Morgunblaðið - 27.03.2021, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021
Dan V. S. Wiium
hdl., lögg. fasteignasali
sími 896 4013
Ásta María Benónýsdóttir
lögg. fasteignasali
sími 897 8061
Rakel Salóme Eydal
lögg. fasteignasali
sími 533 4040
Jón Bergsson
lögmaður og lg.fs.
sími 777 1215
Ármúla 21, 108 Reykjavík | sími 533 4040 | kjoreign@kjoreign.is | www.kjoreign.is
45 ára
Stofnað 1976
Vantar allar tegundir eigna á skrá
ustu getur séð um alla þætti flutn-
inga frá a-ö. Hún sorterar í sam-
vinnu við eigendur, pakkar, setur
til hliðar það sem ekki á að flytja
og er svo tengiliður við burð-
armenn, flutningaaðila og hrein-
gerningafólk. Fleiri aðilar bjóða
slíka þjónustu en ég hef góða
reynslu af Virpi og hún er Á réttri
hillu.
3. Eftir öll þessi ár í húsinu
þekkjum við það vel. Það þarf að
eiga við ofna til þess að þeir fari í
gang að hausti, það þarf að beita
lagni við að opna bílskúrshurð og
fleira í þeim dúr. Eru þetta atriði
sem við þurfum að skrá niður og
upplýsa fasteignasala um eða eru
þetta dæmi um mál sem ekki þarf
að fara yfir og fylgja því að kaupa
tæplega 30 ára gamalt hús?
Það hvílir rík skoðunarskylda á
kaupanda en jafnframt hvílir upp-
lýsingaskylda á seljanda. Selj-
anda ber að upplýsa skoðanda um
allt það sem hann veit um að af-
laga hefur farið og allt það sem
hann getur gert sér grein fyrir að
skoðandi sjái ekki eða geti ekki
kynnt sér við almenna skoðun.
Með því að veita þessar upplýs-
ingar gefið þið innsýn í natni ykk-
ar og umhyggju gagnvart húsinu
og það eykur traust kaupanda.
Það skiptir svo miklu að fast-
eignaviðskiptin verði ánægjulegt
ferli bæði fyrir ykkur og þau sem
kaupa húsið ykkar.
Með kærleikskveðjum,
Elín Sigrún
K
æru hjón, til hamingju
með ákvörðunina og
tímamótin.
Takk fyrir þessar
spurningar. Ég get
fullvissað ykkur um að þið eruð
ekki ein í þessum sporum. Börn-
um hættir til að skipta sér um of
af fjárfestingum foreldra sinna og
í sumum tilvikum tala þau við for-
eldra sína eins og foreldrarnir séu
ófjárráða fólk. Ég leyfi mér að
minna á að börnin eiga engan
formlegan rétt nema til arfs ef
eignir eru til staðar við andlát for-
eldra.
Það eru ýmsar leiðir færar í
þessu sambandi ef ekki er sam-
komulag um skiptingu. Í fyrsta
lagi getið þið einfaldlega selt
innbúið sem þið hafið ekki þörf
fyrir eða ekki er pláss fyrir og
notið sjálf söluandvirðis eigna
ykkar. En ef þið viljið láta börnin
ykkar fá fjármunina er hægt að
greiða þá sem fyrirframgreiddan
arf. Einnig er stundum farin sú
leið að skipta eignunum í jafn
verðmæta hluta og jafn marga
hluta og börnin eru og þau ein-
faldlega draga númer. Ef óvissa
er um verðmæti er hægt að leita
til fagfólks, t.d. uppboðshaldara,
til að verðmeta.
Ef um verulegar eignir er að
ræða er rétt að líta á yfirfærslu
sem fyrirframgreiddan arf. Þá er
verðgildi eigna tilgreint skv. því
sem erfingjar telja vera sem næst
líklegu söluverði munanna. Ef vafi
er um hæfilegt verðmat er rétt að
leita nánari upplýsinga hjá sýslu-
manni um úrræði. Af fyrirfram-
greiddum arfi er greiddur 10%
erfðafjárskattur.
