Morgunblaðið - 26.03.2021, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021
✝
Stefán Guð-
mundur Þor-
leifsson fæddist á
Norðfirði 18. ágúst
1916. Hann lést á
hjúkrunardeild
Fjórðungssjúkra-
hússins í Neskaup-
stað 14. mars
2021.
Foreldrar hans
voru Þorleifur Ás-
mundsson, f. 11.
ágúst 1889 d. 10. október 1956,
og María Jóna Aradóttir, f. 4.
maí 1895, d. 15. desember 1973,
Naustahvammi Norðfirði.
Stefán var fjórði í röð 14
systkina. Systkini Stefáns eru:
Þóra Aðalheiður, f. 18. október
1912, d. 12. júlí 2006, Ari Ás-
mundur, f. 3. nóvember 1913, d.
24. janúar 2005, Guðni, f. 4.
október 1914, d. 10. október
2002, Ingvar, f. 8. október 1917,
d. 24. febrúar 1963, Gyða Fann-
ey, f. 20. júlí 1919, d. 15. ágúst
2009, Lukka Ingibjörg, f. 8.
ágúst 1921, d. 11. maí 2016,
Lilja Sumarrós, f. 30. október
1923, d. 26. febrúar 2014, Guð-
björg, f. 1. desember 1924, Ásta
Kristín, f. 7. október 1926, d. 1.
september 2020, Friðjón, f. 13.
ágúst 1928, d. 26. janúar 2004,
börn hans eru: Hörður Steinar,
f. 8. október 1975, eiginkona
hans er Sólveig Friðriksdóttir,
f. 26. september 1976, dætur
þeirra eru: Sóley Birta, f. 10.
mars 1999, Ásdís Guðfinna, f.
12. september 2006, og Hrafn-
hildur Sara, f. 5. janúar 2012.
Sigurjón kvæntist Raqul Pfeiff
(slitu samvistum), dætur þeirra
eru: Christine Stefansson
Pfeiff, f. 21. ágúst 1984, gift
Gary Kaglmacher, dætur þeirra
eru Ava Sophie, f. 4. maí 2014,
og Amélie, f. 23. maí 2018.
Karina Stefansson Pfeiff, f. 12.
júlí 1986.
3) Þorleifur, f. 4. september
1955, giftur Helgu Magn-
úsdóttur, f. 29. maí 1957. Dóttir
Helgu er Selma Aradóttir, f. 14.
mars 1974. Dætur Selmu eru:
Margrét Tinna G. Petersson, f.
9. maí 1991, d. 16. október
2012, og Saga Marie Petersson,
f. 24. júlí 2001. Sonur Þorleifs
og Helgu er Stefán Grétar, f.
12. febrúar 1987, kvæntur Mar-
inu Ravn Lind Pedersen, f. 1.
mars 1985. Synir þeirra eru
Bastian Ravn, f. 18. september
2015, og Júlíus Ravn, f. 12. júlí
2017.
4) Vilborg, f. 27. apríl 1961,
gift Stefáni Má Guðmundssyni,
f. 18. júlí 1961, d. 13. mars 2017.
Sonur Vilborgar er Sævar
Steinn Friðriksson, f. 18. júní
1997, sambýliskona hans er
Hildur Irena Guðnýjardóttir, f.
18. janúar 2000. Dóttir þeirra
er Andrea Von, f. 28. febrúar
2019.
Stefán hóf nám í Héraðsskól-
anum á Laugarvatni árið 1937.
Þaðan lá leiðin í Íþróttakenn-
araskólann á Laugarvatni og
lauk hann þaðan íþróttakenn-
araprófi árið 1940. Hóf hann
strax að námi loknu að þjálfa
og kenna íþróttir í heimabyggð.
Stefán var drifkraftur í fjöl-
mörgum framfaramálum í Nes-
kaupstað, m.a. byggingu sund-
laugarinnar sem hann síðan
veitti forstöðu til margra ára. Á
100 ára afmæli Stefáns var
sundlaugin nefnd Stefánslaug
honum til heiðurs.
Hann var varaformaður
byggingarnefndar Fjórðungs-
sjúkrahússins í Neskaupstað og
síðan forstöðumaður þess í 30
ár.
Stefán hlaut í gegnum tíðina
fjölda viðurkenninga fyrir störf
sín að íþrótta- og félagsmálum
og var m.a. sæmdur fálkaorð-
unni árið 1983.
