Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Blaðsíða 17
kona hans, Edith Wilson, og aðrir í innsta hring for-
setans, faldi það að mestu fyrir þingi og þjóð hvernig
komið væri fyrir forsetanum.
Forsetafrúin tók að sér margvíslegar skyldur for-
setans og gaf fyrirmæli til stjórnkerfisins eins og væru
það orð og verk forsetans.
Óhugsandi núna?
Þetta stóð sem sagt í tæpt eitt og hálft ár. Það væri
freistandi að stökkva á þá niðurstöðu að þetta og ann-
að eins væri ekki hægt lengur. En tæpum þremur ára-
tugum síðar földu blaðakóngar Breta, með fjölskyldu
og innsta hring, að Winston Churchill forsætisráð-
herra hefði lamast að hluta vegna blóðtappa. Gamla
kempan náði sér að vísu á nokkrum mánuðum og
komst upp með þetta leynimakk allt.
Forsetafrúin í Hvíta húsinu sagðist síðar „hafa
farið vandlega yfir hvert erindi allra ráðuneyta
sem bárust. Þau mál sem ég taldi óhjákvæmilegt
að gengju til forsetans gerði ég ljósan og stuttan
útdrátt úr og fékk honum til ákvörðnar. Sjálf tók
ég því ekki neinar ákvarðanir aðrar en þær að
ákveða hvaða álitaefni þyrftu að fara til hans og þá
að koma þeim í aðgengilegt form. Sjálf tók ég aldr-
ei eina einustu ákvörðun!“ Það er nú það. Frúin
fékk heimild til að fara yfir leyniskjöl sem forset-
anum voru ætluð. Hún ákvað jafnframt hvað
skyldi leynt fara í stjórnkerfinu. Og þegar utan-
ríkisráðherrann hélt nokkra ríkisstjórnarfundi,
án þess að hún (eða forsetinn, eins og það var orð-
að) væru viðstödd, var hann leystur frá embætti.
Og aftur, þegar og ef menn spyrja sig hvort slíkt því
líkt gæti gerst í nútímanum, þá má minna á, að öðrum
af tveimur frambjóðendum var að mestu komið fyrir
ofan í kjallara lungann af kosningabaráttu um emb-
ætti valdamesta manns veraldar! Og enn voru það fjöl-
miðlarnir sem brugðust svo illa að með fádæmum
telst. Hálfri öld eftir samsærið með Churchill.
Sá gamli opnar munn
En hvað er að frétta af hinum frambjóðandanum?
Honum Donald Trump? Tölvurisarnir hafa tekið sér
að hemja málfrelsi hans og gerðu það reyndar þegar á
meðan hann var enn forseti Bandaríkjanna. Þeir
þurftu vissulega ekki að gera það í tilviki hins fram-
bjóðandans því það heyrðist svo sem ekkert í honum
nema það sem hann las upp af spjöldum aðstoðar-
manna sinna.
Trump hélt nýlega ræðu yfir flokksbræðrum sínum
og virkaði úthvíldur og afslappaður og virtist orð-
varari en stundum endranær. Vonandi lagast það.
Fjölmiðlar vesturheims, einkum þeir sem staddir eru
austan megin við stóra pollinn, hafa sannfært sig um
það að Bandaríkjamenn hati Trump jafnmikið og 90%
af félagsmönnum þeirra sjálfra. En hvað sem verður
þá er það fjarri því að vera svo. Ýmsir biðu spenntir
eftir ræðu forsetans fyrrverandi og ástæður þess gátu
verið margvíslegar. Getgátur voru uppi um að hann
myndi tilkynna stofnun nýs flokks í stað Repúblik-
anaflokksins. Ekkert þess háttar. Trump lýsti ánægju
sinni með flokkinn. Ætlaði hann að lýsa yfir framboði
2024? Nei, hann gerði það ekki. En sá heldur enga
ástæðu til að afneita því.
Er vænlegt að reyna aftur
Forsetar hafa jafnan nokkurt forskot í seinni kosn-
ingum sínum og það er því fært þeim til frádráttar
þegar forgjöfin dugar þeim ekki til sigurs. Það var
aldrei orðað við Carter að bjóða sig fram aftur gegn
Reagan þegar fyrra kjörtímabil hans rann út. Enda
eins gott fyrir Carter. Ronald Reagan vann í það sinn-
ið alla kjörmennina í 49 ríkjum af 50. Og það munaði
aðeins nokkur hundruð atkvæðum að hann ynni líka
alla kjörmennina í Minnesota, ríki Mondales, fram-
bjóðanda demókrata!
Bush eldri tapaði fyrir Bill Clinton. En í þeim kosn-
ingum tók repúblikaninn Ross Perot, „þriðji fram-
bjóðandinn“, 19% atkvæðanna. Bill Clinton fékk 370
kjörmenn með aðeins 43% atkvæðanna en repúblik-
anarnir tveir fengu samanlagt 56% atkvæða. Það er
sem sagt ólíklegt að forseti sem tapar reyni að rétta
sinn hlut í kosningum fjórum árum síðar. En það er
ekki óþekkt! Það er eitt dæmi. Og það heppnaðist.
Þannig tapaði demókratinn Grover Cleveland for-
seti kosningunum 1888 fyrir repúblikanum Benjamin
Harrison.
En fjórum árum síðar fór Cleveland fyrrverandi for-
seti aftur í framboð og vann Harrison forseta.
En hvað segir þetta okkur um framtíðarmöguleika
Trumps í þessum efnum? Harla lítið. Það eru þannig
næstum engar líkur á því að Biden verði aftur í fram-
boði árið 2024.
En duttlungar örlaganna eru bíræfnir brandara-
karlar.
Þeir gætu stillt því þannig upp, að reyndi Trump aft-
ur gæti hann, nákvæmlega eins og Cleveland áður, átt
þess kost að sigra Harris(on) í seinna skiptið!
Morgunblaðið/Eggert
’Það er sem sagt ólíklegt að forseti semtapar reyni að rétta sinn hlut í kosningumfjórum árum síðar. En það er ekki óþekkt! Þaðer eitt dæmi. Og það heppnaðist.
7.3. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17