Morgunblaðið - 27.03.2021, Qupperneq 20
Ó
li Gísli segir að á margan hátt sé starf
matreiðslumannsins líkt starfi fast-
eignasalans því hvort tveggja séu
þetta þjónustustörf sem gangi út á
fjölbreytt verkefni og samskipti við
fólk.
„Ég var aldrei að fást við sömu verkefnin og ég
hitti ógrynni af alls konar fólki þegar ég var í hlut-
verki matreiðslumannsins. Svo fór ég frá því að elda
og taka þátt í brúðkaupum og fermingarveislum yfir
í að deila stóru stundinni þegar fólk kaupir sér nýtt
heimili. Það er gaman að fá að taka þátt í svona
stórum stundum með alls konar fólki,“ segir Óli
Gísli sem skipti um starfsvettvang árið 2006. Þá
hætti hann að starfa sem matreiðslumaður og fór á
fullu í fasteignasöluna en undanfarin ár hefur hann
starfað á eigin fasteignasölu, Höfn.
„Ég skilgreini mig sem fasteignanörd, er alltaf að
skoða fasteignaauglýsingar, fletta Bo Bedre og
svona. Ég kem inn á aragrúa af heimilum og oft fær
maður að heyra sögur sem fylgja húsum. Hús er
ekki alltaf bara steyptur kassi heldur hafa sögur lif-
að inni í þeim, sögur af fyrri eigendum og margt
fleira,“ segir Óli Gísli kíminn.
Lét flytja inn gegnheilt tekk í eyjuna
Sjálfur býr Óli í hundrað og fimmtíu fermetra
einbýli í Túnunum í Garðabæ en það er eitt elsta
hverfi bæjarins, og það fyrsta sem var skipulagt í
bænum, vill Óli meina en hann biður Garðbæinga að
nota það ekki gegn sér ef rangt reynist.
„Húsið mitt er byggt árið 1958 og það var hannað
af þeim Jósep Reynissyni og Gísla Halldórssyni. Ég
keypti það af upprunalegum eigendum sem lögðu allt-
af mikla alúð í húsið. Það var vandað til verka með
þetta hús og ekki verið að eltast við tískusveiflur,“
segir hann sáttur.
„Til að flokka mig áfram sem nörd þá er ég örugg-
lega svona retró-tekk-nörd líka,“ segir hann og út-
skýrir að hann hafi þurft að standa af sér mikla
pressu frá velmeinandi vandamönnum gagnvart því
að breyta ekki panelnum í loftinu.
„Fólk er alltaf að koma með hugmyndir um hvernig
sé hægt að mála og breyta en ég mun ekki hrófla við
loftinu. Viðurinn er hluti af húsinu,“ segir Óli sem
gekk svo langt að panta inn tekk frá útlöndum þegar
hann stækkaði eldhúsið á sínum tíma.
„Gamla eldhúsið var mjög lítið en í breytingunum
þurfti ég að láta taka út litla upprunalega innréttingu
úr tekki. Til að skemma ekki stílinn hafði ég mikið
fyrir því að finna, og láta flytja inn, gegnheilt tekk í
eldhúseyjuna og eftir mikla leit var það efnisveita í
Kópavogi sem hafði upp á því fyrir mig. Eftir á get
ég sagt að það er reyndar ekki mjög praktískt að
nota tekk sem vinnuborð, en á móti myndast falleg
tenging við húsið sem mér finnst skipta máli.“
Tekk- og fasteigna-
nörd í Garðabæ
Óli Gísli Sveinbjörnsson, fyrrverandi matreiðslumaður og núverandi fast-
eignasali, hefur „thing“ fyrir því að halda fallegum og vönduðum hlutum í sinni
upprunalegu mynd. Hann segist líka elska að taka þátt í stóru stundunum í lífi
fólks, á borð við brúðkaup, fermingarveislur og kaup á fyrsta heimili.
Margrét Hugrúnmargret. | hugrun@gmail.com
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
„Verkin eru eftir tvíbura-
systurnar Evu G. og
Ernu G. Sigurðardætur
og mér finnst þau koma
vel út svona sitt hvoru
megin við gluggann.
Þessi gluggi er hálfgert
listaverk út af fyrir sig.
Hann er mjög stór og fyr-
ir utan hann er risastórt
gullregn sem getur orðið
algjört listaverk á sumr-
in. Borstofuborðið
fannst einhversstaðar
baka til í ILVU fyrir slysni.
Það er níðþungt og úr
gegnheilum við en svo
eru gömlu tekkstólarnir
hennar mömmu við
borðið sem ég lét bólstra
upp á nýtt.“
„Ég skilgreini þetta ekki sem jólakrans. Þetta eru
bara mosi og könglar sem tengjast ekki jólunum
endilega og hafa fengið hjá mér nýja skilgrein-
ingu,“ segir Óli Gísli.
Eldhúsið hefur að geyma góða kaffi-
vél og heimilislegt andrúmsloft.
„Þessi símastóll hefur fylgt mér lengi.
Ég bjargaði honum á einhverri skran-
sölu þar sem hann lá á bak, við grár og
gugginn. Ég pússaði tekkið og gerði
hann upp. Svo lét ég bólstra hann um
leið og ég lét bólstra borðstofustólana.
Það er svoleiðs með þessa tekkhluti
að þeir þurfa bara ást og alúð og
einhvern sem sinnir þeim.“
„Ég skilgreini mig
sem fasteignanörd,
er alltaf að skoða
fasteignaauglýsing-
ar, fletta Bo Bedre og
svona. Ég kem inn á
aragrúa af heimilum
og oft fær maður að
heyra sögur sem
fylgja húsum.
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021