Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Blaðsíða 32
Ríkissjónvarpið hefur sýningar á flunkunýjum tónlistarþætti
sem kallast Straumar næstkomandi laugardagskvöld. Ekki
verður ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrsta þætt-
inum en þá verður þemað Júróvisjón en þjóðin hefur um langt
árabil haft mikið dálæti á þeirri ágætu keppni og götur gjarnan
tæmst meðan á henni stendur. Hápunktur þáttarins verður
væntanlega frumflutningur á framlagi Íslands til Júróvisjón ár-
ið 2021 sem tónlistarflokkurinn geðþekki Daði og Gagnamagnið
flytur, að beiðni húsbænda í Efstaleiti. Slík er hlýja landsmanna
í garð Daða og félaga að ekki þótti þörf á að henda í undan-
keppni að þessu sinni. Í seinni fjórum þáttum seríunnar verða
einstakir áratugir í forgrunni, áttan, sjöan, sexan og nían, eins
og unga fólkið kallar þá dýrðlegu tíma. Umsjón með Straumum
hafa Björg Magnúsdóttir og Freyr Eyjólfsson sem vonandi á
eftir að henda í eina eða tvær eftirhermur milli laga.
Daði og Gagna-
magnið verja
heiður Íslands í
Júróvisjón 2021.
Morgunblaðið/Eggert
Júrómantík og þáþrá
Björg Magnúsdóttir er annar umsjónarmanna
hinna nýju tónlistarþátta á RÚV, Strauma.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Nýr tónlistarþáttur hefur göngu sína í
Ríkissjónvarpinu um næstu helgi.
SUNNUDAGUR 7. MARS 2021
AVANA model 2570
L 224 cm Leður ct. 15 Verð 479.000,-
L 244 cm Leður ct. 15 Verð 499.000,-
DUCA model 2959
L 215 cm Leður ct. 10 Verð 529.000,-
L 241 cm Leður ct. 10 Verð 549.000,-
ESTRO model 3042
L 164cm Leður ct. 10 Verð 339.000,-
L 198 cm Leður ct. 10 Verð 379.000,-
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
MENTORE model 3052
L 162 cm Leður ct. 10 Verð 419.000,-
L 201 cm Leður ct. 10 Verð 469.000,-
CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur
(Visa / Euro) í allt að 6 mánuði.
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
ETOILE model 2623
L 200 cm Leður ct. 25 Verð 529.000,-
L 230 cm Leður ct. 25 Verð 569.000,-
Viðmótið á forsíðu Morgun-
blaðsins árið 1941 var býsna frá-
brugðið því sem við eigum að
venjast í dag. Í stað harðra frétta
og burðarljósmyndar var þar
eingöngu að finna auglýsingar og
þá ekki síst smáauglýsingar.
Á forsíðu blaðsins 7. mars það
ár var aðalauglýsingin helguð
hinu fljótvirka FLIK-FLAK-
sápulöðri „sem leysir og fjar-
lægir öll óhreinindi á stuttri
stundu“.
Mikið var auglýst eftir fólki í
vinnu, ekki síst stúlkum. Café
Central vantaði stúlku strax og
ónefndur veitingastaður auglýsti
eftir stúlku. „Mánaðarlaun kr.
150.00, auk dýrtíðaruppbótar.“
Ekki amalegt. Þá vantaði kven-
mann til að veita forstöðu vefn-
aðarvöruverslun í bænum. Einn-
ig lýsti ung, reglusöm og
ábyggileg stúlka eftir atvinnu og
var reiðubúin að vinna kauplaust
í tvær vikur til reynslu og ungur
og reglusamur maður með
minna bílpróf óskaði eftir vinnu.
Nokkuð var auglýst eftir bif-
reiðum til kaups og verslanir
voru duglegar að minna á síma-
númer sitt. Þannig var Kaup-
höllin með nýtt númer, 1710,
Klæðaverszlun Andrjesar And-
rjessonar h.f. var með 1737 og
h.f. Hamar með 1695.
Fatabúðin auglýsti góðar
vörur á góðu verði, svo sem líf-
stykki og mjaðmabelti og kola-
ausurnar voru komnar í Biering.
Síðast en alls ekki síst þá þakk-
aði Jón Jónsson á Hofi í Vatnsdal
hjartanlega öllum þeim sem
heiðruðu hann á áttræðisafmæli
hans með heimsóknum og
heillaskeytum.
GAMLA FRÉTTIN
Látið FLIK-FLAK þvo fyrir yður!
Fínasta silki og óhreinustu verka-
mannaföt, FLIK-FLAK þvær allt.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Björn Thors
leikari
Kári Árnason
miðvörður
Pablo Marí
miðvörður