Morgunblaðið - 26.03.2021, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021
✝
Sigríður Ólafs-
dóttir fæddist
23. nóvember 1932
í Björk í Sandvík-
urhreppi. Hún lést
16. mars 2021. For-
eldrar hennar voru
Ólafur Gíslason
bóndi í Björk, f.
15.11. 1899, d. 1.4.
1943, og Guðbjörg
Pálsdóttir, f. í
Halakoti í Bisk-
upstungum 3.3. 1899, d. 17.8.
1982. Systkini eru Hulda Guð-
björg Böðvarsdóttir, sam-
mæðra, f. 26.8. 1923, d. 13.7.
2016. Bjarni Ólafsson, f. 22.9.
1927, d. 19.1. 2018, kona hans
er Jónína Kristín Kristjáns-
dóttir, f. 7.11. 1930. Guðmundur
Ólafsson, f. 24.10. 1929, kona
hans er Guðrún Ingvarsdóttir,
er Heba Hertervig, f. 21.7.
1963. Þeirra synir eru Davíð, f.
8.10. 1985, og Snorri, f. 28.8.
1989. Dóttir Snorra er Eldey, f.
23.5. 2017. 2) Ólafur, f. 11.3.
1964, kona hans er Kristín Ey-
steinsdóttir, f. 11.7. 1964. Börn
þeirra eru Arnar, f. 31.8. 1988,
Bjarki, f. 28.5. 1991, Sara Dögg,
f. 16.3. 1999, Anna Júlía, f.
16.12. 2000.
Sigríður ólst upp í sveitinni,
gekk í barnaskóla á Selfossi og
fór síðan í Héraðsskólann á
Laugarvatni og lauk þaðan
gagnfræðaprófi vorið 1949.
Í febrúar árið 1950 hóf hún
störf á Veðurstofu Íslands,
veðurspádeild, og starfaði þar
til í nóvember 2002 er hún lauk
störfum vegna aldurs.
Útför hennar fer fram frá
Digraneskirkju í Kópavogi 26.
mars 2021 klukkan 13. Hlekk á
streymi má nálgast á heimasíðu
Digraneskirkju:
https://www.digraneskirkja.is/.
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat/.
f. 26.2. 1932. Katr-
ín Ólafsdóttir, f.
5.11. 1938, maður
hennar er Stefán
Jónsson, f. 13.4.
1937. Guðmunda
Ólafsdóttir, f. 8.6.
1942, d. 25.5. 2012,
maður hennar var
Guðjón Jónsson, f.
28.10. 1938, d. 17.5.
2011.
26. maí 1962
giftist hún Jóni Adolfi Pálssyni,
f. 20.8. 1930, bókbindara og síð-
ar starfsmanni á Veðurstofu Ís-
lands. Foreldrar hans voru Sig-
ríður Þorbjörg Jónasdóttir, f.
2.2. 1902, d. 9.4. 1982, og Páll
Norðman Björnsson, f. 4.7.
1898, d. 29.4. 1987.
Synir Sigríðar og Jóns eru 1)
Sigurður f. 2.8. 1962, kona hans
Elsku mamma. Það er svo
margt sem mig langar til að
segja en erfitt er að finna orðin.
Þú varst okkur svo dýrmæt og
það er svo sárt þegar þú ert far-
in. Ég minnist þess þegar ég var
að alast upp að alltaf varstu til
staðar, hvetjandi, hrósandi, allt-
af jákvæð, alltaf þessi mikla
skilyrðislausa umhyggja og
áhugi á öllu sem við vorum að
gera – án þess að vera að stýra
okkur í einhverja átt. Man eftir
því að þegar ég skrúfaði græj-
urnar í botn, og stóru bassabox-
in fengu að erfiða við Queen eða
Springsteen, var ekki rætt um
að lækka þyrfti tónlistina heldur
kom athugasemd um að lag
númer tvö hefði verið ansi gott,
góður taktur í því. Þannig var
það með allt, aldrei horft á það
neikvæða heldur haft orð á því
jákvæða.
