Morgunblaðið - 03.03.2021, Page 7
snemma á næsta ári. „Byggingin kemur sem við-
bót við núverandi framleiðslubyggingu okkar.
Hún er því byggð meðfram Fosshálsinum og
verður um 1.700 fermetrar. Þarna munum við
geta framleitt vörur með hagkvæmari hætti en á
gömlu vélunum.“
Spurður frekar út í útflutning á vörum Ölgerð-
arinnar segir Andri að fyrirtækið sé nú þegar í
smávægilegum útflutningi. Til að mynda hafi
talsverður áhugi verið á Borgar-bjórum. „Við
höfum verið að flytja eitthvað út af bjór í gegnum
árin. Það hefur ekki verið mjög stórt og við höf-
um ekki sett mikinn fókus á það. Þess utan höf-
um við selt talsvert af íslensku vatni til Banda-
ríkjanna. Íslenskur iðnaður er auðvitað ekkert
sérstaklega samkeppnishæfur í verði þegar kem-
ur að útflutningi. Einingakostnaður okkar er
auðvitað umtalsvert hærri heldur en hjá fyrir-
tækjum erlendis. Það sem við getum aftur á móti
boðið eru virðisvörur, eins og til dæmis Borg eða
Collab. Við förum seint að flytja út Kristal eða
Appelsín í dós. Þetta verða að vera einstakar
vörur sem hægt er að selja á hærra verði. Við
leggjum mikla áherslu á þróun eigin vörumerkja
eins og Collab, Borg og 105 vatn.“
Undanfarin misseri hafa næringarfræðingar
og heilsuráðgjafar stigið fram og lýst yfir
áhyggjum af óhóflegri koffínneyslu ungmenna.
Collab og 105 vatn, sem framleiddir eru af Öl-
gerðinni, flokkast með koffíndrykkjum. Spurður
hvort Ölgerðin sé með sölu á Collab og 105 vatni
að ýta undir inntöku óhóflegs magns á koffíni
meðal ungmenna kveður hann nei við. „Það sem
verið er að vekja athygli á er að neysla drykkj-
anna í óhófi getur verið skaðleg fyrir ungt fólk.
Collab er ekki stílaður inn á þann markhóp enda
erum við ekki að selja orkudrykk heldur erum
við með lífsstíls- og heilsudrykk á fullorðins-
markaði. Til marks um það má benda á að við er-
um að koma á markaðinn með nýjan Collab sem
verður án koffíns. Við erum að sjá neyslu á kaffi
dragast saman og er ekki bara jákvætt að vörur
eins og 105 vatn, sem er bara kolsýrt vatn og
koffín, komi þar í staðinn? Ég held að það sé
mjög gott en ber á sama tíma fulla virðingu fyrir
því heilsuverndarsjónarmiði sem verið er að
berjast fyrir,“ segir Andri og bætir við að
vöruþróun Ölgerðarinnar muni í meira mæli fær-
ast í átt að heilsu- og lífsstílsdrykkjum.
„Það er ekkert leyndarmál að við erum að
færa okkur meira í átt að vörum sem eru enn
heilnæmari fyrir neytandann. Þangað stefnir
heimurinn og nýtt húsnæði og vélar munu gera
okkur kleift að fara þangað af auknum krafti.“
Sykurlausir drykkir að taka yfir
Nú er hlutdeild sykraðra drykkja á gos-
drykkjamarkaði um 38%. Sykurlausir drykkir
telja því um 62% af heildarsölu gosdrykkja sem
er umtalsverð breyting á nokkrum árum. Spurn
eftir sykruðum drykkjum hefur dregist hratt
saman og svo virðist sem ekkert lát sé á þeirri
þróun. Þrátt fyrir þessa þróun kemur reglulega
upp umræða um upptöku sykurskatts. Hafa
ákveðnir stjórnmálamenn talað fyrir hærri álög-
um á vörur sem innihalda sykur. Andri segir að
allar slíkar hugmyndir séu dæmdar til að mistak-
ast. „Ég hef ekki trú á neyslustýringu og það er
alltaf dæmt til að mistakast. Ég furða mig á þess-
ari vinnu og hugmyndum vegna þess að neyt-
endur hafa nú þegar valið án þess að ríkið segi
fyrir verkum. Mikill minnihluti okkar drykkja er
sykraður og við erum að sjá mikinn vöxt í
drykkjum eins og Kristal og Pepsi Max. Af öllum
gosdrykkjum sem Ölgerðin selur eru aðeins um
31% með sykri. Við þurfum ekki stóra bróður til
að segja okkur fyrir verkum. Síðasta tilraun sem
gerð var með sykurskattinn mistókst hrapalega.
Fyrir utan þetta allt saman þá hafa þessar til-
lögur verið byggðar á röngum og gömlum tölum.
Við höfum margsinnis boðið upp á samtal við
yfirvöld en við því hefur aldrei verið orðið,“ segir
Andri og heldur áfram: „Menn ættu kannski
frekar að spyrja sig; ef hlutfall sykraðra drykkja
minnkar stöðugt en þjóðin þyngist á sama tíma,
er rótin þá ekki einhver önnur?“
Pepsi Max vinsælasti drykkur landsins
Eins og fyrr segir hefur hlutfall sykurlausra
drykkja minnkað umtalsvert undanfarin ár.
