Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Síða 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.3. 2021 Vikan var undirlögð af jarð-skjálftahrinu á Reykjanes-skaga (og víðar raunar), en sumir skjálftarnir voru allsnarpir. Þeir urðu fæstir til þess að valda verulegu tjóni, en þó komu sprungur í mannvirki í Grindavík. Grunur um að jarðskjálftarnir kynnu að reynast undanfari eldvirkni á svæðinu jukust mjög er á leið vikuna og um hríð virtust flestir þess fullvissir að svo færi. Sérfræðingar reyndu þó að róa mannskapinn og sögðu líklegast að hraun flæddi yfir miðjan Reykja- nesskaga og því lítið í húfi. Meira kann að reynast í húfi ef dreg- ur úr styrk Golfstraumsins, líkt og blikur eru á lofti um. Rannsóknir benda til þess að hann sé nú með veikara móti, en dragi mikið úr hon- um kynni það að gerbreyta lífsskil- yrðum á og við Ísland. Icelandair og félög starfsfólks í flugi ýta á það að flugliðar og aðrir starfs- menn, sem eiga í samskiptum við far- þega í millilandaflugi, fái forgang í bólusetningu. Landlæknir og heil- brigðisráðherra létu sér fátt um finn- ast. Veitingastaðir og vínstúkur landsins höfðu vart undan ásókn um helgina, sem var sú fyrsta eftir að verulega var slakað á sóttvarnareglum. Munu sum- ir jafnvel hafa drukkið meira en tvö glös og orðrómur var uppi um að stig- inn hefði verið dans á stöku stað. Á mánudag þóttu líkur á eldgosi á Reykjanesskaga hafa aukist mikið og fram kom tilgáta um kvikuinnskot þar undir. Sérfræðingarnir virtust þó ekki verulega áhyggjufullir og töldu mestar líkur á flæðigosi án mikilla sprenginga, en vegna fá- mennis þar á svæðinu ætti það ekki að valda miklum vanda. Þó var nefnt að gasmengun úr iðrum jarðar kynni að verða vesen. Eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands þótti rétt að ljóstra því upp að „einhvern daginn verður eldgos“ á Reykjanesskaga. Glöddust margir yfir að jarðsagan hefði ekki tekið enda enn. Tölur Hagstofunnar benda til þess að kórónukreppan sé mun minni en óttast var, en mælingar benda til þess að efnahagssamdrátturinn á liðnu ári hafi verið 6,6%. Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor vogaði sér að nefna að það benti til lítillar framleiðni í ferðaþjónustu þegar samdrátturinn væri ekki meiri þrátt fyrir geigvænlegt atvinnuleysi í greininni. Biskupsstofa tók upp á því að skrá hjá sér hverjir kæmu til messu og ekki einn einasti mannréttinda- fulltrúi eða persónuverndarmöppu- dýr rak upp bofs um trúfrelsi. Þar var ekki um að ræða markaðsátak á vegum Biskupsstofu, heldur erind- rekstur fyrir Landlækni, ef rekja þyrfti smit. Evrópska hagstofan (Eurostat) birti tölur um hlutfall fólks með snjallúr og þar trónuðu Íslendingar langhæst allra Evrópubúa með meira en tvöfalt hærra hlutfall en hjá næsta landi á eftir. Engar vís- bendingar eru hins vegar um að snjallúrin geri landsmenn stundvís- ari en áður. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kom fyrir þing- nefnd til þess að svara spurningum um símtöl, sem hún átti við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lög- reglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Af orðum þingmanna eftir fundinn að dæma kom þar fátt nýtt fram. Foreldrar í Fossvogsskóla hafa enn áhyggjur af myglu í skólanum en borgaryfirvöld virtust enn ekki kippa sér upp við að skylda börn í heilsuspillandi skóla. Benti Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundaráðs borgarinnar, á það öld- ungis áhyggjulaus að nú fyndist þar ekki mygla heldur myglugró. Náttúrufræðistofnun bendir á að þau séu líka skaðleg og valdi veikindum barna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra sagðist ekki útioka samstarf við neina flokka að loknum alþing- iskosningum í haust. Spurð um nú- verandi samstarfsflokka sagði hún áframhaldandi samstarf vel koma til greina. Félagsbústaðir keyptu 127 íbúðir á liðnu ári og ætla að kaupa ámóta á þessu ári, flestar í Árbæ, fæðingar- borg borgarstjóra.    