Morgunblaðið - 26.03.2021, Page 25

Morgunblaðið - 26.03.2021, Page 25
inn á hvaða siglingu hann var, en aldrei brást að honum tækist að hnýta saman lausa þræði undir lokin með upplýsandi ályktun. Þegar Jónas sagði: „Sjáðu til,“ eða „En gættu að því,“ var von á andlegu ferðalagi sem ávallt var endurnærandi, oft beinlínis hjartastyrkjandi. Jónas á skilið betri eftirmæli en ég er fær um að hnoða saman í knöppu máli. En eitt hlýt ég þó að nefna aftur og staldra við: Dómgreind Jónasar. Ég var svo sannarlega ekki sá eini sem nýtti mér þá gáfu hans. Þegar erfið- leikar steðjuðu að, og sundin virt- ust lokuð þá, - já þá var einboðið að heyra í Jónasi. Skipstjórinn sá strax inn að kjarna. Sjaldan var langt liðið á samtalið þegar mað- ur spurði sjálfan sig: „Bíddu við, hvers vegna kom ég ekki auga á þennan flöt á málinu? Hann blas- ir við!“ Jónas tók ásamt Snjó- laugu, sínum trausta lífsföru- nauti, virkan þátt í lífinu, og saman eignuðust þau fimm mannvænleg börn og lögðu grunn að sístækkandi ættboga. Það er mikill skóli fyrir hugsandi mann að eignast svo góða fjöl- skyldu. Hann nam hið flókna stafróf raunveruleikans af lífinu sjálfu. Braut líka heilann um Bók bókanna og lagði eigin skilning í leyndardóma hennar. Mann- ræktarsamtök stundaði hann í áratugi. Og með skipsfjöl undir fæti, bar hann ábyrgð á afla og áhöfn, og fékk næði til að hugsa í löngum útilegum. Eftir að hann setti aðra löppina á þurrt, var honum áfram trúað fyrir ábyrgð- arstöðum. Allt efldi dómgreind- ina sem var honum svo eðlislæg. En meginskýringin á mannskiln- ingnum lá í góðmennsku Jónasar. Hann átti til það sem gömlu spekingarnir nefndu visku hjart- ans. En hjartagæskan er dóm- greindinni það sem foreldraástin er ungviðinu: Ástúðlegur vegvís- ir sem ljúft er að fylgja. Jónas minn, við vitum ekki hvort gott diplóma úr skóla lífs- ins opni manni dyr að handan- heimum. En við leyfum okkur að vona. Lífið er ein risastór opin spurning. Þú ert sannarlega vel búinn undir að ræða eilífðarmálin gefist tækifæri til þess. Ég veit að þar munt þú standa uppréttur, höfðingjadjarfur og laus við und- irmálskennd. Við sem eftir stönd- um huggum okkur við að sjá svip þínum, björtum og hreinum, bregða fyrir í glæsilegum hópi af- komenda ykkar Snjólaugar. Og við munum líka varðveita minn- inguna um góðan dreng í hjörtum okkar þar sem aldrei mun kalka að henni. Guð blessi góðan dreng. Róbert H. Haraldsson. Í dag kveðjum við Gídeon- menn með þakklæti fyrir virka þátttöku góðan félaga. Jónas Þór Jakobsson er farinn heim til Drottins. Jónas var félagi í Gí- deonfélaginu í 19 ár og nutum við félagar hans í Suðurnesjadeild- inni þess að hann tók virkan þátt í starfi félagsins. Þau eru mörg börnin sem tekið hafa við Nýja testamentinu úr hendi hans und- anfarna tvo áratugi. Það var allt- af gaman að fara með honum í grunnskólana á Suðurnesjum til að afhenda 10 ára grunnskóla- börnum bókina. Þar náði hann vel til barnanna með sinni ljúfu framkomu. Jónas var þægilegur í samskiptum, tók trúfastlega þátt í félagsstarfinu og var áhugasam- ur um framgang félagsins. Hann gegndi trúnaðarstörfum fyrir Gí- deondeildina á Suðurnesjum og sinnti þeim af kostgæfni. Með þessum línum vilja félagar í Gí- deondeildinni Suðurnes þakka góða samfylgd og samstarf. Við vottum eiginkonu hans, Snjólaugu P. Sveinsdóttur, og fjölskyldu þeirra okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Jón- asar Þórs Jakobssonar. f.h. Gídeondeildarinnar Suður- nes, Leifur A. Ísaksson og Sveinn Valdimarsson. