Morgunblaðið - 26.03.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.03.2021, Blaðsíða 21
✝ Heba Árnadótt- ir Theriault fæddist í Grindavík 14. júní 1938. Hún lést 13. mars 2021 á líknardeild Land- spítalans. Móðir Hebu var Þuríður Filippusdóttir hús- freyja, f. í Reykja- vík 21. nóvember 1908, d. 21. október 2000. Þuríður var dóttir Filippusar Ámundasonar frá Bjólu, járnsmiðameistara í Reykjavík og Ingveldar Jóhanns- dóttur frá Götu í Landsveit, klæð- skera í Reykjavik. Faðir Hebu var Árni Eiríksson bifreiðastjóri, f. 6. júlí 1912 í Grindavík, d. 13. sept- ember 1978, sonur Eiríks Guð- mundssonar sjómanns og Rósu dísar var andvana fæddur. Hafdís lést í Massachusetts í Bandaríkj- unum 7. apríl 2016. Hennar mað- ur var Halldór Hildigunnarsson. Þau skildu, en hann lést í Massachusetts 2. júní 2005. Þeirra dóttir er Herdís Eriksson, fædd 15. júlí 1955. Hún er búsett í Massachusetts. Börn hennar og þáverandi eiginmanns hennar eru Cody McBurnett, í sambúð með Douglas Friend í New York og eiga þau eitt barn, Waylon Julius Douglasson, og Jesse McBurnett, í sambúð með Kellen Bing, en þau eru búsett í Massachusetts. Hálf- bróðir Hebu samfeðra er Oddur Árnason, fæddur 15. apríl 1941, búsettur á Akureyri. Kona hans er Hulda Lilý Árnadóttir, fædd 8. júní 1943. Þau eiga þrjá syni og fimm barnabörn. Útförin fer fram frá Háteigs- kirkju 26. mars 2021 klukkan 13. Streymi frá útför https:// www.streyma.is Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Samúelsdóttur, hús- freyju á Byggð- arenda í Grindavík. Heba var trúlof- uð Kurt Schmal (lát- inn) og eignuðust þau eina dóttur. Í október 1962 giftist Heba Joseph E.R. Theriault í Maine í Bandaríkjunum. Þau skildu, en Jo- seph lést árið 2015. Dóttir Hebu er Belinda Þurý Theriault, fædd í Kaliforníu 15. ágúst 1960. Hún er alþjóða- samskiptafræðingur og fram- kvæmdastjóri Fulbright- stofnunarinnar í Reykjavík. Systir Hebu er Hafdís Árna- dóttir Hildigunnarsson, fædd 6. júní 1936, en tvíburabróðir Haf- Móðir mín var lítillát og vildi ekki láta hafa fyrir sér. Og hún var sjálfri sér samkvæm þegar hún læddist hægt og hljóðlega burt snemma morguns 13. mars sl. Það var mér mikils virði að geta verið hjá henni á þeirri stundu. Mamma hafði lengst af verið heilsuhraust. Hún tók sjaldan veikindadag og eftir að hún fór á eftirlaun hélt hún sér í formi og tók nánast engin lyf. Allt fram á síðasta haust gekk hún án vandræða daglega stigana upp á fjórðu hæð þar sem hún bjó. Þeg- ar hún greindist með alvarlegt krabbamein sl. haust var hún hress, þó að vissulega væri hún orðin hægari, og því kom sjúk- dómsgreiningin á óvart. En hratt hallaði undan fæti og var hún síð- ustu þrjá mánuði á líknardeild Landspítalans, þar sem hún fékk frábæra aðhlynningu þennan síð- asta spöl. Lengst af gat hún notið þess að tala við vini og ættingja, taka á móti gestum, skreppa út í hjólastól og borða góðan mat. Blessunarlega voru það bara örfáir dagar sem hún var of veik til njóta. Hún var tilbúin að fara og kvaddi sátt. Mamma glímdi við kvíða allt sitt líf. En hún lét aldrei bugast. Hún stóð ætíð sína plikt, stundaði sína vinnu og var myndarleg hús- móðir. Hún var skilningsrík og þolinmóð kona sem stóð með þeim sem áttu erfitt. Þessa eig- inleika sótti hún án efa til móður sinnar, en þær mæðgur voru mjög nánar. Seinni hluta starfs- ævinnar hafði mamma umsjón með kassadeildinni í Hagkaupum í Kringlunni. Þar bar hún ábyrgð á starfsmönnum, m.a. mörgu ungu fólki. Síðar hitti hún stund- um þessa