Morgunblaðið - 26.03.2021, Side 14
M
argrét Kristín stóð í ströngu fyrir
skömmu þegar samtökin héldu Iðnþing
sem var í beinni útsendingu frá Hörpu
en á þinginu var hvatt til þess að hlaupið
yrði hraðar og tækifærin sótt til að koma
efnahagslífinu aftur í gang með kröftugum hætti. Mar-
grét hefur komið sér vel fyrir í nýju bryggjuhverfi í
Kópavoginum.
„Hjá Samtökum iðnaðarins, þar sem ég starfa, er
alltaf mikið að gerast. Verkefni mín eru af fjölbreytt-
um toga og enginn dagur eins því það eru alltaf ný mál
að fást við og nýir viðburðir sem þarf að setja á dag-
skrá. Þar eru allir að leggja sig fram og kappkosta að
gæta hagsmuna félagsmanna og hreyfa við hlutum sem
þarf að hreyfa við. Við erum nýbúin að gefa út skýrslu
um hvað þarf að gerast til að ná efnahagnum aftur á
réttan kjöl eftir hamfarirnar sem hafa fylgt kórónu-
veirunni og erum að setja fram 33 umbótatillögur sem
ráðast þarf í á næstu mánuðum til að hraða uppbygg-
ingunni.“
Alltaf ljúft að vera heima
Ertu mikil páskakona?
„Páskarnir eru alltaf kærkomnir. Ég hef oftast notað
þá til að ferðast til útlanda en vegna kórónuveirunnar
verður það að bíða betri tíma. En svo er nú alltaf ljúft
að vera bara heima í rólegheitum og njóta þess að vera
í fríi og þurfa ekki að mæta neins staðar.“
Hvað ætlarðu að gera um páskana?
„Ég stefni á að fara í fjallgöngu með æskuvinkonu
minni, borða smá af páskaeggi, mæta í vöfflur í Þing-
holtin til mömmu og pabba og kannski hitta nokkrar
vinkonur til að spjalla og hlæja.“
Hvað getur þú sagt mér um nýfundinn áhuga þinn á
útivist?
„Það er hægt að skrifa hann á kórónuveiruna, því ég
er í hópi fjögurra vinkvenna sem hafa gengið á hverj-
um einasta sunnudagsmorgni frá því að veiran fór að
herja á okkur. Við hefjum gönguna klukkan níu að
morgni og látum veðrið ekki stoppa okkur, enda lítið að
marka að horfa út um gluggann og ætla að ákveða
hvort óhætt sé að fara í göngu, það hefur allt sinn
sjarma hvort sem það er rok og rigning eða sól og
blíða.“
Hún segir tilhlökkunarefni alla vikuna að mæta í
sunnudagsgönguna.
„Enda einstaklega skemmtilegar vinkonur sem ég
geng með. Það er gaman að fylgjast með hvernig nátt-
úran breytist frá viku til viku og smám saman hefur
verið að bætast við birtuna eftir göngur í niðamyrkri í
allan vetur. Til að bæta aðeins við útivistina skráði ég
Morgunblaðið/Hari
Hefur flutt páska-
eggmeð sér til
Kína á páskunum
Margrét Kristín Sigurðardóttir viðskiptafræðingur og samskiptastjóri Sam-
taka iðnaðarins saknar þess að geta ekki ferðast til útlanda um páskana.
Hún hefur leitað meira í útivist en vanalega og þakkar það kórónuveirunni.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Borð í andyrrinu frá Montana. Eames-heimilisfugl og skálar eftir
listakonurnar Helenu Margréti Jónsdóttur og Kötlu Rúnarsdóttur.
Margrét Kristín Sigurðardóttir
flutti í bryggjuhverfið í Kópavogi
fyrir tæpum tveimur árum síðan.
5 SJÁ SÍÐU 16
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021