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021 ✝ Leifur Ísleifsson fæddist í Reykjavík 23. maí 1934. Hann lést 19. mars 2021. Foreldrar Leifs voru Ísleifur Jóns- son kaupmaður í Reykjavík, f. 4. apríl 1899, d. 3. mars 1981, og Svanlaug Bjarnadóttir, f. 11. október 1905, d. 18. mars 1982. Systkini Leifs eru: Bjarni, f. 11. nóvember 1927, var kvæntur Báru Vilbergs, f. 28. janúar 1929, d. 22. maí 1996; Jón, f. 4. mars 1930, var kvæntur Guð- rúnu Lillý Steingrímsdóttur, f. 6. maí 1931, d. 12. nóvember 2006; Nanna Lovísa, f. 28. sept- ember 1937, var gift Lárusi Lár- ussyni, f. 19. maí 1931, d. 24. jan- úar 1968. Sambýlismaður hennar er Óskar Karlsson. Leifur kvæntist Bergljótu Halldórsdóttur hinn 10. sept- ember 1955. Bergljót fæddist 15. febrúar 1938 og dvelur nú á Vífilsstöðum. Hún er dóttir hjónanna Halldórs Símonarson- ar stýrimanns, f. 9. júlí 1897, d. 25. nóvember 1986, og Ólu Guð- rúnar Magnúsdóttur, f. 23. mars 1916, d. 18. júlí 2000. Systur henn- ar eru: Margrét f. 25. janúar 1937, var gift Axel Jóns- syni, f. 6. júni 1930, d. 22. ágúst 2010; Ásdís, f. 17. júlí 1940, gift Kristjáni Eyjólfs- syni, f. 19. ágúst 1942. Synir þeirra eru: 1) Halldór, f. 22. febrúar 1955. Börn hans og fyrrverandi eiginkonu, Ingbjargar Ólafsdóttur, f. 15. maí 1958, eru Bergljót Björk, f. 14. júní 1977, Sara Lovísa, f. 29. júní 1984, og Katrín Rut, f. 27. maí 1994. Sam- býliskona Halldórs er Majumi Maja Yamada. 2) Grétar, f. 14. september 1957. Börn hans og fyrrverandi eiginkonu, Jónu Sæmundsdóttur, f. 19. mars 1958, eru Sóley, f. 10. júlí 1980, Sigurveig, f. 4. júlí 1985, og Leifur, f. 11. apríl 1988. Eig- inkona Grétars er Anna Linda Aðalgeirsdóttir, f. 20. sept- ember 1954, og stjúpbörnin María, f. 4. júlí 1979, og Eva, f. 27. júní 1986. 3) Trausti, f. 18. október 1959. Hann er kvæntur Guðbjörgu Jónsdóttur, f. 31. Ég kynntist Leifi Ísleifssyni fyrir hartnær 44 árum. Ég var bara unglingur í menntaskóla rétt um sautján ára, þegar ég tók að venja komur mínar í Haða- landið til að hitta Trausta, sem er einn af fimm sonum Leifs og Bebbu. Leifur var svipsterkur mynd- armaður með þykkt dökkt hár og sterk gleraugu með kassalegri svartleitri umgjörð. Hann hafði haft gleraugu frá unga aldri með miklum mínusstyrk. Síðar fór hann í tvær augnaðgerðir með 20 ára millibili. Eftir það fékk hann eðlilega sjón og þurfti ekki að nota gleraugu. Hann kunni samt ekki við sig án gleraugna og var iðulega með gleraugu sem höfðu lítinn eða engan styrk. Leifur hafði að geyma sterkan persónuleika og ákveðnar skoð- anir. Ég var feimin við hann til að byrja með og fannst erfitt að kynnast honum en það átti nú eft- ir breytast. Það var mikil hlýja og manngæska undir yfirborðinu og smátt og smátt myndaðist traust og vinátta á milli okkar, sem varð órjúfanleg. Tengdapabbi var mikill mat- maður, hafði gaman af að kaupa í matinn og lét oft vita hvar væri hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu vörum. Það var sannarlega oft glatt á hjalla í Haðalandinu þegar Bebba og Leifur buðu öllum strákunum sínum og þeirra fólki í mat. Leif- ur með svuntuna að stússast í eldhúsinu jafnvel með góðan djass á fóninum. Leifur hafði yndi af djassi og spilaði með putt- unum eftir taktinum þegar sá gállinn var á honum, allt fram á það síðasta. Þau hjónin eignuðust sum- arbústað austur í sveitum, þar áttu þau ljúfar stundir og geisl- uðu bara við tilhugsunina að skreppa