einstaklinga á förnum vegi, og þá fögnuðu þeir henni og töluðu um hvað hún hefði verið góð og sanngjörn. Henni þótt vænt um það. Skin og skúrir skiptust á í lífi mömmu, en hún vann mikið í sjálfri sér og gerði farsælar breytingar á lífi sínu í lok níunda áratugarins sem færðu henni jafnvægi og frið. Alltaf var hún glæsileg enda mikil smekkkona og fagurkeri. Hún naut þess að ferðast, en síðasta ferð okkar saman til útlanda var til New York um jólin 2018. Mamma, þá áttræð, arkaði með mér um alla borg og kvartaði ekki þótt dag- skráin væri stíf. Hún naut þess að fara í eftirmiðdagste á Plaza-hót- elinu, á jólamarkaði, í nudd í Kínahverfinu, á nýárstónleika og margt fleira. Hún var til í allt. Síðasta sumar fórum við í ynd- islega ferð norður og minningin er enn dýrmætari þar sem þetta reyndist okkar síðasta ferð sam- an. Mömmu þótti óendanlega vænt um öll dýrin sem ég kom með inn í líf okkar og leit á þau sem sín barnabörn. Elsku Tíra, Birta og Mús sem nú taka fagn- andi á móti henni, Mímí fóstur- kisa sem náði að blómstra þegar hún var komin til mömmu, Mía mín og Rúsína sem allar sakna ömmu sinnar. Mamma átti góða æsku í Grindavík og þær systur, hún og Hafdís, voru samrýndar og sóttu styrki hjá hvor annarri í gegnum lífið. Fjarlægðin hafði ekki áhrif á þeirra samband. Þær systur munu nú hvíla saman með ást- kærri móður sinni, elsku Dúu, í Hólavallakirkjugarði, þrjár sterkar konur sem veita mér inn- blástur Ég veit að þú gerðir alltaf þitt besta fyrir mig, mamma mín, og fyrir það er ég þakklát. Hvíl í friði elsku mamma, Belinda Þurý Theriault. Heba mín, um leið og ég kveð þig vil ég þakka þér fyrir alla þá tryggð og vináttu sem þú hélst við móður mína. Við kynntumst þér fyrst í gegnum verslunar- ferðir móður minnar og okkar í Hagkaup í Kringlunni, allt frá því að hún var opnuð. Þar mætti okk- ur einstaklega þjónustulunduð og elskuleg kona. Má segja að þú hafir gegnt hlutverki kaupmannsins á horninu í stór- verslun. Með tíð og tíma mynd- uðust vináttutengsl á milli þín og móður minnar sem þú ræktaðir af stakri umhyggjusemi eftir að hún veiktist og allt þar til hún lést. Móðir okkar og fjölskylda hennar mat það mikils og er það alveg einstakt að óskyld mann- eskja gefi sér tíma fyrir þá sem mestrar samveru þarfnast. Eftir að móðir mín lést kom ég nokkrum sinnum í heimsókn til þín þar sem við áttum gott sam- tal. Kom ekki annað til greina en að bera á borð fyrir mig veislu- borð í hvert skipti. Svo mikill metnaður var lagður í smur- brauðið að fagmaður hefði ekki gert betur. Mía, kötturinn þinn, fylgdist makindalega með sam- ræðum okkar og gerði mér ljóst hvar forsætið hennar væri. Kynntist ég þá dýravininum Hebu sem hugsaði vel um köttinn sinn og hund dóttur sinnar sem hún gætti ef hún þurfti að bregða sér af bæ. Hitti ég Hebu einnig stundum á gangi með hundinn í Hólavallarkirkjugarði við Suður- götu að vitja fjölskyldugrafreits þar sem hún vildi hvíla. Lífshlaupið kom upp í samræðum okkar og þau kröppu kjör sem kynslóðin á undan mér þurfti að glíma við en kveinkaði sér aldrei yfir. Þið vinkonurnar áttuð það sameiginlegt að þurfa að strita fyrir lífsviðurværinu og unnuð langa vinnudaga, þó að þið hafið unnið ólík störf. Samkennd hefur því verið ykkar á milli sem leiddi til sterkra vináttubanda. Á þeim tíma sem þú vannst í Hagkaup var verslunin sú stærsta, með fjöldan allan af af- greiðslukössum og engin strika- merki. Þú hafðir mannaforráð með höndum og hélst utan um allt sem sneri að afgreiðsluköss- unum. Tæknivæðingin