Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.03.2021, Side 8
Eflaust eru ekki margir sem hafa upplifað það að renna sér á hundasleða með 10 öfluga husky-hunda að draga sig. Það er þó hægt að gera hjá hjónunum í Glæsibæ. Þar ala þau vel á annan tug husky-hunda. Ljósmynd/Hilmar Friðjónsson Hundalífið gleður þau Gunnar og Maríu Björk mjög. Það er ekki á hverjum degisem hægt er að faðma sex-tán tignarlega husky-hunda með stingandi fagurt augnaráð. Hvað þá að fá að njóta krafta þeirra á fleygiferð á snævi þöktum lendum rétt norðan við Akureyri. Sú getur þó verið raunin hjá þeim sem leggja leið sína í Glæsibæ þar sem hjónin Gunnar Ómarsson og María Björk Guðmundsdóttir hafa sest að og helgað líf sitt hundunum samhliða því að byggja upp óvenjulega ferða- þjónustu í formi hundasleðaferða. Lífsstíll um ókomna tíð Líf þeirra hjóna er í hundslíki. Gunnar sinnir vaktavinnu á nótt- unni, María dagvinnu. Þannig er ávallt húsbóndi á heimilinu sem sér til þess að allir hagi sér vel og fari sér ekki að voða. „Þetta er bara það sem er líf okkar og yndi og verður lífsstíllinn um ókomna tíð,“ segir Gunnar. Raunar er meira en tími sem far- ið hefur í hundana. Einnig hafa þau varið milljónum króna í að gera bæ- inn hæfan til hundahaldsins. Hundasleðaferðin getur tekið allt að klukkustund og farið er um skóglendi nærri Glæsibæ. Til þessa hafa viðskiptavinirnir að mestu ver- ið svokallaðir lúxusferðamenn sem dvalið hafa á Deplum á Tröllaskaga. Veirufjandinn lætur hins vegar ekki að sér hæða og fátt hefur verið um ferðamenn hvort sem þeir eru kenndir við lúxus eða bakpoka. Þau myndu gjarnan vilja sjá Íslendinga upplifa sleðaferð. „Við komum hing- að gagngert til að einbeita okkur betur að þessum sleðaferðum. Að sjálfsögðu er óvenjulegt ástand núna en þetta er okkar draumur og það mun ekki breytast,“ segir Gunnar. Góla af eftirvæntingu Upplifunin af því þegar hundarnir þeytast af stað er engu lík. Áður en lagt er í hann er sleðinn bundinn við staur. Hundarnir góla af eftir- væntingu áður en klippt er á spott- ann. Í einni andrá er rykkt af stað og maður finnur vindinn þjóta um vangann um leið og til eyrna manns berast skrítnar skipanir frá Gunn- ari á framandi tungumáli. Eftir nokkra stund áttar blaðamaður sig á því að þær eru ætlaðar hundun- um. Í fyrstu er ekki heiglum hent að fá hundana til að hlýða enda langt síðan þeir fengu að draga sleðann síðast. Eftir smástund virðast hundarnir hafa dustað rykið af tungumálakunnáttunni og allt geng- ur eins og smurt. „Þetta er það sem þeim finnst skemmtilegast að gera og þessi tegund er búin að vera sleðahundar í árhundruð. Þetta er eins konar eðli þeirra,“ segir Gunn- ar andstuttur, enda tekur á að stýra sleðanum á meðan ferða- mennirnir njóta eins og blómi í eggi. Að ferðinni lokinni bjóða hjónin ferðafólki inn í heitt kakó og jafnvel skúffuköku ef svo ber undir. Rúsín- an í pylsuendanum reynist svo tveir loðboltar, hvolpar sem bíða æstir eftir að fá að fylgja köllun sinni, á móti gestunum. „Það er nefnilega ekki bara sleðaferðin heillar. Hér fær fólk að kjassast í hundunum og kynnast þeim. Við erum alveg með dæmi um það að fólk staldri við klukkustundunum saman, liggi hér á gólfinu og taki þátt í hundalífinu með okkur,“ segir María brosandi. Husky karamba! Hjónin í Glæsibæ, þau Gunnar og María, láta sig ekki muna um það að ala upp vel á annan tug husky-hunda. Samhliða eru þau að byggja upp ferðaþjónustu og bjóða hundasleðaferðir Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Husky-hundar eru tignarlegir og fallegir. Þeir fylgja viðingarstiga í sínum hópi og efstur í þeim stiga í Glæsibæ er Gunnar húsbóndi. Mikil upplifun er að klappa svo mörgum stórum hundum í einu og eru þeir afskaplega vinalegir. Morgunblaðið/Viðar FERÐALÖG 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.3. 2021

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.