upp í bústað. Leifur kom mér oft skemmti- lega á óvart með sínum óútreikn- anlega leiftrandi húmor og alltaf fylgdi blik í augum. Hann gat verið þrjóskur og ef hann beit eitthvað í sig varð honum ekki haggað. Nú seinni ár spjölluðum við oft saman um lífið og tilveruna. Hann brann fyrir velferð afkom- endanna og vil ég þakka Leifi gott veganesti sem hann gaf mér og mínum. Með æðruleysi tók hann veik- indum sínum og óttaðist ekki dauðann. Það þurfti ekki mörg orð, við vissum það og fundum. Hann vildi ekki vera með neina fyrirhöfn varðandi andlátið og helst hafa kveðjustundina á mjög lágstemmdum nótum en himna- faðirinn ákvað nú samt að hefja eldgos í Fagradalsfjalli sama dag og Leifur kvaddi þennan heim, svona honum til heiðurs. Leifur hefði haft gaman af því. Þó að samverustundir og sam- töl okkar Leifs verði ekki fleiri þá mun minningin um góðar og ómetanlegar stundir varðveitast. Ég þakka samfylgdina, vertu sæll að sinni kæri tengdapabbi. Guðbjörg Jónsdóttir. Afi var af gamla skólanum, hann var virðulegur og sýndi öðr- um virðingu. Hann var líka vinnusamur, jafnt í fyrirtækja- rekstri og þegar hann plægði kartöflugarðinn í Haðalandinu. Hann titlaði sig oft sem stórkart- öflubónda Fossvogsins enda var alltaf stutt í glettni hjá afa. Afi var húmoristi og naut þess að koma öðrum til að hlæja. Þegar afi grínaðist læddist fram fallegt smitandi bros og blik í auga. Við vorum þeirrar gæfu að- njótandi að búa í næstu götu við afa Leif og ömmu Bebbu. Það var því stutt að fara yfir til þeirra og alltaf var þar tekið vel á móti okk- ur. Apaís, klukkuhljómur og hlýtt andrúmsloft einkenndi þær heimsóknir. Afi var mikill mat- gæðingur. Við eigum margar sterkar minningar af afa með svuntuna reimaða um sig þar sem hann grillar í bílskúrnum eða hrærir í aspassúpunni frægu í hinum fjölmörgu fjölskylduboð- um sem fram fóru í Haðalandinu. Afa Leifi leiddist heldur ekki að koma í mat yfir til mömmu og pabba. Að lokinni máltíð þakkaði hann ætíð fyrir sig með sínum einkennisorðum, „þetta var al- gjört nammi namm“. Afi kenndi okkur líka að skála af virðingu, en lykilatriðið er að horfa í augu allra þeirra er sitja við matborðið eftir að glösunum hefur verið lyft. Það getur tekið dágóðan tíma og gjarnan hlegið áður en yfir lýkur. „Gangi ykkur allt í haginn elskurnar mínar“ – Þetta var ávallt kveðjan hans afa til okkar og okkar fólks og með þessum orðum hugsum við hlýlega til afa okkar. Takk fyrir allt elsku afi, megir þú hvíla í friði. Jón Árni, Bjarki og Bergþór. Kveðja frá Kaupmanna- samtökum Íslands Leifur Ísleifsson, forstjóri Ís- leifs Jónssonar hf., lést að morgni 19. þ.m. tæpra 87 ára. Ísleifur Jónsson hf. er 100 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki, stofnað af Ís- leifi, föður Leifs, árið 1921. Það hefur alla tíð verið leiðandi í sölu á hágæða hreinlætisvörum og vörum til pípulagna hvers konar. Leifur tók við fyrirtækinu af föð- ur sínum. Leifur var farsæll stjórnandi, mikill nákvæmnis- maður í hvívetna, góðviljaður með afbrigðum og kom vel fram við alla sem hann umgekkst. Þetta fór ekki fram hjá neinum sem þekktu til Leifs. Það var því mikið leitað til hans um að taka að sér hin ýmsu mál innan versl- unargeirans. Hann þótti traustur þegar kom að fjármálum, enda góður bókhaldsmaður. Kaup- menn innan hans sérgreinar kusu Leif til setu í stjórn Félags búsá- halda- og járnvörukaupmanna, hvar hann sat í mörg ár og var formaður félagsins um árabil. Leifur tók sæti