Morgunblaðið - 26.03.2021, Side 36

Morgunblaðið - 26.03.2021, Side 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021 Steinunn Gunnlaugsdóttir hlaut í gær styrk úr Sjóði Richards Serra og er hún tíundi myndlistarmað- urinn sem hlýtur þá viðurkenningu. Sjóðurinn var stofnaður í tilefni af gjöf hins heimskunna bandaríska skúlptúrista Richards Serra á myndverkinu Áfangar í Viðey en það var sett upp í tengslum við Lista- hátíð í Reykjavík árið 1990. Viðtak- endur gjafarinnar voru Listahátíð í Reykjavík, Listasafn Íslands og Reykjavíkurborg. Markmið Sjóðs Richards Serra er að efla höggmyndalist á Íslandi með því að veita ungum myndhöggvurum sérstök framlög til viðurkenningar á listsköpun þeirra. Stjórn Sjóðs Richards Serra skipa nú myndlistarmennirnir Eygló Harðardóttir og Hekla Dögg Jóns- dóttir og Harpa Þórsdóttir, safn- stjóri Listasafns Íslands, sem er for- maður sjóðsins. Það var samdóma álit þeirra að Steinunn sé verðugur fulltrúi þessarar viðurkenningar. „Í verkum hennar sjáum við það stór- tæka svið sem skúlptúrinn býr yfir sem listmiðill, bæði hvað fjölbreytta efnisnotkun varðar og til hug- myndalegrar framkvæmdar. Verk Steinunnar endurspegla mikilvægi skúlptúrsins sem listmiðils í okkar samtíma,“ segir í tilkynningu. Steinunn fæddist í Reykjavík árið 1983, útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2008 og tók þátt í opnu listnámi menningarstofnunarinnar Ashkal Alwan í Beirút í Líbanon vet- urinn 2013-2014. Nýlega var hún til- nefnd sem myndlistarmaður ársins, fyrir verkið sitt Litla hafpulsan, sem sett var upp í Reykjavíkurtjörn árið 2018 sem hluti af Cycle Music And Art – Þjóð meðal þjóða. Steinunn kveðst afar ánægð með að hljóta styrkinn og er þakklát koll- egum í stjórn sjóðsins sem völdu hana. Hún segir að sér þyki Serra frábær listamaður og það hafi verið fallega gert hjá honum að gefa verk- ið Áfanga og vilja styrkja upprenn- andi eða starfandi íslenska mynd- höggvara. „Mér finnst það til eftirbreytni,“ segir hún. „Og mér finnst gleðilegast við þennan sjóð hvað það er falleg hugsun að baki.“ En hvernig mun styrkurinn nýt- ast Steinunni? „Ég ætla að nýta hann til að búa til verk úr steinsteypu sem mig hef- ur lengi langað til að gera. Ég ætla því að láta styrkinn renna beint í steypu!“ segir hún glaðhlakkalega. Þegar hún er spurð að því hvort það verk sé fyrir ákveðna sýningu segir hún veirufaraldurinn hafa raskað mörgum áætlunum. „Það eru margar áætlanir í skýj- unum og ég veit ekkert hvað verður um þær margar. Það er meðal ann- ars sýning í Aþenu og mér finnst lík- legt að af henni verði. Svo þarf mað- ur af lifa og ég er nýbúin að eignast barn sem þarf líka að sinna! En ég mun áfram vinna að minni myndlist, hvað sem gerist í kjölfarið á Covid.“ Steypan sem Steinunn hyggst nota kallast með áhugaverðum hætti á við verk Serra, sem vinnur helst í iðnaðarefni eins og stál en hefur líka skapað verk úr blýi. Áfangar í Viðey er úr stuðlabergi og einstakt á hans ferli sem eina verkið sem hann hefur skapað úr grjóti. efi@mbl.is Styrkurinn rennur beint í steypu - Steinunn Gunnlaugsdóttir hlaut styrk úr Sjóði Richards Serra - Er tíundi myndhöggvarinn sem hlýtur viðurkenninguna - Sjóðurinn var stofnaður í tilefni af gjöf Serra á Áföngum sem er í Viðey Ljósmynd/Sigurður Gunnarsson Lukkuleg Steinunn Gunnlaugsdóttir fagnaði í Listasafni Íslands. Með henni er stjórn Sjóðs Richards Serra. Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Ís- lensku tónlistarverðlaunanna 2021 fyrir hið fordæmalausa tónlistarár 2020 en verðlaunin verða afhent 14. apríl. Flestar tilnefningar hlýtur Bríet Ísis Elfar fyrir plötuna Kveðja, Bríet en hún er tilnefnd til sjö verðlauna. Ingibjörg Turchi og Auður fá næstflestar tilnefningar, sex talsins, Ólafur Arnalds fær fimm og þau GDRN, Hjaltalín og Ásgeir fjórar. Um 120 flytjendur og hópar eru tilnefndir í ár. Eftirfarandi eru tilnefningar í flestum flokkum en listann má sjá í heild á vef Íslensku tónlistarverðlaunanna, á iston.is. Popp, rokk, raftónlist, rapp og hipp hopp - Plata ársins – Popp Tilnefningar: Bríet– Kveðja, Bríet; GDRN – GDRN; Hjaltalín – Hjaltalín; JFDR – New Dreams; Ásgeir – Sátt - Plata ársins – Rokk Tilnefningar: Skoffín – Skoffín hentar íslensk- um aðstæðum; Sólstafir – Endless Twilight of Codependent Love; Auðn – Vökudraumsins fangi; Celebs – Tálvon hinna efnilegu; Dream Wife – So When You Gonna … - Plata ársins – Rapp og hipp hopp Tilnefningar: Cyber – Vacation; JóiPé & Króli – Í miðjum kjarnorkuvetri; Logi Pedro – Undir bláu tungli - Plata ársins – Raftónlist Tilnefningar: Ultraflex – Visions of Ultraflex; gugusar – Listen To This Twice; Mikael Lind – Give Shape to Space; Moff & Tarkin – Man of the Match; Volruptus – First Contact - Lag ársins – Popp Tilnefnd eru: Esjan – Bríet; Think About Things – Daði Freyr; Vorið – GDRN; Það bera sig allir vel – Helgi Björns; Stundum – Moses Hightower - Lag ársins – Rokk Tilnefnd eru Haf trú – HAM; Visitor – Of Mon- sters and Men; Eldborg – Auðn; Prince – Mammút; Kraumar – Celebs - Lag ársins – Rapp og hipp hopp Tilnefnd eru Ungi Besti & Milljón – Vera Ill- uga; Auður og Floni – Týnd og einmana; JóiPé x Króli – Geimvera; Cyber – calm down; Logi Pedro – Ef Grettisgata gæti talað - Lag ársins – Raftónlist Tilnefnd eru Inspector Spacetime – Hvað sem er; Ólafur Arnalds – Loom (með Bonobo); JFDR – Think Too Fast; Ultraflex – Full of Lust; Kuldaboli – Ískaldur veruleikinn - Textahöfundur ársins Tilnefnd eru Bríet Ísis Elfar; Jóhannes Bjarki Bjarkason, Andri Ólafsson & Stein- grímur Karl Teague; Einar Georg Einarsson, Júlíus Aðalsteinn Róbertsson og Ásgeir Trausti Einarsson; Benedikt H. Her- mannsson - Lagahöfundur ársins Tilnefnd eru Pálmi Ragnar Ásgeirsson; Hjaltalín; Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir; Auðunn Lúthersson; Moses Hightower - Söngvari ársins Tilnefndir eru Högni Egilsson; Jón Jónsson; Auðunn Lúthersson; Ásgeir Trausti Einarsson; Matthías Matthíasson - Söngkona ársins Tilnefndar eru Jófríður Ákadóttir; Guðrún Ýr Eyfjörð; Jelena Ciric; Rakel Mjöll Leifsdóttir - Tónlistarflytjandi ársins Tilnefnd eru Bríet; Auður; HAM; Daði Freyr; Bubbi Morthens - Bjartasta vonin Tilnefnd eru Kristin Sesselja; Inspector Spacetime; skoffín; gugusar; Salóme Katrín Sígild og samtímatónlist - Plata ársins Tilnefndar eru: Elfa Rún Kristinsdóttir – Baroque Violin Sonatas; Víkingur Heiðar Ólafsson – Debussy-Rameau; Peter Máté – John Speight, Solo Piano Works; Halldór Smárason – STARA: Music of Halldór Smára- son; Páll Ragnar Pálsson – Atonement - Tónverk ársins Tilnefnd eru: Finnur Karlsson – Accordion Con- certo; Hafdís Bjarnadóttir – Sumar; Bára Gísla- dóttir – VÍDDIR; Hugi Guðmundsson – BOX, konsert fyrir harmónikku og lírukassa; Snorri Sigfús Birgisson – Konsert fyrir hljómsveit - Söngkona ársins Tilnefndar eru: Álfheiður Erla Guðmundsdóttir; Hallveig Rúnarsdóttir; Heiða Árnadóttir; Her- dís Anna Jónasdóttir; Sigríður Ósk Kristjáns- dóttir - Söngvari ársins Tilnefndir eru: Elmar Gilbertsson; Kristinn Sig- mundsson; Stuart Skelton; Sveinn Dúa Hjör- leifsson; Sverrir Guðjónsson - Tónlistarflytjandi ársins – Einstaklingar Tilnefnd eru: Anna Guðný Guðmundsdóttir; Elfa Rún Kristinsdóttir; Víkingur Heiðar Ólafs- son; Halla Steinunn Stefánsdóttir; Sæunn Þor- steinsdóttir - Tónlistarflytjandi ársins – Hópar Tilnefnd eru: Sinfóníuhljómsveit Íslands; Bar- okkbandið Brák; Elektra Ensemble; Strok- kvartettinn Siggi; Cantoque Ensemble Djass- og blústónlist - Plata ársins Tilnefndar: Melismetiq Live – Melismetiq; Make – Monoglot; Meliae – Ingibjörg Turchi; hits of – hist og; Four Elements – Haukur Gröndal og Frelsissveit Íslands - Tónverk ársins Tilnefnd eru: Geneva – Ari Bragi Kárason; Svörður – Agnar Már Magnússon; Þú varst ástin mín – Sigurður Flosason; Four Ele- ments – Haukur Gröndal; I don’t want to sleep – Mikael Máni Ásmundsson og Kristín Birgitta Ágústsdóttir - Lagahöfundur ársins Tilnefnd eru: Ingibjörg Elsa Turchi; Sig- urður Flosason; hist og (Eiríkur Orri Ólafs- son, Róbert Reynisson og Magnús Trygva- son Eliassen); Mikael Máni Ásmundsson; Þórir Úlfarsson (Thor Wolf) - Tónlistarflytjandi ársins – Einstaklingar Tilnefnd eru: Haukur Gröndal; Sigurður Flosason; Leifur Gunnarsson; Andrés Þór; Stína Ágústsdóttir - Tónlistarflytjandi ársins – Hópar Tilnefnd eru: Frelsissveit Íslands; Ingibjörg Turchi og hljómsveit; hist og; Brim; Sölvi Kolbeinsson & Magnús Trygvason Eliassen Önnur tónlist: Opinn flokkur, þjóðlaga- og heimstónlist, kvikmynda- og leikhústónlist - Plata ársins – Kvikmynda- og leik- hústónlist Tilnefndar eru: Defending Jacob – Atli Örv- arsson og Ólafur Arnalds; Thin Ice – Biggi Hilmars; We’re Here – Herdís Stefánsdóttir; The Vasulka Effect – Hugar; Chasing the Present – Snorri Hallgrímsson - Plata ársins – Kvikmynda- og þjóðlaga- tónlist Tilnefndar eru: Brek – Brek; Elín Hall – Með öðrum orðum; Baggalútur – Kveðju skilað; Jelena Ciric – Shelters one; Ásgeir Ásgeirsson – Persian path - Plata ársins – Opinn flokkur Tilnefndar eru: The Ghost Choir – The Ghost Choir; Ólafur Arnalds – some kind of peace; Red Barnett – Astronauts; K.óla – Plast- prinsessan; Gyða Valtýsdóttir – Epicycle II - Lag/Tónverk ársins – Opinn flokkur Tilnefnd eru: Gyða Valtýsdóttir og Úlfur Hansson – Morphogenesis; Ólafur Arnalds – Defending Jacob Theme; Magnús Jóhann – Sálmur fyrir Sollu systur; Kira Kira – We The Feels; Red Barnett – Astronaut Bríet tilnefnd til flestra verðlauna - Um 120 einstaklingar og hópar tilnefndir til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár - Bríet er tilnefnd til sjö verðlauna - Ingibjörg Turchi og Auður tilnefnd til sex, Ólafur Arnalds til fimm Morgunblaðið/Eggert Vinsæl Bríet Ísis Elfar er vinsæl eins og endur- speglast í mörgum til- nefningum sem tónlist hennar og flutningur hlýtur að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.