Morgunblaðið - 03.03.2021, Page 9

Morgunblaðið - 03.03.2021, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2021 9SJÓNARHÓLL INXX II Glæsilegasta lína okkar til þessa. INXX II BLÖNDUNARTÆKI Brushed brass Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Þessa dagana eru í þinglegri meðferð lög tilstjórnskipunarlaga, en í frumvarpinu er ímeginatriðum um að ræða breytingar á þeim ákvæðum stjórnarskrárinnar sem varða sumar grunnstoða stjórnskipunar hér á landi, t.d. þeim sem varða forseta Íslands og ríkisstjórn. Skiptar skoðanir hafa verið um sumar þeirra; til dæmis verið bent á vannýtt tækifæri til að skera úr um ýmis vafamál í forsetakafla stjórnarskrár- innar sem uppi hafa verið. Fullyrða má að mest- ur styr hafi þó staðið um þau nýmæli sem boðuð eru; nýtt náttúruverndarákvæði og auðlinda- ákvæði. Sitt sýnist hverjum um þau og raunar hafa lengi verið uppi ólíkar skoð- anir hvað þetta varðar, eink- um auðlindaákvæðið og um- ræðan um stjórnarskrána verið fjörleg allra síðustu misseri, svo ekki sé meira sagt. Þannig hafa ýmis mis- skynsamleg og missönn sjón- armið heyrst héðan og þaðan og ýmsir lýst stuðningi við „nýja stjórnarskrá“ sem Stjórnarskrárfélagið hefur haldið á lofti. Sumir að því er virðist án þess að hafa kynnt sér með nokkrum hætti hvað í henni felst og hvað felst ekki í henni. Frumvarpið sem nú liggur fyrir er efnislega að sumu leyti ágætlega ígrundað, auk þess sem breytingarnar eru meðvitað settar fram með það í huga að breyta stjórnarskránni í skrefum, frekar en að kollvarpa henni í heilu lagi. Eitt er það sem sérstaka athygli vakti í ferlinu, en það eru svokallaðar rökræðukannanir sem framkvæmdar voru um tiltekin álitamál í stjórn- arskránni sem tíundaðar eru í greinargerð með frumvarpinu. Með öllum fyrirvörum um aðferða- fræðina þar að baki og það vægi sem slík könnun getur haft gekk hún út á nokkurs konar blöndu af skoðanakönnun og rökræðum. Um 320 manns tóku þátt og lýstu afstöðu sinni í upphafi til til- tekinna álitamála í tengslum við stjórnarskrána (þó ekki sum þeirra sem nú er helst þrætt um). Í framhaldinu voru hlutirnir ræddir út og inn og að lokum var púlsinn tekinn á ný. Í sumum til- fellum var í raun ótrúlegur munur á svörum þátt- takenda fyrir og eftir upplýsta umræðu um mál- in. Ýktasta dæmið varðar landsdóm, en í upphafi fundar voru 60% þátttakenda á móti því að leggja hann niður en aðeins 32% voru á þeirri skoðun í lok fundar. Fyrir fund höfðu 70% áhyggjur af hugsanlegri misbeitingu ákæruvalds Alþingis gagnvart ráðherrum, en 79% eftir um- ræður. Til að taka annað dæmi kom í ljós veru- legur munur á afstöðu til breytinga á aðferð við kjör forseta Íslands, en 56% voru hlynnt óbreyttu kerfi fyrir umræðu en 40% eftir umræðurnar. Hér verða ekki færð sérstök rök fyrir einhvers konar al- mennu og beinu lýðræði við lagasetningu, en margir eru þó þeirrar skoðunar að stjórn- arskrá eigi að breyta í sem mestri sátt. Þverpólitísk sátt um breytingarnar sé jafnvel nauðsynleg. Þetta eru eðlileg sjónarmið, en ljóst er að um það frumvarp sem nú liggur fyrir er ekki pólitísk sátt. Upplýst umræða er mikilvæg í því skyni að sæmileg sátt geti náðst um umdeild laga- frumvörp, ekki síst þau veiga- meiri. Í einhverjum skilningi má líta svo á að hér sé um gæðamál að ræða. Miðað