Útför Stefáns verður gerð
frá Norðfjarðarkirkju í dag, 26.
mars 2021, klukkan 14.
Streymt verður frá útför,
stytt slóð:
https://tinyurl.com/3rb2smf8
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Guðrún María, f.
27. október 1930,
Sigurveig, f. 14.
febrúar 1933, d. 13
janúar 2009, Vil-
hjálmur Norðfjörð,
f. 18. janúar 1936.
Stefán kvæntist
hinn 31. desember
1945 Guðrúnu Sig-
urjónsdóttur, f. 30.
maí 1925, d. 19.
desember 2013.
Börn þeirra eru:
1) Elínbjörg, f. 23. október
1945, gift Þórarni Smára, f. 22.
febrúar 1943, börn þeirra eru:
tvíburar Smárasynir, f. 6. febr-
úar 1965, d. 7. febrúar 1965,
Guðrún Smáradóttir, f. 27. júlí
1966, gift Guðmundi R. Gísla-
syni, f. 19. febrúar 1970, dætur
þeirra eru: Eyrún Björg, f. 30.
júlí 1995, sambýlismaður henn-
ar er Björn Þór Björnsson, f.
24. maí 1994, sonur þeirra er
Eyleifur Oddi, f. 6. júlí 2020.
María Bóel, f. 8. júlí 2001. Vil-
helmína S. Smáradóttir, f. 11.
júlí 1974, sambýlismaður henn-
ar er Svanberg Guðleifsson, f.
19. júní 1970, börn þeirra eru:
tvíburarnir Ólafía Ósk og Elm-
ar Örn, f. 2. janúar 2003.
2) Sigurjón, f. 4. ágúst 1947,
Kveðja til afa
Sóley í túnfæti
við fallegan fjörð.
Þú elskar fólk þitt
og móður jörð.
Með orku og lífsgleði,
dugnað’ og dug.
Þú komst ýms’ í verk
með samvinnu og dug.
Með þakklæti og hlýju
við hugsum til þín.
Með bros á vör
og fallega sýn.
Á móti þér tekur
elsku amma.
Í golf og á skíði
þið farið á ný.
Ó, elsku afi
við kveðjum þig nú.
Takk fyrir allt,
þína aðstoð, ást og trú.
(Vilhelmína S. Smáradóttir)
Elmar Örn og Ólafía Ósk
Svanbergsbörn.
Elsku afi. Þegar ég lít um öxl
og fer yfir mitt æviskeið þá ert
þú þar alltaf eins og klettur við
hlið mér. Hvattir mig og hrós-
aðir mér en leiðbeindir líka á
rétta braut og réttir fram hönd-
ina þegar ég hafði hrasað og
hjálpaðir mér á fætur.
Við eigum ótal minningar
saman enda var ég oft eins og
skugginn þinn fyrstu árin mín.
Alla aðfangadaga keyrðum
við um bæinn og bárum út jóla-
kort. Í minningunni þá finnst
mér að þið amma hljótið að hafa
skrifað kort til allra í bænum,
svo stór var bunkinn. Líka allir
hinir bíltúrarnir og allar sög-
urnar sem þú sagðir mér. Við
gátum líka talað saman um það
sem okkur lá á hjarta, hverju
mætti breyta og hvað mætti
gera betur. Sumt skildi ég ekki
þá en geri það í dag.
Sama hvert ég lít þá er alltaf
eitthvað sem vekur minningar
um þig, hvort sem það eru bygg-
ingar, fjaran, að horfa í átt að
Sandvík eða bara skíðin mín
hangandi inni í bílskúr. Alls
staðar eru minningar, góðar
minningar.
Fyrstu ár skólagöngu minnar
fór ég oft upp á skrifstofu til þín
og mömmu eftir skóla. Við
spjölluðum saman og ég fór
stundum í skrifstofuleik. Þegar
ég fór að læra tungumál í grunn-
skóla hjálpaðir þú mér mikið.
Þú kenndir mér líka að synda,
spila golf og á skíði. Þú skráðir
mig á fyrsta skíðamótið og eftir
góða frammistöðu á því móti
fórstu með mig og keyptir
handa mér keppnisgræjur. Eftir
það var ekki aftur snúið, skíða-
ferðirnar okkar urðu óteljandi.