Þegar ég varð eldri áttaði ég
mig svo á því að þetta var ekki
bara gagnvart þeim sem stóðu
þér næst heldur komstu fram
við alla á sama hátt, hvort sem
það voru ættingjar, vinnufélagar
eða aðrir sem þú mættir á lífs-
leiðinni. Alltaf tilbúin til þess að
styðja og aðstoða án þess að
óska eftir neinu í staðinn. Enda
var það svo að hvar sem þú
komst þurfti ekki langan tíma til
að fólk væri farið að þykja vænt
um þig og iðulega hafði fólk á
orði við okkur bræðurna að
mamma okkar væri nú alveg
einstök kona – sem var alveg
rétt. Þetta kom berlega í ljós í
veikindum þínum þegar þú hittir
heilbrigðisstarfsfólk sem þú
náðir að snerta með jákvæðni og
bjartsýni þó svo þau hafi átt að
vera í því hlutverki að styrkja
og styðja.
Þegar gullmolarnir þínir fóru
svo að koma í heiminn voru þau
svo heppin að þau fengu bestu
ömmu sem hægt var að hugsa
sér. Alltaf til staðar, hvetjandi
með áhuga á því sem að þau
voru að gera. Enda sóttu þau
mjög í að koma í heimsókn á
Hrauntunguna. Það var aðdáun-
arvert að sjá hvað þú settir þig
inn í áhugamál þeirra, varst
virðulega konan í stúkunni á öll-
um danskeppnum sem gat líka
rakið keppnisáætlun golfsam-
bandsins. Það var ómetanlegt
fyrir þau að eiga sér trúnaðar-
vin í þér, sem þau sóttu í, enda
ráðin þín byggð á þeim grunn-
gildum sem þú fórst alltaf eftir.
Ég var að tala við ömmu – byrj-
uðu oft setningar, og þá vissi
maður að framhaldið yrði gott.
Ég vil sérstaklega þakka fyrir
allt það sem þú gerðir fyrir þau,
betri fyrirmynd gátu þau ekki
haft og það vita þau. Ég get, ég
get, ég get – einkunnarorð
ömmu munu lifa með þeim.
Elsku mamma, ef ég get af
veikum mætti reynt að feta í þín
fótspor og tileinkað mér þó ekki
væri nema brot af gæsku þinni,
umhyggju, ósérhlífni og já-
kvæðni á lífið þá verð ég betri
maður. Takk fyrir allt.
Þinn sonur,
Ólafur (Óli).
Fátækleg minningarorð um
yndislega konu sem ég var svo
heppin að eiga fyrir tengdamóð-
ur.
Fyrstu kynni mín af Siggu
voru þegar við Arna vinkona
bönkuðum upp á hjá henni til að
biðja hana um að baka fyrir
kökubasar. Ekki man ég eftir
því hvernig þetta kom til en hún
tók vel á móti okkur með brosi
og væntumþykju og auðvitað
bakaði hún dýrindiskökur fyrir
okkur. Ekki óraði mig fyrir því
þá að þessi frábæra kona yrði
stór hluti af mínu lífi.
Þegar við Óli fórum að vera
saman var mér tekið opnum
örmum og við Sigga náðum
strax vel saman. Við Óli byrj-
uðum að búa á neðri hæðinni á
Hrauntungunni og sá tími var
ómetanlegur. Á Hrauntungunni
hefur alltaf verið einstaklega
góður andi, enda Sigga mín
hugsað um húsið af þvílíkum
dugnaði og alúð.
Það var alltaf mjög gott að
leita til Siggu, það má segja að
Sara mín hafi fetað í fótspor
ömmu sinnar með að velja sál-
fræðina, því Sigga var mikill sál-
fræðingur. Það var mjög gott að
tala við hana og hún hafði þessa
góðu nærveru sem gerði það að
verkum að fólk laðaðist að henni
og hún gaf alltaf góð ráð. Maður
gat setið í marga klukkutíma á
Hrauntungunni og spjallað og
tíminn flaug. Hún hafði mjög
gaman af öllum framkvæmdum
og hvatti til dáða ef eitthvað
stóð til. Hún var mjög drífandi
og studdi okkur í einu og öllu.
Sigga var mjög skipulögð og
nákvæm, allt skrifað niður á um-
slög. Það má finna nákvæmar
uppskriftir af hinum ýmsu lopa-
peysum með lýsingu á hverri
umferð. Einnig lýsingar á öllum
veislum, hvað var mikið bakað,
hversu margir komu og hvað
það var mikill afgangur svo
hægt væri að plana betur næst.
