Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Page 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Page 2
Morgunblaðið/Eggert INGIBJÖRG FRÍÐA HELGADÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Hörpu vantar afmælislag Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.3. 2021 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Í heila viku og gott betur hefur jörðin skolfið undir fótum okkar á suðvest-urhorni landsins. Það hefur ekki verið flóafriður fyrir kippum, drunum,titringi og skjálftum þannig að það liggi við sjóriðu. Á nóttinni vaknar fólk með andfælum við það að rúm víbra og hristast. Eina nótt í vikunni vakna ég með óreglulegan óróapúls. Morguninn eftir má sjá enn eina jarðskjálftafréttina. Aftur er mynd af Keili á forsíðu. Aftur þurfa jarðfræðingar og aðrir spekingar að svara sömu spurningum. Svörin hafa verið einhvern veginn svona: „Það er tvennt í stöð- unni, annaðhvort heldur jarð- skjálftahrinan áfram, eða hún hættir“. Sem er vissulega svar. Bara ekkert sérlega gott. Næsta stóra spurningin var hvort færi að gjósa. Svarið var yfirleitt á þessa vegu: „Ekkert bendir til þess að fari að gjósa, þó mögulega gæti gosið núna, eftir tíu ár eða hundrað“. Líka svar, en ekkert sérlega gott. Hvað gerist svo? Jú, á miðvikudag- inn er ég í rólegheitum á kaffihúsi með viðmælanda og alveg slök, hald- andi að næsta gos verði líklega löngu eftir að ég verð komin undir græna torfu. Ég kem til baka í vinnuna og þá er allt á suðupunkti! Gos innan fárra klukkutíma! Halló! Þetta var ekkert á dagskrá og nú átti bara að skella þessu á með engum fyrirvara! Þetta var alls ekkert sviðsmyndin sem hafði verið teiknuð upp fyrr um morguninn. En hvað gerist svo? Ekkert gos. Um kvöldið gat ég ekkert sofnað fyrir gosóróa. Ég sem átti að mæta eldsnemma í ræktina morguninn eftir. Um 5.30 hrökk ég upp og kíkti á mbl. Enn ekki farið að gjósa. Ég fór bara aftur að sofa og þurfti að senda þjálfaranum skilaboð um að ég kæmist alls ekki í ræktina sökum gosóróa og hás óróapúls. Nýjasta nýtt er að „líklega“ ef það fer að gjósa sko, sé það upphafið að margra alda gosskeiði. Sei, sei, já, já. En mögulega byrjar það eftir hundrað ár. Já, eða á morgun? Enn bíðum við spennt, því hvað er meira spennandi en gos við bæjar- dyrnar. Svo er alltaf hægt að horfa á Keili í beinni. Sjónvarpsefni sem er vin- sælt. Og afar svæfandi. Það þýðir ekkert að lofa okkur gosi og svíkja okkur svo. Koma svo Litli- Hrútur í Þráinsskjaldarhrauni. Koma svo! Óróapúls og gósórói Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’Næsta stóra spurn-ingin var hvort færiað gjósa. Svarið var yfir-leitt á þessa vegu: „Ekk- ert bendir til þess að fari að gjósa, þó mögulega gæti gosið núna, eftir tíu ár eða hundrað“. Sigríður Lárusdóttir Já, ég sá gosið í Eyjafjallajökli og flaug líka yfir gosið í Holuhrauni. SPURNING DAGSINS Hefur þú séð eldgos? Þorsteinn Sörensen Ég sá Heklugosið 1947. Pabbi hélt á mér en ég var fimm ára. Birgitta Rán Magnúsdóttir Nei. Mig langar smá að sjá gos, en það fer eftir hvað það verður nálægt. Guðmundur Einarsson Já. Ég sá Heklu gjósa fyrir mörgum árum. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Hvað er á döfinni hjá þér? Við erum að leita að tíu ára gömlum krökkum til að semja af- mælislag fyrir Hörpu sem verður tíu ára í maí. Hugmyndin er að krakkar sendi inn til okkar örstutt kynningarmyndband. Þau þurfa ekki að vera búin að semja neitt eða senda inn tilbúið lag. Þau þurfa bara að segja okkur hver þau eru, hvað þau eru að grúska í tónlist og af hverju þau vilja vera með í þessu verk- efni. Þau mega líka spila fyrir okkur ef þau vilja. Við erum líka að leita að krökkum sem geta samið texta. Hvað eruð þið að leita að mörgum krökkum? Við erum að leita að um það bil tíu krökkum í teymið. Það er betra að vera ekki með of stóran hóp. En þegar lagið verður tilbúið stækkum við hópinn og fáum þá krakka sem geta flutt lagið; krakka sem geta annaðhvort sungið eða spilað á hljóð- færi. Hvenær þarf lagið að vera tilbúið? Þegar afmælishátíðin verður sett í maí. Það er svo gaman að krakkarnir eru jafngamlir húsinu og þekkja ekkert annað en lífið með Hörpu. Það er gaman að persónugera húsið eins og tíu ára barn. Eru tíu ára börn nógu gömul í þetta verkefni? Já, það er hundrað prósent okkar reynsla. Ég og maðurinn minn, Siggi, erum saman í þessu en við erum menntuð í skapandi tón- listarmiðlun. Við höldum oft tónlistarsmiðjur fyrir börn, ungmenni og fullorðna þar sem við hjálpum fólki að semja tónlist. Það geta allir samið tónlist. Krakkar eru oft að springa úr hugmyndum og eru óhrædd við að setja þær fram. Harpa auglýsir eftir tíu ára krökkum, sem finnst gaman að spila og semja tónlist, til þess að taka þátt í því að semja nýtt afmælislag fyrir Hörpu. Krakkar skulu senda inn stutt kynningarmyndband, fyrir 8. mars, á harpa@harpa.is. Tónlistarfólkið Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Sigurður Ingi Einarsson heldur utan um verkefnið.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.