kunnáttu í kennslu barna með annað
móðurmál en íslensku. Enda komu
vankantarnir strax í ljós og urðu m.a.
til þess að skólinn missti tvo af sínum
reyndustu kennurum í íslensku-
kennslu fyrir erlenda nemendur
vegna óboðlegra starfsskilyrða. Einn-
ig vakti þessi breyting mikla óánægju
hjá sérkennurum, sem töldu að með
þessu væri gengið á rétt þeirra nem-
enda sem sannanlega þurftu á sér-
kennslu að halda.
Nú ætla þessi sömu skólayfirvöld
að upphefja sig með því að innleiða ís-
lenskukennslu fyrir nemendur með
annað móðurmál en íslensku í Aust-
urbæjarskóla.
Þessari kennslu ætla þau rými upp
í risi skólans þar sem lengst af voru
geymslur, fjarri öðrum nemendum,
og um leið eyðileggja nokkurra ára
starf fyrrverandi kennara við skól-
ann, sem byggt hafa upp áðurnefnt
safn til sögu skólans. Það er þvert á
skólastefnu og skólamenningu Aust-
urbæjarskóla að aðgreina nemendur
af erlendum uppruna með því að ætla
þeim stað afsíðis í skólanum. Og ekki
í anda skóla án aðgreiningar.
Í þriðja lagi, og til að bíta höfuðið af
skömminni, eru nemendur við skól-
ann nú 200 færri en þeir voru á þeim
tíma þegar þrjár stórar skólastofur
miðsvæðis voru nýttar undir ís-
lenskukennslu fyrir nýbúa. Það ætti
því að vera nóg rými á besta stað í
skólanum undir þessa sömu kennslu
nú.
Það er því alger óþarfi að stilla
málum þannig upp, að valið standi um
íslenskukennslu eða skólamunasafn.
Hvort tveggja á að geta blómstrað
innan veggja Austurbæjarskóla.
Vonandi ber núverandi skólastjóri,
Kristín Jóhannesdóttir, gæfu til þess
að standa vörð um skólamunasafnið
sem hún sjálf lánaði húsnæðið í risinu
á sínum tíma. Þá var það ekki talið
kennsluhæft og er það heldur ekki
nú.
Eftir Kristínu
Magnúsdóttur » Til stendur að efna
til íslenskukennslu
fyrir nemendur með
annað móðurmál en ís-
lensku uppi í risi í Aust-
urbæjarskóla sem nú
hýsir skólamunasafn.
Kristín Magnúsdóttir
Höfundur er fyrrverandi grunnskóla-
kennari.
kristin.magg@gmail.com
Gullfiskaminni skólayfirvalda í Reykjavík
Í greininni Papar
eftir prófessor Einar
Ólaf Sveinsson í Skírni
frá árinu 1945 er fjallað
um írska munka sem
bjuggu á Íslandi fyrir
komu Norðmanna.
Þeir voru kristnir og
komu hingað, segir
Einar Ólafur, til að
stunda trú sína í friði
fyrir ásókn norrænna
víkinga því þeir vildu ekki með
heiðnum mönnum búa. Þessar ferðir
papanna hófust upp úr strandhöggi
víkinga á klaustrið Lindisfarne á
austurströnd Englands árið 793, en
þá hófst víkingaöld. Eftir það var til-
veru klausturmanna ógnað við
strendur Bretlandseyja og þeir leit-
uðu fyrir sér um búsetu og iðkun
trúar sinnar lengra norður, til Fær-
eyja og til Íslands. Paparnir voru
rétttrúaðir munkar, sem voru ekki
með sérstök tengsl við Rómarkirkju,
heldur báðust þeir fyrir á sínu eigin
móðurmáli og bækur þeirra voru á
írsku. Það er gott til þess að vita að
fyrstu menn sem tóku sér bólfestu á
Íslandi voru nágrannar okkar, írskir
rétttrúarmenn. Á Íslandi báðu þeir
fyrir heiminum daga og nætur svo
sem tíðkast enn í klaustrum. Þeir
höfðu engan annan tilgang og voru
algerlega helgaðir Guði.
Sú rétttrúnaðarkristni sem barst
til Íslands í árdaga kom úr þremur
megináttum:
Fyrst er að nefna að norskir menn
sem flúðu ofríki Haralds konungs
hárfagra á landnámstíma Íslendinga
fóru ekki allir beint til Íslands held-
ur til Skotlands og Suðureyja, en þar
kynntust þeir kristni og tóku hana
síðan með sér til Íslands. Prófessor
Hermann Pálsson kallar þetta suð-
ureyska kristni. Þarna voru nokkrar
ættir, en á meðal þeirra þekktustu
voru niðjar Bjarnar bunu, þeir Ketill
flatnefur, Hrappur og Helgi og ætt-
menn þeirra. „Frá Birni er nær allt
stórmenni komit á Íslandi,“ segir í
Landnámabók. Í þeim hópi er Auður
hin djúpúðga úr Dölunum og hennar
ætt, einnig Helgi magri
sem nam land í Eyja-
firði og kallaði Krist-
nes. Þá Helgi bjóla og
Örlygur gamli sem fóru
inn í Patreksfjörð og
nefndu hann eftir heil-
ögum Patreki en hrökt-
ust síðan suður í Faxa-
flóa að Kjalarnesi og
byggðu kirkju tileink-
aða heilögum Kólumba
sem var frá eyjunni
Jónu (Ionia) á vestur-
strönd Skotlands. Hin
nýja kirkja var reist undir Esjuhlíð-
um á Kjalarnesi og önnur á Innra-
Hólmi undir Akrafjalli.