2. Börnin eru upptekin og
treysta sér ekki til þess að hjálpa
okkur við flutninginn og vinir okk-
ar eru orðnir fótafúnir og geta því
ekki aðstoðað. Er einhvers staðar
hægt að fá alla þá þjónustu sem
þarf við flutning á einum stað?
Mínir viðskiptavinir hafa góða
reynslu af fyrirtækinu Á réttri
hillu. Virpi sem stýrir þeirri þjón-
Börnin eru
ósátt, hvað
er til ráða?
Elín Sigrún Jónsdóttir lögfræðingur og eigandi
fyrirtækisins BÚUM VEL svarar spurningu frá hjónum
sem eru loksins að láta drauma sína rætast.
Kæra Elín Sigrún.
Við hjónin erum að flytja úr stóru einbýlishúsi sem við höf-
um búið í síðastliðin 28 ár. Nú erum við bara tvö eftir en þrjú
börn okkar ásamt hluta af barnabörnum bjuggu hjá okkur
lengst af. Við erum að fara í mun minni íbúð með ákveðinni
þjónustu þar sem við þurfum ekki að sjá um garð eða gera
neitt sem við treystum okkur ekki lengur til. Börnin eru ósátt
við að æskuheimili þeirra sé selt og ekki er almennilegt sam-
komulag um hver fær hvað af innbúinu þegar við flytjum.
Við erum því með nokkrar spurningar til þín sem okkur
þætti vænt um að fá svör við.
Við ætlum að gefa börnunum töluvert af verðmætum mál-
verkum og listmunum ásamt húsgögnum sem eru verulega
verðmæt en ekki er pláss fyrir í nýrri íbúð. Hvernig verðmet-
ur maður slíkt og megum við gefa börnunum þetta án skil-
yrða eða flokkast þetta sem fyrirframgreiddur arfur og eiga
þau þá að greiða af þessu skatt? Ráða þau einhverju um hver
fær hvað?
Með kærri kveðju.
Ástfangin hjón sem loksins eru að láta drauma sína rætast
og flytja á draumastaðinn.E
lma Lísa Gunnarsdóttir er orðin spennt fyrir páskun-
um. Hún ætlar að horfa á Sóttkví og njóta sín með fjöl-
skyldunni.
„Í sjónvarpsmyndinni leik ég Lóu sem er í
sóttkví eins og margir í dag. Reynir
Lyngdal leikstýrði og Auður Jónsóttir og Birna
Anna Björnsdóttir skrifuðu handritið. Hún
verður sýnd á Ríkissjónvarpinu um páskana.
Svo er frumsýning á myndinni Saumaklúbb-
urinn eftir Göggu Jónsdóttur núna eftir
páska. Ég er mjög spennt að sjá hana.“
Elma Lísa býr á Seltjarnarnesi en hefur
lengst af búið í Reykjavík með viðkomu í
Mílanó, París og London.
Hver er skrítnasta íbúðin sem þú hefur
búið í?
„Ég bjó einu sinni í lítilli íbúð á Berg-
staðastræti sem var 30 fermetrar.
Einni íbúð hafði verið breytt í tvær og
var sú sem ég bjó í mjög kósý.“
Hver er skemmtilegasta íbúðin
sem þú hefur búið í?
„Ég er mjög ánægð á Seltjarnar-
nesi. Við búum núna í litlu húsi með
stórum garði sem afi minn byggði.“
Hvað gerir hús að góðu heimili?
„Að fjöskyldunni líði vel. Í húsi
þar sem er góður andi og ást.“
Ef þú ættir að búa til eina setningu
til að hengja fyrir ofan hurðina heima
sem lýsir stemningunni. Hver væri sú
setning?
„Ekki vera fáviti.“
„Ekki vera fáviti“
Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona var að klára að leika í sjónvarpsmynd-
inni Sóttkví. Hún býr á Seltjarnarnesi í fallegu húsi sem afi hennar byggði.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Ljósmynd/Saga Sig
Elma Lísa
Gunnarsdóttir er
ánægð með að
búa á Seltjarnarnesi.
Elma Lísa leikur í sjón-
varpsmyndinni Sóttkví
sem sýnd verður um
páskana.