Sigga var einstaklega glað-
lynd og alveg sérstaklega góð
amma. Tók ríkan þátt og fylgd-
ist með öllum áhugamálum
barnabarnanna af einlægum
áhuga. Fyrir vikið var hún orðin
sérfræðingur í hinum ýmsum
íþróttum svo sem samkvæmis-
dansi, handbolta og golfi. Það
vissu flestir hver amma Sigga
var. Í danshöllunum sat hún á
bekknum, hvatti sína konu og
spáði í kjóla og úrslit. Hún vissi
nákvæmlega hvar finna mátti
úrslit á golf.is. Hún átti svo þétt
skrifuð umslög með keppendum
og úrslitum. Undir það síðasta
vildi hún vita nákvæman tíma
hvenær Anna byrjaði að spila
svo hún gæti fylgst með og sent
fugla yfir hafið til Bandaríkj-
anna. Sigga talaði um að ef hún
hefði náð að koma þeim góðu
gildum áfram, sem hún var alin
upp við, væri hún sátt. Þau fól-
ust í þeim orðum sem móðir
hennar hafði yfir þegar erfitt
var, „í einu og öllu fer mér fram
á degi hverjum! Ég get, ég get,
ég get.“ Ég þakka henni fyrir
hvað hún hefur gefið mínum
börnum og hjálpað við að gera
þau að þeim einstaklingum sem
þau eru í dag, og óska þess að
ég geti verið mínum barnabörn-
um sami klettur og hún alltaf
var.
Sigga var trúuð og hún talaði
mikið um að hún fengi hjálp
þegar á þyrfti að halda að ofan.
Ég trúi því að hún sé nú í sólar-
landinu umvafin öllum þeim sem
á undan voru komnir og það séu
miklir fagnaðarfundir og mikið
hlegið.
Hvíl í friði elsku Sigga mín –
ég er svo þakklát fyrir að hafa
haft þig í lífi okkar, minning þín
lifir með okkur.
Kristín.
Amma Sigga var einstök
kona, hún verður alltaf mín
helsta fyrirmynd. Amma birti
upp lífið með kraftmiklu orku-
nnni sinni. Amma hefur mótað
mig í manneskjuna sem ég er í
dag, hún er krafturinn minn til
að standa mig vel alla daga.
Við áttum einstakt samband
sem er erfitt að útskýra, við
munum vera tengdar að eilífu.
Við amma gátum spjallað í
marga klukkutíma í stofunni um
allt og ekkert. Ég held að það
geti allir verið sammála um að
amma var best að hlusta og
sýndi öllu áhuga. Amma kom
alltaf með góð ráð og hjálpaði
mér að komast að niðurstöðu
um hvaða mál sem er.
Amma var ákveðin og stóð á
sínu, bar virðingu fyrir öllum og
sagði hlutina eins og þeir voru.
Það var ekkert sykurhúðað, við
gátum rætt allt og alltaf peppaði
hún mann í gang. Amma náði
því besta fram í öllum, einhvern
veginn fór hún að því að snerta
alla sem hún hitti, jafnvel þó að
það hafi bara verið í stutta
stund.
Amma var mikill grínisti og
fannst gaman að stríða fólkinu
sínu. Þegar amma bauð mér upp
á nýbakað brauð hló hún oft og
spurði mig hvort rabarbarasult-
an mín með brauði væri góð.
Amma sá það jákvæða í öllum
aðstæðum, var alltaf hlæjandi
með bros á vör. Hún gat verið
svolítill hrakfallabálkur. Ég man
þegar ég kom í heimsókn fyrir
nokkrum árum og fékk sjokk
þegar ég labbaði inn. Amma var
öll í marblettum á andlitinu, en
amma hló bara og sagðist hafa
dottið aðeins þegar hún var í
göngutúr með Sigga, Hebu og
Snorra. Hún sagði mér frá því
að hún hefði bara skemmt sér
vel á spítalanum að spjalla og
grínast í læknunum.
