Morgunblaðið - 03.03.2021, Page 2

Morgunblaðið - 03.03.2021, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2021FRÉTTIR Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR Mesta lækkun REITIR -5,48% 63,80 Mesta hækkun ARION +3,59% 122,75 S&P 500 NASDAQ +2,60% 13.459,921 +1,36% 3.881,51 -0,18% 6.639,69 FTSE 100 NIKKEI 225 3.9.'20 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 63,66 -2,52% 29.408,17 2.3.'21 70 30 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 44,07 ÁLVERÐ ($/tonn) 24.8.'20 16.2.'21 1.500 2.153,68 2.000 1.800 1.770,35 HÚSGÖGN Þegar hið opinbera ræðst í fram- kvæmdir og innkaup er mikilvægt að íslenskir hönnuðir og framleið- endur sitji við sama borð og innflytj- endur og erlendir framleiðendur. Ef fyrsta hugsun er alltaf sú að sækja vörur og þjónustu til útlanda verður aldrei til öflugur innlendur iðnaður. Þetta segir Guðmundur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Á. Guðmunds- son, en tilefnið er væntanleg kaup hins opinbera á húsgögnum í ný- byggingum í miðborginni. T.d. hafa fulltrúar Landsbankans ferðast til Lundúna við undirbúning nýrra höfuðstöðva til að kynna sér verkefnamiðaða vinnuaðstöðu. Átak um að kaupa íslenskt Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, sagði í sam- tali við ViðskiptaMoggann í síðustu viku að þetta væri athyglisvert í ljósi þess að stjórnvöld stæðu nú fyrir átaksverkefninu Látum það ganga, sem gengur út á að hvetja til kaupa á íslenskri vöru og þjónustu. Guðmundur tekur undir með Jó- hönnu og segir val á íslenskri þjón- ustu hafa margfeldisáhrif. Þá sé alþekkt í Evrópu að lönd geri innlendri hönnun og framleiðslu hærra undir höfði með ýmsum leið- um. Það sé ljóst að umræddar ný- byggingar muni vekja mikla athygli, jafnvel út fyrir landsteinana og því sé það kjörið tækifæri til að gefa ís- lenskum iðnaði byr undir báða vængi. thor@mbl.is Morgunblaðið/Ófeigur Guðmundur Ásgeirsson gagnrýnir innkaupastefnu hins opinbera. Bitnar á íslenskum iðnaði Ný reglugerð Evrópusambandsins um nýtingu afgreiðslutíma á flug- völlum tók nýverið gildi. Reglu- gerðin felur í sér umtalsverðar breytingar á gildandi fyrir- komulagi en flugrekendur hafa frá því heimsfaraldur kórónuveiru kom upp starfað á undanþágu. Und- anþágan fól í sér að umræddir flugrekendur þurftu ekki að upp- fylla 80% nýtingarhlutfall til að halda afgreiðslutímum. Almennt hafa flugrekendur þurft að nýta af- greiðslutíma til að halda svoköll- uðum hefðarrétti. Í ljósi aðstæðna var ákveðið að veita undanþágu frá þessum skilyrðum. Því hefur þó verið breytt og mun ný reglugerð taka gildi síðar í mánuðinum. Í henni felast þó ákveðnar tilslakanir þar sem krafa um nýtingarhlutfall hefur verið lækkuð úr 80% í 50%. Sömuleiðis þarf ekki að uppfylla nýtingarhlut- fallið á tímabilum þar sem tíma- bundnar lokanir og ferðatakmark- anir eru í gildi. Icelandair í góðri stöðu Ásdís Ýr Pétursdóttir, upp- lýsingafulltrúi Icelandair, segist ekki eiga von á því að flugfélagið missi verðmæta afgreiðslutíma á Keflavíkuflugvelli vegna þessa. Í reglugerðinni er enn fremur kveðið á um að flugrekendur geti skilað allt að helmingi af úthlutuðum af- greiðslutímum fyrir sumarið en haldið hefðarrétti sumarið 2022. „Við þurfum að uppfylla skilyrði reglnanna á hverjum tíma en við getum hins vegar skilað umtals- verðu magni af afgreiðslutímum núna og haldið okkar rétti að þeim fyrir sumarið 2022 og munum gera það í einhverjum tilfellum. Síðan eru undanþágur frá reglunum vegna aðgerða stjórnvalda á landa- mærum sem kunna að leiða til þess að þær gildi ekki á ákveðnum tíma- bilum á ákveðnum áfangastöðum.