Morgunblaðið - 26.03.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.03.2021, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021 K olbrún Árnadóttir starfar í inn- flutnings- og bókhaldsdeild hjá Agli Árnasyni. Hún er mikil áhuga- manneskja um ketó- og lágkol- vetnafæði og heldur úti síðunni Ketóþjálfun á samfélagsmiðlum. Þar miðlar hún til fólks ketómatseðlum sem auðvelda fólki að ákveða hvað verður í matinn fyrstu vikurn- ar á mataræðinu. „Ég hanna ketó- og lágkolvetnamatseðla fyrir fólk. Matseðlarnir eru fyrir fjórar, átta eða tólf vikur. Hver matseðill inniheldur morgunmat, há- degismat, millimál, kvöldmat og uppskriftir. Þessi þjónusta er lausn við þeim vanda sem ég stóð frammi fyrir á sínum tíma þegar ég var að taka mín fyrstu skref í lágkolvetna- og ketó- lífsstílnum.“ Páskakakan er ketókanilkaka „Snilldin við að fjárfesta í svona tilbúnum matseðlum er sú að oft erum við hugmynda- snauð þegar kemur að nýjum lífsstíl og vitum ekki alveg hvað við eigum að fá okkur. Mig langaði að bjóða upp á lausn við því,“ segir Kolbrún. Sjálf hefur hún verið á mataræðinu í fimm ár og því orðin talsvert þjálfuð í matseldinni. Hvað verður á matseðlinum um páskana hjá þér? „Í matinn hjá mér á páskadag verður klassísk svínapurusteik með rjóma- ostspiparsósu, blómkáls- mús, ofnbökuðu rósakáli með beikoni og sveppum og heimalöguðu ketó- rauðkáli.“ Páskakaka Botn: 3 egg 140 g möndlumjöl 90 g sykurlaus sykur 1 tsk kakó 1 tsk. kanill ½ tsk. lyftiduft ½ tsk. matarsódi 2 klípur maldonsalt 50 g brætt smjör 50 g rjómi 2 tsk. vanilludropar Aðferð: Þurrefnin sett í skál og bræddu smjöri blandað við. Í annarri skál er eggjum, rjóma og vanillu blandað saman og svo bætt við þurrefnasmjörblönduna. Bakið við 180° í 30-40 mínútur. Rjómaostskrem: 250 g rjómaostur (gott að hafa ostinn mjúkan) 2 eggjahvítur 100 g sykurlaus flórsykur 1-2 msk. sítrónusafi Karamella: 1 dl rjómi 1 dl sukrin gold 20 g smjör 1 klípa maldonsalt Aðferð: Látið hráefni malla saman í potti þar til falleg karamellubráð myndast. Gott er að kæla aðeins áður en sett er á kökuna til skrauts og bragðauka. Ljúffeng ketópáskakaka Kolbrún Ýr Árnadóttir hefur verið á ketó í fimm ár. Hún er góð í að setja saman matseðla og ætlar að njóta þess að borða girnilegan ketóvænan mat á páskunum. Páskakakan sem hún gerir er ketókanilkaka sem allir þurfa að prófa að gera. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Kolbrún raðar saman gulum kertum, tveim- ur páskaungum og páskakanínu til að gera ennþá páska- legra hjá sér. Gulir túlípantar í Omaggio-vasa keyra upp páska- stemninguna. Kolbrún Árnadóttir bakar ljúffenga ketóköku á páskum. Kremið á ketó- páskakökunni er rjómaostskrem. Kolbrún skreytti kökuna með páskakanínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.