Meðal sykurlausra drykkja sem notið hafa mik-
illa vinsælda eru Pepsi Max og Kristall. Pepsi
Max er jafnframt helsta samkeppnisvara Ölgerð-
arinnar gagnvart Coca Cola, sem framleitt er af
CCEP á Íslandi. Nú er svo komið að drykkurinn
er orðinn söluhæsti gosdrykkur landsins og selst
þannig betur en hið hefðbundna rauða kók. Hlut-
deild Pepsi Max heldur jafnt og þétt áfram að
aukast en frá og með miðju síðasta ári hefur bilið
einungis aukist. „Árið 2006 settum við okkur
markmið um að verða stærri en Vífilfell, og átti
það við um heildarsölu gosdrykkja. Við náðum
því markmiði tveimur árum síðar og settum okk-
ur í framhaldinu enn stærra markmið sem var að
gera Pepsi stærra en kók. Það gengur þrusuvel
og við höfum unnið í því síðustu ár. Staðan núna
er þannig að Pepsi Max er orðið stærra en rautt
kók. Raunar er það ekki eini drykkurinn sem
selst oft og tíðum betur en rautt kók því Kristall
er þar sömuleiðis.“
Er þetta eina landið þar sem hlutdeild Pepsi
er svona mikil?
„Nei, ég veit að í Noregi og Bretlandi selst
Pepsi Max betur en kók. Ég veit samt ekki um
mörg lönd þar sem staðan er svoleiðis.“
Hver er lykillinn á bak við þennan árangur?
„Frábær vara. En einnig stöðugleiki í mark-
aðsmálum og margir aðrir samverkandi þættir.
Varðandi okkar viðskiptavini, sem sagt verslanir
og veitingastaði, þá erum við klárlega orðin
þeirra fyrsta val meðal annars vegna vöruflóru
okkar sem hentar breyttum lífsstíl neytenda.
Það sem fær þá líka til að velja okkur frekar en
samkeppnina er ástríða starfsmanna okkar sem
smitar frá sér. Við höfum afar gaman af þessu
enda er þetta keppni. Menningin hjá okkur er
menning sigurvegara og við erum þarna úti til að
vinna.“
Veiran hafði talsverð áhrif
Ljóst er að heimsfaraldur kórónuveiru hafði
talsverð áhrif á Ölgerðina líkt og fjölmörg önnur
fyrirtæki. Veitingastaðir og hótel voru um
fimmtungur af veltu fyrirtækisins, en sala til
umræddra aðila hrundi. „Þetta var talsverður
skellur fyrir okkur. Árið í heild sinni er kannski
70%-75% niður í þessum flokki og það er kannski
fyrst núna sem þetta er aðeins að réttast við. Að
sama skapi jókst salan líka í óáfengum drykkjum
og matvöru í stórverslunum. Það var þó engan
veginn nóg til að bæta upp þetta tekjutap. Við
fórum því í ýmsar hagræðingaraðgerðir í rekstr-
inum og við erum að skila fínni afkomu.“
Þið ákváðuð samt sem áður að þiggja hluta-
bætur. Hvers vegna?
„Við gerðum það en endurgreiddum þær síð-
an. Við vissum á þessum tíma ekkert í hvað
stefndi og þetta var gert til að viðhalda ráðning-
arsambandi. Við hefðum þurft að fara í umfangs-
meiri uppsagnir ef ekki hefði verið fyrir hluta-
bæturnar. Þetta þjónaði því tilgangi og við
endurgreiddum síðan bæturnar þegar í ljós kom
að við þurftum ekki stuðninginn.“
Stefnt að skráningu í Kauphöll
Að lokum færist samtal okkar að framtíðinni
en Andri er með mörg járn í eldinum. Auk nokk-
urra milljarða króna framkvæmdar stefnir Öl-
gerðin nú að skráningu á markað á næstu tveim-
ur árum. Fyrirtækið setti sér markmið um
skráningu í Kauphöll fyrir um sex árum og segir
Andri að það standi enn. „Það er verið að und-
irbúa skráningu í Kauphöll árið 2022 eða 2023.
Þetta er 108 ára gamalt fyrirtæki með traustan
rekstur en jafnframt vaxtarmöguleika. Við trú-
um því að við eigum fullt erindi inn á markað en
þar höfum við greiðara aðgengi að fjármagni.
Við höfum hug á því að stækka með samrunum
og með skráningu tel ég að svoleiðis viðskipti
geti gengið greiðar fyrir sig.“
Hvers lags fyrirtæki viljið þið helst taka yfir?
„Við erum fyrst og fremst í matvöru og horf-
um helst til hraðsöluvara. Sameining í innlendri
matvælaframleiðslu er því efst á blaði. Við erum
líka stórir í snyrtivörum og erum inni í stór-
mörkuðum í gegnum Danól. Við erum með alla
grunninnviði og trúum að með samruna getum
við innleyst talsverða samlegð til hagsbóta fyrir
alla hagaðila.“
Hvert stefnir Ölgerðin til næstu ára?
„ Við viljum skapa eftirsóttasta vinnustað
landsins og til þess að svo megi verða þurfum við
að einbeita okkur að ákveðnum hlutum á næstu
árum. Ætlum að sækja stærri hlutdeild og vinna
í samkeppninni um hylli neytenda. Það er alveg
augljós munur á stefnu okkar og helsta keppi-
nautarins. Þeir láta framleiða fyrir sig vörur er-
lendis á meðan við erum að fjárfesta háum fjár-
hæðum á Íslandi. Okkar stefna er að setja
pening í verkefni hér innanlands og skapa ís-
lensk störf sem stuðla að minni kolefnislosun.
Þannig ætlum við að keppa og ég trúi því að við
munum vinna.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
2012-2020
Hlutfall sykurlausra drykkja hjá Ölgerðinni
80%
70%
60%
50%
40%
30%
20%
Heimild: Ölgerðin2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020
40%
45%
50%
57%
69%
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2021 7VIÐTAL