“ Undanþágur frá reglum hafa verið veittar í Bandaríkjunum og Kanada, auk þess sem Bretland hefur kynnt talsvert rýmri reglur en gilda í Evrópu. Aðspurð segist Ásdís ekki eiga von á því að Ice- landair kunni að eiga á hættu að missa afgreiðslutíma á erlendum flugvöllum. „Við gerum ekki ráð fyrir því en við munum halda áfram að vinna samkvæmt reglu- gerðinni að því að lágmarka þá áhættu fyrir sumarið 2022,“ segir hún og bætir við að félagið telji sig geta haldið uppi nægilegri nýtingu. „Við teljum svo vera en strangar ferðatakmarkanir á landamærum hafa auðvitað áhrif en það eru ákveðnar undanþágur frá regl- unum ef strangar ferðatakmark- anir eru í gildi sem hafa áhrif á nýtingu afgreiðslutímanna.“ Úthlutun afgreiðslutíma á Kefla- víkurflugvelli er á forræði Nordic Airport Coordination sem sér um slíka úthlutun á Norðurlöndum. Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýs- ingafulltrúa Isavia, hefur Isavia ekkert með málið að gera. Að- spurður segir hann að Icelandair greiði nú lendingargjöld á Kefla- víkurflugvelli en þau höfðu áður verið felld niður í kjölfar faraldurs. Ólíklegt að Icelandair tapi hefðarrétti á flugvöllum Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Nýjar reglur um afgreiðslu- tíma á flugvöllum í Evrópu taka gildi síðar í mán- uðinum. Flugfélög verða að ná 50% nýtingarhlutfalli. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flugvél Icelandair skammt frá Keflavíkurflugvelli. Félagið þarf nú að búa sig undir breytingar á reglugerð er varðar afgreiðslutíma á flugvöllum. ATVINNUHÚSNÆÐI Fasteignafélagið Eik hagnaðist um 693 milljónir króna í fyrra og dróst hagnaðurinn saman um 2.275 millj- ónir frá árinu 2019. Munar þar lang- mestu um að matsbreytingar fjár- festingareigna voru jákvæðar um 594 milljónir í fyrra en höfðu verið já- kvæðar um 2.170 milljónir ári fyrr. Rekstrartekjur námu 8.345 millj- ónum og drógust þær saman um 311 milljónir milli ára. Rekstrarkostn- aður lækkaði einnig milli tímabila, nam 2.885 milljónum og dróst saman um 179 milljónir króna. Virðisrýrnun viðskiptakrafna jókst mjög milli ára og nam 421 milljón í stað 31 milljónar árið 2019. Segir Garðar Hannes Frið- jónsson, forstjóri félagsins, að árið 2020 hafi verið krefjandi. Áhersla hafi verið lögð á að veita leigutökum aðstoð þar sem hennar var þurfi, ekki síst með sveigjanleika þegar kom að greiðslum. Fjárfestingareignir Eikar voru metnar á 98,4 milljarða króna í árslok 2020 og höfðu aukist frá fyrra ári þegar þær voru metnar á 95,9 millj- arða króna. Eigið fé félagsins stóð í 33,2 milljörðum og hafði dregist sam- an um 350 milljónir. Skuldir námu 72,8 milljörðum og höfðu aukist um ríflega 2.800 milljónir milli ára. Var eiginfjárhlutfall félagisns 31,3%. Stjórn Eikar mun leggja það til við aðalfund félagsins 25. mars að greiddur verði út arður til hluthafa að fjárhæð 650 milljónir króna. Hagnaður Eikar nam 693 milljónum Morgunblaðið/Styrmir Kári Garðar Hannes Friðjónsson forstjóri segir liðið ár hafa reynst krefjandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.