Ég gisti oft hjá ömmu og afa í
gegnum árin. Amma bauð okkur
afa upp á grjónagraut og ég bað
alltaf um miklar rúsínur, amma
gerði besta grjónagrautinn. Við
spjölluðum og spiluðum á kvöld-
ið og síðan bjó amma um fyrir
mig í sófanum inni í sjónvarps-
herbergi. Amma bjó alltaf svo
vel um fyrir mig og passaði sér-
staklega upp á að bæta fótagafl-
inum við endann á sófanum þeg-
ar ég varð eldri til þess að
tásurnar mínar myndu ekki
hanga út af. Þegar við horfðum
á sjónvarpið um kvöldið klapp-
aði hún síðan tásunum mínum.
Þegar ég fór að sofa fórum við
alltaf saman með bænirnar, síð-
an kyssti hún ennið mitt og
sagði góða nótt.
Uppáhaldsbænin okkar var
Vertu yfir og allt um kring, en
amma breytti henni í sína eigin
bæn sem er svo falleg.
„Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Svífi guðs englar hring eftir hring
yfir fjölskyldunni minni.“
Amma svífur nú yfir okkur og
passar upp á okkur alla daga.
Amma var viss um að það væru
alltaf verndarenglar með henni,
nú höfum við eignast okkar eig-
in verndarengil, fallegasta eng-
ilinn.
Við erum svo heppin að hafa
fengið að eiga ömmu að, alla
umhyggjuna og ástina sem hún
gaf okkur, og allar lexíurnar
sem hún kenndi okkur.
Amma mín, sólargeislinn
minn, ég mun elska þig og minn-
ast þín að eilífu.
Þín
Anna Júlía.
Við amma áttum einstakt
samband og það var alltaf stutt í
hláturinn hjá okkur, við skildum
hvor aðra svo vel og það var allt-
af gaman þegar við tvær vorum
saman. Ég fékk stundum „hug-
skeyti“ frá henni og keyrði til
hennar eftir skóla og þá tók hún
fagnandi á móti mér með vöffl-
um og spjalli.
Amma var einstakur karakt-
er, allir sem þekktu hana vissu
hversu yndislega og hlýja nær-
veru hún hafði. Hún lét ekkert
stoppa sig og sagði við sjálfa sig
á hverjum degi setningu sem
hún hafði frá mömmu sinni, „á
hverjum degi fer mér fram, á
hverjum degi, ég get, ég get, ég
get,“ og hún gat. Amma gerði
allt sjálf og það var sko ekki
hægt að stoppa hana, hún lenti
nokkrum sinnum uppi á spítala
eftir það, en alltaf hló hún og
sagði að einhver þyrfti að halda
uppi fjörinu og kallaði það bara
ævintýri.
Amma var minn stærsti
stuðningur og studdi mig í einu
og öllu, hvort sem það var í
íþróttum, skóla eða starfi. Allt
frá því að mæta á hverja keppni,
iðulega í sama lit og keppnis-
dressið mitt, fara yfir launaseðla
eða hjálpa mér með skóla-
ákvarðanir, verkefni og skóla-
gjöld.
En amma var einnig góður
hlustandi, það var alltaf hægt að
treysta á að fá góð ráð frá henni
og það vissu margir, enda mjög
vinamörg og átti vini alls staðar
að, á öllum aldri.
Ég veit að þú situr hress og
kát í hægindastólnum í Sólland-
inu og passar upp á okkur öll og
ég held áfram að vökva tréð.
Ég er svo þakklát að hafa
fengið að njóta þín öll þessi ár
og síðustu skilaboðin okkar mun
ég varðveita að eilífu, elsku
amma mín.
Þín gæsastelpa,
Sara Dögg.