Á leiðinni upp á Skarð sóttir þú
mig alltaf, helgi eftir helgi, vet-
ur eftir vetur, ár eftir ár. Salíb-
unurnar okkar niður í Dalakofa
til ömmu voru ævintýralegar. Á
seinni árum sótti ég þig og þú
komst með mér, Elmari Erni og
Ólafíu Ósk á skíði. 87 ára aldurs-
munur á þér og þeim en þú
sýndir það margoft að aldur er
bara tala á blaði og afstætt hug-
tak.
Eins og mér sýndir þú börn-
unum mínum mikinn áhuga og
stuðning. Þú og Elmar Örn átt-
uð golfáhugann sameiginlegan
og fóruð inn á golfvöll að spila
saman og það sem þið Ólafía
gátuð setið saman og spjallað
um sund, sundtækni, markmið
og tíma. Þú fylgdist svo vel með
henni í öllum keppnisferðum,
hvattir hana til dáða og styrktir.
Alltaf þegar við Svanberg og
krakkarnir komum til þín gafstu
þér góðan tíma og spjallaðir um
allt milli himins og jarðar. Þú
varst með svo yndislega nær-
veru, jákvæður og hvers manns
hugljúfi.
Auðvitað vissi ég alltaf að það
kæmi að þessum tímamótum þó
svo að í eigingirni minni hefði ég
viljað hafa þig hjá mér allt mitt
líf.
Ég veit að það var tekið vel á
móti þér í Sumarlandinu, Gunna
amma, fjölskyldan þín og vinir
fylgdust öll með langhlaupi þínu
og tóku á móti þér með opnum
örmum þegar þú komst í mark
en ég grét.
Ég get aldrei sagt það nógu
oft hversu þakklát ég er að hafa
haft þig í lífi mínu, að þú værir
afi minn sem hélt utan um mig
og kenndir mér svo margt sem
ég hef reynt að tileinka mér.
Ég á þér svo margt að þakka í
lífinu sjálfu og hver ég er í dag.
Elsku afi, ég mun sakna þín
alla tíð og mun minnast þín með
hlýleika og bros á vör. Einn dag-
inn hittumst við á ný og þá skell-
um við okkur aftur á skíði, það
verður fjör.
Vilhelmína S. Smáradóttir.
Elsku langafi og langalangafi.
Takk fyrir samveruna, innblást-
urinn og hvatninguna.
Ég hef stundum sagt að til-
vist þín hafi skekkt heimsmynd
mína. Ég glotti ósjálfrátt þegar
fólk sagði mér frá öldruðum
skyldmennum sínum af því þú
varst alltaf eldri en líka spræk-
ari. Þú varst engum líkur og ég
var alltaf svo stolt af þér.
Framtíðarsýn þín og kraftur
hafa kennt mér að aldur er af-
stæður og maður getur allt sem
maður ætlar sér. Þá er mikil-
vægt að setja sér skýr markmið
og vinna að þeim en engu að síð-
ur er fjölskyldan alltaf númer
eitt.
Mér þykir svo vænt um að þið
Eyleifur Oddi sonur minn hafið
fengið að hittast og þá þótti mér
afskaplega fallegt það sem þú
sagðir þegar þú hittir hann
fyrst. „Þetta er framtíðin! Vel-
kominn í heiminn!“ Ég hlakka
til að segja honum frá þér.
Ég lærði svo margt af þér
elsku langafi. Það er hin mesta
gæfa að hafa átt þig að.
Ég efast ekki um að Gunna
amma hafi tekið á móti þér opn-
um örmum.
Góða ferð í Dalakofann, Stef-
ánslaug, á skíðasvæðið og golf-
völlinn.
Við yljum okkur við minning-
ar um þig um ókomna tíð.
Eyrún Björg
Guðmundsdóttir.
Elsku afi, mín hinsta kveðja
til þín er sneisafull af ást og
þakklæti því þú varst skjól mitt
og klettur. Sagan sem þú sagðir
mér svo oft af deginum sem ég
fæddist finnst mér vera upphaf-
ið að okkar fallega sambandi, þú
til staðar fyrir mig og ég til stað-
ar fyrir þig eða alla vega gerði
ég mitt besta.