Í öðru lagi má nefna þá fornmenn
okkar sem fóru í austurveg til
Kænugarðs og suður til Miklagarðs
og Jerúsalem, þeir komu með nýja
trú og nýjan sið til baka og höfðu
áhrif á landsmenn sína. Þessi siður
var rétttrúnaðarkristni austurkirkj-
unnar. Íslendingasögurnar greina
ófáar frá heimkomu þessara manna,
bæði lausamanna og væringja. Þessi
kristnun gerðist um öll Norðurlönd
og gerbreytti samfélögunum í átt til
mannúðar og margt varð samfélags-
lega mögulegt sem áður var ógern-
ingur vegna deilna og sundurlyndis,
sem ríkir yfir samfélögum þegar
menn lifa í heimi eigin hugsana og
hvata. Eins og margir hafa bent á er
trúin á Krist Jesú í sögunum okkar
ítrekað kölluð „rétt trú“. Það er
hugsanlega þýðing á orðinu pravo-
slavia, sem kemur frá gríska orðinu
orþó-doxia. Trú þessi hreyfði við
samfélögunum með því að leggja
annan grundvöll í sálarlíf manna –
sérhvers manns sem kom nálægt
helgum leyndardómum Guðs.
Í þriðja lagi: aðrir menn sem
tengjast sögu okkar sem einnig voru
kristnir og þessarar trúar voru Þor-
valdur víðförli sem boðaði kristna
trú á Norður- og Vesturlandi og
stofnaði síðar klaustur heilags Jó-
hannesar skírara austur í Palteskju í
Hvíta-Rússlandi. Konungarnir Ólaf-
ur Tryggvason og Ólafur helgi Har-
aldsson voru báðir aldir upp í Kiev í
gamla rús og báru með sér þessa
kristnu trú til Noregs og börðust
fyrir henni því þeir vissu að allt sam-
félagið myndi taka stakkaskiptum.
Frásagnir af Gissuri hvíta, Hjalta
Skeggjasyni, Halli á Síðu og Leifi
Eiríkssyni benda einnig í sömu átt.
Nú er þessi kristni ekki lögð af,
síður en svo, heldur lifir hún enn og
vex mjög því kirkjum fjölgar og
klaustur blómstra á meðan margri
annarri kristni hnignar þegar hún
blandast tíðaranda veraldarhyggj-
unnar. Alveg öndvert við það sem
margir nútímamenn halda, þá stend-
ur hún sterkt – og til enduruppgötv-
unar. Rétttrúnaðarkristni hefur
varðveist eins og hún var gefin okk-
ur úr heilögum höndum Jesú Krists,
postulanna og kirkjufeðranna. Hún
er í flestum atriðum í samræmi við
íslenskt samfélag, sögu okkar og
vestræna siði og menningu. Eins og
bjarg sem hægt er að byggja á, því
ræturnar liggja djúpt og trúarhefðin
er sterk – og hún er sú sama og þeg-
ar hinir írsku feður komu til Íslands
á 8. öld og sú sama og boðuð var hér
á landi í kringum árið 1000. Þjóð-
kirkjan okkar byggist á þessum
sama grunni. Íslendingasögurnar
okkar hafa þennan grunn og eru
skrifaðar í andrúmi rétttrúarkristni
því höfundar þeirra lifðu og elskuðu
þessa trú flestir hverjir og horfðu á
heiminn í gegn um hana.
Nú stendur til með Guðs og góðra
manna hjálp að reisa rétttrúnaðar-
kirkju á Íslandi, kirkju sem er ofar
tímans glaumi með sitt andlega ríki-
dæmi til að gefa okkur endurnýjað-
an þrótt og styrkja alla kristni sem
fellur undir sannan og fagran átrún-
að á heilagan Guð kristinna manna í
þrenningu Föður og Sonar og Heil-
ags anda.
Papar, Íslendingasögur
og rétttrúnaðarkirkjan á Íslandi
Eftir Guðmund
Pálsson » Paparnir voru
rétttrúaðir munkar
sem báðust fyrir á sínu
eigin móðurmáli og
bækur þeirra voru á
írsku.
Guðmundur Pálsson
Höfundur er heimilislæknir.
gudmundur.palsson@gmail.com
Hver skilur svo sem
hinar óbærilegu þján-
ingar heimsins? Ég
heyri stundum talað
um að fólki þyki Guð
heldur eitthvað hljóður
alla vega svona í seinni
tíð. Og að sjálfsögðu
finnst okkur það mörg-
um og finnst orðið jafn-
vel nóg um. Persónu-
lega finn ég fyrir
nærandi nærveru
hans, handleiðslu og varðveislu sem
ekki er beint hægt að útskýra en má
upplifa með því að fela sig honum í
því trausti að hann muni vel fyrir sjá.