í framkvæmda- stjórn Kaupmannasamtaka Ís- lands, var gjaldkeri samtakanna lengi vel. Leifur var tillögugóður og fylginn sér og lagði áherslu á að mál næðu fram að ganga. Kaupmenn tilnefndu Leif til setu í bankaráði Verslunarbanka Ís- lands hf. og sat hann í því allt þar til bankinn var sameinaður öðr- um bönkum. Leifur var sæmdur gullmerki Kaupmannasamtak- anna fyrir langt og farsælt starf innan þeirra í áratugi. Lávarðadeildin Nokkuð á þriðja tug ára eru liðin síðan tæplega 20 eldri kaup- menn stofnuðu með sér kaffi- klúbb. Sá fékk fljótlega nafnið Lávarðadeildin. Allt þar til á sl. ári var fundað mánaðarlega, eða þar til hlé var gert vegna Co- vid-19. Samband er þó stöku sinnum með símtölum og tölvu- póstum. Fundirnir eru orðnir á þriðja hundraðið, bókaðir fundir eru 197. Leifur var hrókur alls fagnað- ar á þessum fundum. Ávallt glað- ur og kátur og kom oft með á blaði ýmsar sögur frá fyrri árum hans og úr nútímanum. Seinustu árin var Leifur varaformaður okkar Lávarðanna, sem nú „eina ferðina enn“ horfa á eftir góðum félaga. Leifur var vinur okkar allra. Við sendum aðstandendum Leifs innilegar samúðarkveðjur. Ég vil fyrir hönd okkar stjórn- armanna Kaupmannasamtaka Íslands senda frú Bergljótu Hall- dórsdóttur, eiginkonu Leifs, son- um þeirra og öðrum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur. Góður drengur er kært kvaddur. Ólafur Steinar Björnsson. Leifur Ísleifsson desember 1959, og börn þeirraeru Jón Árni, f. 9. mars 1984, Bjarki, f. 22. apríl 1989, og Bergþór, f. 30. september 1994. 4) Ísleifur, f. 20. apríl 1965. Fóst- urbörn hans og fyrrverandi sambýliskonu, Erlu Péturs- dóttur, f. 25. júlí 1959, eru Sylvía Rut, f. 25. júlí 1977, Arna Kristín, f. 16. desember 1981, Alexandra, f. 12. ágúst 1988, og Birgitta Maren, f. 16. nóvember 1995. Sambýliskona Ísleifs er Gróa Ásgeirsdóttir, f. 17. apríl 1995, og sonur hennar er Ólafur Ásgeir, f. 22.12. 1993. 5) Lárus, f. 6. nóvember 1970, er kvæntur Arnfríði N. Mathiesen, f. 1. nóv. 1980, og börn þeirra eru 1) Ís- leifur Jón, f. 9. desember 2005, 2) Sigurður Ernir, f. 8. ágúst 2008, og 3) Arney Fjóla, f. 16. júlí 2015. Leifur ólst upp á Túngötunni í Vesturbæ Reykjavíkur. Fór í Verslunarskólann og hóf síðan störf hjá föður sínum Ísleifi Jónssyni og starfaði í fjölskyldu- fyrirtækinu allan sinn starfs- feril. Jafnframt störfum sínum í versluninni sinnti hann trún- aðarstörfum fyrir Kaupmanna- samtök Íslands, Félag bygging- arefnakaupmanna, Verslunar- ráðið og Verslunarbanka Ís- lands. Útför Leifs verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 26. mars 2021, kl. 15. Síminn hringir og áður en ég næ að segja halló, þá heyri ég: „Hæ, er ég að trufla?“ Þessi setn- ing var lýsandi fyrir hana Maríu, vinkonu mína, því hún var svo fjarri því að vilja láta hafa fyrir sér, sem kom svo sannarlega enn frekar í ljós í gegnum veikindi hennar. Það hvarflaði oft að mér að hún hefði getað verið höfundur æðruleysis. Við tvær hittumst fyrst, þá rétt orðnar sex ára, við vorum settar við hlið hvor annarrar og þá óraði okkur ekki fyrir að líf okkar yrði fléttað saman næstu 43 árin. Og þrátt fyrir lífsins ólgusjó og öll þau verkefni sem okkur er gert að takast á við í þessu lífi hélst þessi strengur. María var ekki gefin fyrir að láta hafa fyrir sér, hún var dul, sanngjörn, fróðleiksfús og með eindæmum listræn. Hún var fag- urkeri mikill, lærði förðun sem við vinkonurnar nutum góðs af. Þá hafði hún afar mikinn áhuga á fötum