Skáldsagan Eldarnir – Ástin og aðr- ar hamfarir eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur fór í endurprentun vegna mikillar eftirspurnar, en þar greinir m.a. frá miklum jarð- skjálftum og eldgosum á Reykjanes- skaga. Af hinu raunverulega sögusviði var hið sama að frétta og fyrr, miklir skjálftar og órói undir niðri. En ekk- ert gos. Bólusetningar ganga vel á Íslandi, svona að því marki, sem þær eiga sér stað, en enn berst sáralítið af bólu- efni til landsins. Fregnir bárust af því að æ fleiri Evrópuríki væru farin að leita annnara leiða við öflun bólu- efnis en að reiða sig á Evrópusam- starf þar um, sem þykir hafa verið mikið klúður. Við skoðun á varðskipinu Tý í slippnum í Reykjavík komu í ljós svo miklar bilanir og skemmdir, að óvíst þótti að hann færi aftur á flot í fyrra hlutverk. Viðgerðir væru svo dýrar að það svaraði tæplega kostnaði. Samband íslenskra sveitarfélaga stakk upp á mýkri leiðum til þess að stuðla að sameiningu sveitarfélaga en að skikka þau til þess við and- stöðu íbúa.    Enn voru umbrot við Keili á miðviku- dag og nýtt orð – óróapúls – komst í orðaforða landsmanna, sem notuðu það eins og ekkert væri frá þeirri stundu. Stjórnvöld biðluðu til borg- aranna um að vera ekki að fara í ferðir eða göngur inn á óróasvæðið, en Íslendingar eru sem kunnugt er eina þjóðin sem forðar sér ekki held- ur flykkist á eldfjöll ef þar eru boðuð gos. Víðir Reynisson sagði þjóðinni að slaka á, það væri ekkert hamfaragos í vændum. Svo hún slakaði á og ekki kom gos. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra sagði að íslensk stjórnvöld könnuðu fleiri leiðir til öflunar bólu- efnis en Evrópusamstarfið eitt, sem valdið hefði nokkrum vonbrigðum. Opnað var fyrir skráningar í sumar- búðir KFUM og K, en þar reyndist tvöfalt meiri aðsókn frá fyrsta degi en nokkru sinni áður. Veitir sjálfsagt ekki af handleiðslu æðri máttarvalda þegar það gengur á með plágum, náttúruhamförum og hnattrænni hlýnun, sem valdið hefur mildasta vetri í manna minnum. Steinn Logi Björnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Icelandair, sagði í viðtali að Boeing MAX- vélarnar henti ekki flugfélaginu, jafnvel þegar þær megi loks fljúga á ný. Hann telur að sofandaháttur stjórnvalda í bóluefnismálum kunni að reynast efnahagslífinu afar dýr.    Enn einn daginn urðu jarðvísinda- menn hissa og margir hattar étnir þegar skjálftavirknin færðist til og kvikuhlaup virtist dvína. Mönnum til hugarhægðar minntu þeir á að það væri nú samt sem áður „kominn tími á eldgos“. Öll þessi umbrot vöktu marga til umhugsunar um varúðarráðstaf- anir, svo sem með því að koma upp meira olíuöryggi í landinu og auka netöryggi. Hins vegar virtist engum detta í hug að nefna Sundabraut og afkastameiri umferðarmannvirki. Píratinn Jón Þór Ólafsson, formað- ur stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar Alþingis, sætti gagnrýni fyr- ir trúnaðarbrest, sem fælist í að hann gæfi annað til kynna um hvað til bæri á fundum nefndarinnar en forsendur væru til. Lyfjastofnun telur ýmsa kosti í stöð- unni um kaup á bóluefni og nefndi Rúna Hauksdóttir, forstjóri hennar, rússneska bóluefnið Spútník sérstaklega í því samhengi. Kurr vegna uppnáms í leghálsskim- unum jókst áfram í vikunni, en heil- brigðisráðherra lét flytja þær frá Krabbameinsfélaginu til Landspít- alans, sem ekki hefur neina burði til þess að sinna þeim. Dómsmálaráðherra tilkynnti að ekki yrði ráðist í dýrar viðgerðir á varðskipinu Tý heldur skyldi kaupa nýlegt skip að utan í stað hans. Var því vel tekið en þó ekki síður þeirri nýbreytni að fleyið yrði nefnt eftir ástar- og unaðsgyðjunni Freyju. Allt á floti alls staðar, tralalalala! Beðið eftir gosi Margir biðu í ofvæni eftir eldgosi á Reykjanesskaga í vikunni en jörð skalf nær viðstöðulaust. Ef myndin prentast vel má sjá móta fyrir Keili, en örin á skiltinu bendir næstum á hann. Margar slíkar myndir birtust af Keili í fjölmiðlum í vikunni. Morgunblaðið/Eggert 28.2.-5.3. Andrés Magnússon andres@mbl.is DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.