Þegar ég kveð hana Siggu
systur mína hrannast upp minn-
ingarnar frá liðinni tíð. Sigga
var stóra systir okkar Mundu og
litum við alltaf upp til hennar og
leituðum til. Hún fór snemma að
heiman, fyrst á Héraðsskólann
að Laugarvatni og síðan til
Reykjavíkur. Þar fór hún að
vinna hjá Veðurstofu Íslands og
vann þar í mörg ár. Alltaf var
gaman að heyra röddina hennar
í útvarpinu þegar hún las veð-
urfregnirnar, hún hafði sérstak-
lega skýra rödd. Á Veðurstof-
unni kynntist hún eftirlifandi
eiginmanni sínum, Jóni A. Páls-
syni. Þau hófu búskap fyrst í
Reykjavík en síðan í Kópavogi
ásamt sonum sínum, Sigga og
Óla. Árið 1971 flutti mamma til
þeirra í Hrauntunguna. Mamma
átti þar góða ævidaga og naut
góðrar umönnunar og hlýju hjá
Siggu, Jóni og strákunum. Þær
mæðgur áttu vel saman, þær
sátu með prjónana sína, spjöll-
uðu og oft fóru þær með vísur
og höfðu gaman af. Sigga var af-
ar stolt af barnabörnunum sín-
um og studdi þau í þeirra áhuga-
málum. Hún sagði mér að hún
hefði ekki getað fengið betri
tengdadætur, þær væru eins og
hennar eigin dætur. Hún Sigga
sá jákvæðar hliðar á öllu, meira
að segja þegar hún var orðin
veik þá gat hún hlegið að ýms-
um atvikum í veikindum sínum.
Sigga var viss um að mamma og
Munda kæmu til að taka á móti
henni í Sumarlandinu og þá
yrðu fagnaðarfundir. Elsku
systir, ég á eftir að sakna allra
símtalanna og síðan tölvupóst-
anna þegar við gátum ekki leng-
ur talað saman í síma. Það var
ánægjulegt að þið Jón gátuð
verið saman í Sóltúni síðustu
mánuðina þína, þar var hugsað
vel um ykkur. Ég kveð þig elsku
systir með þakklæti fyrir öll ár-
in okkar saman og bið góðan
Guð að varðveita þig.
Elsku Jón, Siggi, Óli og fjöl-
skyldur, við Stebbi og fjölskylda
okkar sendum ykkur okkar
dýpstu samúðarkveðjur. Hvíl í
friði.
Þín systir,
Katrín.
Það var ekki slæmt að hefja
vinnu sem veðurfræðingur á
Veðurstofunni með Siggu Ólafs í
broddi fylkingar aðstoðarmanna
veðurfræðinga eins og starfið
hét í upphafi. Nú með mjög svo
breyttri tækni og fyrirkomulagi
heitir það náttúruvársérfræð-
ingur.
Starfið á þessum tíma var
eins og nú að hluta til, vöktun og
dreifing upplýsinga um veður og
önnur náttúrufyrirbæri og allt
þurfti meira og minna að vinn-
ast í höndunum. Þannig hefur
tölvutækni og öll sjálfvirkni
verulega breytt þessu starfi eins
og flestum öðrum. En þetta ger-
ist auðvitað ekki á einni nóttu og
það vissi Sigga svo sannarlega.
Sigga var miklum gáfum
gædd og hæfileikar hennar til að
tileinka sér nýjungar í starfinu
voru sem næst óþrjótandi. Hún
var ekki langskólagengin, en
greinilega með mjög góðan
grunn „úr Flóanum“ eins og hún
nefndi það oft í gríni. Hún fylgd-
ist náið með allri framþróun í
starfinu, kynnti sér reglur og
skrifaði leiðbeiningar fyrir sig
og aðra. Mér er minnisstætt
þegar öll tölvuvinnsla var komin
inn fyrir dyr Veðurstofunnar og
auglýst var eftir nýjum
yfirmanni tölvudeildar. Þessi
starfsemi hafði lengst af verið
aðallega á herðum eins eldri
veðurfræðings sem hafði allt í
höfðinu eins og þá tíðkaðist, og
því ekki mikið um leiðbeining-
arefni. Þarna tók Sigga sig til og
skráði niður alla tölvutengingar
og nærri skreið eftir hverri línu
til að finna út hvert og hvernig
skeytin dreifðust bæði innan- og
utanhúss. Svo þegar nýi yfir-
maðurinn mætti á svæðið var
hún búin að kortleggja tölvu-
samskiptin og þær náðu vel
saman.
Gamla starfsheitið var eigin-
lega mjög lýsandi fyrir Siggu.
Hún var alltaf svo umhyggju-
söm og til í að aðstoða á alla
vegu hvort sem um var að ræða
nýja aðstoðarmenn, veðurfræð-
inga eða aðra.