Mitt fyrsta heimili með
Gumma mínum, einum af þínum
bestu vinum, var í ykkar húsi á
Þiljuvöllunum, húsinu sem þú
byggðir fyrir fjölskylduna.
Þetta var þegar þið amma flutt-
uð í Breiðablik í nokkur ár og
mættuð svo aftur heim á Þilju-
vellina.
Það var svo fallegt þegar þú
sagðir við mig að ég og Gummi
minn værum svo heppin með
hvort annað og að þú værir viss
um að við værum hamingjusöm-
ustu hjón í heimi.
Ég á svo mikið af fallegum og
góðum minningum um þig elsku
sköllótti kallinn minn, yndisleg-
ar stundir í Seldalnum, heima
hjá ykkur ömmu nánast daglega
alla mína æsku, danstímar í Sig-
fúsarhúsinu með góðu fólki, jól-
in og þeir siðir sem þeim tengj-
ast og við fjölskyldan höldum
enn í og eru arfleifð úr Nausta-
hvammi og svona gæti ég haldið
endalaust áfram.
Ást þín og umhyggja í garð
minnar fjölskyldu var okkur
ómetanleg, hvernig þú hvattir
og hrósaðir alla daga. Dætur
okkar umvafðir þú og kenndir
þeim eins og mér svo margt. Þú
ert besta fyrirmynd okkar í líf-
inu og hugsa ég æ oftar í ýmsum
aðstæðum hvað hefði afi nú sagt
eða gert?
Að fá að vera og sofa við hlið
þér bæði heima í ömmubóli og á
hjúkrunardeildinni var mér
mikils virði. Sögur þínar og
samtöl um allt og ekkert fylgja
mér þar til ég hitti þig aftur og
held þá áfram að spjalla og
hlusta á þig elskulegur.
Síðustu nóttina sem ég var
hjá þér elsku afi og þú svafst lít-
ið, sagðist vera þreyttur en sátt-
ur, þá léstu þessi orð falla: „Nú
ætla ég að sofna og sofna svefn-
inum langa.“ Ég svaraði þér að
þú réðir því alveg og ég mælti
með því að þú færir til móts við
elsku ömmu í Seldalnum, eins
og þú hafðir sjálfur sagt áður,
þar sem þið áttuð ykkar sælu-
reit. Svo sagðir þú skömmu síð-
ar: „Ég ætla ekki að sofna
svefninum langa alveg strax,
bara svo þið vitið það.“ Tæpum
þremur sólarhringum síðar
mættir þú á stefnumótið við
Gunnu ömmu, í Dalakofanum,
ástina í lífi þínu sem þú kysstir
góða nótt allt þitt líf.
Njótið samverunnar í eilífð-
inni.
Hvíldu í friði, sjáumst síðar.
Hinsta kveðja, þín afastelpa
Guðrún Smáradóttir.
Þau tíðindi bárust mér
snemma dags 14. mars síðastlið-
inn að elsku afi minn, Stefán
Þorleifsson, hefði kvatt þennan
heim. Eins ótrúlega sárt og það
var að heyra þessi tíðindi er svo
margra góðra stunda að minn-
ast með honum afa mínum sem
alla tíð var mér svo mikilvægur
og kær. Á mínum uppvaxtarár-
um varð ég þeirrar gæfu aðnjót-
andi að dvelja mikið í Neskaup-
stað hjá afa mínum, Stefáni
Þorleifssyni, og ömmu minni,
Guðrúnu Sigurjónsdóttur, en
líkt og áður segir eru minning-
arnar fjölmargar og dýrmætar.
Í Neskaupstað lærði ég korn-
ungur, líklega í kringum 9-10
ára aldur, að vinna og er það afa
mínum að þakka. Mitt fyrsta
starf fólst í því að raka og hirða
hluta af lóð Fjórðungssjúkra-
hússins en síðar kom hann mér
að í vinnu við uppbyggingu á
Breiðabliki, íbúðum aldraðra í
Neskaupstað. Sem ungum
dreng þótti mér þetta í bland
gaman, sér í lagi þegar Helga
hans Leifa sagði mér hve mikið
ég hefði unnið mér inn þann
daginn, en á köflum erfitt. Mér
er það minnisstætt eitt sinnið að
hafa rætt það við afa minn, þeg-
ar ég lagðist til hvílu, að þetta
væri svolítið erfitt. Afi sagði
mér þá frá þeim störfum og
skyldum sem hann sinnti sem
ungur drengur, allt frá 6 ára
aldri, og hvaða torfærum og
hindrunum hann þurfti að sigr-
ast á til að geta sinnt þeim. Það
þótti mér merkilegt að heyra og
í raun má segja að það sem áður
reyndist mér erfitt var
skemmtileg áskorun eftir inn-
blásturinn frá afa.
