Morgunblaðið - 26.03.2021, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021
M
argir þekkja til verkefna Evu Maríu innan kvik-
myndanna en hún framleiddi meðal annars myndina
Joe Bell sem skartar Mark Wahlberg í aðalhlutverki.
Færri vita kannski af nýjasta verkefni hennar;
Diller Daniels, þar sem hún byggir brú á milli mynd-
listar, kvikmynda og upplifunar á mat svo dæmi sé tekið.
„Ég er alltaf að leita leiða til að kryfja eða greina það sem ég er að
gera.
Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og hef verið á stöðugu ferða-
lagi frá því ég flutti að heiman, tuttugu og tveggja ára að aldri, til að
mennta mig í kvikmyndagerð. Ég hef búið mér fallegt heimili í sjö
ólíkum borgum en hef búið hvað lengst í New York-borg. Þegar ég
lít yfir lífið mitt og tengi staðina sem ég hef búið á við lífrás lífsins,
þá má segja að New York sé miðpunkturinn og að Reykjavík sé
hjartastöðin þar sem ég fæ
jarðtenginguna mína.“
Hún fékk enn þá sterkari
þörf fyrir íslensku ræturnar
sínar eftir fæðingu sonarins
árið 2017.
„Sú ákvörðun að flytja til
Sviss var tekin til að vera
nær fjölskyldu mannsins
míns. Þá langaði mig að gera
eitthvað listrænt sem hefði
tengingu við Ísland og gefa
syni mínum það tækifæri að
alast upp í því umhverfi
líka.“
Sem kvikmyndaframleiðandi hef ég alltaf haft þennan brennandi
áhuga á að segja sögur. Ég hef einnig alltaf verið með brennandi
áhuga á list, hönnun og mat. Því lá það beint við þegar við fluttum
hingað að sameina list og kvikmyndir og gefa því eina rödd.“
Gerðu upp fallegt hús nálægt fjölskyldunni
Eva María og Moritz Diller fundu fallegt húsnæði steinsnar frá
fjölskyldunni. Húsið var á því verðbili sem þau vildu hafa það og
þarfnaðist viðhalds því það var komið til ára sinna.
„Mig langaði að hanna hús sem gæti verið heimili okkar en einnig
staður fyrir vinnuna . Ég hannaði allt að innan sjálf og vann með
byggingafyrirtæki á staðnum. Verkefnið tók tólf vikur þar sem við
fórum í talsverðar breytingar. Við tókum niður nokkra veggi og
settum fallegt efni á gólfin. Endurgerðum eldhúsið og gerðum upp
eitt baðherbergi. Síðan bjuggum við til fallegan sýningarsal á ann-
arri hæð hússins þar sem hægt er að ganga út á stóra verönd sem
„Lífið er stund-
um svo gott
en stundum
svo glatað líka“
Eva María Daniels kvikmyndaframleiðandi er
farin að hlakka til páskanna. Hún er búsett í
Sviss, með eiginmanni sínum Moritz Diller og
syni þeirra Henry Alexander, í fallegu nýendur-
gerðu húsi með listagallerí á einni hæðinni.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Íslensk myndlist
prýðir húsið í Sviss.
Eva María í eldhúsinu heima
hjá sér sem hún gerði upp á
dögunum. Þar fær marmari
að njóta sín og passar hann
vel við viðarinnréttinguna.
Ég hannaði allt að innan
sjálf og vannmeð bygg-
ingafyrirtæki á staðn-
um. Verkefnið tók tólf
vikur þar sem við fórum
í talsverðar breytingar.
Við tókum niður nokkra
veggi og settum fallegt
efni á gólfin.