Þar sem vöktunarstarf byggir
mikið á tarnavinnu sem gátu
gefið af sér lausar stundir inni á
milli, var ekki slegið slöku við
því Sigga hafði líka á sinni
könnu um tíma að gera vakta-
skrár. Hvenær sem laus stund
var þar fyrir utan prjónaði hún
af kappi fyrir Handprjónasam-
bandið til að eiga fyrir sólar-
landaferð með Jóni sínum.
Að lokum vil ég þakka Siggu
fyrir yndislegan tíma, gleðina,
jákvæðnina og dýrmæta vináttu.
Ég sendi mínar bestu sam-
úðarkveðjur til Jóns, Sigga og
Óla og fjölskyldunnar allrar.
Unnur Ólafsdóttir.
Sigga mín er dáin, Sigga okk-
ar allra. Ég sem var full af orku
og vildi halda áfram með verk-
efnin mín, varð á einu augna-
bliki aflvana. Sorg og söknuður
fyllti hjarta mitt. Ég hvarf inn í
þögnina.
Mér varð hugsað til sam-
skipta okkar síðastliðið sumar.
Þau voru dýrmæt fyrir okkur
báðar.
Hjartað mitt er fullt af þakk-
læti. Takk, Sigga mína, fyrir
allt.
Í mínum huga var Sigga kjöl-
festan á spádeild Veðurstofunn-
ar þau rúmlega 20 ár sem ég
fékk að vera samferða henni í
starfi. Hún var einhvern veginn
allt um kring. Hún gekk vaktir
eins og við hin en vann þess á
milli við vaktaskrár og launa-
útreikninga fyrir bæði veður-
fræðinga og aðstoðarmenn.
Sigga minnti mig á áhuga sinn á
krossgátum í samskiptunum í
sumar sem leið. „Það er nefni-
lega eins og að ráða krossgátu
að setja saman vaktaskrá svo
allir séu sáttir,“ sagði hún. Þá
krossgátu leysti hún af einstakri
útsjónarsemi, alúð og nærgætni
við hvert og eitt okkar. Takk
fyrir það.
Sigga var afskaplega heil-
steypt manneskja, bæði vel gef-
in og vel gerð. Það var henni
áskapað að styðja og styrkja
sem var ómetanlegt fyrir nýja
starfsmenn deildarinnar. Við
hófum mörg hver starfsferil
okkar á flugveðurdeild Veður-
stofunnar í Keflavík. Það gerði
hún líka sjálf að vori til árið
1950 en þá var hún aðeins 17 ára
gömul. Ég minnist þess þegar
ég byrjaði að vinna á spádeild-
inni í Reykjavík árið 1979. Hún
tók á móti mér eins og engill af
himni sendur. Ég kveið svo fyrir
að lesa í útvarp. Sigga hjálpaði
mér og kenndi mér margt. Takk
fyrir það.
Við vinnufélagarnir af spá-
deildinni erum alveg sérstakur
hópur. Ég hugsa að okkur þyki
öllum vænt hvert um annað
enda verið límd saman í áratugi.
Þau Jón og Sigga hafa sennilega
kynnst á Veðurstofunni í Kefla-
vík án þess að ég viti það til fulls
en Jón Pálsson, eiginmaður
hennar, var líka einn af góðum
vinnufélögum mínum á spádeild-
inni í Reykjavík.
Sigga og Veðurstofan, alveg
óaðskiljanlegt í mínum huga.
Góðir tímar, birta og gleði. Hún
var alltaf kát. Ég held að hún
hafi bæði elskað starfið sitt og
okkur öll. Þannig líður mér með
hana. Ég á henni persónulega
mikið að þakka og ber óumræði-
lega virðingu og elsku til hennar
í huga mínum og hjarta.
Guð varðveiti þig elsku Sigga
mín, ég hlakka til að hitta þig á
himnum þegar við verðum báðar
búnar að fá vængi. Það verður
gaman að fá að fljúga með þér
um bláan himininn í kringum
góðviðrisbólstrana.
Innilegar samúðarkveðjur frá
okkur Guðmundi til Jóns, Sigga,
Óla og fjölskyldna þeirra.
Stella Gróa Óskarsdóttir.
Sigríður
Ólafsdóttir