Afi var mikill íþróttamaður
og áhugamaður um hreyfingu
og hollt líferni. Hann stundaði
íþróttir af ýmsu tagi alla sína
tíð. Á veturna voru það helst
skíðin sem áttu hug hans allan
og eru óteljandi skíðaferðirnar í
Oddsskarðinu með afa frábær
minning. Maður var rifinn upp
snemma því ekki mátti dagurinn
fara til spillis og skíðað þar til
maður gat vart staðið. Eftir
skíðin var oftar en ekki farið í
gufu og í miðri gufu var rokið út
í snjóinn til að kæla sig niður,
dásamlegt. Á sumrin var það
golfið, en afi stundaði golf, sem
og skíðin, til rúmlega 100 ára
aldurs. Ég var og er ekki góður í
golfi, en það skipti engu í huga
afa míns, hann vildi mig með og
ég átti að spila með honum. Við
tókum ófáa hringina í Norðfirði
og leiðbeindi afi mér eins vel og
hann gat – aðra eins þolinmæði
hef ég aldrei vitað, ég lofa að
verða betri í golfi afi minn. Allan
ársins hring var það svo sundið,
en afi hafði mikið dálæti á sundi
sem íþrótt og almennri hreyf-
ingu og sinnti hann sundíþrótt-
inni alla tíð mjög vel.
Afi, ég á eftir að sakna þín
óskaplega mikið en þakklæti er
mér þó efst í huga. Ég er þakk-
látur fyrir allar þær dýrmætu
stundir sem ég átti með ykkur
ömmu. Þakklátur fyrir allt sem
þið gerðuð fyrir mig, þakklátur
fyrir allt sem þú kenndir mér.
Þá virðingu og ást sem þið sýnd-
uð mér og það frelsi sem ég upp-
lifði hjá ykkur fyrir austan.
Stefán Þorleifsson hefur tek-
ið sína síðustu golfsveiflu, sín
síðustu sundtök, tekið sitt síð-
asta brun, stigið sín hinstu dans-
spor.
Minning um einstakan mann
mun lifa um ókomna tíð.
Hvíldu í friði elsku afi.
Hörður Steinar
Sigurjónsson.
Stebbi frændi kvaddi þetta líf
á sunnudagsmorgni, næstum
orðinn 105 ára.
Þegar menn ná þeim tíma-
mótum að lifa í meira en hundr-
að ár þá leggur maður við hlust-
ir. Þá verður nærveran og hvert
orð sem hrýtur af vörum þess
aldna nánast heilagt. Hvernig
ferðu að því að verða svona
gamall? spurðum við. „Gamall?
Ég þekki ekki orðið,“ sagði
hann.
Maður horfði af aðdáun á
hann teinréttan þegar hann
hoppaði upp á sviðið í félags-
heimilinu Egilsbúð á hundrað
ára afmæli sínu. Hann hélt ræðu
um lífshlaup sitt sem var full af
fróðleik og skemmtun og þegar
veislugestir höfðu borðað nægju
sína af kræsingum þá var stig-
inn dans og Stebbi dansaði og
dansaði hvern dansinn á eftir
öðrum. Stebbi var alltaf ungur.
Hann kenndi okkur það hugar-
far „að sparka í rassinn á sjálf-
um sér ef maður er latur, en að
hvíla sig þegar maður er þreytt-
ur“.
Hann fæddist í miðri fyrri
heimsstyrjöldinni og gat sagt
sögur af samferðamönnum sem
fæddir voru fyrir miðja 19. öld,
þannig tengdi hann kynslóðirn-
ar og gerði okkur ljóst að við er-
um öll eins, en við mismunandi
aðstæður. Stebbi var maður
fólksins og dreymdi stórt fyrir
samfélagið sem hann bjó í, sann-
færing hans og hvatning urðu
ósjaldan til þess að draumarnir
urðu að veruleika.