Víst er að ástandið í heiminum er
ekki ásættanlegt og misklíð, tog-
streita, misskipting og misnotkun eru
þar vafalaust stórir þættir. Við ráð-
um að sjálfsögðu ekki við náttúruöflin
eða veðurfarið þótt við mögulega get-
um haft einhver áhrif með því að
koma öðruvísi fram við náttúruna og
loftslagið.
Sumir kenna Guði um allt sem af-
laga fer í heiminum og spyrja sig af
hverju hann grípi ekki inn í fyrst
hann er almáttugur og var á annað
borð að koma okkur hérna fyrir. Ég
held að flest það böl sem við búum við
í heiminum í dag sé meira og minna
af manna völdum og líklega ekki við
neinn að sakast nema manninn sjálf-
an.
Okkur var aldrei lofað
auðveldri ævi
Okkur var reyndar aldrei lofað
auðveldri ævi. Það eina sem öruggt
var þegar við fengum dagsbirtuna í
augun var að fyrr eða síðar myndu
augu okkar bresta og hjartað hætta
að slá. En það eina sem okkur var
hins vegar lofað var eilíf samfylgd af
höfundi og fullkomnara lífsins sem
tekur okkur að sér, uppörvar og
styrkir, leiðir og tekur okkur sér í
fang þegar við leitumst við að lifa
honum og lofa hann, þótt vissulega af
veikum mætti kunni að vera.
Að ætla að kenna Guði um hið illa í
heiminum er eins og að kenna ljósinu
um myrkrið, sólinni um skýin, sumr-
inu um veturinn eða lífinu um dauð-
ann. Í þessum heimi togast á hið góða
og hið illa og þannig hefur það verið
frá fyrstu tíð. Höfum ekki áhyggjur
af Guði. Hann er þarna og hérna og
vakir yfir okkur börnum sínum sem
hann elskar út af lífinu. Hann mun
ekki gleyma okkur né yfirgefa, þótt
ævinnar vegur kunni að vera þyrnum
stráð torfæra oft á tíðum.
„Þjáningar þessa heims eru þó
ekki neitt samanborið við þá dýrð
sem okkur mun opinberast og hlotn-
ast í dýrð Guðs,“ þegar þar að kemur,
líkt og Páll postuli orðaði það.
Það á enginn neitt inni hjá Guði.
En Jesús, Guðssonurinn
eini og eilífi og bróðir
okkar allra, var af
mönnum tekinn af lífi.
Lífið sjálft hékk á kross-
inum forðum en dauðinn
hélt honum ekki því Guð
vakti hann upp frá dauð-
um eftir aðeins þrjá
daga. Og hann tileinkaði
okkur sigur lífsins.
Hann sagði: „Ég er upp-
risan og lífið og sá sem
trúir á mig mun aldrei
að eilífu deyja. Trúir þú
þessu? Ég lifi og þú munt lifa.“ Ef þú
vilt þiggja þá lífsins náðargjöf Guðs.
Reynum ekki að toppa þetta eða út-
skýra en þiggjum í auðmýkt og lifum
í samfelldri bæn og þakklæti. Þá
verður heimurinn hugsanlega ögn
skárri en hann er núna.
Lærisveina Jesú eða postulanna,
sem skulfu af hræðslu og von-
brigðum, var vitjað af Jesú og síðar
gefið að meðtaka hans heilaga anda
sem veitti þeim djörfung til starfa og
til að segja frá sigri lífsins, kærleika
og náð Guðs. Þeir voru síðan allir af-
lífaðir vegna illsku og haturs mann-
anna langt um aldur fram, allir nema
kannski einn.
Hvað er til ráða?
Hvað getum við gert?
Hvað get ég gert og lagt af mörk-
um til að koma í veg fyrir óréttlæti,
illsku, og höfnun? Eða útskúfun, jað-
arsetningu fólks, fátækt, misskipt-
ingu, misrétti og hatur? Svari nú hver
fyrir sig. Lítum öll í spegil og förum í
sjálfsskoðun. Jafnt leiðtogar þessa
heims, þjóða og landa, trúarbragða,
félagasamtaka og hópa, vinnustaða,
verkalýðsfélaga og við bara sjálf,
hvert og eitt. Sameinumst öll sem eitt
í að gera heiminn lífvænlegri og betri
með því að sjá og hlusta með hjart-
anu.
Kærleikans Guð, sigurvegari lífs-
ins, umvefji okkur öll og gefi okkur
sinn frið og sátt í hjarta svo líf okkar
megi blómgast, bera ávöxt og láta
gott af sér leiða.
Með einlægri kærleiks- og friðar-
kveðju með bestu óskum, þakklæti og
vonarríkri bæn í hjarta.
– Lifi lífið!
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
»Kærleikans Guð, sig-
urvegari lífsins, gefi
okkur öllum sinn frið og
sátt í hjarta svo líf okkar
megi blómgast, bera
ávöxt og láta gott af sér
leiða.
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Þjáningin