Morgunblaðið - 26.03.2021, Side 12

Morgunblaðið - 26.03.2021, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2021 S igríður Arna Sigurðardóttir, eigandi Húðarinnar Skin Clinic, og Guðni Freyr Sigurðsson, eigandi Við- halds og nýsmíði, kynntust á rómantískan hátt á toppi jökuls árið 2014. Þau hafa nú trúlofað sig og áætla að gifta sig í sumar ef kórónu- veiran leyfir. „Við kynntumst á toppi Snæfellsjökuls og það var eitthvað við fyrsta skiptið sem við hittumst sem erfitt er að gleyma. Ég var að aðstoða vin minn Jón Inga hjá Amazing Tours að fara með hóp af fólki á topp jökulsins. Við vorum að draga fólk upp á topinn í litlum hópum þegar ég sá Sigríði Örnu fyrst. Ég var þarna samt aðeins undir fjölsku flaggi því ég er ekki mesti fjalla- garpur sem til er,“ segir Guðni. Guðni mesti grallari sem hún hefur kynnst Sigríður Arna segir Guðna sá allra mesta grallara sem hún hafi kynnst og kannski ekki sá besti til að stilla sér upp þegar hún er að taka ljósmyndir úti í náttúrunni. „Já, Guðni er mesti grallari sem ég veit um þegar kemur að náttúrumyndum enda eru nær allar ljósmyndirnar sem ég tek af honum þar sem hann er annaðhvort standandi á haus eða á annarri hendi.“ Guðni segir það vera út af því að íslenska náttúran sé falleg en ekki svo skemmtileg að ekki megi aðeins krydda ljósmynd- irnar. Samvera í útivist er lykillinn að farsælu sambandi Sigríður Arna segir að hún elski að fara á fjöll og að hreyfa sig dags daglega. „Að ganga á fjöll er eitt stærsta áhugamál mitt. Ég hélt reyndar að Guðni væri algjör fjallagarpur en ég held að ég sé fjallagarpurinn í þessu sambandi,“ segir Sigríður Arna. Guðni hefur gaman af snjósleðaferðum, skíðum, golfi og að keyra mótorhjól. Á meðan Sigríður Arna hefur gaman af því að fara með hundana sína út að ganga og þróaði í raun hæfni sína til að fara út í náttúruna þegar hún var með börnin sín ung. Hún gaf á sínum tíma út tvær útivistabækur fyrir fjölskyldur. „Við erum mjög góðir vinir og af þeim sökum þá höfum við mæst á miðri leið. Við elskum bæði golf og því er það eitthvað sem við gerum mikið saman. Við förum á skíði, út að ganga og svo nær hún af og til að draga mig í fjallgöngur og hellaskoðan- ir. Svo er Sigríður Arna oft til í að sitja aftan á mótórhjólinu mínu. Það sem við erum bæði að upplifa í fyrsta skiptið er að vera í sambandi þar sem okkur langar meira að vera saman og gera eitthvað skemmtilegt í stað þess að vera ein með okkar eigin áhugamál,“ segir Guðni. Ánægð með að þau hafi tekið sér góðan tíma að kynnast Sigríður Arna er þakklát fyrir að þau hafi tekið sér góðan tíma að kynnast. „Við keyptum okkur hús saman en erum bara nýbyrjuð að búa. Fyrstu árin héldum við tvö heimili, þá aðallega út af börn- unum okkar. Við eigum samtals sex börn samanlagt. Við vildum gera þetta rétt, rólega og í takt við þarfir allra í kringum okkur. Ég hef mikinn áhuga á ljósmyndum og elska að vera úti. Fyrir bæði okkar er mikilvægt að vera úti því við vinnum mikið og þurfum að slaka á inn á milli. Það sem ég kann að meta við útiveruna er að maður heldur sér í formi og síðan lítur maður aldrei eins vel út eins og eftir að maður hefur verið úti að leika sér. Það er í raun og veru besta fegrunarmeðalið sem ég veit um að vera úti að gera það sem maður hefur gaman af,“ segir Sigríður Arna. Guðni er sammála því og hlakkar til páskanna með henni. Þau ætla að fara þangað sem veðrið er gott og vonar hann að veðrið verði best á Akureyri. „Planið er að fara á skíði og á vélsleða. Að borða góðan mat og síðan bara að hafa gaman. Okkur finnst ótrúlega gaman saman og fórum við sem dæmi síðasta sumar í ferðalag um landið og spiluðum á öllum gólfvöllum sem við fundum við þjóð- veginn. Það var ótrúlega gaman. Af öllu því sem ég gæti verið að gera, þá hefði ég aldrei trúað því að ég myndi elska golf svona mikið,“ segir Guðni. Hitta eingöngu jákvætt fólk í útivist Bæði vilja þau hvetja fólk til að ferðast um landið og upp- götva allar þær fallegu perlur sem landið hefur upp á að bjóða. „Eitt er víst að maður hittir ekki leiðinlegt fólk í golfi, ekki heldur í útivist. Það eru allir jákvæðir á fjöllum,“ segja þau. Guðni Freyr Sigurðsson og unn- usta hans Sigríður Arna Sigurð- ardóttir vilja hvetja fólk til að ferðast um landið og að stunda útivist um páskana. Þau segja alla jákvæða á fjöllum og hafa í raun aldrei hitt neinn leiðinlegan á úti í náttúrunni. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Sigríður Arna og Guðni hafa aldei hitt leiðinlegt fólk á fjöllum. Skemmtilegasta fólkið er í útivist Guðni á það til að krydda ljósmyndir unnustu sinnar með allskonar uppá- tækjum út í náttúrunni. Sigríður Arna í essinu sínu úti í náttúrunni. Parið hvetur alla sem geta að fara út að leika sér um páskana. Guðna finnst skemmti- legast að vera á snjó- sleða eða á mótorhjóli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.