Hann var fjórði af fjórtán
systkinum, sonur útvegsbænd-
anna Maríu og Þorleifs, ömmu
og afa í Naustahvammi sem
nýttu hverja ögn úr sjó og af
landi. Stebbi hafði mikil áhrif á
okkur öll í þessari stóru fjöl-
skyldu, en við afkomendurnir
erum nú komin yfir fimm hundr-
uð.
Þegar ég lít til baka og rifja
upp þegar Stebbi og Gunna
komu í heimsókn til mömmu og
pabba eða þegar við fórum aust-
ur til þeirra þá man ég hvað til-
finningin fyrir móðurbróður
mínum var þægileg, mér fannst
hann svo líkur mömmu, alltaf líf-
legur og pínulítið strangur, en
hvíldi vel í sér með ákveðnar
skoðanir og samtímis svo
hjartahlýr. Honum var umhug-
að um mann og manni fannst
maður vera merkilegur krakki í
návist hans og sú umhyggja hélt
áfram alla tíð. Það er tómarúm í
okkur þegar Stefán Þorleifsson,
okkar góða og stóra fyrirmynd,
kveður þetta líf.
Ingvar Eggert Sigurðsson.
Elsku vinur minn og nafni:
„Ha, erum við nafnar?“ Já, þú
heitir Guðmundur að millinafni
er það ekki? „Jú alveg rétt, ég
var næstum búinn að gleyma
því.“ Þetta var fyrir löngu en oft
hlógum við að þessu nafnarnir.
Ég kynnist þér og Guðrúnu
eiginkonu þinni þegar við
Gunna, dótturdóttir þín byrjuð-
um saman. Mér var strax tekið
sem einum af fjölskyldunni og
frá fyrsta degi leið mér vel hjá
ykkur. „Guðmundur góði“ sagði
Guðrún þín um mig og við tveir
mynduðum strax trúnaðarsam-
band sem hélt allt til lokadags.
Við vorum vinir í 34 ár. Mér
fannst þú aldrei gamall.
Áhugi þinn á samfélagsmál-
um var beinlínis smitandi og
þegar ég byrjaði í sveitarstjórn-
armálum var gott að ræða við
þig. Góður hlustandi og spurðir
krefjandi spurninga. Þú hafðir
komið að svo mörgum framfara-
málum í Neskaupstað. Nægir
þar að nefna sundlaugina,
sjúkrahúsið og félagsheimilið
Egilsbúð auk allra íþróttanna.
Ef fjallað var um nýjungar á
landsbyggðunum í fréttum, þá
leið aldrei löng stund þar til þú
varst búinn að ræða við mig,
hvort þetta væri kannski eitt-
hvað sem við gætum skoðað hér
í Neskaupstað. Ást þín á firð-
inum þínum var takmarkalaus
og framsýni þín til fyrirmyndar
svo eftir var tekið.
Eitt af því sem við gerðum
saman var að skrá æviminning-
ar þínar. Ég gekk aðeins á eftir
þér. Þú sagðir af þinni alkunnu
hógværð að ævi þín væri ekki
það merkileg að hana þyrfti að
skrá sérstaklega: „En ég geri
þetta okkur til gamans og svo
munu afkomendur þínir og mín-
ir lesa þessi orð.“ Þú samþykkt-
ir og við áttum saman margar
gæðastundir við upptökur. Ég
get ekki beðið eftir að fá að lesa
þessar minningar fyrir langa-
langafastrákinn þinn Eyleif
Odda, dótturson minn.
Við fórum saman á óteljandi
fundi, fengum okkur alltaf rúnt í
leiðinni, um fjörðinn þinn. Sam-
komulag þitt og Kristjáns Möll-
ers gleymist aldrei. Þú lofaðir
að verða 100 ára ef hann kæmi
Norðfjarðargöngum á áætlun.
Báðir stóðuð þið við ykkar lof-
orð. Heiðursmenn.
Að verða tæplega 105 ára er
ekki lítið afrek. Að vera í topp-
formi bæði andlega og líkam-
lega er stórt afrek. Góð gen og
heilbrigt líferni eru kannski lyk-
illinn. Ég held þó að einlægur
áhugi þinn á fólki og málefnum
hafi haft mikið að segja. Þú
hlakkaðir alltaf til næstu tíma-
Stefán Þorleifsson