var því ekki eins mikil og í dag og allt þyngra í vöfum. Eftir samræður okkar gerði maður sér meira grein fyrir þeim langa vinnudegi sem verslunarfólk þarf að vinna og það álag sem því fylgir. Ungt fólk hóf oft sín fyrstu störf undir þinni stjórn og heyrir maður enn þann dag í dag hversu vel var látið af þér sem stjórn- anda af fólki sem er orðið full- orðið og er það til vitnis um það að þú hafir skilað góðu ævistarfi og gott betur. Veikindum þínum tókst þú af stöku æðruleysi og varst sátt við það sem koma skyldi. Því miður gerði kórónuveiruástandið okkur erfitt um vik um heimsóknir en við áttum samtöl í síma eftir að þú lagðist inn á líknardeildina. Þú varst þér lík og varst þakklát starfsfólkinu fyrir alla þá alúð sem þér var sýnd. Lífsviðhorf þitt mótaðist af þakklæti og sátt við Guð og menn. Hafðu þakkir fyrir alla þá tryggð og vináttu sem þú sýndir móður minni. Nú hittist þið vin- konurnar á ný og veit ég að það verða fagnaðarfundir. Belindu votta ég innilega samúð okkar fjölskyldunnar við fráfall einstak- lega góðhjartaðrar vinkonu og mannvinar. Steinar Jens Friðgeirsson Heba Árnadóttir Theriault MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021 ✝ Jóhannes Finn- ur Skaftason fæddist á Ísafirði 17. ágúst 1941. Hann lést á líkn- ardeild Landspítala Íslands þann 19. mars 2021. Foreldrar hans voru Skafti Jósefs- son frá Setbergi í Grundarfirði, f. 1. mars 1920, d. 28. nóvember 1993, og Margrét Jónsdóttir frá Ísafirði, f. 17. október 1920, d. 10. mars 1995, garðyrkjubændur í Hveragerði. Jóhannes átti þrjú systkini, Jós- ef, f. 8. september 1943, d. 16. október 2008, Hólmfríði (Fríða), skrifstofumaður í Hveragerði, f. 4. ágúst 1948, og Auði, hjúkr- unarfræðingur á Akureyri, f. 9. júlí 1951. Jóhannes eignaðist þrjár dæt- ur með Huldu Björgu Sigurð- ardóttur f. 21. september1945, foreldrar hennar voru Sigurður Tryggvason og Inga Hanna Ólafsdóttir, bæði látin. Dætur Jóhannesar og Huldu Bjargar eru Hlín Jóhann- esdóttir, f. 3. janúar 1973, henn- stoksikologiske institutt í Ósló. Eins rannsakaði hann lyfja- mengun í matvælum hjá Statens Levneds- middelinstitut í Kaup- mannahöfn. Jóhannes starfaði sem lyfja- fræðingur í Apóteki Vest- mannaeyja 1966-1970. Hann var lektor í lyfjafræði við læknadeild Háskóla Íslands 1971-1985, með kennsluskyldu við lyfjafræði lyf- sala og læknisfræði. Hann starf- aði jafnframt sem deildarstjóri alkóhóldeildar Rannsóknarstofu í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Jóhannes var lyfsali í Hvera- gerði og Ölfusi frá árinu 1985 til 1991 þegar hann tók við rekstri Reykjavíkur Apóteks sem síðan var lagt niður í apríl árið 1999. Jóhannes var síðasti lyfsali Reykjavíkur Apóteks í tæplega 240 ára sögu þess. Jóhannes gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Lyfja- fræðingafélag Íslands og sat m.a. í stjórn þess í samtals 10 ár, þar af fjögur ár sem var- arformaður og eitt ár sem for- maður. Eftir hann voru birtar fjölmargar greinar um lyfja- fræðitengd efni. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju 26. mars 2021 klukkan 15. Útför verður streymt á: https://tinyurl.com/4kfmmfkp Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat ar börn eru Vaka Erlendsdóttir, f. 10. október 2006, og Björn Erlendsson, f. 9. ágúst 2009. Inga Hanna Jóhann- esdóttir, f. 11. jan- úar 1975, og Halla Margrét Jóhann- esdóttir, f. 6. júlí 1983, hennar börn eru Eyjalín Pic, f. 20. maí 2013, og Ámundi Loup Pic, f. 27. október 2015. Jóhannes tók stúdentspróf frá Menntaskólanum að Laug- arvatni vorið 1961. Hann nam lyfjafræði við Háskóla Íslands 1961-1963 með námsvistun í Lyfjaverslun ríkisins og Holts apóteki. Lauk lyfjafræðiprófi frá Danmarks Farmaceutiske Høj- skole sumarið 1966. Samhliða lyfjafræðinni stundaði hann nám í viðskiptadeild Háskóla Íslands 1967-1970. Jóhannes lauk einnig sérnámi við notkun tilraunadýra við rannsóknir og kennslu við Universitetets Farmasöytiske Institutt í Ósló og rétt- arefnafræðilegar rannsókn- araðferðir við Statens rett- Orðin standa á sér þegar skrifa á um þann sem stendur manni svo nærri og hefur kvatt þetta líf. Pabbi var þekktur sem einstakt ljúfmenni og góð mann- eskja, einnig fyrir að vera með eindæmum klár í kollinum, stál- minnugur og stálheiðarlegur. Við dætur hans getum vottað hvert einasta orð, enda studdi hann við bakið á okkur hverri og einni til að við gætum af öryggi og festu tekið þau skref sem við kusum á okkar leið í lífinu. Pabbi var alltaf þarna, varkár og rólegur klettur sem áttum að. En hann var svo miklu meira, hann var félagi og pælari, sérleg- ur áhugamaður um skordýr, gróður og náttúruna almennt. Pabbi hafði skoðanir og fannst gaman að ræða heimsmálin og það sem var efst á baugi hér heima. Okkar síðustu dagar sam- an voru á Landspítalanum og við gættum þess að hafa útvarp og sjónvarp rétt stillt þegar föstu liðirnir voru á dagskrá og svo gátum við aðeins rætt um mál- efnin, ekki eins og áður – en samt. Verandi eins hógvær og lítil- látur eins og hann var, finnst manni ástæða til að vekja í þess- um kveðjuorðum athygli á því merkilega sem hann var að sýsla við, samhliða sínum hefðbundnu störfum. Það yrði þó full langur lestur, við látum duga að segja frá því að hann lét mikilvægan draum rætast þegar hann var laus frá föstum störfum í Reykja- víkur Apóteki og byrjaði að vinna í afleysingum. Það gaf honum tækifæri til að einhenda sér í rannsóknir á náttúrunni, sér í lagi skordýrum og hann nýtti ómældan tíma í að liggja í gras- inu, móanum, moldinni og hraun- inu með myndavél mundaða, á veiðum, því hann var að veiða myndir af því sem hann var að rannsaka það og það skiptið. Oft var hann fengsæll og sumar af þeim myndum sem hann tók ferð- uðust víða og voru jafnvel notað- ar í lærðum greinum og doktors- ritgerðum líffræðinga í öðrum löndum. Pabbi og ég deildum heimili síðastliðin hartnær fimmtán ár, börnin mín ólust upp með hann við hendina og léku sér lítil í sóf- anum hjá honum nær alla daga. Hann var hluti af heimilislífinu og mikið verður erfitt að sætta sig við að litlu föstu venjurnar hans pabba séu ekki lengur partur af daglega mynstrinu. En eitt sinn verða allir menn að deyja, stund- in hans pabba kom fyrr en við hefðum óskað, en hann var orð- inn þreyttur undir það síðasta. Við dætur hans kveðjum föður okkar með söknuði en þó helst með þakklæti og við vitum að hann hefur sameinast ljósinu. Fyrir hönd Jóhannesdætra, Hlín Jóhannesdóttir. Það var haustið 1961 sem ég hitti Jóhannes fyrst þegar við hófum báðir nám í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Við fráfall hans rifjast upp margar ljúfar minn- ingar. Jóhannes var frábær námsmaður og naut ég þess að eiga hann að vini og geta leitað til hans með ýmislegt tengt náms- efninu, sérstaklega á síðari hluta námstímans í Kaupmannahöfn. Það var gott að leita til hans og hann var einstaklega hjálpsamur og virtist ekki sjá eftir þeim tíma sem fór í að aðstoða okkur bekkj- arfélagana. Mér er minnisstætt þegar prófað var munnlega í „atomfysik“ á fyrsta ári. Prófið var opið þannig að allir gátu hlustað á þegar prófessorinn spurði nemandann. Margir voru vitni að því þegar prófessorinn og Jóhannes voru ekki sammála um atriðið sem spurt var um og lentu í umræðum sem enduðu með því að prófessornum þótti nóg komið, vísaði Jóhannesi út og gaf honum falleinkunn, öllum sem fylgdust með til mikillar furðu. Jóhannes fékk svo að endurtaka prófið sem hann stóð með prýði eins og öll önnur próf sem hann tók í skól- anum enda fékk hann við útskrift gullmedalíu skólans, H.C. Ör- stedsmedalie, fyrir frábæran námsárangur. Eftir lokapróf og útskrift leigðum við okkur bíl og fórum í viku skoðunarferð um Jótland áður en við sigldum heim með Gullfossi. Siglingin er minnisstæð vegna þess hve veðrið var gott alla leið- ina, við sáum Surtseyjargosið í fullum gangi og við sigldum fram hjá Jólni, eyjunni sem var að myndast en hvarf síðan nokkrum vikum síðar. Eftir heimkomuna fór Jóhannes fljótlega til Vest- mannaeyja og var þar meira og minna næstu þrjú ár sem stað- gengill lyfsala. Við vorum báðir einhleypir á þessum árum og ég heimsótti Jó- hannes til Vestmannaeyja nokkr- um sinnum. Í einni slíkri ferð vorum við svo heppnir að fá að fljóta með í eft- irlitsferð til Surtseyjar og ganga þar á land, það voru fáir sem fengu að stíga þar á land. Það var gaman að ferðast með Jóhannesi. Hann var fróður um flest, reglusamur og kurteis og sóttist ekki eftir athygli, né held- ur veraldlegum verðmætum af neinu tagi. Hann var mikill nátt- úruunnandi og sérstaklega fróð- ur um jurtir og skordýr, sem hann lagði mikla áherslu á að kynna sér á seinni árum. Eftir að ég flutti til Egilsstaða og Jóhannes til Hveragerðis og síðar Reykjavíkur urðu sam- skipti okkar strjálli en sjaldan kom ég svo til Reykjavíkur að við mæltum okkur ekki mót og áttum þá alltaf notalegar samveru- stundir. Ég kveð Jóhannes með þakklæti eftir sextíu ára hnökra- lausa vináttu. Dætrum hans og öðrum aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Hjálmar Jóelsson. Jóhannes F. Skaftason, góður vinur og samferðamaður í ára- tugi, hefur kvatt eftir erfið veik- indi. Hann átti að baki fjölbreytt- an starfsferil sem lyfjafræðingur og eftir hann liggja margar greinar tengdar faginu. Hann gaf kost á sér í stjórn Lyfjafræðisafnsins árið 2003 og var gjaldkeri þess í u.þ.b. 10 ár. Árið 2019 sagði hann sig úr stjórn, en hélt áfram sem hollvin- ur og mætti manna best á viku- lega vinnufundi safnsins fram til loka síðasta árs. Þar naut sín vel yfirburða- þekking hans í lyfjafræði og þá ekki síst í efnafræði. Hann hafði reyndar verið afburðanámsmað- ur og hjálpaði oft samnemendum sínum úti í Kaupmannahöfn þeg- ar þeir villtust í öngstrætum vís- indanna. Hann hreykti sér þó aldrei af snilligáfu sinni, en var þægilegur og hlýr við alla. Jóhannes átti orðið erfitt með gang hin síðari ár, en það aftraði honum ekki í að mæta, oft í vond- um veðrum. Hann var ætíð úr- ræðagóður og oft fóru kaffitíma- rnir í spjall um námsárin í Kaup- mannahöfn og vinnuna í apótek- unum þegar þar var lyfjafram- leiðsla og margt fólk í vinnu, en það er einmitt sú saga sem safn- inu er ætlað að varðveita. Við höfðum vonast til að njóta samveru hans lengur, því hugs- unin var skýr þótt líkaminn væri farinn að hrörna. Hans verður sárt saknað. Dætrum hans og fjölskyldum þeirra sendum við einlægar sam- úðarkveðjur. F.h. stjórnar Lyfjafræðisafns- ins, Kristín og Vigfús. Jóhannes Finnur Skaftason Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.