og tísku, keypti heilu farm- ana af Vogue-blöðum á unglings- aldri og hófst svo handa við að sauma nýja flík eða breyta göml- um í nýjustu tísku. Minningarnar hrannast upp þegar ég hugsa til baka. Þegar við vorum 14 ára fórum við á myndina The Color Purple og hafði sagan og tónlistin djúp áhrif á okkur báðar, sérstaklega eitt lagið, sem við gátum með engu móti munað hvað hét. En við lögðum það á okkur, sem og starfsmann Skífunnar, að raula taktinn, sem skilaði engum ár- angri. Síðar komumst við að því að lagið heitir Miss Celie’s Blues, sungið af Tata Vega, og hlustuð- um við óspart. Þessi minning var Guðmunda María Guðmundsdóttir ✝ Guðmunda María Guð- mundsdóttir fædd- ist 1. júní 1972. Hún lést 12. mars 2021. Útförin fór fram 24. mars 2021. mér horfin þangað til fyrir nokkrum dögum, og nú þegar ég hlusta á textann þá er hann um margt lýsandi fyrir vináttu, sem við vor- um svo sem ekkert að velta fyrir okkur á þeim tíma. 2018 veiktumst við báðar og eins óvelkominn og þessi vágestur var færðumst við nær hvor annarri. Við meira að segja skelltum okkur til Tenerife, María í lyfjameðferð og ég nýbú- in í minni. Þar lágum við í sólbaði allan daginn og þurftum hálfpart- inn að flýja ströndina eftir tvo daga, því við fengum ekki af okk- ur að segja nei við endalausum tilboðum um nudd og þar fór María í fararbroddi, við einfald- lega fundum svo til með nudd- konunum og vissum að þær ættu ekki endilega gott líf. Sumarið 2019 fengum við María okkur tattú sem segir „lífið er núna“ en þetta gerðum við á afmælisdeginum hennar, hinn 1. júní, á sólríkum sumardegi og er minning sem yljar mér um hjartarætur. Síðustu þrjú ár hafa verið þrautaganga sem María tókst á við af æðruleysi. Ósjaldan þegar ég kom til hennar undir það síð- asta spurði hún alltaf hvernig ég hefði það, sonur minn eða aðrir ættingjar. Hennar einkunnarorð voru í gegnum þetta allt „ég verð að vera þolinmóð“. Elsku hjartans María mín, takk fyrir að hafa ávallt gefið þér tíma fyrir mig á mínum bestu og verstu stundum. Ég fæ ekki skilið að það sé komið að leiðarlokum í bili, en sumarlandið er þitt núna. Ég kveð þig með trega og hlusta á Miss Celie’s Blues. Elsku hjartans Melkorka mín, Elmar Eron, Jenný, Guðmundur, Helga og Róbert, hjartans sam- úðarkveðjur til ykkar. Þórunn Unnarsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA ÓLAFSDÓTTIR STOLZENWALD, fyrrum til heimilis í Nestúni 10, Hellu, verður jarðsungin frá Oddakirkju laugardaginn 27. mars klukkan 13. Vegna samkomutakmarkana er athöfnin aðeins opin boðsgestum, en henni verður útvarpað við kirkjuna og streymt. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlát eða www.ebkerfi.is/streymi Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, systir, amma og langamma, SIGURÁST INDRIÐADÓTTIR, Ásta á Leirá, sem lést 13. mars, verður jarðsungin frá Leirárkirkju mánudaginn 29. mars klukkan 14. Í ljósi aðstæðna verður útförin aðeins fyrir nánustu aðstandendur. Útförinni verður streymt á hlekknum: www.akraneskirkja.is https://www.youtube.com/watch?v=l1x6wSbUa5c Minningarathöfn verður auglýst síðar. Hallfríður Kristinsdóttir Björn Jónsson Björg Kristinsdóttir Júlíus Birgir Kristinsson Svanhvít M. Aðalsteinsdóttir Hafdís Kristinsdóttir Þór Ægisson Ásgeir Örn Kristinsson Anna Leif Auðar Elídóttir Ragnheiður Kristinsdóttir Óskar Helgi Guðjónsson Sigrún Magnúsdóttir Jón Helgason Ólafur Indriðason Björk Snorradóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.