við þau áhrif sem upplýst umræða hafði í rökræðukönnuninni má velta fyrir sér hvaða áhrif upplýstari umræða á stærri skala en sem nemur fundinum í Laugardalshöll (rúmlega þús- und sinnum stærri) hefði haft á sátt um ýmis um- deild atriði í tengslum við stjórnarskrána. Til dæmis málefni á sviði auðlindanýtingar og nátt- úruverndar sem Stjórnarskrárfélagið þyrlaði upp síðastliðið haust af miklum krafti með „góðum“ árangri að aðeins nýja stjórnarskráin myndi leysa. Kannski hefðu þá fleiri skipt um skoðun og meiri sátt væri um frumvarp forsætisráðherra. Skoðanaskipti LÖGFRÆÐI Jón Birgir Eiríksson sérfræðingur á lögfræðisviði Viðskiptaráðs Íslands ” Hér verða ekki færð sérstök rök fyrir einhvers kon- ar almennu og beinu lýðræði við lagasetningu, en margir eru þó þeirrar skoðunar að stjórnarskrá eigi að breyta í sem mestri sátt. sem er Pinot Noir og framleitt samkvæmt hinni eldfornu saignee- aðferð. Það er nokkuð kraftmikið og „hornótt“ vín sem batnar mjög með aldrinum. Það stendur ætíð fyrir sínu en er ekki stærsta meist- araverkið úr smiðju hins magnaða framleiðanda. Að lokum var rósahópurinn fyllt- ur með Rosé de blancs frá Pierre Gimonnet. Líkt og Special Club er þar um afar tært vín að ræða sem hvergi kemst í tæri við eik. Það er 92,5% Chardonnay og blandað 7,5% saman við Pinot Noir sem ræktað er í Bouzy, norður af Côte des blancs. Það er brakandi ferskt og bíður þess að springa út á pallinum í sumar. Blönduð vín og stórbrotin Þriðji flokkurinn voru blönduð vín en þó úr ólíkum áttum. Krug 167ème, Clos des Goisses 2010 og Jacquesson °743. Síðastnefnda vín- ið er nýkomið til landsins en hefur verið á markaði úti í tæpt ár. Lík- legast eitt best heppnaða vínið úr 700-línu bræðranna lunknu sem tóku við húsinu um aldamótin. Það er það fyrsta í línunni án nokurs viðbætts sykurs og er blandað úr meginþrúgunum þremur, Pinot Noir, Meunier og Chardonnay. Clos des Goisses er elsta einnar ekru vínið á markaðnum og leit fyrst dagsins ljós 1937. Það er sótt á eina mögnuðustu ekruna í Champagne sem liggur meðfram Marne-ánni í Vallée de la Marne. Þar koma saman ótrúlegir eig- inleikar, fersk sýra og tær stein- efni, einkum kalk. En þar bregður einnig fyrir hvítum pipar sem lyftir því í hæðir. Um Krug er eiginlega fátt að segja annað en að það er stórkostlegt og ekki að undra að húsið forna sé á þeim stalli sem það er. Einn góður í hópnum líkti því við „gylltan ávalan skriðdreka“ og svei mér þá ég held að það sé raun- sönn lýsing. Þriggja áratuga meðganga Að lokum var það vínið sem hlaut að standa eitt og sér. Jacquesson 1989 DT. Skammstöfunin fyrir aft- an árganginn vísar til þess að vínið er tekið óvenjuseint af geri. Það var látið standa með stútinn niður allt til ársins 2005. Þá var gertapp- anum skotið af og lokað með korki. Svo liðu 16 ár þar til vínið var drukkið í kjallaranum á Laugavegi. Sá er flutti vínið inn óttaðist að það mætti muna fífill sinn fegurri. Öðru nær. Það var stókostlegt og raunar svo að það útheimtir annan pistil á þessum vettvangi að fara betur yfir það. ses@mbl.is Fátt er betra en að kynnast mögnuðum vínum sem búið er að leggja meiri natni í en hægt er að ímynda sér. 30 ár tók að gera elsta vínið. Morgunblaðið/Stefán Einar Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.